Morgunblaðið - 27.07.2000, Side 32

Morgunblaðið - 27.07.2000, Side 32
32 ‘ ‘ 'FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Verðugur minnisvarði um fjölhæft tónskáld TðlVLIST S k á I h o 11 s k i r k j a HÁTÍÐARLJÓÐ OP. 42 Kveðið af tilefni 9 alda biskupsstóls i Skálholti 1956. Tónlist: Karl O. Runólfsson. Ljóð: Sigurður Einarsson. Flyijendur: Homaflokkur og Skál- holtshátíðarkórinn. Trompet: Jóhann Stefáns- son, Freyr Guðmundsson. Básúnur: Vilborg Jónsdóttir, Ingi Garðar Erlendsson. Pákur: Kjartan Guðnason. Rörklukkur: Ólafur Hólm. Upplesari: Jón Sigurbjörnsson. Einsöngvari: Finnur Bjarnason. Organisti: Eyþór Jónsson. Stjómandi: Hilmar Orn Agnarsson. „ÞAÐ er ansi hart að maður skuli þurfa að verða 100 ára til þess að eftir manni sé munað.“ Eg man að þessari hugsun skaut upp í kollinn á mér á leið austur í Skálholt til að hlusta á nýfundið og áður óflutt verk eftir eitt af mínum uppáhalds íslensku tónskáldum gamla tímans, Karl Ottó Runólfsson. Umrædd tónsmíð er Hátíðarljóð op. 42 (öðru nafni Skálholtsljóð) við texta kveðinn af séra Sig- urði Einarssyni, í tilefni níu alda biskupsstóls í Skálholti árið 1956. Ekki fór ég austur fyrir fjall til annars en að hlýða á og njóta tónlistarinnar og hlustaði því sem betur fer sem njótandi en ekki gagnrýnandi. í friði og ró gladdist ég yfir því sem ég varð vitni að. Tónlistinni, söngnum, gæðum kórsins og unga einsöngvarans, einurð og dugnaði stjómandans, spilamennsku hljóðfæraleikaranna að ógleymdum framsögumanninum; bassasöngvaranum góða, leikaranum, hestamanninum og bóndanum Jóni Sigurbjömssyni. En úti var friður er hringt var í mig frá Morgunblaðinu daginn eftir og ég beðinn að skrifa umsögn um tónleikana í blaðið. Hægara sagt en gert, en á endanum lét ég tilleiðast. Á efnisskránni vom þrjú tónverk eftir Karl. Fyrst skal nefna op 1, sönglagið ástkæra I fjar- lægð. Hér var eitt fegursta sönglag hans spilað á trompet, sem er í sjálfu sér allt í lagi að gera ef ekki er söngvari til staðar til að syngja þennan yndis- lega texta. Svo var þó ekki í þetta sinn. Tilurð þessa lags er saga sem vert er að rifja upp. Fyrri kona Karls, Margrét, lá á banabeði á Kristneshæli við Eyjafjörð. Von var á Karli í heim- sókn en veður hamlaði för hans og óvíst var hvort hann næði til hennar áður en yfir lyki. Þar lá á sömu deild hagmæltur maður, Valdimar Hólm Hallstað, eða Cæsar eins og hann kaus þá að kalla sig. Bað hún hann að yrkja sér í hugarstað ljóð til ástvinar síns ef hún héldi ekki út þar til hann kæmi. Þegar Karí loks komst á leiðarenda beið hans bréfkom við rúmgaflinn en konan var látin. Þar í var kveðja hennar og ástarjátning til hans, vinar- ins, sem fjöllin skildu að þegar kallið kom: Rg sem í fjarlægð ijöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum standum Ijúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. Kvæðið hefur gegnum árin verið sungið í alls- konar villuráfandi útgáfum, en hér er það, eins og skrifað beint úr penna Valdimars Hólm Hallstað, lesið af bréfkorninu sem hann skrifaði það á. Trompetleikarinn Jóhann Stefánsson lék í fjar- lægð fallega, látlaust og af tilfinningu fyrir laglín- unni. Undirleikaranum, Eyþóri Jónssyni organ- ista, tókst ekki að ná þeim hljóðhrifum úr orgelinu sem tónskáldið ætlaðist til, þ.e.a.s. stormgnýnum, t.d. í hálftónlesinu: Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? og einnig í: Heyrirðueistorm... ...þar sem Karl, með hröðum, fyrst áttunda parts tríólum og síðan sextánda parts tríólum upp og nið- ur tónstigann á píanói og með réttri pedalnotkun, nær fram gný stormsins, gleði og angist hjartans og hinum djúpa, gagnsæja söknuði í niðurlagi lags- ins. Næst á efnisskránni söng Finnur Bjamason ten- ór Maríuvers op. 15 nr. 2 við texta Matthíasar Jochumssonar. Lagið tileinkaði Karl frændkonu sinni, Áslaugu Kr. Kristinsdóttur. Finnur er söngvari af guðs náð með góða, skól- aða rödd og túlkunarhæfileika, hvort sem er fyrir texta eða/og laglínu, sem á fáa sína líka. Þetta lag gaf þó ekki tilefni til að sýna hvað í listamanninum býr. Eyþór, organistinn, raddskipaði hvort erindi fyrir sig á hugmyndaríkan hátt og studdi vel við söngvarann, en tónsmíðin er ekki þakklátt verk. Matthías Jochumson kveður þetta Man'uvers í miðaldastíl og við þann stíl heldur Karl sig þegar hann semur lagið. Gagnrýnilaust hlustaði ég á Finn syngja og hugsaði: „Fín rödd í stráknum, en skelfing er þetta dimmt og drungalegt lag.“ Allt í moll. Hver hljóm- urinn á fætur öðrum... jú, þarna kom einn hljómur í G-dúr eins og ferskur andblær og annar löngu seinna í C-dúr...! Karl gefur fyrirmæli um að til- finningin fyrir tónsmíðinni skuÚ vera í anda „Lento e dolce“ sem útleggst t.d. „hægt og blíðlega". En hann gerir betur. Hann gefur frekari fyrirmæli um túlkun þar sem hann setur inn hraðamerkingu sem er -fjórðipartur per sekúnda- og þar í lágu kannski mistök Finns og Eyþórs. Hraðinn var ekki sem skyldi. En samt...samt hlustaði maður af andakt því einlægnin og virðingin sem listamennirnir lögðu í flutningin bar allt annað ofurliði. Áheyrendur höfðu fengið skammt af „musicmak- ing“ beint í æð. Hvað er hægt að fara fram á um- fram það? Nú var stóra stundin upprunnin. Nýfundinn Karl 0. Runólfsson. Spennandi! Karl var Reykvíkingur, fæddur 24. október árið 1900. Hann lærði ungur prentiðn og vann sem prentari til 25 ára aldurs er hann fór í tvö ár til Kaupmanna- hafnar í tónlistarnám. Aðallega á fiðlu, en hánn var allgóður fiðluleikari, og trompet sem síðar átti eftir að verða hans aðalhljóðfæri. Að loknu námi í Kaupmannahöfn fór hann til Ak- ureyrar og vann þar við tónlistarstörf til ársins 1934. Þá lá leið hans til Reykjavíkur til frekara náms, nú við Tónlistarskólann í Reykjvík. Þar var hann til ársins 1939 þegar hann hóf störf við Tónlistarskólann sem kennari. Jafnframt stjómaði hann lúðrasveitinni Svani í tuttugu ár, var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar íslands og starfaði sem trompetleikari með hljómsveitinni á árunum 1950-1955. Hann var stjómandi Bama- og unglingalúðrasveitar í Reykjavík frá árinu 1955 og formaður Landssambands íslenskra lúðrasveita frá stofnun þess árið 1954 til 1964. Eftir Karl liggur mikill fjöldi tónsmíða af marg- víslegu tagi s.s. einsöngslög, kórlög, tveir ballettar, forleikir, leikhústónlist ýmisskonar, sónötur, hljómsveitarsvítur, sinfónía og sex kantötur (Þessi síðasta upptalning er tekin úr uppsláttarþætti nótnaútgáfunnar Isalög frá 1998 en þá vissu rit- stjórar ekki betur, frekar en aðrir. Nú vitum við hinsvegar öll að kantöturnar era að minnsta kosti sjö! Það skyldi þó ekki finnast ein sinfónía eða svo einhversstaðar?). Það er eins með tónskáld og aðra skapandi lista- menn sem þurfa að gefa af sjálfum sér. Gefa af sálu sinni, skapa, túlka, skrifa kviðu við texta, - að æf- ingin skapar meistarann! Þetta er enginn nýr sann- leikur. En sannleikur þó og staðreynd, sem gleym- ist æ ofan í æ þegar þess er krafist að listamenn á íslandi séu í fremstu röð í „heiminum". Okkur hefur aldrei dugað minna en að miða okk- ur við „heiminn" vitandi þó alls ekkert um hvað hugtakið „heimurinn" snýst. Til þess að ná færni í að skrifa tónverk þarf tónsmiðurinn að hafa tíma, aðstöðu og tilefni til að stunda sína iðju - endalaust. Ekki af og til. Ekki með höppum og glöppum. En þannig var æviskeið Karls, sem og flestra annarra tónlistarmanna okkar um miðja síðustu öld. Enda ber handbragð hans á kantötunni í fljótu bragði keim af, að hann er barn síns tíma, íhlaupamaður í þeirri list að semja „stærri verk“. Fullur af hæfileikum og hugmyndum. Laglínur spretta fram nær óþrjótandi. Hljómasetning og hljómhvörf oft djarfari en hjá samtímatónskáldafé- lögum hans, það vantar ekki. En maður finnur og sér að litlu verkin hans, sönglögin, kórlögin, era vel og kunnáttulega uppbyggð, enda liggur eftir Karl aragrúi slíkra. En í þetta nýja verk fannst mér vanta uppbyggingu, heild. Kannski gerði það útslagið að tveimur köflum af sjö var sleppt? Ekki ætla ég mér þá náðargáfu að geta lagt á Hátíðarljóðið faglegan dóm eftir að hafa aðeins hlustað á það einu sinni, nema að segja frá eigin bijósti að möguleikamir sem ég sá samt sem áður í þessu verki voru slíkir að ég gæti vel hugsað mér að flytja það. Það í sjálfu sér, fyrir mig, er mælikvarði sem ég tek mark á. Hér á eftir fara hugsanir mínar um verkið eips og ég man það án þess að hafa séð það á blaði. Ég fylgdist að mestu með á litlu, frekar ómerkilegu, prógrammblaði með nær ósýnilegum texta kantöt- unnar og rifja nú upp tónleikana. Hlutur kórsins, sem kallaðist því óþjála nafni Skálholtshátíðarkórinn, var góður. Jafnvægi í röddum var gott og hljómur þéttur. Innkomur vora að mestu öruggar en þó fannst mér ég merkja ein- staka sinnum að kórinn kæmi ekki inn sem heild og skrifaði það jafnharðan á reikning stjómandans! I hljómsveitinni vora sjö hljóðfæraleikarar sem hljómuðu vel, virtust samspilaðir og yfirgnæfðu aldrei kór en studdu hann vel. Pákumar hefðu að skaðlausu mátt láta meira til sín taka í þau skipti sem á reyndi. Nokkurs óöryggis gætti í fimmta kaflanum um Odd biskup. Enn skrifa ég á reikning stjómandans vitandi af eigin reynslu að það er ekki andskota- laust að halda saman lestri og leik, nema með mik- illi samæfingu og þjálfun. Karl hefur örstutt forspil sem leiðir inn í fyrsta bálk Hátíðarljóðsins sem einsöngvari og kór skipta með sér: Hringjum inn heilagar tíðir! syngur einsöngvarinn Finnur Bjamason. Kórinn tekur við... Eilífur Guð yfir öldum árljósum vakir. Skipta þeir einnig með sér næsta erindi. Bálkur nr. 2 sem heitir ísland er að mestu gefinn einsöngvaranum: Ósnortin jörð af erli manna og ferli,... Hvers beiðsta, móðir? og kórinn svarar: - Að verða athvarf vaskra, ftjálsra manna, hvar vinur fyndi vin,ogbróðurbróðir! Bálk nr. 3 mælir framsögumaður og er hann um gjöf Gizurar: Þigg, Guð, minn garð gef ég þér, Drottinn, garð vorrar ættar, erossgöfgaði. Framsögumaðurinn, Jón Sigurbjömsson, mælti fram gjafirnar hverja af annarri: lönd og lausafé, vöU, og vegu feðra sinna, allt gefið Guði og Kristi! Áfram mælir Jón og gefur og gefur, iðrast, biður miskunnar, brestur mátt,... Gefur enn meira: ...það dýrasta átti eg jarðnesks sonararfs... ...en skyiyar jafnframt að hversu stór sem gjöfin er, verður hún samt aldrei stærri en gjöfin Krists, - kærleiki og kvöl! Boðið er að lokum - Skálholt: ...höll vegsamleg heilags anda meðan uppi varir íslands- byggð. Hér grípur kórinn inn í og hvetur til að þjóðin og almættið þiggi að gjöf Skálholt. Fjórða bálk vantaði en hann fjallar um erjur og valdarán, gripdeildir og blóðsútheOing, um unga þjóð sem hefði drakknað í eigin blóði hefði Drottinn ekld: ...hendumar heft og hugina stillt. Hér krjúpi í auðmýkt kynslóðir allar, sem Kristur leiddi til góðs. Fimmta bálkinn um Odd Gottskálksson hefur Karl kosið að flétta saman með framsögn og hljóm- sveit. Textinn, skáldlegur, ljóðrænn og oft heillandi, lýsir vinnuaðstöðu jöfurs sem vinnur við mánaljós og letrar heOög orð: Hann rýnir í auðmýkt á blettað blað og brýtur hug sinn um orðinsnjöll. ... - það orð sem hann reit, varð ómur af lofgjörð á þúsunda munni. Það var eins og vantaði snerpu í flutninginn sem dró jaxlana úr framsögumanni og gerði hann hik- andi, leitandi hvar bera ætti niður textann hverju sinni. Kórinn kom inn um miðbik þriðja ljóðs og reif þá HOmar Öm, stjómandinn, upp tempóið: Guðs heilaga orð varð hjartnanna sól, Guðs heilagi sonur leið- togiogvinur. Svo blómgaðist íslandi kristninnar hlynur. Sjötta bálk um Skálholt vantaði sárlega. Kant- atan, Hátíðarljóðið, er jú um Skálholt sem - úr stormveðram rís nú sem tindur glæstra stunda eft- ir grátlega niðurlægingu. - Síðasta kaflanum, þeim sjöunda, deildu einsöngvari og kór með sér. Sá nefnist Ljóðalok þar sem er ítrekað að þjóðin þiggi Skálholt að gjöf en umfram allt Almættið: Þigg, þjóð mín, gjöfl Þigg, Drottinn Guð! Þama fóra ílytjendur allir á kostum. Kórinn magnaðist upp undir ákafri og krefjandi hvatningu stjómandans og hljómaði margfalt stærri en tölu- lega var að sjá. Lok tónleikanna vora rismikil, verðugur minnis- varði um fjölhæft tónskáld, tónUstarmann sem kom víða við á lífsleiðinni, markaði og skildi eftir sig spor sem við megum ekki lítilsvirða eða láta falla í gleymskunnar dróma. Á hundrað ára fresti segir ekki neitt. Sýnum KarO 0. Runólfssyni þá virðingu að minnast hans ekki aðeins heldur og halda minningu hans á lofti. Við verðum svo miklu ríkari fyrir bragðið. Garðar Cortes Ólöf Ingólfsdóttir í hlutverki vatnameyjarinnar. Rómönsutón- leikar í Nor- ræna húsinu „ÞANN samanburð við sumardag þú átt“ er yfirskrift rómönsutón- leika í Norræna hússinu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22 og eru þeir í tónleikaröðinni Bjartar sumar- nætur. Sænski baritónsöngvarinn Björn Thulin og landi hans Love Derwing píanó- leikari fiytja söngvasveigar eftir Poulenc, Finzi og Rautavaari - lög hinna tveggja síðarnefndu við Shakespearet- exta - og söngv- ar eftir Sibelius, Grieg og Sten- hammar. Hin ljóðræna stemmning held- ur áfram eftir tónleikana þar sem dansverkið Vatnameyjar eft- ir finnska dans- höfundinn Reijo Kela verður flutt á litlu tjörninni við Norræna húsið. Ólöf Ingólfsdóttir er í hlutverki vatnameyjarinnar sem svífur á yfir- borði vatnsins og mun Bjöm Thulin syngja lag við fiutning hennar. Danssýningin er á dagskrá Reykja- víkur menningarborg Evrópu árið 2000. Bjöm Thulin er Qölhæfur bari- tónsöngvari, syngur allt frá 17. al- dar óperum til nýskrifaðra verka, Ijóðasöngva, kirkjutónlist og Ijóð- rænar ballöður. Thulin lærði hjá Inga-Lill Linden og Gösta Ohlin í Gautaborg og seinna hjá Laura Sarti í Lundúnum. Núna starfar hann sjálfstætt sem söngvari. Thul- in hefur farið um og haldið tónleika í Norðurlöndum, annars staðar í Evrópu og í Suður-Ameríku og hlotið lof gagnrýnenda og tónleika- gesta. Hann hefur meðal annars komið fram á Nóbel-hátíðinni og öðrum evrópskum hátiðum. Thulin er auk þess alþjóðlega þekktur sem túlkandi Theodorakisar. Bæði í Sví- þjóð og í öðmm löndum hefur Bjöm Thulin tekið upp plötur og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Tónlistaraðdáendur hér á landi munu kannast við undirleikara Thulins, Love Derwinger, þar sem hann hefur frumflutt píanókonsert eftir Atla Heimi Sveinsson. Derwinger er, segir sænska Dag- ens nyheter, „sennilega fmmlegasti og athyglisverðasti píanóleikari sinnar kynslóðar." Hann lærði píanó hjá prófessor Gunnar Hall- hagen og tónsmið hjá Sven-David Sandström við Konunglega tónlist- arskólann í Stokkhólmi. Tónleika- feril sinn hóf Derwinger 17 ára gamall með því að flytja 2. píanó- konsert Liszts og á burtfarartón- leikum sfnum lék hann 1. píanókon- sert Brahms með Sínfóníuhljómsveit sænska ríkis- útvarpsins. Derwinger hefur komið fram í Evrópu, Rússlandi, Banda- ríkjunum og Suður-Ameríku og leikið með mörgum helstu hljóm- sveitum í Skandinavíu og Evrópu. Hann hefur flutt tónleika á fjöl- mörgum evrópskum hátíðum, tekið upp fleiri tugi hljómplatna og kom- ið fram í útvarpi og sjónvarpi. Love Derwinger hefur mikinn áhuga á samtrmatónlist og vinnur náið með mörgum tónskáldum. Love Derwing Björn Thulin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.