Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUD AGUR 27. JÚLÍ 2000 41
MINNINGAR
f
BIRGIR
STEINÞÓRSSON
+ Birgir Steinþórs-
son fæddist á
Þingeyri við Dýra-
Qörð 6. júlí 1923.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 20. júlí sfðastlið-
inn. Foreldrar hans
voni Ríkey Sigurðar-
dóttir, f. 21. janúar
1885, d. 2. ágúst
1948, og Steinþór
Benjamínsson, f. 30.
júlí 1886, d. 12. mars
1971. Systkini Birgis
voru: 1) Brynhildur,
f. 9. desember 1913,
d. 9. júlí 1996. 2) Elísabet Dýrleif,
f. 25. júní 1915, d. 27. júní 1969.
Synir hennar: Steinarr Richard
Elíasson, f. 8. nóvember 1937, d. 2.
október 1965, og Birgir Aðal-
steinsson , f. 1. október 1955. 3)
Andvana fæddur drengur 28.
ágúst 1918. 4) Anna Bryndís, f. 7.
ágúst 1920, d. 14. desember 1966.
Hinn 26. október 1957 kvæntist
Birgir eftirlifandi eiginkonu sinni,
Kristínu Ingimundardóttur, hús-
freyju frá Snartarstöðum í Núpa-
sveit, Norður-Þingeyjarsýslu, f.
13. október 1920. Dóttir þeirra er
Brynja Ríkey Birgisdóttir, f. 7.
mars 1958, gift Garðari Berg Guð-
jónssyni, f. 7. júní 1968. Þeirra
börn eru: Alexander Berg, f. 7.
júní 1994, og Birgitta Rfkey, f. 26.
nóvember 1996. Stjúpdóttir Birgis
og dóttir Kristínar er Ragnheiður
Ingunn Magnúsdóttir, f. 11. ágúst
1948, maki Óskar Þór Karlsson, f.
26. nóvember 1944
(skilin). Hennai-
börn: Kristín Stef-
ánsdóttir, f. 8. júlí
1967, Anna Bryndís
Óskarsdóttir, f. 15.
desember 1971, og
Birgir Karl Óskars-
son, f. 17. júlí 1980.
Hún á tvö bama-
börn. Frá fjórtán ára
aldri ólst upp hjá
þeim hjónum systur-
sonur Birgis, Birgir
Aðalsteinsson, f. 1.
október 1955. Sam-
býliskona hans er
Steinunn Guðjónsdóttir, f. 4. mars
1957.
Birgir Iauk prófl frá Samvinnu-
skólanum 1944. Hann var gjald-
keri og bókari hjá Kaupfélagi
Dýrfirðinga 1944-1954, 1950-
1954 var hann oddviti Þingeyrar-
hrepps og flutti síðan til Reykja-
víkur. 1954-1957 starfaði hann
hjá Heildverslun I. Guðmundsson-
ar og co., 1957-1971 var hann
bókari hjá Olíufélaginu Skeljungi
og 1971-1993 var hann gjaldkeri
og aðalbókari hjá Hagkaupi. Jafn-
framt rak hann frá árinu 1958-
1971 söluturninn Gosa á Skóla-
vörðustíg 10 og frá 1987 til síðustu
áramóta Happahúsið í Kringlunni.
Birgir og Kristín bjuggu í Safa-
mýri 37 til ársloka 1994 og fluttu
þá í Hvassaleiti 58.
Utför Birgis fer fram frá Grens-
áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
í hverri fjölskyldu er klettur. í okk-
ar var það afi Birgir. Hann var mikill
fjölskyldumaður sem hélt fast utan
um sína nánustu. Hann var einstak-
lega bamgóður og gaf sér alltaf tíma
til að ærslast með litlum hnátum.
Okkar fyrstu minningar eru frá því
þegar þessi stóri maður hélt okkur
systrum nokkurra ára gömlum í
bóndabeygju eða hummaði í stólnum
sínum þar til hann dottaði. Ófáir bíl-
túramir vom famir til Hveragerðis
þar sem keyptur var ís og spilað í
spilakössum. Ekki vora ferðimar
færri þegar rúntað var um nánasta
umhverfi Reykjavíkur með fjögur lítil
augu aftur í og enduðu þeir bíltúrar
iðulega með ferð niður Laugaveginn
þar sem keyptar vora franskar vöffl-
ur og rjómahringur en afi var mikill
sælkeri. Að því loknu var ekið heim í
Safamýri þar sem öllum mann-
skapnum var hóað saman í kaffi.
Afi var einstaklega ráðagóður,
siðvandur og réttsýnn maður og oftar
en ekki vora einstök mál innan fjöl-
skyldunnar borin undir hann því vel
yfirveguð ráð hans og tillögur vora
mikils metnar. „Rétt skal vera rétt“
var hans mottó. Hann var ávallt opinn
fyrir nýjungum og studdi ákvarðanir
okkar hverjar sem þær vora. Aldrei
sagði hann styggðaryrði um nokkurn
mann eða fór í manngreinarálit. Afi
var einstaklega örlátur maður. Hann
gætti þess afar vel að engum einum
væri gert hærra undir höfði en öðram
og allir fengu jafht hvort sem um var
að ræða afmælisgjafir eða kjúklinga-
bita. Við minnumst ferðanna sem við
systumar fengum að fara með afa og
ömmu til útlanda, hvor í sínu lagi.
Önnur til Ameríku og hin til Ítalíu. Ur
þessum ferðum eigum við margar
góðar minningar því afi og amma
vora einstaklega natin við að veita
okkur sem mest út úr þessum ferðum,
hvort sem um var að ræða menning-
arlega fræðsluferð í listasafn eða
spennuferð í rússíbana. Ekki var
laust við að okkur liði eins og Iitlum
prinsessum í ævintýralandi í þeim
ferðum. Eftir því sem árin liðu og
hópurinn stækkaði breytti það engu
um þá nánd sem afi veitti hveijum og
einum. Fjölskylduboðin urðu fleiri og
fjölmennari sem var afa mjög að
skapi enda mikill fjölskyldumaður.
Afi og amma bjuggu lengst af í Safa-
mýrinni en fluttu sig um set fyrir
nokkram áram, hinum megin við göt-
una þar sem þau gerðu sér fallegt og
hlýlegt heimili enda miklir fagurker-
ar. Allt sem þau gerðu einkenndist af
glæsibrag enda var það hans stHL að
ef á annað borð ætti að framkvæma
eitthvað skyldi það gert á sem bestan
og vandaðastan hátt. Bjartsýni var
eitt af höfuðeinkennum afa enda já-
kvæður og sterkur persónuleiki sem
bugaðist aldrei, sama hvað dundi yfir.
Það sást best nú undir það síðasta
þegar hann háði baráttu við sjúkdóm
sem hann að lokum varð að lúta í
lægra haldi fyrir en hann gafst aldrei
upp. Það er erfitt að sjá á eftir afa
enda mikið frá okkur tekið. Minning-
amar um einstakan og göfugan mann
sem aldrei vék frá sannfæringu sinni
munu veita okkur veganesti sem er
okkur mikils virði og við eram stoltar
af.
Kristín og Anna Bryndís.
Elsku besti afi minn. Núna ertu
horfinn frá okkur og allt er breytt. Þú
háðir hetjulega baráttu sem var
óvægin á alla kanta. Við dáðumst öll
að því hversu duglegur þú varst og við
trúðum því innilega að þú værir á leið-
inni heim. Þess vegna trúði ég ekki
þeim fréttum að þú hefðir lent í nýj-
um bardaga við óvæginn fjanda sem
átti eftír að taka þig frá okkur. Maður
getur ekki ímyndað sér að geta ekki
fundið fyrir návist þinni og þeim ótal
góðu eiginleikum sem þú varst gædd-
ur. Þótt ég sé ekki gamall er ég ríkur
af minningum um þig enda var mikill
samgangur á milli okkar og við voram
tengdir sterkum böndum. Ég var iðu-
lega í pössun hjá ykkur ömmu í Safa-
mýrinni og var það minn griðastaður
öllum stundum. Mér leið hvergi betur
en hjá ykkur. Það vora farnar ófáar
ferðimar í Tívolí í Hveragerði og þótti
mér ótrúlegt hve snjall þú varst að
eiga alltaf nóg af miðum í tæMn heima
í veskinu. Það var eins og þú hefðir
farið sérferð til Hveragerðis og keypt
miðana. Það hefði ekM komið okkur á
óvart því þú varst vanur að gera allt
til að gleðja þína nánustu. Við getum
öll sagt að þú sért sá örlátasti maður
sem við höfum kynnst og munum
nokkum tíma kynnast.
Þú og ég áttum mörg sameiginleg
áhugamál og var eitt þeirra að fá okk-
ur kjúkling. Mér finnst eins og það
hafi verið í hverri viku sem við vinim-
ir fóram niður í Kentucky í fína Bens-
inum þínum. Þetta var minn upp-
áhaldsmatur og þú vissir það mæta
vel. Þegar þú keyptir þér Bensann
fylltist ég gífurlegu stolti. Mér fannst
hann flottasti og fallegasti bíll í heimi.
Þær vora líka ófáar gleðistundimar
sem ég eyddi í að pússa og bóna þenn-
an glæsivagn og þótt það hefði bara
verið ánægjunnar vegna og til þess að
gleðja þig laumaðir þú alltaf aur að
mér fyrirverMð.
Þú varst miMll smekkmaður og
hafðir afdráttarlausa skoðun á flestu,
hvort sem um veraldleg gæði eða
samsMpti við náungann var að ræða.
Þú mátt vera viss um það að þú lifðir
þínu lífi vel og komst vel fram við aHt
og alla. Það bára allir óblandna virð-
ingu fyrir þér og munu gera áfram.
Ætli við höfum ekM rifist einungis
einu sinni og ekM einu sinni heiftúð-
lega. Rifrildið snerist um hvenær ný
öld gengi í garð og varst þú með mjög
afdráttarlausar skoðanir sem ekM
var hægt að tjónka við. Innst inni veit
ég að þú hafðir alltaf rétt fyrir þér
þótt stoltið hafi ekM leyft mér að við-
urkenna það. Síðustu ár þín bjugguð
þið amma í Hvassaleitinu og er hægt
að segja að ég hafi ekM viljað vera of
langt frá ykkur því ég gekk í Verzlun-
arskólann. Mér þótti svo gott að koma
yfir í hádeginu og finna fyrir návist
ykkar um leið og ég gæddi mér á sam-
loku og hlustaði á „Síðasta lag fyrir
fréttir" með ykkur. Það var ávallt
gaman að keppa um hver gæti giskað
fyrr á söngvarann sem söng lagið. Ég
veit að þú munt halda áfram að eiga
heima hjá ömmu í Hvassaleitinu. Þó
að tómleiMnn sé mikill núna finn ég
að mér hlýnar um hjartaræturnar
þegar ég geng inn á heimili ykkar.
Andi þinn er þama að verM og vona
ég að verði áfram.
Ég vildi samt að þú hefðir getað
verið aðeins lengur hjá okkur og leyft
okkur að njóta frábærs persónuleika
þínsoghlýju.
Ég er ótrúlega heppinn að geta
sagt að þú sért afi minn. Minninguna
um þig mun ég ávallt varðveita og
mun ég reyna að sýna af mér þá eigin-
leika sem þú sýndir þótt það geti eng-
inn fetað í fótspor þín. Guð blessi þig
afiminn.
Birgir Karl.
Birgi Steinþórssyni kynntist ég
fyrir meira en 30 árum, er ég þá
kvæntist Ragnheiði dóttur Kristínar
konu hans og uppeldisdóttur Bii’gis.
Birgir var þá í blóma lífsins, á miðj-
um fimmtugsaldri og starfaði sem
skrifstofumaður hjá olíufélaginu
Skeljungi. Hann rak þá einnig Gosa,
vel þekkan sölutum sem stóð á homi
Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis.
Birgir vai’ því önnum kafinn maður á
þessum áram, eins og hann var raun-
ar mestalla sína starfsævi.
í hinni hörðu lífsbaráttu sem þá
snerist um það að koma sér upp þaM
yfir höfuðið og undir sig fótunum við
heimilisstofnun reyndist Birgir okkur
stoð og stytta. Þetta var á þeim árum
þegar lánsfjármögnun vegna íbúðar-
kaupa var með allt öðram hætti enn
nú gerist og byggðist í veralegum
mæli á skammtímalánum. Þeir urðu
því ófáir víxlamir sem hann skifaði
upgá, þar til komið var í „lygnari sjó“.
Á þessum áram þróaðist með okk-
ur Birgi vinátta sem varði alla tíð.
Þegar tengdir rofnuðu mörgum ár-
um síðar urðu samfundir okkar þó
æði söjálir eins og jafnan vill verða.
Sá minningarsjóður um alla fyrri
samfundi sem við höfðum sameigin-
lega eignast stóð þó eftir verðmætur
og nú met ég hann meir en nokkra
sinni fyrr.
Birgir og Kristín bjuggu lengst af í
Safamýri 37, þangað var gott að
koma.
Við Birgir skröfuðum margt um
dagana. Hann var áhugasamur um
þjóðmál og fylgdist vel með því sem
fram fór í þjóðfélaginu. í pólitfk að-
hylltist hann jafnaðarstefnuna enda
féll hún best að þeirri réttlætistilfmn-
ingu sem hann var ríkulega gæddur.
Hann hafði ágætan húmor og sá oft
spaugilegar hliðar í spegli samtímans
sem hann henti gaman af á jákvæðan
hátt. Greinarhöfundur var á þessum
tíma á sjónum, en á sjávarútvegi hafði
Birgir lifandi áhuga enda sMpstjóra-
sonur, alinn upp á Þingeyri við Dýra-
fjörð. Oft var því glatt á hjalla og
margar góðar minningar um ánægju-
legar samverastundir fyrri ára, ekM
síst frá jólum og áramótum, streyma
nú fram í hugann.
Skýrast stendur þó eftir það, að
Birgir Steinþórsson var einstaklega
vandaður maður á allan hátt, enda afl-
aði hann sér mikils trausts samferða-
manna sinna og honum vora falin
mikil trúnaðarstörf.
Um 1970 hóf hann störf hjá Hag-
kaupum og starfaði þar sem gjaldkeri
og bókari til eftirlaunaaldurs.Hann
varð þannig virkur þáttakandi í hinni
miMu uppbyggingu þess fyrirtækis
allan áttunda og níunda áratuginn og
rækti þar starf sitt af þeim áhuga, al-
úð og trúnaði sem einkenndu störf
hans og skapgerð.
Síðustu árin átti hann og rak
Happahúsið í Kringlunni, þar til hann
seldi það á síðasta ári.
Bömum mínum reyndist hann sá
besti afi sem hugsast gat og sýndi
þeim mikinn rausnarskap. Fyrir það
hvemig hann reyndist þeim alla tíð
verða öll þakkarorð fátæMeg.
Hann fylgdist stoltur með þeim
vaxa upp og lét sig velferð þeirra
miklu sMpta.
Á sjúkrabeði, sem hann átti ekM
afturkvæmt frá, samgladdist hann
innilega syni mínum og nafna sínum,
Birgi Karli, þegar hann kom í heim-
sókn með hvítu húfuna á útskriftar-
daginnnúívor.
Milli þeirra ríkti sterkt kærleiks-
samband og æði margar urðu sam-
verustundimar þeirra, að ógleymdum
öllum sunnudagsbíltúranum á árum
áður.
Þannig var Birgir sá trausti, kær-
leiksríM og umhyggjusami fjöl-
skyldufaðir, sem ætíð mátti reiða sig
á og sýndi það sannarlega í verM.
Hans er nú sárt saknað af hans litlu
fjölskyldu.
Ég met það mjög miklis að hafa
kynnst honum og eignast vináttu
hans.
Eftir sitja í huga verðmætar minn-
ingar um góðan dreng, sem lifa munu
með okkur sem bárum gæfii til þess
að eiga með honum samfylgd.
Ég kveð Birgi Steinþórsson með
þakMæti og virðingu í huga.
Fjölskyldunni sendi ég innilegar
samúðarkveðjur og bið Guð að gefa
henni styrk í sorg.
Blessuð sé minning Birgis Stein-
þórssonar.
Óskar Þór Karlsson.
Við Pálmi sitjum inni á skrifstof-
unni í Hagkaupi. Þetta er á vormán-
uðum 1972. Við höfðum auglýst eftir
gjaldkera og von er á einum af um-
sækjendunum, Birgi Steinþórssyni.
Innan tíðar sé ég hvar hann kemur
stormandi inn gólfið á versluninni í
Skeifunni með sitt sérstaka göngulag.
Ég þekM Birgi h'tilsháttar því hann
var búinn að vera samstarfsmaður
föður míns í nokkur ár hjá Oh'félaginu
Skeljungi. Við tökum tal saman og áð-
ur en dagur er að kvöldi kominn er
Birgir ráðinn gjalkeri hjá Hagkaupi.
F áar ráðningar sem við Pálmi stóð-
um að sameiginlega hafa reynst fyrir-
tækinu jafn farsælar og þessi. Á þess-
um áram, þegar innkaupa- og
greiðsluáætlanir vora í lágmarM og
óvænt útstreymi fjármagns því al-
gengt og sjóðsstaða því oft ótrygg,
reyndi mjög á gjaldkera. Þá kom í ljós
hvílíkur afbragðs snillingur Birgir var
á þessu sviði. Aldrei neinar úrtölur
eða vonleysi heldur reynt að finna
lausn á málinu á einn eða annan hátt.
Með útsjónarsemi og fádæma elju-
semi leysti hann verk sín af hendi.
Það verður seint þakkað hvílíkur
stuðningur það var fyrir mig á þess-
um áram að hafa Birgi mér við hhð
varðandi fjármál Hagkaups. Síðar tók
Birgir við starfi bókara og starfaði við
það uns hann lét af störfum í árslok
1993 þá sjötugur að aldri.
Birgir var einstaMega hreinsMpt-
inn maður. Hann sagði skoðun sína
umbúðalaust og sagði mönnum til
syndanna miskunnarlaust ef honum -j
fannst réttu máli hallað. Á hinum
vikulegu fundum var hann ætíð fersk-
ur og lét miMð til sín taka. Hann var
einstaMega málefnalegur og því var á
hann hlustað. Allt sem miður fór í fyr-
irtækinu lét hann sig máh sMpta. Ég
man eftir því að á fyrstu áram hans í
Hagkaupi sá hann um að panta mjólk,
ekM af því að þetta átti að vera í hans
verkahring heldur hinu að honum
fannst illa á málum haldið.
En nú er Birgir allur. Eins og fleiri
góðir drengir hefur hann nú fallið fyr-
ir manninum með Ijáinn. Ég votta eig-
inkonu hans og dóttur og öðram I
skyldmennum og vinum mína dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Birgis Stein-
þórssonar.
Magnús Ólafsson.
Þann 20. júlí sl. andaðist á Land-
spítalanum í Fossvogi eftir harða og
erfiða baráttu við krabbamein, Birgir
Steinþórsson.
Birgir fæddist 7. júh 1923 á Þing-
eyri og var uppalinn þar. Hann var
hreppsnefndaroddviti Þingeyrar-
hrepps 1950-54 og formaður íþrótta-
félagsins Höírangs á Þingeyri í 3 ár.
Við Birgir kynntumst ekki vel fyrr
en í Samvinnuháskólanum, 1942 og ' i
útskrifuðumst lýðveldisárið 1944.
Það vildi svo til að hann og kona
hans, Kristín Ingimundardóttir, sem
hann kvæntist 26.10.1957 og átti með
dótturina Brynju Ríkeyju, auk þess
átti hann stjúpdóttur, Ragnheiði Ing-
unni Magnúsdóttur kennara, festu
kaup í Húsi verslunarinnar, Hvassa-
leiti 56-58. Eftir það áttum við mikil
og góð samsMpti og urðum góðir vinir
og samrýndir. Það leið ekM á löngu að
hann yrði kosinn gjaldkeri húsfélags-
ins og gegndi hann því starfi af miMlli
prýði til dauðadags.
Ég veit að Birgir vildi ekM láta
þakka sér opinberlega fyrir hans lífs-
hlaup, en ég get ekM annað en þakkað
Birgi allt það sem hann gerði fyrir
mig á sl. árum. Ég þurfti á læknis-
meðferð að halda og þurfti þess vegna
að fara oft á milli spítala í lyfjameð-
ferð og annað en mátti ekki aka bif-
reið. Hann bauðst strax til þess að aka
mér þegar á þyrfti að halda og vildi
ekM heyra það nefnt að ég bæði nokk-
um annan í húsinu að gera það.
„Treystirðu mér ekM eða hvað, eða
hvað?“ ansaði Birgir með þjósti.
Svona var Birgir. Alltaf tilbúinn að
aðstoða eða hjálpa ef með þurfti.
Síðustu árin leigði Birgir sér pláss í
Kringlunni undir nafninu Happahús-
ið, en þar seldi hann og endumýjaði
happdrættismiða, sem gefnir vora út
af ýmsum fyrirtækjum og stofnunum
hér í borg. Hann var með gott hð sér
við hönd, þar með talin dóttir hans,
Brynja Ríkey, sem vann hjá honum
og aðstoðaði við reksturinn þegar hún
gat. Þegar maður byijar að skrifa
svona greinar um kunningja eða vin
ætlar maður aldrei að geta hætt, því
svo margt kemur upp í hugann þegar
farið er að hugsa til baka.
Ég læt því hér staðar numið og
enda þessa fátæMegu minningar-
grein með þakMæti og virðingu fyrir
látnum heiðursmanni og ber samúð-
arkveðjur frá stjóm húsfélagsins.
Kristín mín og fjölskylda, innilegar * -
samúðarkveðjur frá mér og Krist-
sjönu.
Hvíl í friði, Birgir minn, við sjáumst
síðar.
Jörundur Þorsteinsson.
t
Faðir okkar,
HAUKUR baldvinsson,
Hvolsvegi 16,
Hvolsvelli,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 25. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svavar Hauksson,
Örn B. Hauksson,
Hrafn B. Hauksson,
Svava Guðrún B. Hauksdóttir.
r