Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNB LAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
INGIMUNDUR INGIMUNDARSON
frá Svanshóli,
verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju laug-
ardaginn 29. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á Styrktarsjóð
Kaldrananeskirkju (Búnaðarbanki íslands,
Hólmavík, reikningsnr. 0316-03-280601).
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ingibjörg Sigvaldadóttir
og synir.
Elskulegur bróðir minn og faðir okkar,
ALFREÐ HARALDSSON
frá Neskaupstað,
lést fimmtudaginn 13. júlí síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þakkir séu færðar til starfsmanna Byrgisins og
Krossgötumanna.
Guð blessi starf þeirra.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bjarney Sigurðardóttir
og dætur hins látna.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÓLA GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
Barónsstíg 78,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 28. júlí kl. 13.30.
Margrét Halldórsdóttir, Axel Jónsson,
Bergljót Halldórsdóttir, Leifur ísleifsson,
Ásdís Halldórsdóttir, Kristján Eyjólfsson.
+
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu samúð og
vinarhug við andlát og útför systur okkar,
MÖRTU SIGRÍÐAR JÓNASDÓTTUR
frá Efri-Kvíhólma,
Austurvegi 33,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á
Selfossi.
Systkini hinnar látnu.
+
Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum
þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug
vegna andláts elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
BALDURS BRYNJARS ÞÓRISSONAR,
Tjaldanesi 13,
Garðabæ.
Erla Bech Eiríksdóttir,
Hrafnhildur Baldursdóttir, Hörður Magnússon,
Þórir Baldursson, Auður Guðmundsdóttir,
Óskar Baldursson, Þórhalla Steinþórsdóttir
og afabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GUÐRÚNAR KRISTÍNAR HJARTARDÓTTUR
' frá Hlíðarenda,
Bárðardal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
A-deildar Dvalarheimilisins Hlíðar, Akureyri.
Karen Ó. Hannesdóttir, Ólafur Olgeirsson,
Aldís R. Hannesdóttir, Kristján F. Júlíusson,
Sigrún B. Hannesdóttir, Jónas Karlesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Eyþór Þórðar-
son kennari
fæddist 20. júlí 1901
á Kleppjárnsstöðum
í Hróarstungu á
Héraði. Hann lést á
Fjór ðungssj úkr a-
húsinu í Neskaup-
stað hinn 20. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Þórður
Bjarnason, vinnu-
maður á Geirastöð-
um og Sólveig Jóns-
dóttir, vinnukona á
Kleppjárnsstöðum.
Eyþór var hjá föður
si'num og aldraðri systur hans en
missti föður sinn er hann var á
fjórða ári. Eftir það var hann al-
inn upp hjá Sigurrósu Eyjólfs-
dóttur en þau voru bræðrabörn.
Var hann siðan á hennar vegum
fram að fermingu, Iengst af á
Hrærekslæk í Hróarstungu.
Eyþór kvæntist Ingibjörgu Sig-
urðardóttur frá Stuðlum í Norð-
firði vorið 1943. Þau áttu heimili
á Stekkjargötu 3 í Neskaupstað
alla sína búskapartíð. Ingibjörg
var ekkja og átti tvö böm en sam-
an eignuðust þau Eyþór þrjár
dætur. Foreldrar Ingibjargar
voru Pálína Þorleifsdóttir frá
Skálateigi í Norðfirði og Sigurður
Finnbogason frá Eyri í Reyðar-
firði. Börn Eyþórs og Ingibjargar
eru: Hallbjörg Eyþórsdóttir, af-
greiðslustjóri hjá Islandspósti,
gift Stefáni Pálmasyni rafveitu-
stjóra. Þau eru búsett í Neskaup-
stað og eiga þrjú börn og sjö
barnabörn; Elínborg Eyþórsdótt-
ir, gjaldkeri hjá íslandspósti, gift
Sigfúsi Guðmundssyni, umboðs-
manni Flugfélags Islands og
Flugleiða. Þau eru búsett í Nes-
kaupstað og eiga tvö börn og sex
barnabörn; Eygerður Sigrún en
hún lést á öðru aldursári. Áður
átti Ingibjörg tvö börn: Ólína Þor-
leifsdóttir, búsett í Reykjavík,
eiginmaður hennar var Björgvin
Jónsson fram-
kvæmdastjóri, hann
er látinn. Þau eiga
sex börn, átján barna-
börn og sjö barna-
barnabörn; Þorleifur
Þorleifsson skipstjóri,
kvæntur Ellen Ólafs-
dóttur. Þau eru bús-
ett í Þorlákshöfn og
eiga þijú börn og
þrjú barnabörn.
Eyþór fluttist að
heiman strax eftir
fermingu og var
vinnumaður á ýmsum
bæjum á Héraði í
nokkur ár. Haustið 1921 fór hann
í Alþýðuskólann á Eiðum og var
þar í tvo vetur. Hann lauk kenn-
araprófi frá Kennaraskóla ís-
lands vorið 1925. Einnig sótti
hann nokkur námskeið í garð-
yrkju og kennslu á sumrin. Hann
vann við byggingarvinnu í Hafn-
arfirði og við upp- og útskipun við
togara þar á sumrin og var mat-
sveinn á sfldarbát frá Siglufirði í
eitt sumar. Farkennari var hann í
Norðfjarðarhreppi í átta vetur og
árið 1933 tók hann að sér að sjá
um byggingu skólahúss að
Kirkjumel. Hann var settur kenn-
ari við Nesskóla haustið 1933 og
gegndi því starfi með nokkrum
hléum vegna annarra starfa þar
til hann sagði því lausu árið 1968
fyrir aldurs sakir. Hann kenndi
þó við Nesskóla sem stundakenn-
ari til ársins 1972. Hann kenndi
einnig við Gagnfræðaskólann og
Iðnskólann í Neskaupstað og á
stýrimannanámskeiðum sem
haldin voru í bænum. Hann var
settur skólastjóri Nesskóla í fjög-
ur ár. Eyþór var fyrsti bæjarstjóri
(1936-1938) í Neskaupstað sem
kjörinn var af bæjarstjórn en áð-
ur hafði það starf fylgt embætti
bæjarfógeta. Eftir að hann fluttist
til Neskaupstaðar var sumar-
vinna hans einkum fólgin í garð-
rækt og skógrækt. Hann skipu-
lagði og annaðist gerð lóða og
garða s.s. skrúðgarðs í Neskaup-
stað, lóðar sundlaugarinnar,
kirkjugarðs, Ióðar bæjarfógeta-
bústaðar og prestsbústaðar, lóðar
Alþýðuskólans á Eiðum og skrúð-
garðs á Eskifirði. Hann sat í sókn-
arnefnd Neskaupstaðar í 43 ár og
var gjaldkeri hennar. Því starfi
fylgdi umsjón með kirkjuhúsi,
kirkjugörðum, greftrun o.fl. Ey-
þór var hringjari og meðhjálpari
við Norðfjarðarkirkju og safnað-
arfulltrúi til margra ára. Hann
sat í bæjarstjórn Neskaupstaðar í
24 ár og einnig í fjölda nefnda
kosnum af bæjarstjórn. Hann var
fasteignamatsmaður og sátta-
maður til fjölda ára. Árið 1958
stofnaði hann útgerðarfélagið
Gletting hf. ásamt konu og börn-
um og var stjórnarformaður og
aðalbókari þess í tíu ár þar til fé-
lagið var flutt til Þorlákshafnar.
Umboðsmaður fyrir Almennar
tryggingar var hann í mörg ár og
gjaldkeri Skógræktarfélags Nes-
kaupstaðar í þijátíu ár. Hann sat í
stjórnum Sparisjóðs Norðfjarðar,
Kaupfélagsins Fram, Sjúkrasam-
lags Neskaupstaðar og Búnaðar-
félags Neskaupstaðar. Hann
gegndi formennsku í stjórn Kf.
Fram, stjórn Búnaðarfélags Nes-
kaupstaðar, útmælingarnefndar
Neseignar, áfengisvarnarnefndar
og sáttanefndar. Hann var endur-
skoðandi Dráttarbrautarinnar hf.
í þrjátíu ár og endurskoðandi
bæjarreikninga í 20 ár eftir að
hann hætti í bæjarstjórn. Einnig
sá hann um framkvæmdastjórn,
bókhald og reikningsskil ýmissa
smærri fyrirtækja í bænum.
Eyþór hlaut nokkrar viður-
kenningar fyrir unnin störf, m.a.
úr sjóði Kristjáns konungs IX fyr-
ir ræktunarstörf, ágrafinn silfur-
bikar frá Skógræktarfélagi ís-
lands og riddarakross Hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir störf að
skólamálum og félagsmálum. Þá
var Eyþór ævifélagi í Hinu ís-
lenska garðyrlqufélagi, Skóg-
ræktarfélagi Austurlands og
Hinu islenska biblíufélagi.
Útför Eyþórs fer fram frá
Norðfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
EYÞÓR
ÞÓRÐARSON
í dag verður kvaddur frá Norð-
fjarðarkirkju góður vinur, Eyþór
Þórðarson. Hann vantaði nákvæm-
lega eitt ár til að fylla 100 árin.
Fjórðung þess tíma þekktumst við
því það var sumarið 1976 sem leiðir
okkar Eyþórs lágu fyrst saman.
Hann var gjaldkeri sóknarnefndar í
Neskaupstað árið sem ég gerðist
þar sóknarprestur. Eftir Eyþór
liggja mörg verk, sýnileg sem
ósýnileg. Strax við fyrstu kynni
fann maður að Eyþór var gætinn í
fjármálum og vildi kunna fótum sín-
um forráð á því sviði. Hann vildi að
fjárhag Norðfjarðarkirkju yrði ekki
stefnt í neina tvísýnu og gætni og
aðhalds yrði gætt í hvívetna. Ekki
voru allir sammála honum hversu
langt ætti að ganga í þessu en Ey-
þóri varð trauðla hnikað og af mikl-
um þunga varði hann sannfæringu
sína. Þótti sumum kollegum mínum
og fyrirrennurum Eyþór stundum
full aðhaldssamur hvað þetta varð-
aði. Eyþór gegndi störfum gjald-
kera Norðfjarðarkirkju í áratugi og
fórst það vel úr hendi. Hann inn-
heimti sóknargjöld áður fyrr sjálfur
og voru til margar sögur um þessar
innheimtuferðir hans, sumar
spaugilegar. Þegar söfnuðurinn
réðst í byggingu safnaðarheimilis á
níunda áratugnum nutum við þess
þá að fjármálastjórn Eyþórs hafði
orðið til þess að söfnuðurinn átti
talsvert handbært fé sem hjálpaði
okkur að fara af stað. Slíkt var ekki
algengt í þá daga. Ég man að Ey-
þóri þótti það mikill heiður þegar ég
bað hann að taka fyrstu skóflu-
stunguna að þeirri byggingu og
hann var einlægur stuðningsmaður
þess góða verkefnis alla tíð.
Eyþór kom víða við í starfsemi
kirkjunnar. Hann var um árabil
umsjónarmaður kirkjugarðsins. Ég
bað hann líka að byggja upp og ann-
ast hluta af lóðinni kringum safnað-
arheimilið. Það allt gerði hann af
sinni alkunnu smekkvísi og áhuga á
garðrækt sem hann var þekktur
fyrir í Neskaupstað. Bera mörg
svæði þar handbragð hans og þá
helst skemmtigarðurinn í miðbæn-
um sem hann vann við en kvenfé-
lagið Nanna átti frumkvæði að gerð
hans á sínum tíma. Þá gerði hann að
mestu frumvinnuna við lóð prest-
setursins þar eystra og var okkur
hjónum besti ráðgjafi í garðyrkj-
unni þar.
Áhugi Eyþórs í garð kirkju sinn-
ar beindist ekki bara að hinum ytri
ramma. Hann var sjálfur einlægur
trúmaður, sótti kirkju nær hvern
helgan dag ásamt sinni góðu konu,
Ingibjörgu, meðan hennar naut við
en hún lést í lok níunda áratugarins.
Eyþór sótti einnig um langan tíma
félagsstarf aldraðra sem kirkjan
rak með öðrum í safnaðarheimilinu.
Nú síðari árin dvaldi Eyþór á elli-
deild Fjórðungssjúkrahússins í
Neskaupstað, vel á sig kominn
lengst af líkamlega og andlega.
Helst var að sjóndepra hrjáði hann
síðustu árin. Það var gott að vitja
hans þar þegar ég heimsótti Nes-
kaupstað undanfarin ár. Hann var
ótrúlega minnugur og sagði
skemmtilega frá með þetta sérstaka
bros og kímni sem hann bjó yfir.
Eyþór kom víða við í lífí sínu og
spor hans lágu víða í Neskaupstað.
Hann var bæjarfulltrúi og bæjar-
stjóri um tíma, sat í ýmsum ráðum
og nefndum. Hann var kennari að
lífsstarfi en vann jafnframt ýmsa
aukavinnu við bókhald og uppgjör
og þar var allt nákvæmlega og sam-
viskusamlega unnið eins og hans
var von og vísa. Eyþór var skap-
mikill og kappsamur og lét ógjarn-
an hlut sinn. Því voru honum ekki
allir alltaf sammála og fannst hann
stundum óþai-flega einsýnn og þver.
En hann stóð við sitt og var ógjarn-
an haggað. Ég veit að mörgum sem
erfitt áttu reyndist hann vel og ekki
fóru þeir eiginleikar hans hátt.
Ég minnist margra ánægju-
stunda með Eyþóri. Við spjölluðum
mikið saman, spiluðum bridge auk
starfa okkar beggja við kirkjuna.
Mér reyndist Eyþór ráðagóður og
hollur vinur. Kannski var það vegna
þess að við áttum ólíkt skap en
kunnum að virða hvor annan. Báðir
áttum við metnað fyrir hönd
kirkjustarfsins og þar fann ég að ég
átti í Eyþóri eins og öðrum dyggan
Þegar andlát
ber að höndum
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
iy
^ T sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
/
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.