Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 10

Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fæstir hafa tök á að stunda nám í Reykjavík í gær hófst fjarkennsla í hjúkrunarfræði í Reykjanesbæ. Sigríður B. Tómasdóttir og Jim Smart brugðu sér bæj- arleið og fylgdust með fyrstu kennslu- stundinni. ÞAÐ er ekki laust við að spenna sé í loftinu í gamla bai'naskólanum í Keflavík. Innan tíðar hefst fjarnám í hjúkrunarfræði og væntanlegir nemendur tínast inn í húsið og koma sér fyrir inni í kennslustofunni. Fyr- ir enda herbergisins blasir skjárinn við og ekki annað að sjá en norðan- menn séu að koma sér fyrir líka. Nemendur era nefnilega að hefja nám í Háskólanum á Akureyri. Mið- stöð símenntunar á Suðumesjum hefur auk hjúkranarfræðinnar hafið samstarf við Háskólann á Akureyri um fjarnám í rekstrarfræði. Suður- nesjabúum gefst einnig kostur á að sækja námskeið í heimspekideild Háskóla íslands í húsnæði Miðstöðv- arinnar. Miðstöðin er nýflutt í núver- andi húsnæði, sem hefur verið skóla- húsnæði síðan 1911 þegar það var reist af Rögnvaldi Olafssyni, læri- meistara Guðjóns Samúelssonar. Ætli nokkram hafi dottið í hug þá að til þess kæmi að kennt yrði í húsinu af kennara sem staddur væri nokkur hundrað kílómetra í burtu. Skúli Thoroddsen, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar, býður nemendurna sextán velkomna rétt áður en kennslustund hefst. En svo tekur við tími í framulíffræði og eins og vera ber taka nemendur fram glósubók og hefjast handa. „Það er mikil þörf á hjúkranar- fræðingum hér á Suðumesjum,“ seg- ir Skúli þegar blaðamaður nær tali af honum. „Námið gefur líka mörgum, sem ekki hafa tök á því að sækja það til Reykjavíkur, kost á að stunda há- skólanám.“ Innan tíðar hefst fjamám í rekstrarfræði, sem er hugsað að nemendur stundi samhliða vinnu. Þörf á háskólamenntuðu fólki á Suðurnesjum „Þetta nám verður unnið í góðu samstarfi við fyrirtækin hér um slóð- ir. Þá geta nemendur í markaðsfræði t.d. unnið sitt verkefni fyrir íyrir- tæki í Reykjanesbæ." Skúli segir mjög mikilvægt að háskólanám sé hafið á Suðurnesjum. „Það er þörf á háskólamenntuðu fólki hér og það er vitað mál að fólk skilar sér betur út í atvinnulífið í heimabyggðinni ef það lærir þar.“ Ekki verður látið staðar numið hér heldur er stefnt á að hefja leikskólakennaranám næsta haust, einnig í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Það kann að vera að einhverjum finnist það hálfgerður óþarfi að vera með fjarkennslu staðsetta í Reykj- anesbæ, þetta stutt frá Reykjavík. „Þetta er tveggja tíma akstur yfir daginn sem við spöram nemendum. Það er náttúralega dýrt að aka á milli á hverjum degi. Þess utan hafa nemendurnir hér í hjúkranarfræð- inni fæstir tök á að stunda nám í Reykjavík, þannig að ef þessi kostur byðist ekki þá væra þeir ekki að hefja háskólanám," segir Skúli. En aftur í kennslustofuna. Tíman- um er að ljúka. Kennarinn, Sigurður Bjarklind, hefur lokið yfirferð yfir fyrsta kafla bókarinnar. Þá er kom- inn tími fyrir spurningar. „Fyrst Morgunblaðið/Jim Smart tökum við spumingar úr salnum, þá frá Suðurnesjum og loks frá Austur- landi,“ tilkynnir hann og ekki er laust við að blaðamaður dáist að tækninni sem gerir þetta kleift. Nemendur í skólastofunni ýta á takka á eins konar fjarstýringu vilji þeir láta í sér heyra fyiii' norðan. Myndavél í kennslustofunni fókuser- ar á þann sem spyr þannig að mynd birtist af þeim á skjá fyrir aftan kennarann. í þetta skiptið er enginn með spumingar. Sömuleiðis eru hjúkranarfræðin- emarnir sex sem sitja í Neskaupstað með allt á hreinu og þannig lýkur fyrstu kennslustund dagsins. Morgunblaðið/Jira Smart Skilar sér út í atvinnulífið „ÞAÐ skilar sér örugglega út í at- vinnulífíð á Suðumesjum að læra hér. Það er líklegra að fólk setjist að í Reykjavík, t.d. ef það fer að læra þar,“ segir Margrét Blöndal í samtali við blaðamann á kaffistof- unni að lokinni fyrstu kennslustund. Margrét segir það hafa legið beint við að fara í hjúkunarfræðinámið þegar það bauðst. Hún hóf nám í sjúkraþjálfun á sínum tíma en hætti því. „Það munar ótrúlega miklu að þurfa ekki að keyra á milli,“ segir Margrét sem hefur ekki áhyggjur af því að eitthvað fari forgörðum í kennslunni þó að kennari sé ekki staddur í kennslustofunni í eigin persónu. „Við þurfum auðvitað að venjast þessu en ég hef ekki áhyggj- ur af því. Svo er hópurinn mjög góð- ur og við eigum örugglega eftir að styðja við hver aðra. Það verður líka örugglega auðveldara að spyrja þegar við erum búnar að fara norður og kynnast kennurun- um og hinum nemendunum." Morgunblaðið/Jim Smart Lengi lang- að í hjúkrun „MIG hefur langað til að læra hjúkrun sfðan ég var sextán ára. Þegar ég sá fjarnámið auglýst ákvað ég að drífa mig,“ segir Fríða María Sigurðardóttir þegar hún er spurð út í val hennar á náminu. „Ég gæti hins vegar ekki hafíð námið ef að ég þyrfti að sækja það til Reykja- víkur. Eg þyrfti að bíða fjögur ár til vegna Qölskylduaðstæðna." Fríðu líst mjög vel á aðstæður en auk kennslustofunnar hafa nemendur aðgang að tölvum sem nýtast munu þeim tU að afla sér gagna að norðan og vera í sambandi við kennarana. „ Við förum norður í næstu viku og verðum þar í tímum, hittum kennarana og lærum á bókasafns- kerfið," segir hún blaðamanni sem veltir fyrir sér hvemig sambandinu við Akureyringa verði háttað. „Síð- an verðum við í sambandi gegnum tölvupóstinn." Fríða er mjög sátt við fyrstu kennslustundina. „Þetta gekk mjög vel fannst mér. Það þarf náttúrulega að venjast að hlusta og fylgjast með í gegnum skjáinn en það kemur örugglega.“ Draumur að rætast „MINN draumur er að rætast,“ segir Guðbjörg Sigurðardóttir. Það er ekki ofsögum sagt því Guð- björg er einn af hvatamönnum þess að hafin yrði fjarkennsla í hjúkrunarfræði á Suðumesjum. „Ég byijaði í námi í Reykjavík fyr- ir tveimur árum en sá áður en fyrsta misseri lauk að þetta gengi ekki. Ég er með fjölskyldu og heimili og það var of tímafrekt að fara á milli á hverjum degi. Þar fyrir utan að það er rándýrt að Morgunblaðið/Jim Smart keyra á milli á hverjum degi. Ég heyrði svo af íjarnáminu á Isafirði, fór þangað og kynnti mér málin og vann áfram í þessu ásamt fleirum." Guðbjörg segir að jafnvel hafi staðið til að hefja fjarnámið síð- asta haust en það hafi svo ekki tek- ist. Það er því ekki ofsögum sagt að langþráð stund sé runnin upp hjá henni. „Mér fannst fyrsta kennslustundin ganga mjög vel. Við eigum auðvitað eftir að venj- ast forminu aðeins." Fjarnámið er í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segir Guðbjörg að aðilar þar komi til með að sjá um verklegan þátt námsins. „Annars á eftir að útfæra það nákvæmlega en ég reikna með því að við förum í verklega þjálfun hér í bæ,“ segir Guðbjörg og það er greinilegt að veturinn Ieggst vel í hana. Borgarlög- maður kanni hvort reglur voru brotnar GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, einn borgarulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, hefur óskað eftir því að borgarlögmaður kanni hvort Alfreð Þorsteinsson, einn af borgarfull- trúum Reykjavíkurlistans, hafi brotið stjómsýslulög þegar hann vék ekki sæti á fundi stjórnar Inn- kaupastofnunar þar sem málefni Línu.Nets vora til umræðu. Alfreð er jafnframt stjórnarí'ormaður Lín- u.Nets. Bókaði Guðlaugur Þór fyr- irspurn til Hjörleifs Kvaran borgar- lögmanns á fundi fræðsluráðs í gær. Guðlaugur Þór sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann vildi fá borgarlögmann til að kanna hvort stjórnsýslulög og reglur Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur hefðu verið brotnar í téðu tilviki. Reglur Inn- kaupstofnunar væru skýrar um það efni að stjómarmenn mættu ekki taka þátt í afgreiðslu mála ef þeir hefðu hagsmuna að gæta. Alfreð Þorsteinsson væri stjórnarformaður Línu.Nets og hefði vikið sæti á fundi 7. ágúst þegar Innkaupastofn- un fjallaði um viðskipti Línu.Nets og borgarinnar um skólanet. Á fundi Innkaupastofnunar 14. ágúst hefði verið tekin fyrir tillaga Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar og Hauks Leóssonar um að bjóða út skólanet- ið. Fram kæmi í fundargerð að Al- freð Þorsteinsson hefði tekið þátt í afgreiðslu málsins. Kvaðst Guðlaug- m’ Þór vilja fá úr því skorið hvort reglur Innkaupastofnunar og hugs- anlega stjórnsýslulög hefðu verið brotin með því að Alfreð hefði ekki vikið sæti. Sá ekki ástæðu til að víkja af fundi Alfreð Þorsteinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að athuga- semdir Guðlaugs Þórs ættu ekki við rök að styðjast, en hann hafi ekki brotið _ stjórnsýslulög í umræddu máli. Á fundi stjórnar Innkaupa- stofnunar 7. ágúst hafi komið fram tillaga sem fékk efnislega meðferð og þá hafi hann vikið sæti. „En á fundinum 14. ágúst kom fram tillaga sem samþykkt var samhljóða að vísa til Borgarráðs til afgreiðslu. TOlagan fékk enga efnis- lega afgreiðslu hjá stjórn Inn- kaupastofnunar þannig að ég sá enga ástæðu til að víkja af fundi. En ef tillagan hefði komið til af- greiðslu á fundinum hefði ég að sjálfsögðu vikið af honum,“ sagði Álfreð. Býst ekki við kjara- deilum á sjúkra- húsum í haust BJÖRN Ástmundsson, formað- ur Félags forstöðumanna á sjúkrahúsum, telur ekki mikla hættu á vinnudeilum á sjúkra- húsum í haust. Samningar sjúkrahúsanna við allar fag- stéttir innan BHM og við sjúkraliða verða þá lausir. Að- alfundur félagsins var haldinn á föstudag. Björn segir viðræðum við stéttarfélög um aðlögunar- samninga lokið og því sé um fremur lítið að semja nema e.t.v. smálagfæringar og tilfær- ingar. Það hljóti að vera samn- inganefnd ríkisins sem vísi veg- inn varðandi eiginlegar kauphækkanir ef einhverjar verða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.