Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Síðustu starfsmenn sjónvarpsins fluttu frá Laugavegi í iltvarpshúsið í gærmorgim
Starfsmenn í Efsta-
leiti nú 340 talsins
STARFSMENN útvarpsins tóku á
móti starfssystkinum sínum frá
sjónvarpinu með blómum í gær-
morgun þegar þeir síðustu fluttu
formlega í húsnæði Ríkisútvarpsins
við Efstaleiti. Hefur þá starfsemi
Ríkisútvarpsins verið sameinuð
undir einu þaki og sagði Markús
Örn Antonsson útvarpsstjóri þetta
vera ánægjulegan dag sem Ríkis-
útvarpið hefði beðið eftir í um 20 ár.
Starfsmenn sjónvarpsins kvöddu
húsnæði sitt við Laugaveginn í gær-
morgun og héldu á bílum sjónvarps-
ins í Efstaleiti og stór hópur var
fluttur á opnum vagni. Flutningar á
tækjum hafa staðið undanfarnar
vikur. Starfsfélagar þeirra í útvarp-
inu tóku á móti þeim við útvarps-
húsið með blómum og veitingum.
Útvarpsstjóri bauð sjónvarpsfólkið
velkomið í húsið og kvað gæfuspor
hafa verið stigið. Sagði hann Ríkis-
útvarpið styrkjast sem leiðandi afl í
fjölmiðlun við það að menn sneru
bökum saman á nýja staðnum.
Sjónvarpsmenn komu með „anda“
sjónvarpsins í skjóðu í Efstaleitið og
fékk Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri sjónvarps, aðstoð
nokkurra starfsmanna við að hleypa
andanum út þegar komið var inn í
hús.
Hagræðing af flutningunum
Markús Örn Antonsson sagði að
auk flutninganna væru fréttastofur
útvarps og sjónvarps að taka upp
nýtt tölvukerfi við fréttaskrif og
frágang og mikill tími hefði farið
bæði í sjálfa flutningana og að læra
á nýtt kerfí.
„Ég sé ýmsa kosti þess að allt er
nú á sama stað og tel að því margs
konar hagræði og vænti þess að við
getum veitt enn betri þjónustu,"
sagði útvarpsstjóri og nefndi að
framundan væri að huga að þeim
þáttum í rekstrinum þar sem koma
mætti við meiri samræmingu og
hugsanlega samruna.
Oll fréttaþjónusta Ríkisútvarps-
ins fer nú fram á einu svæði í húsinu
og engir skilveggir á milli. Sagði út-
varpsstjóri að þetta þýddi nánari
tengsl allra deilda. „Þetta á líka við
fleiri atriði, hér starfa fagmenn á
sviðum leiklistar og tónlistar svo
dæmi sé tekið og þeir geta mjög vel
unnið fyrir báða miðlana í framtíð-
inni þótt þeir séu ráðnir annaðhvort
til útvarps eða sjónvarps.“
Útvarpsstjóri sagði flutningana
hafa gengið vel og alla þjálfun og
notkun hins nýja búnaðar. Kvaðst
Morgunblaðið/Ásdís
Starfsmenn sjónvarps fonguðu „anda“ sjónvarpshússins í skjóðu og hleyptu honum siðan út í
Efstaleiti.
iviorgunoiaoio/övemr
Bogi Ágústsson fréttastjóri segir mikið verk óunn-
ið við að koma öllu fyrir á nýja staðnum.
hann ekki eiga von á öðru en út-
sendingar gætu gengið hnökralaust.
Kostnaður við innréttingar og frá-
gang húsnæðisins við Efstaleiti, ný
tæki og annað sem tengist flutning-
unum er kringum milljarður. Nýr
búnaður er meðal annars í mynd-
veri, ný tæki eru í myndstjórn, hluti
ljósabúnaðarins og fleira.
Fastir starfsmenn Ríkisútvarps-
ins eru um 340 og af þeim starfa um
150 hjá sjónvarpinu. Útvarpsstjóri
sagði enga fjölgun vera tengda
flutningunum og gæfi hagræðið
fremur tækifæri til að fækka fólki
þegar fram liðu stundir. Einnig
sagði hann alltaf möguleika á til-
færslum til dæmis milli deilda á
tæknisviði svo eitthvað væri nefnt.
Þessi atriði væru þó algjörlega
órædd og ekkert hægt að fullyrða
hvort eða hvernig slíkt kæmi til
framkvæmda.
Betri aðstaða og
gerbreytt vinnulag
„Mér líst vel á aðstæður hér,“
sagði Bogi Ágústsson, fréttastjóri
sjónvarpsins, þegar hann gaf sér
tíma til að setjast niður með blaða-
manni, og sagði hann mikið verk
framundan fyrir starfsmenn frétta-
stofunnar að koma sér fyrir á nýja
staðnum. „Laugavegurinn var orð-
inn lúinn og viðhald í lágmarki og
þröngt um alla aðstöðu þannig að
þetta er langþráð. Þetta er mjög
gott vinnuumhverfi hér og aðstæður
fréttastofunnar hér með skemmti-
legu útsýni og birtu eru góðar. Við
höfum álíka stórt svæði og var á
Laugaveginum en hér nýtist allt
betur og hér eru engin lokuð her-
bergi.“
Bogi sagði mikið átak að flytja en
fieira kæmi einnig til. „Við erum að
gerbreyta vinnulagi okkar, tökum í
gagnið nýtt og fullkomið töluvkerfi
sem snertir fréttaskrif, klippingu og
myndstjórn. Ekki er lengur klippt á
myndbönd heldur á tölvur og sent út
af tölvum. Við höfum verið í stans-
lausum æfingum við þetta nýja kerfi
og þótt allt sé ekki alveg tilbúið enn-
þá vona ég að allt gangi skammlaust
fyrn sig. En það má alltaf búast við
byrjunarörðugleikum."
Fréttastjórinn sagði vinnuferlið
flóknara en þegar fram liðu stundir
yrði vinnslan fljótari. Útlit breytist
ekki en fréttaútsendingar fara fram
úr aðalmyndveri og aukafréttatíma
verður hægt að senda frá fréttastof-
unni sjálfri.
Ekkert ákveðið
um sameiningu
Síðan sagði Bogi hugsanlega
nokkra samvinnu fréttastofanna en
ekkert væri þó ákveðið í þeim efn-
um. Undir það tók Kári Jónasson,
fréttastjóri útvarps, sem sagði að nú
störfuðu fréttastofurnar hlið við
hlið. Koma yrði í ljós hvernig sam-
býlið yrði og hvort og hvaða breyt-
ingar yrðu hugsanlega í kjölfarið.
Starfsmenn útvarps tóku á móti starfsfélög-
um sínum á sjónvarpinu með blómum þegar
þeir fluttu frá Laugaveginum í Efstaleiti í
gærmorgun. Fyrsta fréttaútsendingin var
frá Efstaleitinu í gærkvöld og er Ríkisút-
varpið nú undir sama þaki nema svæðis-
stöðvarnar úti um landið.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Starfsmenn sjónvarpsins óku í gærmorgun frá Laugavegi að Efstaleiti.
Viðbrögð á landsbyggðinni við hækkun á fargjöldum í innanlandsflugi
EKKI virðast ennþá hafa risið há-
værar óánægjuraddir á lands-
byggðinni í kjölfar hækkunar Flug-
félags íslands á fargjöldum í innan-
landsflugi, en hins vegar virðist sem
að bíllinn veiti fluginu sífellt meiri
samkeppni. Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, sagð-
ist í samtali við Morgunblaðið ekki
hafa heyrt mikla óánægju eftir
þessa síðustu hækkun, en hins veg-
ar væri þróunin á ísafirði sú að fólk
keyrði sífellt meira til höfuðborgar-
svæðisins.
„Þetta er á bilinu fimm til sex
tímar í akstri frá ísafirði til Reykja-
víkur og þróunin er einfaldlega sú
að menn nota frekar bílinn eftir því
sem vegirnir batna og þeir eru
orðnir býsna góðir hérna um ísa-
fjarðardjúp, sennilega er um 60% af
leiðinni til Reykjavíkur með bundnu
slitlagi. Hækkun á fargjöldum í
innanlandsflugi gerir ekkert annað
en jafnvel að hraða þessari þróun
eitthvað. Fjöldskyldufólk flýgur t.d.
ekkert, það bara keyrir, og jafnvel
hjón. Þau voru að borga 20 þúsund
Isfírðingar aka frek-
ar til Reykjavíkur
krónur fram og til baka og nú
sennilega 24-25 þúsund og síðan
nota flestir bílaleigubíl þegar þeir
koma til Reykjavíkur. Því er eins
gott að hafa bara bílinn með sér.“
Notar flugið minna
Að sögn Halldórs notar hann
flugið mun minna en áður tíðkaðist
hjá bæjarstjórum, en fyrir fáum ár-
um var algengt að bæjarstjóri væri
að fljúga jafnvel tvisvar í viku, en
nú er mikið ef hann þarf að fara
tvisvar í mánuði.
Ástæðan er aukin samskipti með
tölvupósti og fjarfundabúnaði. Hall-
dór segir að hins vegar muni fólk
ekki hætta að nota flugið, enda væri
það mjög mikilvægt fyrir íbúa ó
Isafirði og nágrenni.
Stefán Bragason, bæjanntari á
Austur-Héraði, sagði að auðvitað
væri fólk allt annað en kátt með
verðhækkanir á þjónustu. „Þetta er
svo sem það sem menn bjuggust við
þegar þeir komust í einokunarað-
stöðu með flugið hingað, þó að þeir
vildu nú ekki meina það aðspurðir á
þeim tíma. En þetta er nú bara það
sem reynslan hefur sagt okkur hér.
Ég hugsa að menn hefðu þá frekar
viljað reyna að fækka föstum ferð-
um og hafa fargjöldin lægri og að
frekar yrði reynt að spara á þann
veginn. Hafa þá minna af þessum
illa nýttu ferðum. Hins vegar tel ég
að nýtingin hafi verið ótrúlega góð í
flestum tilfellum."
Vill frekar hækkun
en að missa flugið
Að sögn Stefáns er flugið þó mjög
mikilvægt fyrir svæðið, enda er
flugvöllurinn á Egilsstöðum eini
völlurinn á Austurlandi með reglu-
legar samgöngur á svæðinu frá
Djúpavogi og norður eftir. Hann
segir þó að bíllinn sé aðalsam-
keppnisaðilinn við flugið, sérstak-
lega ef fólk ætlar sér að stoppa í
einhverja daga, hugsi fólk sig mjög
alvarlega um áður en ákveðið er að
fljúga.
Albert Eymundsson, bæjarstjóri
Hornafjarðar, segir að ekki þurfi að
spyrja að því að fólk sé jafnan
óánægt með verðhækkun á allri
þjónustu, hverju nafni sem hún er
nefnd. Hann segist hins vegar ekki
gera sér grein fyrir því hvort að
þetta hafi áhrif á aukinn akstur. Að
sögn Alberts er það ekkert laun-
ungarmál að Hornafjörður sé á
mjög viðkvæmu svæði gagnvart
fluginu vegna tímalengdarinnar við
að aka og sökum þess hve markaðs-
svæðið sé fámennt. Því óttist menn
allar neikvæðar breytingar er varða
áætlunarflug til staðarins.
„Við erum hins vegar að flestu
leyti ánægð með þjónustu flugfé-
lagsins og tíðni flugferða, eins og
yfir sumartímann. Ég vil líka frekar
fá þessa hækkum og hafa flugið
áfram heldur en að það hætti alveg,
vegna þess að ekki sé rekstrar-
grundvöllur. Síðan getur maður líka
spurt sig að því hvort að flugfélagið
fái meiri tekjur með þessu móti, að
farþegum fækki ekki á móti, þannig
að reksturinn verði óbreyttur.“