Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ingvar
Það tók slökkviliðið um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins.
Bruni í Klukkubergi
ELDUR braust út í íbúð á jarðhæð
fjölbýlishúss í Klukkubergi 17 laust
fyrir klukkan hálfsjö á sunnudags-
kvöld. íbúðin varð brátt alelda og
lagði frá henni þykkan svartan reyk.
íbúar hússins þurftu að forða sér út
um glugga en átta voru fluttir á slysa-
deiid vegna reykeitrunar eftir brun-
ann. Þeir hafa allir verið útskrifaðir.
Lögreglan í Hafnarfirði fékk til-
kynningu um eldinn kl. 18.26.
Slökkvilið slökkti eldinn á um
klukkustund. Þeir sem fengu reyk-
eitrun bjuggu í íbúðinni þar sem eld-
urinn kom upp og öðrum íbúðum í
húsinu. Eldsupptök eru enn ókunn en
lögreglan í Hafnarfirði fer með rann-
sókn málsins.
Morgunblaðið/Jim Smart
KRAKKARNIR á Akranesi spör-
uðu sór sóiarlandaferðina á
sunnudaginn og léku sér 1 fjörunni
eins og hún væri sólarströnd á
Spáni. Sennilega hafa foreldrarnir
verið fegnastir, enda lendir ferða-
kostnaður fjölskyldunnar á þeim.
Veðurblíðan var allsráðandi á
suðvesturhorninu á sunnudaginn;
sól í heiði og hitinn í kringum 15
gráður. Því var ekki nema von að
krakkarnir á Skaganum kældu sig
aðeins niður með köldu steypibaði
er kvölda tók.
Stúlka handtekin í Leifsstöð
Með 100 g af
kókaíni innvortis
ÍSLENSK stúlka á tvítugsaldri var
handtekin af tollgæslunni á Kefla-
víkurflugvelli með rúmlega 100 g af
kókaíni innvortis hinn 13. ágúst sl.
Fljótlega vöknuðu grunsemdir um
að stúlkan væri ekki eigandi efnanna
og var karlmaður um þrítugt hand-
tekinn af fíkniefnadeild lögreglunn-
ar þegar hann kom til landsins frá
Amsterdam daginn eftir. Hann var
úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25.
ágúst nk. Stúlkan sat í gæsluvarð-
haldi fram til 18. ágúst. Fíkniefna-
deild lögreglunnar í Reykjavík fer
með rannsókn málsins.
Tollgæslan fann engin fíkniefni í
farangri stúlkunnar en við röntgen-
skoðun kom í ljós að hún var með 107
g af kókaíni innvortis. Efnið var
hreint en talið er að hægt sé að
drýgja það fyrir sölu þannig að það
fáist um 700 g. Samkv. verðkönnun
SÁÁ frá því fyrr í mánuðinum fengj-
ust þá um 8 milljónir fyrir eiturlyfin.
Gamla konan fundin á lífí
Lá í háu grasi
ALFA Þorbjörg Hjálmarsdóttir,
sem leitað var að frá föstudegi,
fannst heil á húfi á sunnudags-
kvöld. Hún fannst laust fyrir
klukkan 20 í Mjóddinni skammt
frá gatnamótum Breiðholtsbraut-
ar og Reykjanesbrautar. Lög-
reglan í Reykjavík telur að Alfa
hafi legið þar næstum allan þann
tíma sem hennar var leitað. Á
þessum stað er land þýft og hátt
gras byrgir sýn. Vísbendingar
höfðu komið fram sem bentu til að
Alfa Þorbjörg hefði átt leið þarna
um en þrátt fyrir leit hafði hún
ekki fundist.
Alfa Þorbjörg var nokkuð köld
þegar hún fannst en að öðru leyti
var líðan hennar góð. Hún var flutt
á slysadeild Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi. Lögreglan í
Reykjavík segir Ölfu hafa verið í
tiltölulega góðu líkamlegu ástandi
og hún var vel klædd þegar hún
týndist. Það ásamt góðu veðri hafi
líklega orðið henni til lífs.
í tilkynningu frá lögreglunni í
Reykjavík er komið á framfæri
þakklæti til þeirra björgunarsveit-
armanna og annarra þeirra sem að
leitinni komu og jafnframt þeirra
fjölmörgu borgara sem leituðu
Olfu Þorbjargar á lóðum húsa
sinna og í geymslum og bílskúrum.
Eins og
í útlönd-
Ný könnun gefur til kynna að
koffíni sé bætt út í gosdrykki vegna vanabindandi eiginleika
Koffínneysla á Is-
landi áhyggjuefni
NÝ könnun, sem gerð var við Johns
Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum,
gefur til kynna að koffíni sé ekki
bætt í gosdrykki vegna bragðsins
heldur til að fá neytendur til að
ánetjast. Magnús Jóhannsson lækn-
ir sagði að neysla koffíns hér á landi
væri áhyggjuefni og vísaði sérstak-
lega til orkudrykkja sem nú eru
komnir á markað og væri beint til
yngri aldurshópa.
Spyrða saman tóbaks- og
gosdryklyaframleiðendur
í könnuninni voru 25 fullorðnir
neytendur cola-drykkja látnir
bragða slíka drykki við mismunandi
aðstæður og þeir beðnir að greina á
milli drykkja með koffíni og án af
bragðinu einu. Aðeins tveir sögðust
geta greint bragðið af koffíni í því
magni sem bætt er út í pepsí og
kók.
Roland Griffiths læknir stjómaði
rannsókninni og sagði hann þegar
niðurstöðumar vom birtar í tíma-
ritinu Archives of Family Medicine,
sem Bandarísku læknasamtökin
gefa út, að bera mætti framferði
gosdrykkjaframleiðenda saman við
það þegar tóbaksframleiðendur
bættu nikótíni í sígarettur til að
neytendur ánetjuðust framleiðsl-
unni.
„Þar til nýlega hélt tóbaks-
iðnaðurinn því einnig fram að nikó-
tín væri ekki vanabindandi og efn-
inu væri eingöngu bætt við
bragðsins vegna,“ sagði Griffiths.
„Nú er það sama sagt um koffín.“
Magnús Jóhannsson læknir sagði
að sér þætti mjög líklegt að þetta
væri rétt. „Því hefur verið haldið
fram að koffíni væri blandað í
drykki vegna bragðsins og það er
bragð af koffíni," sagði hann. „Hins
vegar hefur koffín örvandi áhrif og
er frekar leiðinleg tilhneiging til að
auka koffínneysluna í þjóðfélaginu
með svokölluðum orkudrykkjum og
beina henni til yngri aldurshópa
heldur en verið hefur hingað til auk
þess sem magnið er miklu meira. I
sumum þessara drykkja er gífurlegt
magn af koffíni, margfalt meira en í
venjulegum cola-drykkjum, og þeir
sem innihalda mesta magnið hafa
ekki verið leyfðir hér á íslandi."
Hann sagði að margir hefðu
áhyggjur af neyslu koffíns. Efnið
væri vægt vanabindandi og hefði
örvandi áhrif á miðtaugakerfið sem
eflaust væri það sem fólk sæktist
eftir. Ýmsar vísbendingar væru um
að það gæti verið varasamt fyrir
ófrískar konur að neyta koffíns og í
mörgum nágrannalöndum væri var-
að við koffínneyslu en það væri ekki
gert kerfisbundið hér á landi.
„Ég hef ekki heyrt um þessa
könnun en þarna liggja miklir pen-
ingar og þá er alltaf viss hætta á
svona alveg eins og með tóbaks-
framleiðendurna sem hafa orðið
uppvísir að alls konar fölsunum og
mútugreiðslum," sagði Magnús.
„Það er vert að fjalla um þetta því
að koffín hefur ekkert næringargildi
og það er ekkert jákvætt við það.“
Gosdrykkjaframleiðendur
hafna niðurstöðunni
Samtök gosdrykkjaframleiðenda
hafa hafnað niðurstöðum könnunai’-
innar og segja hana hafa verið of
smáa í sniðum til að marka megi
hana. Talsmaður þeirra sagði að
koffíni væri aðeins bætt við af einni
ástæðu, bragðsins vegna.
Griffiths sagði að gosdrykkja-
framleiðendur væru í afneitun og
það að vanabindandi og örvandi efni
væri bætt út í drykkina hlyti að
vera ástæðan fyrir því að fólk
drykki frekar gosdrykki með koffíni
en án.
Sérblöð í dag
40IÍMI
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Heímíli
:t .....
:s Bíiki
íSOSl :II
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• •
Olga byrjar frammi •
gegn Ukraínu /B1 :
•••••••■••••••••••••••••••••••••••••••••••• j
Duranona skoraði •
níumörk/B12 :
Fyigstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is