Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR14. JÚNÍ 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson
„Ætlum
að klifra
hægt
upp
„ÉG er mjög sáttur við stig í Eyj-
um, sérstaklega þar sem við töp-
uðum 5-0 síðast," sagði Jens Mart-
in Knudsen, spilandi þjálfari
Leifturs, eftir jafnteflið gegn ÍBV
á laugardag.
„Ég er óánægður með að við
náðum ekki að skora mark en við
vorum pínulítið heppnir líka að fá
ekki á okkur mark. Við höfum að-
eins skorað þijú mörk ísex leikj-
um, sem er allt of lítið. Ég var
ánægður með að halda hreinu í
leiknum en ég var ósáttur með
fyrri hálfleikinn en þetta var
svona baráttuleikur," sagði Jens
Martin, sem var afburðagóður í
markinu.
„Staða okkar núna er ekki góð
en út úr þessum þremur úti-
leikjum í fyrra á móti KR, ÍBVog
IA fengum við tvö stig en nú náð-
um við einu. Staðan er því ekki
mikið verri en í fyrra og þá náðum
við þriðja sætinu. Ég held enn þá
að ég sé með betra lið en í fyrra og
ég vona að við klifrum hægt upp
töfluna. Ég held að spilið sé styrk-
leiki liðsins, en í dag tók ég bar-
áttustráka inn f liðið eins og Júhus
Tryggvason og þá fáum við
kannski ekki fallega spilið en við
komum í veg fyrir að hinir skori.“
Leiftur leikur gegn FC Luzem í
Intertoto keppninni 18. júní á Ól-
afsfírði. „Við teljum að við eigum
að slá Luzem út því við emm með
reynslumikið lið, þannig að við
teljum möguleika okkar góða,“
sagði Jens Martin.
töfluna“
Ingi Sigurðsson sækir að marki Leiftursmanna í Eyjum, en Jens Martin Knudsen og samherjar
hans sáu við Eyjamönnum.
Jens Martin sá
við Eyjamönnum
LEIFTUR hefur aðeins skorað þrjú mörk á íslandsmótinu í
sumar en fengið á sig níu. í fyrri hálfleik á laugardag í Eyjum
leit út fyrir að markahlutfall þeirra kæmi til með að versna til
muna en ótrúleg markvarsla Jens Martins Knudsen kom í veg
fyrir það. Eyjamenn sem skorað hafa 10 mörk á tímabilinu
náðu með engu móti að koma knettinum framhjá þessum lit-
ríka markverði þrátt fyrir miklar tilraunir.
Leikurinn í Vestmannaeyjum
byrjaði með miklum látum
Eyjamanna. Sóknarmenn IBV léku
á als oddi og æddu
hvað eftir annað í
IrisiB gegnum opna vörn
Eysteinsdóttur Leiftursmanna. AU-
an Mörköre komst
snemma í leiknum aleinn inn fyrir
vörnina eftir frábæra sendingu frá
Inga Sigurðssyni. Allan skaut góðu
skoti sem Jens Martin varði með til-
þrifum.
Leiftursmenn spiluðu stífan varn-
arleik en voru ósmeykir við að
sækja fram völlinn er færi gáfust.
Úr einni slíkri sókn fengu þeir auka-
spyrnu rétt utan teigs sem Birkir
Kristinsson gerði vel að verja.
Eyjamenn héldu áfram að sækja
hart að marki Leifturs og fengu eitt
besta færi leiksins þegar Steingrím-
ur gaf frábæra sendingu á Inga sem
var einn fyrir opnu marki, skaut
góðu skoti framhjá Jens Martin í
markinu en Steinn Viðar Gunnars-
son bjargaði naumlega á línu.
Fjörugum fyrri hálfleik lauk síð-
an með hörkusókn Leifturs. Sámal
Joensen átti laglegt skot sem Birkir
varði, Páll Viðar Gíslason fylgdi vel
á eftir en skaut framhjá markinu í
opnu færi.
Eftir skemmtilegan og opinn fyrri
hálfleik voru áhorfendur vissir um
að mörkin færu að rúlla inn í síðari
hálfleik. Svo varð hins vegar ekki og
þeir urðu fyrir nokkrum vonbrigð-
um. Fátt markvert gerðist í hálf-
leiknum og var eins og eldmóður
Leiftursmanna í vamarleiknum
dræpi niður allan kraft í Eyjamönn-
um.
Sóknum Eyjamanna fækkaði tals-
vert og meira varð um miðjuþóf.
Leiftursmenn sóttu nokkuð í sig
veðrið og virtust líklegir til að stela
öllum stigunum þremur þegar Sám-
al átti hnitmiðað skot sem hafnaði í
innanveðri markstöng Eyjamanna.
Alexandre Santos kom inn á í stað
Sergio Mecedo og hleypti hann
nokkru lífi í sóknarleik Leifturs.
Leiftursmönnum tókst þó ekki að
skora og ljóst er að þeir þurfa að
leggja höfuðið í bleyti til að finna
lausn á markaleysinu.
Hugmyndaflug skorti í sóknarleik
Eyjamanna sem missti nokkuð
broddinn þegar Steingrímur fór út
af um miðjan hálfleikinn.
Ingi átti þó lokatilraun að marki
er hann skaut föstu skoti, þar sem
Jens Martin var enn á tánum og
náði að verja.
Með jafnteflinu komst Leiftur úr
fallsæti en ÍBV fór niður í 5. sætið
og ljóst er að Eyjamenn þurfa að
klára færin sín betur til að verða í
toppbaráttunni í sumar.
Leiftur
Leikskipulag: 4-4-2
Birkir Kristinsson m
Páll Guðmundsson
Hlynur Stefánsson m
Kjartan Antonsson m
Hjalti Jóhannesson
Ingi Sigurðsson m
Baldur Bragason
Goran Aleksic
(Bjarni Geir Viðarsson 62.)
Momir Mileta mm
Allan Mörköre
Stelngrímur Jóhannesson
(Jóhann G. Möller62.)
Rangstöður:
4-0
Islandsmótið I knattspyrnu
tandssimadeild karla, 6. umf.
Hásteinsvöllur
laugardaginn 10. júní 2000
Aðstæður:
Suðaustan gola og sól.
Hiti um 10 stig.
Völlurinn góður.
Áhorfendur: Um 700.
Dómari:
Gísli Hlynur Jóhannsson,
Keflavík, 3.
Aðstoðardómarar:
Pjetur Sigurðsson,
Einar Sigurðsson.
Skot á mark: 26 - 9
Hornspyrnur: 8 - 5
Leikskipulag: 5-3-2
Jens Martin Knudsen mm
Sergio Macedo____________
(Alexandre Santos 74.)
Hlynur Jóhannsson
Steinn Viðar Gunnarsson
Júlíus Tryggvason
(Albert Arason 81.)
Alexandre Da Silva gB
Sámal Joensen fE
Páll V. Gíslason
m
Jens Erik Rasmusson
m
(Ingi Hrannar Heimisson 87.)
John Petersen
Örlygur Þór Helgason
Gul spjöld: Momir Miletta, ÍBV, (63.) -fyrir brot, Ingi Sigurðsson, ÍBV, (64.) - fyrir
brot, Kjartan Antonsson, ÍBV, (77.) - fyrir brot, John Petersen, Leiftri,
(28.) - fyrir brot, Páll V. Gíslason, Leiftri, (43.) - fyrir brot, Jens Martin
Knudsen, Leiftri, (67.) - fyrir munnsöfnuð, Alexandre Da Silva,
Leiftri, (85.) - fyrir brot.
Rauð spjöld: Engin.
„Of
mörg
jafn-
w
Eg hefði viljað sjá stöðu okkar að-
eins betri. Ég hefði viljað ná
allavega tveimm- af þessum jafntefl-
isleikjum sem sigrum, þá væri stað-
an allt öðruvísi hjá okkur. Við erum
ekki búnir að tapa leik, gera fjögur
jafntefli og höfum einungis unnið tvo
leiki,“ sagði Birkir Kristinsson
markvörður ÍBV eftir leikinn gegn
Leiftri um helgina.
„Þau eru alltof dýr þessi jafntefli.
Við mættum kannski taka meiri
sénsa en hugsanlega kæmi það niður
á okkur að við fengjum á okkur fleiri
mörk. Við erum samt ekkert útúr
myndinni. Staðan er ekkert alslæm.
Við eigum öll þessi stærri lið eftir
sem eiu fyrir ofan okkur þannig að
það er bara mjög gott fyrir okkur og
með sigri á móti þeim erum við nátt-
úrulega bara komnir efst. Að mínu
mati er betra að eiga þessa leiki inni
heldur en á móti lakari liðunum því
þá erum við að taka stig af þeim.
Útivellirnir hafa verið okkur erfið-
ir. Við dettum niður - spilum ekki
eins og við erum að spila héma
heima. Það er mikilvægt að reyna að
vinna útileikina og við verðum að
fara að reyna að gera það,“ sagði .
landsliðsmarkvörðurinn.
Erum enn með í baráttunni
„Við fengum færi til að klára þetta
í fyrri hálfleik en þeir voru aftur
hættulegir í skyndiupphlaupum og
hefðu getað refsað okkur þá,“ sagði
Hlynur Stefánsson fyrirliði Eyja-
manna.
„Ég er náttúrulega mjög ósáttur
við þetta - bara eitt stig á heimavelli,
það er of lítið eins og staðan er í dag í i
deildinni. Við fengum mikið af
dauðafærum í fyrri hálfleik en náð-
um ekki að setja punktinn yfir i-ið og I
klára þetta og þá kemur svona óþol-
inmæði í spilið hjá okkur - við fórum
að flýta okkur of mikið og sendingar
fóru að klikka.
Það eru ekki nema þrjú til fjögur
stig í efstu lið þannig að það er svo
sem nóg eftir af mótinu. Við höfum
ekki tapað leik og það er ákveðið
styrkleikamerki en við þurfum að
vera aðeins hvassari fyrir framan
mark andstæðinganna og það er það
sem við ætlum að vinna í núna í frí- j
inu okkar. Við erum tvímælalaust
enn með í toppbaráttunni. Ég er
bara bjartsýnn á framhaldið og við
þurfum bara að vinna í okkur vanda-
málum, sem er markaskorun eins og
er,“ sagði Hlynur.
■ HVORKI Hlynur Birgisson, né
Þorvaldur S. Guðbjörnsson léku
með Leiftursmönnum gegn ÍBV á
laugardag vegna meiðsla. Þeir von-
ast þó báðir til að vera tilbúnir í
slaginn er Leiftur mætir sviss-
neska liðinu FC Luzem í Intertoto-
kppninni 18. júní á Ólafsfirði.
• LEIFTURSMENN ætluðu ekki
að láta það sama henda og í fyrra er
þeir töpuðu 5-0 gegn ÍBV í Vest-
mannaeyjum og komu því til Eyja
kvöldinu áður til að vanda undir-
búning fyrir leikinn.
■ EYJAMENN stóðu fyrir fjöl-
skyldudegi á laugardag. Ef öll fjöl- |
skyldan kom saman á leikinn fengu
allir frítt nema pabbamir, þeir
þurftu að borga fullt gjald.