Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 27 Norðmenn ná ekki hvalkvóta EINSTAKLEGA stirt veður í allt sumar veldur því, að norsk- ir hrefnuveiðimenn hafa ekki skotið nema 63 hrefnur af alls 244 leyfilegum í Norðursjó. Er nú aðeins vika eftir af vertíðinni á syðsta veiðisvæðinu. A sama tíma í fyrra var búið að skjóta 111 hrefnur. A nyrðri svæðun- um gekk líka illa en þar voru skotnar 348 hrefnur af 411. Þar lauk vertíðinni 1. júlí. Afdrifaríkur hraðakstur FARA varð með 39 manns á sjúkrahús eftir mikil átök milli tveggja fjölskyldna í þorpinu Tanash í Egyptalandi í fyrra- dag. Voru fjórir særðir skotsár- um, aðrir höfðu verið stungnir og enn aðrir beinbrotnir. Upp- tökin voru þau, að bóndi nokk- ur hrópaði að námsmanni, sem honum fannst aka of hratt, og fyrr en varði voru fjölskyldur beggja famar að slást. Stóðu slagsmálin í um tvær stundir. Kohl fjarri á sameiningar- hátíð HELMUT Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, mun ekki halda ræðu 3. október nk. þeg- ar þess verður minnst, að 10 ár eru liðin frá því þýsku ríkin sameinuðust. Veldur því hneykslið með leynireikninga, sem Kohl hefur gengist við, en enginn einn maður átti meiri þátt í sameiningunni en hann. Nokkrir samflokksmenn hans í CDU, Kristilega demókrata- flokknum, hvöttu til að hann fengi að flytja ræðu en á því var ekki gefinn neinn kostur. Munu þeir forseti Frakklands, forseti Þýskalands, og fyrrverandi for- sætisráðherra Austur-Þýska- lands, verða aðalræðumenn. Kveinka sér undan sterku pundi BRESKIR framleiðendur eru svartsýnni á framtíðina en þeir hafa verið í meira en ár og það er sterk staða pundsins gagn- vart evrunni, sem veldur því. Eru útflutningshorfur nú verri en þær hafa verið í hálft annað ár og hefur pöntunum fækkað mikið að undanförnu. Ein af- leiðing sterka pundsins er sú, að viðskiptajöfnuður Breta gagnvai't útlöndum verður æ óhagstæðari og tvöfaldaðist hann og meira til milli mán- aðanna maíogjúní. I langferð með lest KIM Jong-il, leiðtogi Norður- Kóreu, ætlar að fara með lest frá Pyongyang til Moskvu og koma þó við í yiadívostok. Var það haft eftir ígor ívanov, ut- anríkisráðherra Rússlands, í gær en þetta verður í annað sinn, sem Kim bregður sér út fyrir landsteinana svo vitað sé. Með þessu er Kim að feta í fót- spor föður síns, Kim Il-sung, en hann fór nokkrum sinnum til Moskvu í lest af því að hann þorði ekki að fljúga. Ný-sjálenskur gæsluliði felldur á A-Tímor Stjdrn Indón- esíu dregin til ábyrgðar Bangkok, Auckland, AFP. STJÓRNVÖLD í Nýja-Sjálandi og Ástralíu veittust í gær hart að Indón- esíustjóm og sögðu, að henni bæri skylda til að hafa hemil á glæpaflokk- um, sem æðu uppi á Vestur-Tímor. Urðu þeir nýsjálenskum gæsluliða Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor að bana í fyrr í vikunni. Hermaðurinn, Leonard Manning, var skotinn til bana síðdegis á mánu- dag er friðargæslusveit Ný-Sjálend- inga á eyjunni veitti hópi vígamanna eftirför nærri landamærunum við Vestur-Tímor, sem enn eru undir yf- irráðum Indónesíustjórnar. Jose Ra- mos Horta, einn helsti leiðtogi A-Tímora, lýsti því yfir í fyrradag að morðið hefði verið framið af hópi vígamanna sem gerður er út af indón- esískum stjómvöldum og fordæmdi aðgerðir stjómvalda í Jakarta. „Þetta er alger svívirða, verk glæpamanna innan Indónesíuhers sem hafa leyfi til að nauðga og myrða,“ sagði Horta sem staddur var á fundi ríkja Suð- austur-Asíu (ASEAN) í Bangkok. Phil Goff, utanríkisráðhema Nýja- Sjálands, sagðist munu krefjast skýr- inga á morðinu frá Alwi Shihb, indón- esískum starfsbróður sínum síðar í vikunni. „Þessi hörmulegi atburður undh’strikar mikla nauðsyn á því að afvopna og leysa upp starfsemi víga- hópa,“ sagði utanríkisráðherrann ný- sjálenski. Fyrsti gæsluliðinn sem fellur Manning er fyrsti liðsmaður friðar- gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor sem fellur síðan liðið hélt tO landsins í september á síðasta ári. Er hann jafnframt fyrsti Ný-Sjá- lendingurinn sem fellur á vígvelli síð- an í Víetnam-stríðinu. Jerry Mateparae, herforingi í ný- sjálenska hemum, sagði í gær að her- maðurinn hefði orðið viðskOa við her- sveitina er hún veitti vígamönnum eftirför. „Mér hefur borist tfl eyrna að hann hafi verið skotinn í hnakkann er hann var að flýja svæðið," sagði Mat- eparae við fréttamenn í Auckland. ÍSDN myndsími ISDN býður uppá notkun myndstma. Komdu og skoðaðu ISDN myndsímann hjá Símanum Kringlunni, Ármúla 27 og Akureyri. Fullkominn myndsími sem einnig er hægt að tengja við sjónvarps- eða myndbandstæki. Síminn erjafnframt fullkominn iSDN sími með allri sérþjónustu og er með innbyggðan símsvara. simmn.is Kynntu þér nanar ISDN i gjaldfrjálsu númeri 800 7000 : eða á netinu SiMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.