Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Flestir telja reglur fullnægjandi f FRAMHALDI af skýrslu Fjármála- eftirlitsins (FME) um skoðun á fjár- vörslu Kaupþings hf., sem birt var hér í blaðinu í gær ásamt athuga- semdum Kaupþings hf., leitaði Morg- unblaðið álits forsvarsmanna fjár- málafyrirtækja á því hvort skýrslan gæfi tilefni til þess að frekari og ná- kvæmari reglur verði settar um vinnubrögð og starfshætti fjármála- fyrirtækja en gert er ráð fýrir í drögum FME að nýjum verklags- reglum. Eins og fram hefur komið safnaði Kaupþing áskriftum (kennitölum) til að kaupa í útboði FBA hf. fyrir eigin reikning hinn 12. nóvember 1998. Óskað var eftir skoðun manna á því hvort frásögn skýrslunnar af at- burðarásinni innan Kaupþings þenn- an dag sé vísbending um að aðskiln- aður ólíkrar starfsemi þar scm hagsmunir geta rekist á, þ.e. Kína- múrar, sé ekki eins skýr í starfsemi Qármálafyrirtæfga og nauðsynlegt er. Loks var leitað eftir áliti á því hvemig túlka bæri 15. grein laga númer 13 frá 1996 um verðbréfavið- skipti, þar sem reynt er að tryggja hagsmuni viðskiptamanna gagnvart fyrirtæki í verðbréfaþjónustu. I um- ræddri grein kemur m.a. fram að verðbréfafyrirtæki skuli kappkosta að gæta fyUstu óhlutdrægni gagnvart viðskiptamönnum sfhum og gæta þess að þeir njóti jafnræðis um upp- lýsingar, verð og önnur viðskiptakjör í verðbréfaviðskiptum. Sérstaklega var innt álits á því hvenær fjármála- fyrirtæki teldist hafa brotið þessa lagareglu þegar upp komi álitamál þar sem hagsmunir viðskiptavina og Qármálafyrirtækisins vegna eigin fjárfestinga kunni að stangast á. Sævar Helgason, framkvæmdast j óri Islenskra verðbréfa Leita hefði átt álits Fjármálaeftirlits nú þegar flest þessara fyrirtækja hafa leyst húsnæðisvanda sinn og þróun upplýsingahugbúnaðar fyrir íslensk fjármálafyrirtæki er lokið. Sævar segir um þriðju spurning- una að 15. greinin segi skýrt og skil- merkilega að hagsmunir viðskipta- vinarins séu ávallt hafðir að leiðarljósi. „Um leið og sú hugsun breytist þá hefur viðkomandi fyrir- tæki brotið regluna. Hins vegar er alltaf mjög erfitt að segja hvenær fyrirtæki hefur brotið regluna. Varðandi Kaupþingsmálið sérstak- lega tel ég að leita hefði mátt álits Fjármálaeftirlits á viðkomandi við- skiptum með bréf í FBA eða þá að ræða við einstaka fjárvörsluþega því sjóðsstjóra mátti vera ljóst að tals- verð eftirspurn yrði eftir bréfunum á eftirmarkaði eftir að aðstoðar- framkvæmdastjóri sendi út bréf sitt.“ „HVAÐ fyrstu spum- inguna varðar þá tel ég svo ekki vera,“ segir Sævar Helgason, fram- kvæmdastjóri Is- lenskra verðbréfa. „Reglurnar eru nokk- uð ítarlegar og í sam- ræmi við það sem best gæti verið. Komi hins vegar upp vafamál tel ég að fjármálafyrir- tækjum beri að leita umsagnar Fjármála- eftirlits. Þessi umræða skaðar fjármálafyrir- tækin verulega og því tel ég að þau leiki sér ekki að því að finna grá svæði til að starfa á.“ Sævar segir að hvað aðra spurn- inguna varðar hafi þessum aðskiln- aði ekki verið nægilega vel fylgt eft- ir hjá flestum fyrirtækjum. Hann segir að það stafi fyrst og fremst af því að markaðurinn sé mjög ungur og hraður vöxt- ur hefur átt sér stað undanfarin ár sem hafi sett mörg fyrirtæki í húsnæðisvanda. „Vegna örs vaxtar og smæðar margra fyrir- tækja hafa þau ekki komið því við að hólfa deildirnar nægilega vel niður eins og þeim ber samkvæmt leiðbein- ingum. Þó tel ég að í flestum tilfellum hafi fyrirtæki farið eftir þeim reglum sem um þetta gilda og trúnaðarupplýsingar berast ekki milli sviða. Ég á von á því að þessi mál komist í fastari skorður Sævar Helgason Þóroddur Ari Þóroddsson, forstjóri Burnham International á Islandi Þórður Magnússon stjórnarformaður Gildingar Kínamúrarnir brugðust ekki ÞÓRODDUR Ari Þóroddsson, for- stjóri Burnham Intemational á Is- landi, telur ekki tilefni til að settar verði nákvæmari verklagsreglur en gert er ráð fyrir í drögum Fjármála- eftirlits. „Það eru miklar framfarir að fá þessar verklagsreglur. Það er svo bara spumingin hvernig þeim verður framfylgt. Skýrslan gefur að mínu mati ekki tilefni til þess að þær verði ítarlegri. Það verður líka að hafa í huga að hún kemur löngu eftir að atburðirnir gerðust. Á þeim tíma voru reglur afskaplega óljós- ar.“ Ekki telur Þóroddur að frásögnin af atburðarásinni innan Kaupþings í nóvember 1998 gefi tilefni til að ætla að aðskilnaður ólíkrar starfsemi, þar sem hætta er á hagsmuna- árekstrum, sé ekki nógu skýr. Allur fjármálamarkaðurinn hafi verið á fleygiferð umrædda nóvemberdaga og fleiri fjármálafyrirtæki en Kaup- þing hagnast á kaupum og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. „Ef maður lítur á atburðarásina eins og hún kemur fram í skýrslunni þá er kannski tortryggilegt að Kaupþing fór af stað sem ein heild. En að sama skapi var markaðurinn allur að fara af stað þessa daga. Það vora önnur fjármálafyrirtæki sem vora byrjuð að safna í sína sjóði og byrjuð að safna kennitölum. Ef Kaupþing hefði verið í einrúmi þá hefði maður kannski getað haldið því fram að Kinamúramir hefðu brugðist. En þar sem markaðurinn var allur að þessu finnst mér ekki að það hafi gerst. Ekki í þessu einstaka máli. Því það var fullt af ástæðum fyrir því að sjóðstjórar hjá Kaup- þingi hefðu átt að byrja að kaupa þessi bréf.“ Þóroddur Ari telur að meta verði 15. grein laga nr. 13 frá 1996 eftir hverju einstöku máli. „Maður veit aldrei fyrirfram hvaða aðstæður koma upp. Það er t.d. alls ekki ljóst miðað við frásögn skýrslunnar hvort Kaupþing var óhlutdrægt eða ekki. Það er verið að gagnrýna Kaup- þing fyrir að hafa keypt í leyfisleysi og fyrir að hafa grætt meira en fjár- vörsluþegar þeirra og þar af leið- andi ekki skilið eftir nógu mikinn hagnað hjá sínum skjólstæðingum. En spurningin er hvort þeir hafi ekki einmitt komið rétt fram við sína skjólstæðinga með því að kaupa þessi bréf. Ég held að menn ættu að fara varlega í að fordæma Kaupþing nú tveimur árum eftir atburðina. Ekki má gleyma að þeir voru brautryðjendur á þessu sviði og störfuðu á mjög óijósum lagagrund- velli.“ Styrmir Þór Bragason, forstöðumaður markaðsviðskipta Búnaðarbankans verðbrófa Drög Fjármálaeftir- lits fullnægjandi STYRMIR Þór Bragason, for- stöðumaður markaðsviðskipta Búnaðarbankans verðbréfa sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi drög Fjármálaeftirlitsins það ítarleg að skýrslan um skoðun á fjárvörslu Kaupþings gefi ekki til- efni til að þau verði ítarlegri. „Drögin eru það ítarleg enda gerð í kjölfar þessara atburða og fleiri þannig að þau ættu að vera full- nægjandi." Styrmir sagði enn fremur að hann teldi að í flestum tilfellum væri aðskiinaður ólíkrar starfsemi nokkuð skýr. „Ég tel að þar sem ég þekki til, hér í Búnaðabankanum, sem og í öðrum fjármálastofnunum að að- skilnaður sé mjög skýr svona í flestum tilfellum. Ég tel að menn séu að vinna eftir settum reglum og séu fyrst og fremst að hugsa um hag viðskiptavina sinna. Varð- andi skýrslu Fjármálaeftirlits um viðskipti Kaupþings við fjárvörslu- þega sína tel ég Fjármálaeftirlitið fullfært um að dæma um það sem gerðist í þessu tilfelli, þeir hafa öll gögn og ég tel þá í bestu stöðu til að dæma þetta einstaka tilfelli." Styrmir sagði að hann teldi í skýrslunni ekki endilega fundið að aðskilnaði ólíkrar starfsemi. „Menn geta náttúrulega sent tölvupóst þó að þeir séu í sinni deildinni hvor. En síðan er það alltaf spurningin hvaða samskipti eru fyrir utan það.“ Styrmir sagði vandkvæðum bundið að skera endanlega úr um túlkun 15. greinar laga nr. 13 frá 1996. „Þetta eru svo margbreyti- leg dæmi sem geta komið upp þannig að í rauninni er ómögulegt að negla niður endanlega túlkun. Ef koma upp álitamál, eins og í þessu tilfelli, verður að koma til hlutlaus aðili sem tekur að sér að skoða málið. Þá kemur til kasta Fjármálaeftirlitsins sem er þessi hlutlausi aðili. Þess vegna tel ég ekkert óeðlilegt að þessi skýrsla hafi verið gefin út af Fjármálaeft- irlitinu. Það fór nákvæmlega ofan í þau álitamál sem komu upp enda í stakk búið að meta aðstöðuna og gefa réttu niðurstöðuna. En ég tel að menn séu í langflestum tilfell- um að eiga viðskipti á grundvelli eðlilegra viðskiptahátta og í sam- ræmi við iög og reglur.“ Nauðsynlegt að Fjármálaeftirlit- ið setji reglur ÞÓRÐUR Magnús- son, stjórnarformaður Gildingar, segir um fyrstu spurninguna að nauðsynlegt sé að þessar reglur séu mjög skýrar og ná- kvæmar. „í grand- vallaratriðum líst mér mjög vel á að komnar séu reglur eins og þær sem Fjármálaeft- irlitið hefur lagt drög að og koma fram í þessari skýrslu. Ég tel að það sé bráð- nauðsynlegt að Fjár- málaeftirlitið komi fram með reglur eins og þarna um ræðir og þetta er mjög þarft innlegg, “ segir Þórður. Sumt í reglunum gengur lengra en þörf er á „Reyndar er sumt í reglunum sem gengur lengra heldur en þörf er á, eins og fram hefur komið í umræðu að undanförnu en ég tel að sú umræða sé til góðs. Mikið starf hefur verið unnið innan fjár- málafyrirtækjanna, sem og á milli þeirra, um setningu á skýrum verklagsreglum. Það er nauðsynlegt að fj ármálafyrirtækin komi að þeirri vinnu sem í hönd fer í kjöl- far skýrslunnar sem nú liggur fyrir.“ Hvað aðra spurn- inguna varðar segist Þórður ekki treysta sér til að segja til um hvort svo sé. „Ég treysti mér ekki til að tjá mig nokkuð um það en ég dreg í efa að svo sé. Það er sjálfsagt að reyna að draga upp eins skýra verkaskiptingu eins og hægt er í sama fyrirtæki. Það þarf að draga upp þennan svokallaða Kínamúr og sjá til þess að hann sé sem allra skýrastur," segir Þórð- ur. Þórður kaus að svara ekki þriðju spurningunni. Þórður Magnússon Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbrófa Lög og verklags- reglur eru skýrar SIGURÐUR Atli Jóns- son, forstjóri Lands- bréfa, segir að lög og verklagsreglur gildi um starfsemi fjármálafyr- irtækja. Eflaust sé það mats- atriði hvenær reglur um óhlutdrægni eru brotnar en lögin séu hins vegar skýr og verklagsreglur hafi Sigurður Atli Jdnsson verið við lýði til fjölda ára þótt nú standi til að setja nýjar verk- lagsreglur. Sigurður Atli sagði að skýrsla Fjármála- eftirlitsins varðaði samkeppnisaðila Landsbréfa og fannst honum ekki við hæfi að tjá sig frekar um málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.