Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 18

Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Þátttakendur á ársfundi „The Viking Surgical Club“ sem haldinn var í Stykkishólmi. Á myndinni með þátttakendum er Magnús Magnússon, heiðursgestur ráðstefnunnar. Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Evrópukórinn gróðursetti Reykholti - Þeir sem tóku þátt í gróðursetningu Alda- mótaskógar um helgina í Reykholti nutu þess að hlusta á Evrópukórinn syngja úti í guðs grænni náttúrunni. Evrópukórinn er nú við æfingar í Reykholti til undir- búnings tónleikaferðalags til menningarborga Evrópu. Kórfélagar fengu að kynnast. þessu átaki okkar fslend- inga og tóku þátt í að setja niður plöntur. Að loknu dagsverki var öllum boðið í grillveislu. Skurðlækn- ar þinga í Stykkis- hólmi Stykkishólmi -1 síðustu viku hélt The Viking Surgical Club ársþing sitt í Stykkishólmi. í félaginu eru skurðlæknar sem vinna við erflðar aðstæður hver á sínu svæði. Félag- ar koma fyrst og fremst frá Hjalt- landi, Orkneyjum og öðrum eyjum í kringum Bretland. í félaginu eru um 40 skurðlæknar og þar af eru aðeins tvær konur. Tveir íslend- ingar eru félagsmenn, þeir Jósep Blöndal, sjúkrahúslæknir í Stykk- ishólmi og Einar Hjaltason, sem starfaði á ísafirði. Félagið var stofnað árið 1973 og hittist hópur- inn einu sinni á ári. Félagar skipt- ast á að halda og skipuleggja ár- sþingið. Nú var komið að Jósep Blöndal. Þingið stóð í 3 daga og fluttir voru 14 fyrirlestrar og þar af 3 af félagsmönnum. Hingað komu m.a. Reynir Tómas Geirsson, Sigurður Guðmundsson, Jón Baldvinsson og Þorgeir Pálsson. Ingibjörg Pálmadóttir ráðherra heilsaði upp á ráðstefnugesti. Að sögn Jóseps Blöndal er tilgangur félagsins er að kalla sam- an skurðlækna sem vinna í dreyf- býli við erfiðar aðstæður. Fyrst voru þetta læknar sem unni einir á afskekktum stöðum, en það hefur breyst sem betur fer. Jósep segir að það veiti ekki af að læknarnir hittist, beri saman bækur sínar og fræðist hvernig staðhættir eru mis- munandi og þá hvaða möguleikar eru til að leysa málin. Fróðlegir fyrirlestrar voru fluttir á þinginu. Heiðursfélagi félagsins er Magn- ús Magnússon. Hann mætti í loka- hófið og flutti erindi um ýmis atvik í Islendingasögunum þar sem fólk viðhafði læknislega tilburði, sem víða kemur fram í sögunum Jósep Blöndal var að loknu árs- þingi ánægður með hvernig til tókst. Fyrirlestrarnir voru gagn- legir og önnur dagskrá sem í boði var tókst mjög vel, svo að gestirnir fóru með góðar endurminningar frá Stykkishólmi. Aldamótaskdgar Skdgræktarfélags íslands og Búnaðarbankans Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttír Fjölskyldufólk Ijölmennti á Gaddstaði við Hellu til að Sumir lögðu hart að sér við gróðursetningarstörfin, Jóhannes Aron, 4 ára, kom með syst- taka þátt í gróðursetningunni, hjónin Anna Ó. Sigurðar- ur sinni Jóhönnu, 9 ára, og foreldrum si'num, Hönnu Jóhannesdóttur og Andrési dóttir og Stefán Hrafnkelsson ásamt börnum sinum, Kristjánssyni, en þau búa í Reykjavík. Amdísi Rós, 9 ára, og Sigurði, 6 ára. Gróðursett í blíðskapar- veðri um allt land Hellu - Sjálfboðaliðar fjölmenntu um helgina á fimm staði á landinu til að taka þátt í gróðursetningu svo- kallaðra Aldamótaskóga, en það er verkefni Skógræktarfélags Islands og Búnaðarbanka íslands sem felur í sér að gróðursett er ein tijáplanta fyrir hvern íbúa landsins. Verkefn- inu var formlega hrundið af stað á föstudag á svæði Aldamótaskóganna á Suðurlandi, á Gaddstöðum við Hellu. Á laugardag og sunnudag mættu svo sjálfboðaliðar á alla fimm staðina, sem skógunum hefur verið valinn staður á, í hveijum lands- hluta. Að sögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfé- lags Islands, tókst verkefnið mjög vel á öllum stöðunum en alls mættu um áttahundruð manns til að taka þátt. „Helgin var stórkostleg enda lék veðrið við okkur alls staðar. Það er áætlað að tekist hafi að koma um helmingi plantnanna á sinn stað yfir Það var vel þeginn kaffisopinn hjá sjálfboðaliðum, en grillmatur og kaffiveitingar voru í boði styrktaraðila verkefnisins. allt landið, en starfinu verður haldið áfram og ég get slegið því föstu að allt verður komið á sinn stað á næstu tveim vikum. Það eru enn að koma sjálfboðaliðar sem gjarnan vilja fá að leggja sitt af mörkum, en gátu ým- issa hluta vegna ekki verið með okk- ur um helgina. Fólki er velkomið að koma og leggja okkur lið og ég vil gjarnan koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að verkefninu, hinum fjölmörgu styrktaraðilum, fé- lagsmönnum okkar og sjálfboðalið- um sem lágu svo sannarlega ekki á liði sínu.“ Markúsarplógurinn kemur að góðum notum Á Gaddstaði við Hellu mættu nim- lega 200 manns til gróðursetningar- innar og tókst að planta um 50 þús- und trjáplöntum. Sjálfboðaliðar komu víða að í fjórðungnum, allt frá Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu, en 15 skógræktarfélög eru á því svæði. Handgróðursett var í svæðið með gróðursetningarstöfum, en starfs- menn Skógræktarfélags Rangæinga ljúka við að gróðursetja 70-80 þús- und plöntur með Markúsarplógnum, en hann er mjög afkastamikill og hentar vel á sléttlendið. Flrsgyr Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Tvrt)urarnir sem gengu undir nafninu 10-11 fyrstu ævidagana taka við gjöfum frá versluninni 10-11 í Stykkishólmi. Unnur Valdimarsdóttir verslunarstjóri heldur á Aroni Inga og móðirin, Edda Steinarsdóttir, heldur á Andra Þór og á milli þeirra er stóra systir, Katrín Eva. Tvíburarnir 10-11 í Stykkishólmi Stykkishólmi - Tvíburarnir Aron Ingi og Andri Þór Hinrikssynir fæddust 1. mars sl. Annar þeirra var 10 merkur þegar hann fædd- ist og hinn 11 merkur. Áður en þeir fengu sín réttu nöfn voru þeir kallaðir 10 og 11. En nú þarf ekki að aðgreina þá lengur á þennan hátt. Nú eru þeir orðnir stórir og búið að skíra þá réttum nöfnum. f Stykkishólmi er rekin versl- unin 10-11. Því þótti for- ráðamönnum verslunarinnar við- cigandi að færa þeim bræðrum gjafir vegna þess að á timabili höfðu þeir sama nafn og verslun- in. Unnur Valdimarsdóttir verslun- arstjóri kallaði á fjölskylduna og færði tvíburunum gjafir af þessu tilefni og munu þær koma að góðum notum fyrstu mánuði æv- innar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.