Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 1

Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 190. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfírmaður rússneska Norðurflotans tilkynnir að björgunaraðgerðum við kjarnorkukafbátinn Kúrsk, sem hvflir í Barentshafí, hafí verið hætt Vonir um mannbjörg orðnar að engu Miírmansk, Moskvu. Reuters, AFP. YFIRSTJÓRN rússneska flotans til- kynnti í gærdag að 118 manna áhöfn rússneska kjarnorkukafbátsins Kúrsk hefði farist við slysið í Bar- entshafi fyrir níu dögum og gerðu þar með veikar vonir aðstandenda sjóliðanna, sem beðið hafa milli vonar og ótta í Múrmansk á Kólaskaga, um síöbúna rnannbjörg að engu. Form- legum björgunarleiðangri hefur ver- ið hætt. „Ótti okkar reyndist á rökum reistur. Öll rými kafbátsins eru full af sjó. Enginn áhafnarmeðlimur er á lífi,“ sagði Míkhafl Mostak, yfirmað- ur rússneska Norðurflotans, í gær. Tilkynning rússneska flotans kom nokkrum stundum eftir að frétta- maður RTR-sjónvarpsstöðvarinnar, sem staddur er á björgunarskipi í Barentshafi, sagði að sérsveit norskra djúpkafara hefði náð að opna aftari neyðarlúgu Kúrsk og séð að báturinn var fullur af sjó. Skammt frá útgönguleiðinni fannst lík sjóliða og færðu norskir djúpkafarar það upp til björgunarskips. Talsmenn flotans sögðu í gær að níunda og aftasta rými Kúrsk hefði verið fullt af sjó en áður höfðu menn bundið vonir við að þar gæti verið að finna sjóliða á h'fi. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að það sé engin von til þess að finna menn á lífi inni í kafbátnum,“ sagði John Espen Lien, talsmaður norska flotans, sem leggur til kafarasveit, í viðtali við CNN. Sagði hann að yfirstjórnir norska og rússneska hersins hefðu komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að hætta björgunaraðgerðum. Hafa Rússar beðið Norðmenn um að að- stoða þá við að koma líkum sjólið- anna og kjarnorkukijúfum úr flaki kafbátsins. Talsmenn leiðangurs- stjóra sögðu að ekki væri búið að taka ákvörðun um framhaldið og lögðu áherslu á að slík aðgerð væri bæði tímafrek og afar áhættusöm. Vyacheslav Popov, aðmíráll og yf- irmaður rússneska flotans, bað í gær Rússa fyrirgefningar þar sem ekki hefði tekist að bjarga lífum sjólið- anna 118.1 viðtali sem var sent út frá einu björgunarskipanna á Barents- hafi sagði Popov að allt hefði verið reynt en björgunarmenn ekki náð að sigrast á aðstæðum. „Fyrirgefið bömum ykkar. Fyrirgefið sonum ykkar. Og fyrirgefið mér fyrir að færa ykkur ekki drengina aftur,“ sagði aðmírállinn þar sem hann stóð niðurlútur á þilfari herskipsins Pét> urs mikla. Sergejev ver aðgerðir Rússnesk hermálayfirvöld og ráðamenn landsins hafa sætt afar mikilli gagnrýni almennings og fjöl- miðla fyrir misheppnaðar björgunar- aðgerðir og skeytingarleysi við að- standendur sjóliða. ígor Sergejev vamarmálaráðherra varði hins vegar aðgerðir flotans og sagði að hugsan- lega hefðu björgunarmenn aðeins gert smávægileg mistök í upphafi að- gerða. Sagðist hann jafnframt hafa ráðlagt Vladimír Pútín forseta að halda kyrra fyrir í síðustu viku á Reuters Rússneskur sjóliði um borð í herskipinu Pétri mikla, sem statt er á Barentshafi, horfir yfir staðinn þar sem kjarnorkukafbáturinn Kúrsk hvílir á hafsbotni. Rússneska björgunarskipið Mikhail Rúdnitský og norska skipið Normand Pioneer sjást í bakgrunni. Reuters Kjarnorkukafbáturinn Kúrsk þar sem hann lá f Vidyaevo-flotahöfninni á Kólaskaga í maí sl. sumarleyfisstað sín- um við Svartahaf. Hafnaði Sergejev því alfarið að hjálp- arbeiðni Rússa hefði tafist og sagði að farið hefði verið fram á aðstoð eins fljótt og auðið var. Enn er allt á huldu um hver orsök slyssins var en Ijóst þykir að tvær sprengingar, sem bandarísk og norsk könnunarskip greindu, hafi orðið í Kúrsk. í gær var greint frá því að brak úr öðram kaf- bát hefði fundist á hafsbotni skammt frá slysstað. Yfir- menn rússneska flotans vildu ekki staðfesta þessar fregnir en Sergejev sagði að Kúrsk hefði rekist á hlut neðansjávar og að sá hlutur hefði verið „álíka stór og Kúrsk“. Greindu rússneskir fjölmiðlar frá því að hlut- urinn sem fannst hefði hugsanlega getað verið úr breskum kafbát en breska vamarmálaráðuneytið vísaði því algerlega á bug. Sergejev sagði að Rússar hefðu farið fram á skýr- ingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) á hlutnum en að bandalagið hefði neitað öllum tengslum við hlut- inn. „Þeir hafa sagt við okkur að jafn- vel þótt þetta hefði gerst myndu þeir neita því,“ sagði Sergejev við rúss- nesku fréttastofuna ORT. ■ Norskir djúpkafarar/26 Rannsókn hafín á flaki Sleipnis Ósló. AP. NORSKUM björgunarmönn- um tókst í gær að lyfta flaki norsku farþegaferjunar Sleipn- is sem fórst við vesturströnd Noregs í nóvember á síðasta ári með þeim afleiðingum að sex- tán manns létu lífið. Flak Sleipnis var híft upp af 100 metra dýpi á sunnudag og haldið með það til lands til frek- ari rannsókna en yfirvöld hafa krafist rannsóknar á því hvers vegna björgunarbúnaður ferj- unnar, sem var af nýjustu og fullkomnustu gerð, brást. Grænlendingar andsnúnir eldflauga- varnaáætlunum Bandaríkj anna Bandarísk sendinefnd heldur til Nuuk Nuuk. AFP. BANDARÍSK sendinefnd, skipuð háttsettum erindrekum utanríkis- og varnarmálaráðuneytis Banda- ríkjanna, hélt til Nuuk á Græn- landi í gær með það að markmiði að kynna þarlendum ráðamönnum áætlanir Bandaríkjastjórnar um að endurskipuleggja herstöðina í Thule í samræmi við fyrirhugað eldflaugavarnakerfi, en ratsjár- stöðin í Thule mun gegna þar mik- ilvægu hlutverki. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, áréttaði í gær að ríkisstjórn Dan- merkur geti ekki samþykkt fyrir- hugaðar breytingar á Thule-stöð- inni í samræmi við eldflaugavarnaáætlunina ef ljóst sé að hún brjóti í bága við ABM- sáttmálann eða að það sé gert í óþökk Rússlandsstjórnar. Eld- flaugavarnakerfið hefur vakið miklar deilur meðal stjórnarflokk- anna tveggja á Grænlandi og hefur Inúítaflokkurinn sagst ekki munu ræða við sendinefnd Bandaríkj- anna um kerfið. Barak boðar „veraldlega byltingu“ Tel Avív. Reuters, AP. EHUD Barak, forsætisráðherra Israels, hefur komið bæði stuðnings- mönnum sínum og andstæðingum á óvart með því að leggja til að strang- trúaðir gyðingar verði sviptir mörg- um sérréttindum, þ. á m. undanþágu frá herskyldu. Hafa ísraelskir fjöl- miðlar sagt Barak vilja gera „verald- lega byltingu," að því er segir á fréttavef breska rfldsútvarpsins, BBC. Skrifstofustjóri Baraks og gamall vinur ráðherrans, Haim Mendel-Shaked, sagði af sér í gær. Hann sagði Barak vera afbragðs for- sætisráðherra. „En mál hafa þróast á þann veg í dag að leiðir okkar skilj- ast,“ sagði Mendel-Shaked. Stað- gengill hans sagði af sér fyrir viku og mikill innbyrðis krytur rfldr meðal ráðgjafa Baraks að sögn AP. Borgaralegur þegnskapur Samkvæmt tillögu sem forsætis- ráðherrann lagði fram á rfldsstjóm- arfundi á iaugardag yrðu borgara- iegar hjónavígslur leyfðar og einkaréttindi trúaðra afnumin; trú- málaráðuneytið yrði lagt niður og bömum strangtrúaðra gert að læra um borgarlegan þegnskap, ensku og stærðfræði. Þá skuli lögð drög að ísraelskri stjómarskrá sem kveði á um málfrelsi og kvenréttindi. Fréttaskýrendur í ísrael gera lítið úr hugmyndum Baraks og segja að tillögurnar séu klaufaleg tilraun til að afla sér stuðnings meðal kjósenda. „Hann er örvæntingarfullur," sagði einn þeirra, Hanan Crystal. Einnig var fullyrt að ráðherrann hefði ekki rætt málið við ráðgjafa sína áður en hann varpaði tillögunum fram. Talið er að litlar líkur séu á að Barak fái til- lögur sínar samþykktar á þinginu, þar sem rflrisstjóm hans berst í bökkum eftir að flokkar strang- trúaðra gyðinga og hægrisinna hættu stjómarsamstarfi í síðasta mánuði vegna þess sem þeir sögðu hafa verið of mikla eftirgjöf Baraks við Palest- ínumenn í friðarviðræðum. Hefur Barak aðeins stuðning 42 þingmanna af 120 og telja margir að boðað verði til kosninga áður en langt um líður. Biðlað til Likud í útvarpsviðtölum á sunnudag hvatti Barak Likudflokkinn, sem er veraldlegur flokkur og helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, til að styðja tillögur sínar. Ariel Sharon, leiðtogi Likud, sakaði Barak um að vera í kosningaham. „Þetta er ríkis- stjórn sem er haldin ofsahræðslu. Þetta eru of mikilvæg mál til að ákvörðun um þau sé tekin á fundi um miðja nótt,“ sagði Sharon. En stuðningsmenn Baraks fögn- uðu tillögunni og sögðu hana magn- aða tilraun til að auka jafnrétti í Isr- ael og losa um tök trúarstofnana í samfélaginu. Leiðtogi Shas-flokks- ins, flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði hins vegar tillögu Baraks vera „tilraun til að sldpta þjóðinni og til að heíja menningarstríð11. MORGUNBLAÐK) 22. ÁGÚST 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.