Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 14
14 ÞBIÐ JUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fegrunarviðurkenniiigar Reykjavikurborgar árið 2000 Morgunblaðið/Sverrir Eigendur parhússins við Ingólfsstræti 7 og 7a fengu verð- laun fyrir endurbætur á eldra húsi. Morgunblaðið/Sverrir MS-félag íslands við Sléttuveg 5 fékk viðurkenningu fyrir fallegan frágang á stofnanalóð. Morgunblaðið/Sverrir Lóð verslunar- og þjónustukjarnans við Háaleitisbraut 58- 60 er nýtt undir bflastæði eins og kostur er en frágangur og fyrirkomulag gróðurs þykir vera til fyrirmyndar. Parhús við Ingólfsstræti fær viðurkenningu fyrir endurbætur Reykjavík SKIPULAGS- og umferðar- nefnd Reykjavíkur veitti á laugardaginn fjórum aðilum fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar árið 2000. Veittar voru viðurkenningar fyrir endurbætur á eldra húsi og íyrir fallegar stofnana-, fyrirtækja - og fjölbýlishúsa- lóðir og fór athöfnin fram í Höfða. Húsfélagið á Klapparstíg 1-7 og Skúlagötu 10 fékk við- urkenningu fyrir góðan frá- gang á sameiginlegri lóð fjöl- býlishúsanna. Lóðin er talin bera vott um natni og hirðu- semi og vera gott dæmi um velheppnaðan frágang á fjöl- býlishúsalóð, þar sem hlutfall byggingar er mjög hátt. Það var Lilja Möller, ritari húsfé- lagsins, sem veitti viðurkenn- ingunni viðtöku. Verslunar- og þjónustu- kjarninn við Háaleitisbraut 58-60 fékk viðurkenningu fyr- ir snyrtilegt umhverfi. Guð- mundur Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd húsfélagsins, en fyrirkomulag gróðurs á lóðinni, sem er nýtt undir bílastæði eins og kostur er, þykir vera til fyrirmyndar. Lóð MS-félagsins þykir fallega útfærð MS-félag íslands, sem er til húsa á Sléttuvegi 5, fékk við- urkenningu fyrir fallegan Morgunblaðið/Sverrir Sameiginleg lóð Klapparstígs 1-7 og Skúlagötu 10 þykir bera vott um natni og hirðusemi og vera gott dæmi um vel heppnaðan frágang á fjölbýlishúsalóð. frágang á stofnunarlóð og veitti Vilborg Traustadóttir, formaður félagsins, viður- kenningunni viðtöku. Lóðin þykir fallega útfærð með skemmtilegum gróðri, sem öllum er vel við haldið. Parhúsið við Ingólfsstræti 7 og 7a fékk viðurkenningu fyrir endurbætur á eldra húsi. OIl endurgerð parhússins þykir útfærð á faglegan máta og greinilegt að vinna hefur verið lögð í að gera hana sem réttast miðað við aldur og gerð hússins. Á lóðinni stóð áður bærinn Ofanleiti, en hann var rifinn árið 1896. Sama ár byggðu Magnús Magnússon stein- smiður og Guðmundur Sig- urðsson afgreiðslumaður par- hús það sem nú stendur á lóðinni. Þetta er að öllum lík- indum fyrsta parhúsið í Reykjavík í þeim skilningi sem nú er lagður í orðið. Hús- ið þykir því mjög áhugavert frá byggingarsögulegu sjón- armiði. Það voru þau Eiríkur A, Guðjónsson og Oddný Kristjánsdóttir, eigendur Ingólfsstrætis 7a, sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Eins og áður kom fram voru viðurkenningarnar veitt- ar af skipulags- og umferðar- nefnd, en sérstakur vinnuhóp- ur var fenginn til að tilnefna lóðir. í vinnuhópnum áttu sæti: Björn Axelsson, landslagsarkitekt og um- hverfísstjóri í Borgarskipu- lagi, Margrét Þormar, arki- tekt og hverfisstjóri í Borgarskipulagi, Nikulás Úlf- ar Másson, arkitekt og deild- arstjóri húsadeildar Árbæjar- safns og Þórólfur Jónsson, landslagsarkitekt hjá garð- yrkjudeild borgarinnar. Talsverður fjöldi fólks mætti í lautarferðina á sunnudaginn. Lautarferð áhugahops um Hörðuvallasvæðið Góð þátttaka og baráttuhugur Hafnarfjördur Skipulagsyfírvöld sam- þykkja að byggt verði ofan á Hagabúðina Morgunblaðið/Jim Smart Skipulagsyfirvöld vilja einungis að starfsemi tengd hverf- inu verði á Iljarðarhaga 45-49. Kaffí Tröð opn- að í Aust- urstræti Midborg Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt að veita Penn- anum Eymundsson leyfi til að opna nýtt kaffihús í húsnæði sínu við Aust- urstræti 18. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, verslunarstjóra hjá fyr- irtækinu, er ætlunin að nefna kaffihúsið Kaffi Tröð, en kaffihús með því nafni var starfrækt í húsinu í 15 ár eða frá 1962 til 1977. „Þetta verður svokall- að bókakaffi, þar sem fólki gefst næði til að glugga í bækur og tíma- rit og fá sér góðan kaffí- sopa,“ sagði Bryndís. „Ef allt gengur að ósk- um ætti kaffihúsið að opna einhvem tímann í kringum áramótin.“ Bryndís sagði að kaffi- húsið yrði staðsett á þriðju hæð hússins og hliðin sem sneri að Aust- urstræti yrði úr gleri líkt og fyrstu tvær hæðir hússins og húsið því í stíl við Topshop-húsið á Lækjargötu og nýbygg- inguna við Austurstræti 8. „Gerðar voru endur- bætur á versluninni í nóvember 1998 og búðin stækkuð um tvær hæðir. Þá var ráðgert að opna kaffihús, en ekki hefur fengist leyfi fyrir því fyrr en nú, tæpum tveimur árum seinna." HÁTT í 400 manns mættu í lautarferð sem áhugahópur um Hörðuvelli efndi til á sunnudag en ferðin var farin til þess að mótmæla fyrirhug- uðum byggingarframkvæmd- um á þessu svæði. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðs- ins við Sigrid Foss, einn meðlima hópsins, en hún seg- ir að baráttuhugur í fólki inn- an hópsins sé mikill. „Mæting var mjög góð og þetta var reglulega skemmti- legur dagur. Við ætluðum að stika byggingarsvæðið af og mynda hring um það en það var ekki vinnandi vegur þar sem svæðið er gríðarlega stórt,“ segir Sigrid. Að sögn Sigrid var ekki stofnað til formlegra samtaka á sunnudaginn en hún segir að fólk, sem mætti á staðinn, hafi verið hvatt til þess að leggja hópnum lið. „Við erum að fara á fullt skrið með und- irskriftasöfnun en við höfum enn ekki ákveðið nákvæma dagsetningu á afhendingu listanna,“ segir Sigrid. Hún segir að hópurinn ætli sér að berjast fyrir því að ekki verði byggt á svæðinu og búast megi við annarri upp- ákomu á hans vegum eftir tvær til þrjár vikur. BORGARRÁÐ mun í dag , ákveða hvort leyft verður að byggja eina hæð ofan á Hjarðarhaga 45-49, húsið sem lengst af hefur verið kennt við Hagabúðina. Skipu- lags- og umferðarnefnd sam- þykkti á fundi sínum í gær- morgun að leyfa byggingu hæðarinnar, en með ákveðn- um skilmálum, sem að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, for- manns nefndarinnar, taka mið af mótmælum íbúa, sem vilja ekki að í húsinu verði rekin starfsemi sem raski kyrrðinni í hverfinu. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá starfsemi í þetta hús á nýjan leik,“ sagði Árni Þór, en verslunin hefur verið lokuð í ár og ef borgar- ráð samþykkir tillöguna mun ný 10-11 verslun verða opnuð þar innan skamms. „Maður skilur hinsvegar alveg að íbúamir hafi áhyggjur af því að það sé verið að bæta við byggingum þarna. Skipulagsskilmálum þinglýst á eignina Niðurstaða okkar í málinu er sú að setja skipulagsskil- mála á efri hæðina sem kveða á um að þar verði einungis heimilað að vera með hverfis- bundna þjónustu. Hverfisbundin þjónusta er skilgreind sem þjónusta sem þjónar bara íbúum hverfisins og dregur ekki að sér mikið af viðbótarumferð inn í hverfíð. Jafnframt var samþykkt að setja þá kvöð að þessum skipulagsskilmálum yrði þinglýst á eignina. Við teljum að með þessu sé komið til móts við mikið af þeim sjónarmiðum sem voru uppi af hálfu íbúa, en jafn- framt að við séum að koma því í kring að þarna verði opnuð hverfisverslun, sem er búin að vera lokuð í meira en ár.“ Árni Þór sagði að málið væri búið að vera lengi í gangi. Hann sagði að fyrir ári hefðu verið hugmyndir um að byggja íbúðir ofan á búðina, en að skipulags- og umferðar- nefnd hefði synjað því. Þá hefði komið ný tillaga um að vera með atvinnustarfsemi of- an á búðinni, en að íbúar í hverfinu hefðu mótmælt því. „Ég átti fund með íbúum um miðjan júní og þar var far- ið yfir málið. Það voru nokkuð skiptar skoðanir á meðal íbúanna, sumir vildu ekki einu sinni fá búðina aftur, en flestir voru nú á því að fá hana og töldu mikið lýti að hafa bygg- inguna eins og hún er núna. Vilja starfsemi sem tengist hverfinu Varðandi það að reisa eina hæð ofan á bygginguna þá virtust íbúarnir alveg vera sáttir við að fá þarna ein- hverja starfsemi sem tengdist hverfinu, eins og eitthvað sem tengdist skólanum til dæmis tónlistarskóla." Skipulags- og umferðar- nefnd samþykkti tillöguna um að leyfa byggingu einnar hæðar ofan á Hagabúðina með þremur atkvæðum, en sjálfstæðismaðurinn Júlíus Vífill Ingvarsson, greiddi at- kvæði á móti og Snorri Hjaltason sat hjá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.