Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 27
Norðmenn
ná ekki
hvalkvóta
EINSTAKLEGA stirt veður í
allt sumar veldur því, að norsk-
ir hrefnuveiðimenn hafa ekki
skotið nema 63 hrefnur af alls
244 leyfilegum í Norðursjó. Er
nú aðeins vika eftir af vertíðinni
á syðsta veiðisvæðinu. A sama
tíma í fyrra var búið að skjóta
111 hrefnur. A nyrðri svæðun-
um gekk líka illa en þar voru
skotnar 348 hrefnur af 411. Þar
lauk vertíðinni 1. júlí.
Afdrifaríkur
hraðakstur
FARA varð með 39 manns á
sjúkrahús eftir mikil átök milli
tveggja fjölskyldna í þorpinu
Tanash í Egyptalandi í fyrra-
dag. Voru fjórir særðir skotsár-
um, aðrir höfðu verið stungnir
og enn aðrir beinbrotnir. Upp-
tökin voru þau, að bóndi nokk-
ur hrópaði að námsmanni, sem
honum fannst aka of hratt, og
fyrr en varði voru fjölskyldur
beggja famar að slást. Stóðu
slagsmálin í um tvær stundir.
Kohl fjarri á
sameiningar-
hátíð
HELMUT Kohl, fyrrverandi
kanslari Þýskalands, mun ekki
halda ræðu 3. október nk. þeg-
ar þess verður minnst, að 10 ár
eru liðin frá því þýsku ríkin
sameinuðust. Veldur því
hneykslið með leynireikninga,
sem Kohl hefur gengist við, en
enginn einn maður átti meiri
þátt í sameiningunni en hann.
Nokkrir samflokksmenn hans í
CDU, Kristilega demókrata-
flokknum, hvöttu til að hann
fengi að flytja ræðu en á því var
ekki gefinn neinn kostur. Munu
þeir forseti Frakklands, forseti
Þýskalands, og fyrrverandi for-
sætisráðherra Austur-Þýska-
lands, verða aðalræðumenn.
Kveinka sér
undan
sterku pundi
BRESKIR framleiðendur eru
svartsýnni á framtíðina en þeir
hafa verið í meira en ár og það
er sterk staða pundsins gagn-
vart evrunni, sem veldur því.
Eru útflutningshorfur nú verri
en þær hafa verið í hálft annað
ár og hefur pöntunum fækkað
mikið að undanförnu. Ein af-
leiðing sterka pundsins er sú,
að viðskiptajöfnuður Breta
gagnvai't útlöndum verður æ
óhagstæðari og tvöfaldaðist
hann og meira til milli mán-
aðanna maíogjúní.
I langferð
með lest
KIM Jong-il, leiðtogi Norður-
Kóreu, ætlar að fara með lest
frá Pyongyang til Moskvu og
koma þó við í yiadívostok. Var
það haft eftir ígor ívanov, ut-
anríkisráðherra Rússlands, í
gær en þetta verður í annað
sinn, sem Kim bregður sér út
fyrir landsteinana svo vitað sé.
Með þessu er Kim að feta í fót-
spor föður síns, Kim Il-sung, en
hann fór nokkrum sinnum til
Moskvu í lest af því að hann
þorði ekki að fljúga.
Ný-sjálenskur gæsluliði felldur á A-Tímor
Stjdrn Indón-
esíu dregin til
ábyrgðar
Bangkok, Auckland, AFP.
STJÓRNVÖLD í Nýja-Sjálandi og
Ástralíu veittust í gær hart að Indón-
esíustjóm og sögðu, að henni bæri
skylda til að hafa hemil á glæpaflokk-
um, sem æðu uppi á Vestur-Tímor.
Urðu þeir nýsjálenskum gæsluliða
Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor
að bana í fyrr í vikunni.
Hermaðurinn, Leonard Manning,
var skotinn til bana síðdegis á mánu-
dag er friðargæslusveit Ný-Sjálend-
inga á eyjunni veitti hópi vígamanna
eftirför nærri landamærunum við
Vestur-Tímor, sem enn eru undir yf-
irráðum Indónesíustjórnar. Jose Ra-
mos Horta, einn helsti leiðtogi
A-Tímora, lýsti því yfir í fyrradag að
morðið hefði verið framið af hópi
vígamanna sem gerður er út af indón-
esískum stjómvöldum og fordæmdi
aðgerðir stjómvalda í Jakarta. „Þetta
er alger svívirða, verk glæpamanna
innan Indónesíuhers sem hafa leyfi til
að nauðga og myrða,“ sagði Horta
sem staddur var á fundi ríkja Suð-
austur-Asíu (ASEAN) í Bangkok.
Phil Goff, utanríkisráðhema Nýja-
Sjálands, sagðist munu krefjast skýr-
inga á morðinu frá Alwi Shihb, indón-
esískum starfsbróður sínum síðar í
vikunni. „Þessi hörmulegi atburður
undh’strikar mikla nauðsyn á því að
afvopna og leysa upp starfsemi víga-
hópa,“ sagði utanríkisráðherrann ný-
sjálenski.
Fyrsti gæsluliðinn sem fellur
Manning er fyrsti liðsmaður friðar-
gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á
Austur-Tímor sem fellur síðan liðið
hélt tO landsins í september á síðasta
ári. Er hann jafnframt fyrsti Ný-Sjá-
lendingurinn sem fellur á vígvelli síð-
an í Víetnam-stríðinu.
Jerry Mateparae, herforingi í ný-
sjálenska hemum, sagði í gær að her-
maðurinn hefði orðið viðskOa við her-
sveitina er hún veitti vígamönnum
eftirför. „Mér hefur borist tfl eyrna að
hann hafi verið skotinn í hnakkann er
hann var að flýja svæðið," sagði Mat-
eparae við fréttamenn í Auckland.
ÍSDN
myndsími
ISDN
býður uppá notkun myndstma.
Komdu og skoðaðu ISDN myndsímann hjá
Símanum Kringlunni, Ármúla 27 og Akureyri.
Fullkominn myndsími sem einnig er hægt að tengja við
sjónvarps- eða myndbandstæki. Síminn erjafnframt
fullkominn iSDN sími með allri sérþjónustu og er með
innbyggðan símsvara.
simmn.is Kynntu þér nanar ISDN i gjaldfrjálsu númeri 800 7000 : eða á netinu
SiMINN