Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 21 Wal-Mart hyggst bjóða í Boots SAMKVÆMT fréttum í breskum fjölmiðlum er Wal-Mart reiðubúið til þess að greiða allt að sex milljörðum punda eða 716 milljarða íslenskra króna fyrir bresku lyfjakeðjuna Boots en það er um þriðjungi hærra verð en skráð markaðsvirði Boots á verðbréfamarkaðinum í Lundúnum. Wal-Mart hefur þegar haslað sér völl á breska markaðinum með kaupum sínum á Asda fyrir um tæpa átta hundruð milljarða króna en sem kunnugt er hyggja stjómendur Wal- Mart að auknum umsvifum í smásölu víðs vegar í Evrópu. Með kaupunum á Boots myndi Wal-Mart komast yfir um 1.900 verslanir sem Boots rekur til viðbótar þeim 240 verslunum sem það tók yfir með kaupunum á Asda. Hins vegar hefur gengið hægt með opnun eigin verslana á Bretlandi og enn sem komið er hefur Wal-Mart aðeins opnað einn stórmarkað af þeim tuttugu sem það stefnir að því að opna. Gengi bréfa í Boots hefur hríðfall- ið á undanförnum misserum; það er nú flmm pund en var 10,5 fyrir að- eins hálfu öðm ári og er ástæða lækkunarinnar áhyggjur fjárfesta af aukinni samkeppni af hálfu stór- markaða og léleg fjárhagsleg af- koma Boots á undanfornum áram. --------------- Hagnaður Alusuisse eykst um 16% milli ára HAGNAÐUR Alusuisse Group (Al- group), móðurfélags íslenska álfé- lagsins, jókst um 16% á fyrri helm- ingi ársins 2000 frá sama tímabili á síðasta ári. í tilkynningu frá félaginu segir að hagnaður þess hafi numið 230 milljónum svissneskra franka, um 10,7 milljörðum íslenskra króna, en hann var 199 milljónir sviss- neskra franka í fyrra. Heildartekjur félagsins námu 3,73 milljörðum svissneskra franka, um 173,5 millj- örðum íslenskra króna, en voru 3,21 milljarður svissneskra franka á sama tímabili í fyrra. I tilkynningu frá AJgroup segir að félagið sé bjartsýnt á framhaldið á árinu og geri ráð fyrir að hagnaður ársins í heild verði meiri en hagnað- ur síðasta árs, en hann nam 440 milljónum svissneskra franka, um 20,5 milljörðum íslenskra króna. Áætlanir Algroup gera ráð fyrir að samrana þess og Alcan Aluminum Ltd. í Kanada ljúki í október næst- komandi. -----♦-♦-♦----- Launavísitala hækkar um 0,4% LAUNAVÍSITALA miðað við með- allaun í júlí síðastliðnum er sam- kvæmt útreikningi Hagstofu íslands 196,4 stig og hækkar um 0,4% frá fyrra mánuði. Samsvarandi vísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána er 4.296 stig í september. 0,1% lækkun byggingarvísitölu Vísitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan ágúst er sam- kvæmt útreikningi Hagstofunnar 244,6 stig og lækkaði hún um 0,1% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyr- ir september. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 782 stig. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 0,3% hækk- un á ári, en síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,5%. British Telecom og AT&T í við- ræðum um mögulegan samruna STJÓRNENDUR British Tele- com og AT&T hafa að sögn The Wall Street Journal átt í viðræð- um um mögulegan samruna fyrir- tækjanna en með sameiningu þeirra yrði til gífurlega öflugt fjarskiptafyrirtæki með sterka stöðu beggja vegna Atlantshafs- álanna. Fregnir herma að C. Michael Armstrong, stjórnarformaður AT&T, og Peter Bonfield, for- stjóri British Telecom, hafi hist alloft undanfarna mánuði til þess að ræða hvernig best megi standa að samrana fyrirtækjanna en við- ræður eru þó enn sagðar vera á frumstigi og stjórnir þeirra hafa ekki enn komið að málinu. Tals- menn British Telecom og AT&T segja að aðeins sé um getgátur og slúður fjölmiðla að ræða en hafa að öðru leyti neitað að tjá sig um málið. British Telecom og AT&T hafa unnið saman í svokölluðu Concert-verkefni þar sem alþjóð- legum fyrirtækjum og símstöðv- um er boðin alhliða fjar- skiptaþjónusta. Ljóst er talið að gífurleg vinna sé fólgin í því að steypa þessum tveimur fyrirtækj- um í eitt auk þess sem samkeppn- isyfirvöld bæði í Evrópu og Bandaríkjunum munu vafalaust grandskoða slíkan samruna. Sam- runi við AT&T myndi styrkja mjög stöðu British Telecom gegn helstu keppinautum fyrirtækisins í Evrópu, s.s. Deutsche Telekom, France Telekom og farsímarisan- um Vodafone en öll hafa þessi fyrirtæki verið að færa út kvíarn- ar á undanförnum misserum. ■■■■■■■■■■■■■■ HYUNDAI SONATA GLSI Nýskr. 10.1996, 2000cc vél 4ra dyra, 5 gíra, Ijósblár.^fl ekinn 55 þ. HYUNDAI COUPE 1,6 Nýskr. 10.1997, 1600cc vél, , 2ja dyra, 5 gíra, svartur, w „ ekinn 50 þ. Veró: 1.050 þ. HYUNDAI SONATA GLSI Nýskr. 06.1993, 2000cc vél, N^ra dyra, 5 gíra, vínrauóur, ekinn 91 þ. HYUNDAI ACCENT GLSI Nýskr. 04.1997, 1500cc vcl, - , 5 dyra, 5 gíra, blár, «25^ ek'nn 76 þ. RENAULT CUO RN Nýskr. 08.1997,1400cc vél, 3ja dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 61 þ. HYUNDAI PONY LSI Nýskr. 02.1994, 1300cc vél, 4ra dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 68 þ. HYUNDAI SCOUPE Nýskr. 08.1994, 1500cc vél 2ja dyra, sjálfskiptur, JÉj rauður, ekinn 88 þ.^g^B Veré: 790 þ HYUNDAI ACCENT LSI Nýskr. 12.1995,1300ccvél, 3ja dyra, 5 gíra, dökkgrænn, ekinn 55 þ. Verð: 650 þ Nýskr. 04.1997, 1300ccvél, 5 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 46 þ. Nýskr. 06.1996, 1300cc vél, W 5 dyra, 5 gíra, grár, ekinn 53 þ. Veró: 770.þ Veró: 670 þ Nýjor ólfelgur Ný rodíol sumordekk Nýr geislospilorí Vondlego gfirfornir k,- 2Í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.