Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Leiðangur að flaki breskrar sprengjuflugvélar hafínn
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Félagar úr björgunarsveit breska flughersins í Skotlandi skoða kort af
svæðinu áður en haldið er í leiðangurinn, en fyrir framan borðið má sjá
Hörð Geirsson, Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjón á Akureyri, og
Halldór Jónsson, ræðismann Breta á Akureyri.
Líkamsleif-
ar fluttar
af jöklinum
til byggða
TÍU manna leiðangur hélt um há-
degisbil í gær að flaki breskrar
sprengjuflugvélar sem fórst á há-
lendinu milli Öxnadals og Eyja-
fjarðar í maí árið 1941. I
leiðangrinum eru sex björgunar-
sveitarmenn úr breska flughern-
um í Skotlandi og fjórir Islend-
ingar, m.a. Hörður Geirsson sem
leitað hefur að flakinu í um 20 ár
og fann það ásamt fleirum í ágúst
í fyrra. Einnig fóru nokkrir fé-
lagar dr Björgunarsveitinni Sdl-
um með í leiðangurinn til aðstoð-
ar.
Áætlað er að Ieiðangurinn taki
fjóra daga, en tilgangur hans er
að sækja líkamsleifar mannanna
sem fórust. Fjórir menn voru í
áhöfn sprengjuvélarinnar sem
var af gerðinni Fairy Battle. Þrír
mannanna voru Bretar og hétu
þeir ættarnöfnunum Hopkins,
Garret og Talbot, en flugstjórinn
var Nýsjálendingur, Arthur
Round. Allir voru mennirnir ung-
ir, ókvæntir og barnlausir. Legst-
einar hafa verið dtbdnir í Foss-
vogskirkjugarði þar sem haldin
verður minningarathöfn að lokn-
um leiðangrinum.
Vélin flaug frá Melgerðismel-
um í Eyjafirði, yfir Akureyri og
hvarf mönnum þar sjónum, en til
hcnnar heyrðist eftir það, m.a.
heyrðu vegagerðarmenn í Öxna-
dal í vélinni og einnig hermenn á
Melgerðismelum. Vélin fannst
tveimur dögum eftir að hdn fórst,
en ekki þótti mögulegt að safna
líkamsleifum mannanna saman.
f byrjun september í fyrra
fannst eitthvað af beinum, brak
dr vélinni, fataleifar og fleira
sem safnað var saman og var í
gær flutt niður af fjallinu.
Umferðarskóli fyr-
ir 5 og 6 ára börn
UMFERÐASKÓLINN sem er
fyrir 5 og 6 ára börn, fædd 1994
og 1995, heldur námskeið á Akur-
eyri, í Eyjafjarðarsveit, Dalvík,
Olafsfirði og Siglufirði nú næstu
daga. Umferðarskólinn fer fram í
grunnaskólunum og er hvert
námskeið í u.þ.b. klukkustund,
tvo daga í röð, fyrir eða eftir há-
degi. Börnin fá bréf frá umferð-
arskólanum þar sem fram kemur
hvar og hvenær námskeiðin
verða haldin og á mörgum stöð-
um geta foreldrar valið skóla og
kennslutíma sem hentar best.
I umferðarskólanum er athygli
barna vakin á umferðarreglum
og nauðsyn þess að nota öryggis-
búnað í umferð. Leitast er við að
miða fræðsluna við hugsun og
skilning barna og ályktunar-
hæfni og fjalla um nánasta um-
hverfi þeirra. Allt efnisval miðast
við að börnin skilji hvernig þau
eiga að fara að í umferðinni,
hvernig þau eiga að bregðast við
þeim hættum sem kunna að
verða á vegi þeirra og að þau
þurfi sjálf að sýna aðgát. Fjallað
er m.a. um reglur fyrir gangandi
fólk, um hjólreiðar og hjálma, ör-
yggisbúnað fyrir böm í bílum og
ýmislegt fleira sem getur aukið
öryggi barna í umferð. Fræðslan
er um leið stuðningur við þá um-
ferðarfræðslu sem börnin fá
heima og í leikskólum.
Kennslan í umferðarskólanum
er fjölbreytt, sýndar eru umferð-
armyndir á glærum og spjallað
við börain um þær aðstæður sem
þar koma fram og þá reynslu sem
þau hafa af umferð. Börnin fá að
heyra og sjá leikbrúðusögu, það
er sungið og sýndar verða stuttar
kvikmyndir.
Lögreglumenn og leikskóla-
kennarar annast kennsluna. Um-
ferðarskólinn er samstarfsverk-
efni Umferðarráðs, lögreglu og
sveitarfélaga og starfar í sam-
vinnu við starfsfólk leikskóla og
grunnskóla. Námskeiðin eru
ókeypis og eru foreldrar sérstak-
lega hvattir til að vera með börn-
um sínum á þeim.
Markmiðið er að leggja smám
saman grunn að góðum skilningi
barna á umferðarreglum og
færni til að ferðast um nánasta
umhverfi sitt undir vernd og eft-
irliti foreldra/forráðamanna. Þar
sem stór hópur barnanna er að
hefja nám í grunnskólum er einn-
ig er sérstaklega fjallað um leið-
ina í og úr skóla.
Jarðgöng á Tröllaskaga
Komið verði í veg
fyrir skemmdir
í Héðinsfírði
SUNN, Samtök um náttúruvernd á
Norðurlandi, hafa sent frá sér álykt-
un vegna jarðgangagerðar á Trölla-
skaga og friðunar Héðinsfjarðar.
Þar segir að þegar ákveðið verður
hvar jarðgöng eru boruð á Trölla-
skaga og hvernig staðið er að vega-
framkvæmdum á svæðinu beri að
hafa í huga hvernig unnt er annars
vegar að koma í veg fyrir skemmdir
á svo til ósnortinni náttúru í Héðins-
firði og hins vegar hvernig unnt sé
að varðveita þá miklu heild sem
fjalllendi Tröllaskaga er, allt frá sjó
til miðhálendis. Svæðið sé eins og er
rofið af tveimur vegum, um Lág-
heiði og Öxnadalsheiði.
„Besti kostur í jarðgangagerð frá
náttúruverndarlegu sjónarmiði er
göng frá Fljótum yfir til Ólafsfjarð-
ar og önnur frá Fljótum yfir til
Siglufjarðar þar sem enginn vegur
kæmi um Héðinsfjörð og vegur um
Lágheiði yrði annaðhvort lagður
niður eða nýttur sem troðningur eða
göngustígur. Með slíkum jarðgöng-
um varðveittist Héðinsfjörður
óbreyttur og Tröllaskagavæðið yrði
sterkari heild, segir í ályktun
SUNN.
Þá segir að næstbesti kosturinn
sé jarðgöng og vegur yfir Héðins-
fjörð þar sem fyrirhugað er með
mótvægisaðgerðum að stuðla að
sem bestri varðveislu lands. Slíkar
aðgerðir væru til dæmis góð mót-
taka fyrir gesti, bílastæði, göngu-
stígar, brýr yfir læki og mólendi og
ef til vill yfirbygging vegar til að
losna við sem mestan hávaða frá
honum. Með slíkum mótvægisað-
gerðum sem kosta nokkurt fé megi
koma í veg fyrir skemmdir, fleiri
myndu heimsækja Héðinsfjörð en
um leið yrði sú kyrrð sem þar ríkir
nú en fáir njóta aðgengileg fyrir
fleiri vegna þess að auðveldara yrði
að fara um svæðið.
Loks segir að mikilvægt sé að
þessir kostir og aðrir sem til greina
koma verði metnir við mat á um-
hverfisáhrifum.
Séra Gylfi
ráðinn
fræðslu-
fulltrúi
SÉRA Gylfi Jónsson hefur verið ráð-
inn fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar á
Norðurlandi eystra. Hann tekur við
starfinu hinn 1. september næst-
komandi. Enginn annar sótti um
stöðuna.
í starfslýsingu segir að fræðslu-
fulltrúi skuli styðja við bama- og
æskulýðsstarf í Eyjafjarðar- og
Þingeyjarprófastsdæmum, svo og að
efla kristilegt starf í framhaldsskól-
um á svæðinu. Einnig skal hann
skipuleggja sérstök fræðslunám-
skeið fyrir fermingarbörn.
Skrifstofa fulltrúans verður í
Kirkjumiðstöðinni í Laxdalshúsinu á
Akureyri.
----------------
Ólafsfjörður
Sýning
í Kaffi
Glaumbæ
JÓN Thor Gíslason opnaði um helg-
ina sýningu á verkum sínum í Kaffi
Glaumbæ í Ólafsfirði. Þar sýnir hann
teikningar og þurmálastungur.
Sýningin verður opin alla daga frá
kl. 10 til 20 og stendur hún fram til
15. september næstkomandi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Gluggaþvottur
í góða veðrinu
ÞÓTT senn taki að hausta lifir sum-
arið enn góðu lífi. Það er nú samt
sem áður ráð að nýta hvern einasta
góðviðrisdag vel, því aldrei er að vita
hvenær haustrigning og næturfrost
taka völdin. I veðurblíðunni, sem lék
við Akureyringa í gær, notaði Her-
mann Huijbens tækifærið til að þvo
gluggana á verslun sinni, Heilsubúð-
inni. Á eftir voru gluggarnir jafn
skínandi og brosið sem Hermann
sendi Ijósmyndaranum.
Norræn ráðstefna
hitaveitna
NORDVARME, samtök norrænna
hitaveitustofnana, halda ráð-
stefnu á Akureyri dagana 21. og
22. ágdst. Á ráðstefnunni eru 270
þátttakendur, sem koma frá
Norðurlöndunum og Eistlandi, en
að mökum meðtöldum eru ráð-
stefnugestir um 400 manns.
Yfirskrift ráðstefnunnar, sem
haldin er f hdsakynnum Mennta-
skólans á Akureyri, er: „Fjarhiti
á nýju árþdsundi". Eins og áður
segir hófst ráðstefnan í gær en
henni lýkur kl. 16 í dag.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hluti ráðstefnugesta f Menntaskólanum í gær.
Fagur-
tónleikar
falla
niður
FAGURTÓNLEIKAR Sigur-
bjargar Hv. Magnúsdóttur
söngkonu sem fyrirhugaðir
voru í Deiglunni í kvöld, þriðju-
daginn 22. ágúst kl. 20, á vegum
Listasumars á Akureyri, falla
því miður niður af óviðráðan-
legum orsökum.