Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Útsölur draga Svona ekkert múður, þú skalt sko á hverja einustu útsölu í landinu, ómyndin þín. Snjótittl- ingsungi við Jökulsárlón ÞESSI snjótittlingsungi við Jökuls- árlón virðir heiminn fyrir sér. Kannski er hann að leita sér ætis á vappi sínu um urð og grjót. Samkvæmt Fuglum Islands eftir Hjáimar R. Bárðarson eru flestir snjótittlingar á Islandi staðfuglar sem verpa mest í grýttu landi, til fjalla eða við sjó. Þeir eru harðgerir fuglar sem þola frosthörkur betur en aðrir fuglar ef æti er nægilegt. Morgunblaðið/Ómar VICTOR - klæðaskápur úr beykilitu melamíni. Bioi x H203 x D55 sm. •> Einnig fáanlegur í kirsuberjalit. Hafðu plássfyrir meira 18.370, BLITZ - klæðaskápur úr beykilitu melamíni. HÚSGAGNAHÖLUN B181 x H197 x D557sm. Einnig fáanlegur í kirsuberjalit. Bíldshöfði 20 110 Reykjavík Sfmi 510 8000 www.husgagnaholIin.is Hádegisfundir Sagnfræðingafélagsins Stj órnmálasaga og heimildir Sagnfræðingafélag Islands hefur skipu- lagt fundaröð á sín- um vegum sem hefjast mun í hádeginu í dag i Norræna húsinu með fyr- irlestri Auðar Styrkárs- dóttur: Stjórnmálasaga: Vald var það, heillin. Gert er ráð fyrir svona fyrir- lestrum í hádegi annars hvers þriðjudags í allan vetur að sögn Más Jóns- sonar sem sæti á í stjórn félagsins. „Félagið hefur haldið svona hádegisfundi frá upphafi árs 1999, sem hafa í alla staði tekist mjög vel,“ sagði Már. - Er eitthvert sérstakt þema í þessu fyrírlestrum ívetur? „Á haustmisseri snúast allir fyrirlestrar um spurninguna: Hvað er stjórnmálasaga? Flestir fyrirlesarar eru fræðimenn og taka fyrir afmarkað sjónai-mið um þetta efni, til að mynda Auður, síðan Kristrún Heimisdóttir lög- fræðingur sem talar um stjórn- málasögu með augum stjórnlag- anna. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði spyr hvort pólitík sé menning. Jón Ólafsson heimspekingur og framkvæmda- stjóri Hugvísindastofnunar HÍ spyr hvernig ríkjandi stjórnmála- hugmyndir stýri sagnaritun. Sig- ríður Þorgeirsdóttir dósent í heimspeki ræðir um söguna, minnið og gleymskuna. Sigríður Matthíasdóttir doktorsnemi í sagnfræði talar um stjórnmála- sögu og kynferði. Valur Ingi- mundarson sagnfræðingur talar um sagnfræðinga, stríðsróttar- höld og sjálfsmynd þjóða.“ - Leggja stjórnmálamenn eitt- hvað til málanna? „Já, aldeilis. Að þessu sinni ákváðum við að brjóta upp þá hefð að aðeins fræðimenn tali á þess- um fundum og fengum tvo frammámenn úr stjórnmálum til að halda fyrirlestur, Davið Odds- son forsætisráðherra talar 31. október og svarar spurningunni: Hvað er stjórnmálasaga? Tveim- ur vikum síðar talar Svavar Gestsson sendiherra og fyrrum ráðherra. Erindi sitt nefnir hann: Sagan endalausa." -Hver hefur skipulagt þessa fyrirlestraröð? „Stjóm Sagnfræðingafélag ís- lands hefur skipulagt fyrirlestr- ana en Ragnheiður Kristjánsdótt- ir doktorsnemi í sagnfræði hefur haft veg og vanda af framkvæmd skipulagningar fyrir áramót en Sigurður Gylfi Magnússon for- maður félagsins sér um fram- kvæmd skipulagningar eftir ára- mót. Þá verða álíka margir fyrir- lestrar um spurninguna: Hvað er heimild? Tekist verður á við grundvallarvanda sagnfræðinnar sem fræðigreinar, sem eru gögn sem hún byggir rannsóknir og niðurstöður sínar á.“ - Hverjir verða með _________ fyrirlestra eftir ára- mótin? „Anna Agnarsdóttir dósent í sagnfræði ríð- ur á vaðið 9. janúar og fjallar um sannleiks- gildi heimilda. Þar á eftir verður Friðrik Már Jónsson ► Már Jónsson fæddist í Reykjavík 1959. Hann lauk stúdentsprófi 1977 frá mennta- skóla í Bergen og BA-prófi frá Háskóla íslands í sagnfræði og félagsfræði 1980. Kandidats- prófi í sagnfræði lauk hann árið 1985. Árið 1993 varði hann doktorsritgerð í sagnfræði við HÍ um blóðskömm frá 1300 til 1900. Már hefur starfað við fréttamennsku og við kennslu. Nú er hann lektor í sagnfræði við Háskóla Islands. Már er kvæntur Margréti Jónsdóttur lektor í spænsku við HÍ og eiga þau þrjá syni. Davíð Odds- son svarar spurningunni: Hvað er stjórnmála- saga? 31. okt. Skúlason ættfræðingur og tölvu- fræðingur sem talar um ættfræði, gagnagrunna og heimildir. Sigur- jón Baldur Hafsteinsson mann- fræðingur og forstöðumaður Kvikmyndasafns íslands flytur fyrirlestur sem hann nefnir: Áuga, skynjun og heimild. Orri Vésteinsson forstöðumaður Forn- leifastofnunar íslands talar um fornleifar og samtímann. Sigurð- ur Gylfi Magnússon ræðir um mýtuna um söguna og spyr: Er eitthvað á minnið að treysta? Sjálfur ég, Már Jónsson, verð sið- an með fyrirlestur sem ég nefni: Heimildir sem heimildir um heim- ildir og ætla að velta fyrir mér möguleikum á að nota útlit, upp- setningu og ásigkomulag heim- ilda sem vitnisburð um samfélög og menningu. Jón Jónsson for- stjóri Sögusmiðjunnar flytur er- indi um efnið, hvernig sagan get- ur verið til sýnis og sölu. Róbert Haraldsson lektor í heimspeki við HI flytur erindið: Sannleikur og heimild: Einstök vandamál eða al- mennt klúður? Kristjana Krist- jánsdóttir skjalavörður ræðir um skjalasöfn í Þjóðskjalasafni ís- lands og Matthías Viðar Sæ- mundsson dósent í íslenskum bókmenntum lýkur þessari röð með erindi um: Lykt, bragð og óhljóð í heimildum." - Þetta er mikil fyriríestraröð, stendur félagið fyrir einhverju frekara starfi í vetur? „Hádegisfundirnir voru í upp- hafi viðbót við hefðbundna dag- skrá félagsins. Hún verður með svipuðu móti og verið hefur, 12. september er aðalfundur í Þjóð- menningarhúsinu, þá fá sagn- fræðingar að skoða hið nývið- gerða hús (Safnahús) undir leiðsögn Guðmundar Magnússon- ________ ar forstöðumanns. Að loknum fundarstörfum verður fyrirlestur Agn- ars Helgasonar mann- fræðings og Sigrúnar Sigurðardóttur líffræð- ings um nýjar rann- sóknir á uppruna Is- lendinga. Einng verða á dagskrá félagsins fundir með fyrirlestrum og umræðum um ýmislegt sem máli þykir skipta í faginu.en ekki búið að skipuleggja þá fundi nánar. Vetrardagskrá lýkur síðan með árlegri ráðstefnu félagsins og Félags þjóðfræðinga í Stykkishólmi í lok maí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.