Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Útsölur draga Svona ekkert múður, þú skalt sko á hverja einustu útsölu í landinu, ómyndin þín. Snjótittl- ingsungi við Jökulsárlón ÞESSI snjótittlingsungi við Jökuls- árlón virðir heiminn fyrir sér. Kannski er hann að leita sér ætis á vappi sínu um urð og grjót. Samkvæmt Fuglum Islands eftir Hjáimar R. Bárðarson eru flestir snjótittlingar á Islandi staðfuglar sem verpa mest í grýttu landi, til fjalla eða við sjó. Þeir eru harðgerir fuglar sem þola frosthörkur betur en aðrir fuglar ef æti er nægilegt. Morgunblaðið/Ómar VICTOR - klæðaskápur úr beykilitu melamíni. Bioi x H203 x D55 sm. •> Einnig fáanlegur í kirsuberjalit. Hafðu plássfyrir meira 18.370, BLITZ - klæðaskápur úr beykilitu melamíni. HÚSGAGNAHÖLUN B181 x H197 x D557sm. Einnig fáanlegur í kirsuberjalit. Bíldshöfði 20 110 Reykjavík Sfmi 510 8000 www.husgagnaholIin.is Hádegisfundir Sagnfræðingafélagsins Stj órnmálasaga og heimildir Sagnfræðingafélag Islands hefur skipu- lagt fundaröð á sín- um vegum sem hefjast mun í hádeginu í dag i Norræna húsinu með fyr- irlestri Auðar Styrkárs- dóttur: Stjórnmálasaga: Vald var það, heillin. Gert er ráð fyrir svona fyrir- lestrum í hádegi annars hvers þriðjudags í allan vetur að sögn Más Jóns- sonar sem sæti á í stjórn félagsins. „Félagið hefur haldið svona hádegisfundi frá upphafi árs 1999, sem hafa í alla staði tekist mjög vel,“ sagði Már. - Er eitthvert sérstakt þema í þessu fyrírlestrum ívetur? „Á haustmisseri snúast allir fyrirlestrar um spurninguna: Hvað er stjórnmálasaga? Flestir fyrirlesarar eru fræðimenn og taka fyrir afmarkað sjónai-mið um þetta efni, til að mynda Auður, síðan Kristrún Heimisdóttir lög- fræðingur sem talar um stjórn- málasögu með augum stjórnlag- anna. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði spyr hvort pólitík sé menning. Jón Ólafsson heimspekingur og framkvæmda- stjóri Hugvísindastofnunar HÍ spyr hvernig ríkjandi stjórnmála- hugmyndir stýri sagnaritun. Sig- ríður Þorgeirsdóttir dósent í heimspeki ræðir um söguna, minnið og gleymskuna. Sigríður Matthíasdóttir doktorsnemi í sagnfræði talar um stjórnmála- sögu og kynferði. Valur Ingi- mundarson sagnfræðingur talar um sagnfræðinga, stríðsróttar- höld og sjálfsmynd þjóða.“ - Leggja stjórnmálamenn eitt- hvað til málanna? „Já, aldeilis. Að þessu sinni ákváðum við að brjóta upp þá hefð að aðeins fræðimenn tali á þess- um fundum og fengum tvo frammámenn úr stjórnmálum til að halda fyrirlestur, Davið Odds- son forsætisráðherra talar 31. október og svarar spurningunni: Hvað er stjórnmálasaga? Tveim- ur vikum síðar talar Svavar Gestsson sendiherra og fyrrum ráðherra. Erindi sitt nefnir hann: Sagan endalausa." -Hver hefur skipulagt þessa fyrirlestraröð? „Stjóm Sagnfræðingafélag ís- lands hefur skipulagt fyrirlestr- ana en Ragnheiður Kristjánsdótt- ir doktorsnemi í sagnfræði hefur haft veg og vanda af framkvæmd skipulagningar fyrir áramót en Sigurður Gylfi Magnússon for- maður félagsins sér um fram- kvæmd skipulagningar eftir ára- mót. Þá verða álíka margir fyrir- lestrar um spurninguna: Hvað er heimild? Tekist verður á við grundvallarvanda sagnfræðinnar sem fræðigreinar, sem eru gögn sem hún byggir rannsóknir og niðurstöður sínar á.“ - Hverjir verða með _________ fyrirlestra eftir ára- mótin? „Anna Agnarsdóttir dósent í sagnfræði ríð- ur á vaðið 9. janúar og fjallar um sannleiks- gildi heimilda. Þar á eftir verður Friðrik Már Jónsson ► Már Jónsson fæddist í Reykjavík 1959. Hann lauk stúdentsprófi 1977 frá mennta- skóla í Bergen og BA-prófi frá Háskóla íslands í sagnfræði og félagsfræði 1980. Kandidats- prófi í sagnfræði lauk hann árið 1985. Árið 1993 varði hann doktorsritgerð í sagnfræði við HÍ um blóðskömm frá 1300 til 1900. Már hefur starfað við fréttamennsku og við kennslu. Nú er hann lektor í sagnfræði við Háskóla Islands. Már er kvæntur Margréti Jónsdóttur lektor í spænsku við HÍ og eiga þau þrjá syni. Davíð Odds- son svarar spurningunni: Hvað er stjórnmála- saga? 31. okt. Skúlason ættfræðingur og tölvu- fræðingur sem talar um ættfræði, gagnagrunna og heimildir. Sigur- jón Baldur Hafsteinsson mann- fræðingur og forstöðumaður Kvikmyndasafns íslands flytur fyrirlestur sem hann nefnir: Áuga, skynjun og heimild. Orri Vésteinsson forstöðumaður Forn- leifastofnunar íslands talar um fornleifar og samtímann. Sigurð- ur Gylfi Magnússon ræðir um mýtuna um söguna og spyr: Er eitthvað á minnið að treysta? Sjálfur ég, Már Jónsson, verð sið- an með fyrirlestur sem ég nefni: Heimildir sem heimildir um heim- ildir og ætla að velta fyrir mér möguleikum á að nota útlit, upp- setningu og ásigkomulag heim- ilda sem vitnisburð um samfélög og menningu. Jón Jónsson for- stjóri Sögusmiðjunnar flytur er- indi um efnið, hvernig sagan get- ur verið til sýnis og sölu. Róbert Haraldsson lektor í heimspeki við HI flytur erindið: Sannleikur og heimild: Einstök vandamál eða al- mennt klúður? Kristjana Krist- jánsdóttir skjalavörður ræðir um skjalasöfn í Þjóðskjalasafni ís- lands og Matthías Viðar Sæ- mundsson dósent í íslenskum bókmenntum lýkur þessari röð með erindi um: Lykt, bragð og óhljóð í heimildum." - Þetta er mikil fyriríestraröð, stendur félagið fyrir einhverju frekara starfi í vetur? „Hádegisfundirnir voru í upp- hafi viðbót við hefðbundna dag- skrá félagsins. Hún verður með svipuðu móti og verið hefur, 12. september er aðalfundur í Þjóð- menningarhúsinu, þá fá sagn- fræðingar að skoða hið nývið- gerða hús (Safnahús) undir leiðsögn Guðmundar Magnússon- ________ ar forstöðumanns. Að loknum fundarstörfum verður fyrirlestur Agn- ars Helgasonar mann- fræðings og Sigrúnar Sigurðardóttur líffræð- ings um nýjar rann- sóknir á uppruna Is- lendinga. Einng verða á dagskrá félagsins fundir með fyrirlestrum og umræðum um ýmislegt sem máli þykir skipta í faginu.en ekki búið að skipuleggja þá fundi nánar. Vetrardagskrá lýkur síðan með árlegri ráðstefnu félagsins og Félags þjóðfræðinga í Stykkishólmi í lok maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.