Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 15

Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 B 15 KNATTSPYRNA Þjálfarinn skoraði markið MARGRÉT Ákadóttir, þjálfari ÍA, var allt annað en ánægð með að hafa deilt stigum með Eyjastúlkum í 4. umferð Landssímadeildar kvenna í gærkvöldi. „Ég eralls ekki sátt við það að fá ekki öll stigin þrjú. Við fengum fullt af færum til að gera út um leikinn í fyrri hálfleik en náðum aðeins að setja eitt,“ sagði Margrét, en það var einmitt hún sem skor- aði eina mark ÍA í leiknum, með skalla eftir hornspyrnu. Hjördís Halldórsdóttir jafnaði leikinn fyrir ÍBV á 43. mínútu og hafði undirtökin í leiknum lengst af síðari hálfleiks. . .. ... Þasr fengu kjörið HMksdóttir tækifæri til að skrifar tryggja sér stigin þrjú þegar ÍA fékk dæmda á sig vítaspymu á 63. mínútu en Bryndís Jóhannesdóttir brenndi af. Bryndís fékk síðan að líta rauða spjaldið á 77. mínútu eftir að hafa haft í frammi ósæmilegan munnsöfn- uð við mótherja sinn. Þrír gamalreyndir leikmenn komu til liðs við IA í þessum leik, þær Magnea Guðlaugsdóttir og systurn- ar Steindóra og íris Steinsdætur sem allar eru komnar aftur eftir barneignaleyfi, auk þess sem Magn- ea lék erlendis um tíma og þær syst- ur léku báðar með RKV á síðasta tímabili. Stjörnuskin í Garðabæ Stjaman vann öruggan 5:1 sigur á botnliði FH í Garðabæ. FH-ingar sem tefldu fram þremur enskum leikmönnum náðu ekki að gera Stjörnunni skráveifu og fylgja Stjörnustúlkur KR eftir sem skugg- inn á toppi deildarinnar, en hvoragt liðið hefur tapað leik það sem af er tímabilinu. Elfa B. Erlingsdóttir kom Stjörn- unni á bragðið á 15. mínútu með lag- legu marki eftir stungusendingu frá Steinunni H. Jónsdóttur og Steinunn átti einnig heiðurinn af öðra marki Elfu á 42. mínútu þegar hún sendi boltann fyrir úr aukaspyrnu frá hægri. Heiða Sigurbergsdóttir bætti þriðja mai'ki Stjörnunnar við á 44. mínútu. Ásgrímur H. Einarsson og Arnar Ægisson gerðu breytingu á liði sínu í leikhléi. Þeir færðu Tammy Shriv- ers, sem leikið hafði á miðjunni, aftur í vörnina þar sem hún ásamt Lisu Buckley og Leanne Hall markverði náðu að halda aftur af sóknarmönn- um Stjörnunnar en þeim tókst þó ekki að koma í veg fyrir fjórða mark þeirra, sem var sjálfsmark. „Ég er þokkalega sáttur við ensku leikmennina. Markvörðurinn er mjög sterkur en hinar tvær eiga eftir að komast betur í takt við liðið og lið- ið í takt við þær. Það era auðvitað vonbrigði að þama skuli ekki vera á ferð leikmenn af sama styrkleika og Sammy Britton og Karen Burke í IBV, en það býr samt mikið í þessum stelpum,“ sagði Arnar Ægisson, annar þjálfara FH. KR situr á toppnum KR situr sem fastast á toppi deild- arinnar með 12 stig eins og Stjaman en KR-ingar hafa hagstæðara markahlutfall. KR sigraði Þór/KA 5:1 á Akureyri. Morgunblaðið /Amaldur Markaskorari Blika, Erna Björk Sigurðardóttir, reynir að komast framhjá Rósu Júlíu Steinþórs- dóttur, fyrirliða Vals. Erna skoraði fyrsta mark Breiðabliks með hörkuskoti. Þriðja tap Vals í röð VALUR tapaði þriðja leiknum sínum í röð á íslandsmóti kvenna í knattspyrnu er liðið tapaði 3:0 fyrir Blikum á heimvelii í 4. umferð í gærkvöldi. Hafa Valsstúlkur aldrei byrjað íslandsmótið jafn illa og eru nú í sjötta sæti með þrjú stig. „Ég á enga skýringu á þessu slaka gengi,“ sagði Rósa Júlfa Steinþórsdóttir, fyrirliði Vals að leikslokum. „Mórallinn er í fínu lagi, æfingarnar fínar og hópur- inn því sem næst sá sami og undanfarin ár. Við höfum rætt mikið um hvað getur verið að og erum staðráðnar í að vinna okkur út úr þessu, en því miður hefur það ekki enn tekist,“ sagði Rósa enn- fremur. Leikur Vals og Breiðabliks var fjörugur í fyrri hálfleik og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði lið fengu ágæt færi. Léttleikandi lið [rís e Blika var meira Eysteinsdóttir með boltann og skrifar sýndi skemmtilega takta í sóknarleik sínum. Valsstúlkur sátu aftarlega á vellinum, vörnin var þétt og þær freistuðu þess að sækja í hraða- upphlaupum. Snemma leiks hóf Rósa eitt slíkt upphlaup er hún vann boltann í vörninni, gaf upp kantinn á Rakel Logadóttur sem sendi laglega sendingu fyrir markið á Hjördísi Símonardóttur sem átti hörkuskot rétt framhjá marki Blika. Stuttu síðar átti Rakel Ögmundsdóttir þrumuskot fram- hjá Ragnheiði Jónsdóttur í marki Vals en Rósa bjargaði naumlega á línu. Um tíu mínútum síðar var Rakel aftur á ferðinni þar sem hún skallaði í slá af stuttu færi. Valsvörnin lét svo loks undan á 33. mínútu þegar Erna Björk Sig- urðardóttir fékk boltann hægra megin í teig Valsstúlkna og skaut bylmingsskoti í markið. Stuttu fyrir leikhlé virtust Vals- stúlkur líklegar til að jafna leikinn þegar Hjördís átti fyrst hörkuskot framhjá og síðan komst Ásgerður Ingibergsdóttir ein í gegnum vörn Blika en Þóra Helgadóttir mark- vörður varði vel. Blikastúlkur byrjuðu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og að sama skapi virtist nokkur kraftur úr Valsstúlkum. Það kom því ekki á óvart er Rakel Ögmundsdóttir stökk hæst allra í teig Vals og skallaði bolt- ann í markið eftir hornspyrnu Laufeyjar Ólafsdóttur. Aðeins 7 mínútum síðar bættu Blikastúlk- ur þriðja markinu við er Hrefna Jóhannesdóttir skaut þrumu- skoti af 25 metra færi yfir Ragn- heiði í markinu og efst í mark- netið. Blikastúlkur voru líklegri til að bæta við marki það sem eftir lifði leiks heldur en Valur að minnka muninn og áður en yfir lauk skaut Laufey Ólafsdóttir í stöng Vals. Valsstúlkur reyndu þó að klóra í bakkann á lokamínútunni þegar Erla Dögg Sigurðardóttir skallaði rétt yfir markið af stuttu færi. Blikastúlkur voru betri aðilinn í leiknum og sigurinn því sanngjarn. Boltinn gekk vel á milli manna og ungu stúlkurnar í liðinu voru afar sprækar. Blikastúlkan Rakel var besti leikmaður vallarins en ásamt henni voru þær Erna Björk, Hjör- dís Þorsteinsdóttir og Hrefna einnig góðar í annars mjög jöfnu liði Blika. Valsstúlkur hófu leikinn ágæt- lega en þær misstu móðinn er á leið. Oft á tíðum leit út fyrir að leikmenn hefðu ekki fulla trú á því sem þeir vora að gera þar sem skot vora fá og einfaldar sending- ar fóra oft forgörðum. Hjá þeim voru þær Erla Dögg, Rósa Júlía og Ásgerður ágætar. Júlíus aftur til Leifturs LEIFTURSMAÐURINN Júlíus Tryggvason var lánaður til síns gamla félags, Þúrs, í byijun tíma- bils þar sem hann átti við lítilleg meiðsli að stríða. Nú er Júlíus kominn aftur í Iið Leifturs og átti ágætan leik gegn ÍBV á Iaugar- dag þar til hann neyddist til að fara af velli í lok leiks þar sem hann meiddist aftur. „Ég tognaði aftan á læri. Ég ætla rétt að vona að ég geti verið með í næsta Ieik. í sjálfu sér get- um við alveg verið sáttir við þetta stig. Með smá heppni hefðum við getað stolið sigrinum," Hvemig fhmst þér liðinu hafa gengið hingað til? „Þetta er ekki núgu gott og veldur mér miklum vonbrigðum en menn verða bara að taka sig á, það eru margir leikir eftir. Auð- vitað er þetta erfítt að byija svona en menn verða bara að sýna kar- akter og rífa sig upp. Ég trúi því að liðið þurfi að vinna einn leik og þá kemur sjálfstraustið, við þurf- um bara að hafa trú á þessu.“ Bakvörður til reynslu í Eyjum SVETLANA Balinskaya, knattspyrnumaður frá tíkraínu, kom til Eyja í fyrradag og mun hún dvelja til reynslu hjá lið- inu í 10 daga. „Ef okkur líst vel á hana þá verður hún út tímabilið," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari Eyjastúlkna og bætti við að hann vissi ekki mikið um hæfni hins nýja leikmanns. Balinskaya á tvo Jands- leiki að baki fyrir tíkra- ínu. Hún er 31 árs og leik- ur stöðu bakvarðar. r Katrín skoraði í sigurieik LANDSLIÐSMAÐURINN Katrín Jónsdóttir, sem leikur með norska liðinu Kolbotn, skoraði eitt mark í 4:1 sigri á Grand-Bodö um helgina. Katrín var felld í vítateig andstæð- inganna, tók spymuna sjálf og skor- « aði örugglega. Um þessar mundir leikur Katrín ýmist á miðjunni eða í framlínu liðs- ins en henni hefur gengið afar vel á tímabilinu og skorað 11 mörk. Kol- botn er í toppbaráttu norsku úrvals- deildarinnar og er Katrín fyrirliði um þessar mundir. Sævar Þór og Kekic í tveggja leikja bann FYLKISMAÐURINN Sævar Þór Gíslason og Grindvíkingurinn Sinisa Kekic, sem fengu að sjá rauða spjaldið í leikjum helgarinnar, vora í gær úrskurðaðir í tveggja leikja bann á fundi aganefndar KSÍ. Þá vora þrír leikmenn liðs Selfyss- inga, Magnús Karl Pétursson, Mika- el Nikulásson og Nikolic Miroslav úrskurðaðir í eins leiks bann vegna brottvísunar, en þeir vora allir rekn- h’ af leikvelli í leik gegn KVA um helgina í 2. deild. Þá var Selfoss sekt- að um sextán þús. kr. ÚRSLIT Landssímadeildin (Efsta deild kvenna) Þdr/KA- KR 1:5....................... Kristín Gísladóttir - Embla Grétarsdóttir 2, Guðlaug Jónsdóttir 2, Olga Færseth. Stjarnan - FH 5:1.................... Elfa B. Erlingsdóttir (15., 42.), Heiða Sig- urbergsdóttir (44.), Justine Lorton (90.) sjálfsmark - Hanna G. Stefánsdóttir (88.) ÍA - ÍBV 1:1......................... Margrét Ákadóttir (30.) - Hjördís Hall- dórsdóttir (43.) Valur - Breiðablik 0:3............... Ema B. Sigurðardóttir, Rakel Ögmunds- dóttir, Hrefha Jóhannesdóttir. FJöldl lelkja J T Mörk Stlg U KR 4 4 0 0 21:3 12 Stjaman 4 4 0 0 14:1 12 Breiðablik 3 2 0 112:3 6 ÍBV 3 1 1 1 4:4 4 ÍA 4 1 1 2 6:17 4 Valur 4 i 0 3 3:6 3 Þór/KA 4 0 1 3 3:13 1 FH 4 0 1 3 4:20 1 Coca Cola-bikarinn (Bikarkeppni KSÍ) 32-liða úrslit: Fram 23 - FH.......................1:4 Viðar Guðjónsson - Bjami Þór Pétursson (sjálfsmark), Jón Stefánsson, Hörður Magnússon, Jónas Grani Garðarsson. Jafntefli gegn Svíum ÍSLAND og Svíþjóð gerðu jafntefli, 1:1, í vináttulandsleik kvenna 21 árs og yngri á Akranesi á laugardaginn. Rakel Logadóttir kom íslandi yfir um miðjan fyrri hálfleik en sænsku stúlkumar jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks. »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.