Morgunblaðið - 27.07.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Biskup
messar í
Drangey
BISKUP íslands, Karl Sigurbjörns-
son, hyggst messa í Drangey í
Skagafirði um komandi verslunar-
mannahelgi.
„Ég er að efna með þessu gamalt
loforð,“ sagði biskup þegar Morgun-
blaðið spurði um ástæðu þessa.
„Ég hef aldrei komið í Drangey en
mig hefur alltaf langað að heimsækja
eyjuna og ákvað að gera þetta núna,
enda hafði ég fyrir löngu ákveðið að
vera á þessu svæði um þetta leyti.
Ég mun því messa í Drangey ef
veður og sjólag leyfir." Gat biskup
þess að lokum að guðsþjónustan yrði
auglýst í íjölmiðlum þegar nær
drægi umræddri helgi.
Grasið slegið
Á SUMRIN flykkjast gjarnan
margir út á Austurvöll, ekki síst
þegar veðrið leikur við Reykvík-
inga líkt og í gær. Starfsmaður
Reykjavíkurborgar notaði sömu-
leiðis tækifærið í gær til að slá
grasið, kannski til þess að gestir
og gangandi eigi betra með að
ÖKUMENN tveggja bíla voru fluttir
á slysadeild eftir árekstur á Suður-
landsvegi við Rauðhóla um kl. 20 í
gærkvöldi. Um unga konu og karl um
fertugt var að ræða en ekki er talið
að meiðsl þeirra hafi verið alvarleg,
skv. upplýsingum frá Landsspítala í
Fossvogi.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
á Austurvelli
koma sér vel fyrir á mjúku gras-
inu. Jón Sigurðsson forseti þarf
hins vegar að húka úti sama
hvernig veðrið er og ekki á hann
neitt val um það hvert hann horf-
ir, en einhver þarf að fylgjast vök-
ulu auga með gjörðum eftirmanna
forsetans á Alþingi Islendinga.
Áreksturinn átti sér stað með þeim
hætti að annar ökumannanna beygði
í veg fyrir hinn, sem var að koma að
austan. Er talið fullvíst að fyrri öku-
maðurinn hafi verið undir áhrifum
áfengis. Draga þurfti báða bílana í
burtu með kranabíl en þeir voru mik-
ið skemmdir að sögn lögreglumanna.
Tvennt slasaðist í
árekstri við Rauðhóla
Jarðskjálftahrina á Suðurlandi í gær
Stærsti skjálft-
inn 2,7 á Richter
PRÍR tiltölulega litlir jarðskjálftar
fundust skömmu eftir hádegi á
Suðurlandi í gær. Stærsti skjálft;
inn mældist 2,7 stig á Richter. í
kjölfar jarðskjálftanna fylgdi um
tugur smærri skjálfta en hrinan
stóð í um tuttugu mínútur.
Mælar Veðurstofunnar sýna að
skjálftahrinan hófst kl. 13:21 með
jarðskjálfta upp á 2,1 stig á Richt-
er rétt austan við Selfoss. Einni
mínútu síðar urðu tveir skjálftar.
Sá stærri, sem var 2,7 stig á
Richter, varð nálægt Hraungerði í
Flóanum. Hinn varð norðan við
Hestfjall og mældist sá um 2,5
stig.
Páll Halldórsson, jarðeðlisfræð-
ingur hjá Veðurstofu íslands, seg-
ir smáskjálfta líkt og urðu í gær
eðlilegan fylgifisk mikilla jarð-
hræringa. „Það er engin sérstök
ástæða til að ætla að þessu fylgi
stór skjálfti," segir Páll. Mikill
fjöldi lítilla jarðskjálfta hefur orðið
á Suðurlandi á þeim rúma mánuði
sem liðinn er frá Suðurlands-
skjálftunum. „Allt svæðið er undir
gríðarlegu álagi frá þessum
skjálftum," segir Páll. „Þegar
svona stórir jarðskjálftar verða þá
fer allt úr jafnvægi." Eftir fyrri
Suðurlandsskjálfta hafi menn talað
um að það tæki skjálftasvæðið
nokkra mánuði að jafna sig. Ekki
sé ólíklegt að svipað eigi við nú.
Langflestir smáskjálftanna eiga
upptök sína á sömu slóðum og
Suðurlandsskjálftarnir sem riðu
yfir þann 17. og 21. júní sl. Smá-
skjálftarnir sem urðu í gær voru
nokkru vestar. Páll segir að það
þurfi í sjálfu sér ekki að tákna
neitt sérstakt. Skjálftavirknin á
Suðurlandi sé í grundvallaratrið-
um óbreytt.
Jarðskjálftar á Suður-
landi vikuna 17. - 23. júlí
Heimild: Veðurstofa Íslands-Vefsíða
Yélarbilun í flugvél Flugleiða sem var á leið til íslands
Þurftu að bíða í þrettán
klukkustundir á Heathrow
HÁTT í tvö hundruð farþegar Flug-
leiða þurftu að dveljast innandyra á
Heathrow-flugvellinum í London í
alla fyrrinótt, eða í alls þrettán
klukkustundir, eftir að vélarbilun
hafði orðið í flugvél félagsins sem
halda átti til Keflavíkur kl. 21 þá um
kvöldið. Ekki tókst að útvega fólkinu
hótelgistingu og erfiðlega gekk einn-
ig að sjá því fyrir mat og drykk enda
hafði öllum veitingastöðum í flug-
höfninni verið lokað þegar leið á nótt-
ina.
Áætlað hafði verið að flugvélin færi
frá London kl. 21, að sögn Þórmund-
ar Jónatanssonar hjá upplýsinga-
deild Flugleiða, en vélarbilun varð í
eldsneytisstýrikerfi annars hreyfils
vélarinnar. Farþegum var haldið í
vélinni í þrjár Idukkustundir og var
reynt til þrautar að laga bilunina á því
tímabili. Um miðnætti var hins vegar
ákveðið að hætta við flugið og fóru
farþegamir þá aftur inn í flugstöðina.
Omögulegt reyndist að finna
handa þeim gistingu sökum þess
hversu seint þetta var og ákváðu
nokkrir farþegar að hverfa þegar á
braut og hætta við ferðina. Aðrir
þurftu hins vegar að bíða í flughöfn-
inni.
Sóttu farþegar farangui' sinn, að
beiðni flughafnaryfirvalda, enda ljóst
að svo gæti farið að nota þyrfti aðra
flugvél til að koma fólkinu heim.
Færðu þeir sig síðan úr brottfararsal
í innritunarsal, einnig að beiðni flug-
hafnaryfirvalda. Þurfti fólkið að bíða
þar við heldur slæmar aðstæður og
gekk m.a. illa að útvega því mat og
drykk, að sögn Þórmundar. Það tókst
þó um síðir fyrir tilstilli starfsfólks
Flugleiða og þjónustufyrirtækis
Flugleiða á Heathrow.
Höfðu þá verið gerðar ráðstafanir
til að senda vél frá Kaupmannahöfn
til að sækja farþegana í London og
héldu þeir loks áleiðis til Islands um
kl. 10 í gærmorgun, þrettán klukku-
stundum eftir áætlaða brottför.
Þriðja atvikið á skömmum tíma
Þórmundur sagði að þeir hjá Flug-
leiðum gerðu sér fyllilega grein fyrir
því að þetta hefði verið heldur nötur-
leg lífsreynsla og að þeim þætti afar
miður að þetta hefði komið upp á.
Sagði hann nokkra farþega þegar
hafa hringt á skrifstofur félagsins tO
að lýsa óánægju sinni.
Þetta er þriðja atvikið á skömmum
tíma þar sem farþegar Flugleiða hafa
orðið fyrir umtalsverðum töfum
vegna bilana en Þórmundur taldi að-
spurður ekki hættu á að ímynd fé-
lagsins færi að láta á sjá vegna þessa.
„Það er rétt hjá þér að þrjú svona
atvik hafa nú gerst á örfáum dögum
en þetta verður að teljast tilviljun því
allt annað flug hefur gengið vel,
brottfarir og komur flugvéla á vegum
Flugleiða nema hundruðum í viku
hverri og það er alltaf viðbúið að eitt-
hvað komi upp á þegar til lengri tíma
er litið,“ sagði Þórmundur. „Við
leggjum áherslu á að gæta fyllsta ör-
yggis og það er aldrei farið af stað í
loftið fyrr en búið er að ganga úr
skugga um að allt sé í lagi,“ bætti
hann við.
Hveragerði
Breyt-
ingar á
hverum
TALSVERÐAR breytingar
hafa orðið á hverasvæðum í og
við Hveragerði eftir stóru jarð-
skjálftana á Suðurlandi. Blái
hver, sem svo var nefndur, hef-
ur skipt um lit og er orðinn
grár, og leirhverir eru orðnir
vatnsblandaðri. Þá hefur mikið
dregið úr virkni Grýlu.
Bryndís Gísladóttir hjá
Ferðaþjónustu Suðurlands
segir að svo virðist sem
sprungur hafi myndast á milli
ganga í leirhverum og tærum
hverum og þeir blandast.
Einnig hafi ný gufuaugu
myndast í Ruslahver og þar
væri núna meira vatnsmagn.
Hún segir að það hafi alltaf
orðið breytingar á hverasvæð-
inu eftir jarðskjálfta.
Sérblöð í dag
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Portsmouth býður 30 milljónir í
Andra Sigþórsson / C1
>••••••••••••••••••••••00000000000000***0
Óþarflega stórt tap KR-inga í Kaup-
mannahöfn / Cl, C4, C5
a i i>woi> iitHtlMfe
i
Serblaö um viöskipti/atvinnuhf