Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 42
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÁSTA
BJÖRNSDÓTTIR
+ Ásta Björnsdótt-
ir fæddist 17.
júní 1927 á Víkinga-
vatni. Hún lést á
heimili sínu 17. júlí
sl. Foreldrar hennar
voru Björn Gunnars-
son skrifstofumaður
frá Skógum í Oxar-
fírði, f. 2.5. 1903, d.
29.5. 1995, og Ólöf
Guðrún Kristjáns-
dóttir húsfreyja frá
Víkingavatni í
Kelduhverfí, f. 12.5.
1892, d. 17.7. 1969.
Systir Ástu er Krist-
veig Björnsdóttir, f. 29.3. 1926.
Hinn 5.6. 1953 giftist Ásta
Haraldi Guðjónssyni lækni, f.
29.9. 1929,
d. 19.8. 1973. Foreldrar hans
voru Guðjón Sæmundsson bygg-
ingameistari og Arnheiður Jóns-
dóttir húsmæðrakennari. Ásta
og Haraldur skildu. Sonur
þeirra er Gunnar Haraldsson, f.
21.2. 1958. Gunnar er kvæntur
Ásthildi Guðjohn-
sen, f. 21.7. 1961.
Dætur þeirra eru
Gunnhildur Eva, f.
22.9. 1993, og Stef-
anía, f. 14.12. 1998.
Ásta stundaði
nám í Kvennaskóla
Reykjavfkur 1940-
1943, í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur
1943-1945 og í hús-
mæðraskólanum í
Tárna í Svíþjóð
1947-1948. Hún
starfaði hjá Jóhanni
Finnssyni tann-
lækni 1951-1952 og hjá SÍS í
rúm tvö ár. Ásta stundaði nám
við Snyrtiskóla Inge Winter í
Kaupmannahöfn 1956-1957.
Aðalstarfsvettvangur Ástu var í
títvegsbanka íslands, síðar
íslandsbanka, en þar starfaði
hún frá árinu 1959 til 1993.
títför Ástu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Sól Ástu frænku er gengin til
viðar. Sól sem skein skært og
yljaði öllum sem hana þekktu. Við
skyndilegt fráfall hennar leita
margar minningar á hugann. Það
er sárt að fá ekki einu sinni enn að
taka utan um hana og þakka henni
fyrir allt það sem hún gerði fyrir
okkur öll í fjölskyldunni.
Ásta fluttist til Reykjavíkur frá
Kópaskeri ellefu ára gömul eftir
að hafa verið í tvö og hálft ár í
fóstri ásamt systur sinni Krist-
veigu. Móðir þeirra lamaðist og
hafði verið flutt til Reykjavíkur
þar sem fjölskyldan síðan samein-
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON,
Nesbala 12,
Seltjarnarnesi,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 23. júlí,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 28. júlí kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir um að
láta heimahlynningu Krabbameinsfélagsins
njóta þess.
Heimir Hávarðsson, Þuríður Magnúsdóttir,
Haraldur Friðjónsson,
Magnús Örn Friðjónsson, Elín Árnadóttir,
Guðmundur V. Friðjónsson, Þórlaug Sveinsdóttir,
Héðinn Friðjónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
EINAR EINARSSON
vélstjóri,
Kaplaskjólsvegi 51,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn 24. júlí.
Útförin auglýst síðar.
Helga Markúsdóttir,
Einar Ingi Einarsson, Svanhvít Guðjónsdóttir,
Guðlaug Eyþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
DAGNÝ JÓNSDÓTTIR,
Hraunbæ 58,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn
28. júlíkl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast
bent á Minningarsjóð Heiðar Baldursdóttur, KHÍ, sími 563 3800.
Hörður S. Óskarsson,
Ómar S. Harðarsson, Ingibjörg Kolbeins,
Harpa Harðardóttir,
Anna Borg Harðardóttir, Jón Gunnar Grjetarsson,
Óskar S. Harðarsson, Arndís Kristleifsdóttir,
Jón Hugi S. Harðarson, Elsa J. Björnsdóttir
og barnabörn.
aðist. Lífið var því ekki auðvelt og
mikið á litlar stúlkur lagt. Það átti
síðar fyrir Ástu að liggja að að-
stoða foreldra sína mikið og hafði
hún því ekki alltaf mikinn tíma
fyrir sig. Árið 1958 varð hún ein-
stæð móðir og fór síðar að vinna í
Útvegsbanka Islands við Lækjar-
torg. Ásta hafði í miklu að snúast
því hún þurfti að koma Gunnari
syni sínum á barnaheimilið, vinna,
fara í hádeginu heim til móður
sinnar og aðstoða hana, rjúka aft-
ur í vinnuna og svo framvegis.
Hún naut mikillar aðstoðar Krist-
jönu eða Diddu frænku en þær
leigðu saman og var Didda oft með
Gunnar lítinn, t.d. þegar Ásta
þurfti að vinna fram eftir. Þetta
var oft mikið álag. Við fráfall móð-
ur sinnar árið 1969 fluttu Ásta og
Gunnar með afa, föður Ástu, í
Stigahlíðina og bjó Ásta þar til
æviloka. Hún sinnti afa af alúð og
fórnfýsi og hugsaði þá ekki alltaf
um sínar eigin þarfir.
I hið hraða neyslusamfélag nú-
tímans vantar fólk eins og Ástu
frænku. Hún var með stórt hjarta.
Hún var ein sú óeigingjarnasta
manneskja sem við þekkjum, örlát
og gjafmild. Hún vildi öllum hjálpa
og neitaði engum um aðstoð eða
greiða. Það þurfti mjög lítið að
gera til að gleðja hana. Þakklætið
sýndi hún ætíð á sinn elskulega og
einlæga hátt. Þegar við komum í
heimsókn tók hún alltaf fagnandi á
móti okkur með brosi sem alltaf
náði til augnanna. Hún var glæsi-
leg kona sem fólk tók eftir. Hún
hafði mikinn áhuga á tónlist og
naut þess að hlusta á falleg, sígild
tónverk. Einnig var hún mikil
hannyrðakona og liggur margt
fallegt eftir hana, t.d. peysur á
börnin. Hún var hamhleypa til
vinnu og afkastaði meiru en nokk-
ur annar þegar við vorum t.d. við
þrif og tiltekt í „sumó“ svo ekki sé
minnst á ef einhver í fjölskyldunni
var að flytja. Þá komu þær systur
og fóru eins og stormsveipur um
allt. Þeir áttu sko gott sem voru að
fá íbúðirnar afhentar. Ásta var
frábær fulltrúi fyrir þá kynslóð
sem ekki þekkir leti og iðjuleysi.
Líf okkar systkinanna er samof-
ið lífi Ástu og Gunnars. Þegar aðr-
ir sögðu mamma og pabbi sögðum
við mamma og Ásta. Ásta var okk-
ur sem önnur móðir og Gunnar
sem bróðir. Alltaf kom hún fram
við okkur eins og sín eigin börn og
fjölskyldur okkar nutu alla tíð
elsku hennar, umhyggju og gjaf-
mildi. í huga barnanna var hún
alltaf önnur amma. Þau muna
gæluyrðin sem hún notaði eins og
„ungi litli“, „kroppur litli“ og
„hjartað mitt“. í þeirra huga kem-
ur fyrst upp að hún var svo góð,
hún var eins og amma. Fastir
punktar í lífi fjölskyldunnar á
heimili Ástu voru laufabrauðsgerð,
jólaboð á jóladag og afmæliskaffi á
17. júní. Minningar um sláturgerð
og alla aðra merkisdaga fara um
hugann og alltaf er Ásta þar.
Börnin spyrja: „Hvar eigum við
núna að gera laufabrauð?"
Mikill er missir Gunnars og Ást-
hildar og dætra þeirra, Gunnhildar
Evu og Stefaníu, sem ekki njóta
ömmu sinnar lengur. Móðir okkar
og Ásta voru mjög tengdar systur
og er missir mömmu mikill en öll
yljum við okkur við minningar sem
ekki verða frá okkur teknar.
Elsku Ásta okkar. Takk fyrir
allt sem þú hefur verið okkur. Við
vitum að þér verður tekið fagnandi
hinum megin. Guð blessi minningu
Ástu frænku.
Björn, Sigríður og Guðrún.
Þegar ég fór í vinnuna mánu-
dagsmorguninn 17. júlí grunaði
mig síst að mamma myndi koma til
mín upp úr hádegi og tilkynna mér
lát Ástu frænku. „Nei, það getur
ekki verið," hugsaði ég, „ekki hún
Ásta frænka."
Það er svo stutt síðan ég hitti
hana hressa og káta á afmælinu
hennar. Þá hefði nú engan órað
fyrir því að það yrði í síðasta sinn.
Það er enn svo óraunverulegt að
hugsa til þess að eiga aldrei aftur
eftir að koma til hennar í Stiga-
hlíðina eða sjá hana koma bros-
andi inn um dyrnar hjá okkur í
Dúfnahólunum, gefa manni knús
og segja „Sæl elskan mín“ eins og
hún gerði alltaf þegar við hitt-
umst.
Ásta var einkasystir föðurömmu
minnar og nöfnu. Þær voru ein-
staklega nánar. Ásta, sem við köll-
uðum alltaf Ástu frænku, hefur
verið okkur barnabörnum ömmu
sem önnur amma í gegnum árin,
enda vorum við öll komin vel á
legg þegar Gunnhildur Eva og
Stefanía litla fæddust.
Á svona stundum er margt sem
kemur upp í hugann, enda margs
að minnast. Ofarlega í huganum
eru laufabrauðsdagarnir sem voru
alltaf haldnir í lok nóvember. Þá
hittust allir heima hjá Ástu
frænku og skáru út heljarinnar
býsn af laufabrauði. Einnig var
alltaf hist heima hjá Ástu frænku
á jóladag í gegnum árin og eru það
ógleymanlegar minningar frá upp-
vextinum. Með fráfalli Ástu
frænku er komið stórt skarð í fjöl-
skylduna okkar sem verður aldrei
fyllt.
Ég sjálf minnist þess sérstak-
lega að þegar ég var au-pair í
Bandaríkjunum á síðasta ári átti
ég til að hringja í Ástu frænku
bara til að heyra í henni hljóðið.
Hún var alltaf svo ánægð þegar
maður hringdi og glöð að fá fréttir
af manni. Söknuðurinn er mikill en
minningin um yndislega konu mun
lifa í hjarta okkar allra um ókomin
ár.
Guð geymi þig elsku frænka.
Kristveig.
Elsku besta Ásta frænka. Til-
finningum mínum kem ég ekki á
neitt blað, en það er svo stutt síð-
an við fórum nokkrir ættingjar
saman með jarðneskar leifar afa
Björns norður að Víkingavatni svo
hann gæti hvílt hjá ömmu Guð-
rúnu. Ég ók þínum bíl með þér og
mömmu.Við tókum smákrók og
renndum á Siglufjörð, því önnur
ykkar hafði ekki komið þar í ca.
hálfa öld.Við skoðuðum einnig
Dettifoss frá „hinurn" bakkanum
og fleira gerðum við í þeirri ferð.
Hver hefði trúað því þá að svo
stutt yrði á milli ykkar? Ávallt
varstu tilbúin með opna arma þeg-
ar ég kom í heimsókn eða þurfti á
þér að halda, en það var strax á
öðru ári þegar mamma fékk Akur-
eyrarveikina og þú bjóst á Tjarn-
argötunni. Ég veit ekki í hversu
margar vikur ég var þar. Þegar ég
svo flutti í Hlíðai-nar þegar Hildur
Sóley fæddist og við komum tvö
saman í miðjum göngu- eða hjól-
reiðatúr við hjá þér, oft án þess að
gera boð á undan okkur, varstu
alltaf svo elskuleg og góð og vildir
gefa okkur það besta sem þú áttir,
í tvöfaldri merkingu. Líka þegar
fjölmennt var hjá þér í Stigahlíð-
inni, sem æði oft var, og einnig
upp í „Sumó“ öll árin. Það fyrsta
sem kom þó upp í hugann var þeg-
ar þú gekkst á röðina (á undan eða
eftir mömmu man ég ekki) upp í
„Sumó“ og kysstir okkur krakkana
góða nótt eftir að amma Guðrún
hafði sagt okkur enn eitt ævintýrið
eða þjóðsöguna sem við þreytt-
umst aldrei á að hlusta á.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
HERBERT A. JÓNSSON,
Hafnarbraut 54,
Neskaupsstað,
sem lést mánudaginn 24. júlí sl., verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju
laugardaginn 29. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans, er bent á orgelsjóð Norðfjarðarkirkju.
Sigríður Herbertsdóttir,
Stefán Þór Herbertsson, Árdís Björg ísleifsdóttir,
Tryggvi Þór Herbertsson, Sigurveig Ingvadóttir,
Víðir Þór Herbertsson, Ragnhildur Blöndal,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
LAUFEY GUÐNÝ KRISTINSDÓTTIR,
Álfheimum 44,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 25. júlí.
Sigríður Einarsdóttir,
Birna Einarsdóttir, James Hine,
Ellen María Einarsdóttir,
Hildur Guðjónsdóttir,
Ellen Melkorka Hine.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir, systir og mágkona,
NÍNA GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR
innheimtustjóri,
Vegghömrum 6,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstu-
daginn 28. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd.
Kjartan Reynir Hjaltason,
Stella Ósk Hjaltadóttir,
Alexander, Aðalsteina
Sigurjón K. Níelsen,
Gísli Sigurjónsson,
Guðmundur P. Sigurjónsson
Birgir Sigurjónsson,
Ósk Sigurjónsdóttir,
Sigurjón S. Níelsen,
Linda K. Pálsdóttir,
Halldór Gunnlaugsson,
Líf og Ágúst Freyr,
Elfn Sæmundsdóttir,
Jóhanna H. Bjarnadóttir,
Þóra B. Ágústsdóttir,
Laufey Sigurðardóttir,
Stefán Ö. Magnússon,
Helga Hillers.