Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Hádefflsverðarfundur Þýsk-lslenska verslunarráðsins
Staða og árangur sam-
einingar Þýskalands
tækinu og fjölmörgum dótturfyrir-
tækjum þess sem hafi haslað sér
völl um allan heim.
í stjórn fjölmargra
fyrirtækja
Dr. Spáth er meðal annars
stjórnarformaður verslunarráðsins
í Áustur-Thuringen, umsjónarmað-
ur vikulegs spjallþáttar á
sjónvarpsstöðinni n-tv, „Spáth am
Ábend“, dálkahöfundur vikuritsins
„Capital", höfundur metsölubók-
anna „Countdown for Germany" og
„The Change of Poiitics", heiðurs-
doktor við nokkra háskóla í Þýska-
landi og víðar, ráðgjafi þýsk-banda-
ríska verslunarráðsins og í stjórn
Bandarísku stofnunarinnar í þýsk-
um samtímafræðum. Einnig er
hann stjómarformaður í fjölda fyr-
irtækja utan Jenoptik-samsteyp-
unnar.
Dr. Spáth flytur erindi sitt á
ensku.
DR. Lothar Spáth,
stjórnarformaður Jen-
optik AG, er væntan-
legur til landsins og
heldur erindi á hádeg-
isverðarfundi á vegum
þýsk-íslenska verslun-
arráðsins föstudaginn
25. ágúst á Grand Hót-
el, að því er fram kem-
ur í frétt frá ráðinu.
Þar segir að hann
muni ræða stöðu og ár-
angur sameiningar
Þýskalands.
Fyrrverandi
forsætisráðherra
Dr. Spáth var for-
sætisráðherra suður-
þýska sambandsríksins Baden-
Wurttemberg í þrettán ár, frá árinu
1978 til 1991 og einn helsti leiðtogi
kristilegra demókrata í Vestur-
Þýskalandi á þeim tíma. Árið 1991
hætti hann í stjórn-
málum og tók við for-
stjórastarfi hjá Jen-
optik AG í Jena, sem
áður var í Austur-
Þýskalandi.
Umbylti
fyrirtækjum
Jenoptik AG er há-
tæknifyrirtæki sem
stofnað var um miðja
síðustu öld þegar Carl
Zeiss opnaði verkstæði
í Jena. Þar sem fyrir-
tækið hafði búið við
miðstýrða framleiðsl-
ustjómún þurfti dr.
Spáth að gera miklar
breytingar til að gera
það að alþjóðlegu hátæknifyrirtæki;
sem keppt gæti á heimsmarkaði. I
frétt verslunarráðsins kemur fram
að þetta hafi tekist og hann hafi á
skömmum tíma umbylt móðurfyrir-
Dr. Lothar Spáth,
stjómarformaður
Jenoptik AG.
Verðbréfamarkaðir í litlum hagkerfum 1999 - 2000
Fært til dollaragengis, 4. jan. 1999 = 100
- HEX, Finnlandi
1999
I.t..t.I.I..I.t ; 1.1.t.1
2000
i.t.I.t.I.I
ICEX, Islandi
Lúxemborg
Noregi
MSCI heimsvísitalan
ISEQ, [rlandi
Capital 40, N-Sjálandi
250
200
Heimild: The Economist, 12. ág. 2000
Skuldir íslenska
ríkisins minnka
verulega
Skólafatnaður
lyv i iri i Q Sími 5 88 44 22
KkJVVtLLo www.hm.is
TÍSKA • GÆÐI • BETRA VERÐ
----------------
ESB auglýs-
ir eftir sér-
fræðingum
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins lýsir eftir mats-
mönnum til að fara yfir og meta um-
sóknir í 5. rammaáætlun ESB.
íslendingar hafa jafnan rétt til þess-
ara starfa og íbúar innan sambands-
ins. Matsstarfið stendur í um það bil
viku í senn. Þeir sem skrá sig fara á
lista sem valið er af eftir því hvert
málefnið er hverju sinni.
Emil B. Karlsson, alþjóðafulltrúi
Evrópumiðstöðvar Impru, þjónustu-
miðstöðvar frumkvöðla og fyrir-
tækja á Iðntæknistofnun, segir að
þeir sem hafa tekið að sér þessi störf
telji þau mikils virði vegna reynsl-
unnar sem þau veita. Viðkomandi fái
innsýn í kröfur ESB sem gerðar eru
til umsækjenda og geti ef til vill not-
fært sér hana síðar í eigin þágu.
Nánari upplýsingar um þessi störf
er að finna á netslóðinni: www.cord-
is.lu/expert-candidature.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins auglýsir einnig eftir sér-
fræðingi til starfa hjá Joint Research
Centre (JRC) Institutes. JRC-stofn-
anirnar eru staðsettar í Þýskalandi,
Belgíu, Hollandi, á Ítalíu og Spáni.
Leitað er eftir mismunandi sérfræð-
ingum til hvers þessara staða.
Nánari upplýsingar má fá á net-
slóðinni: http://europa.eu.int/comm/
dgs/research/selectio.html.
BELGAR skulda enn mest allra af
ríkjum OECD þrátt fyrir að spáð sé
að skuldir hins opinbera sem hlutfall
af vergri landsframleiðslu lækki úr
116% árið 1991 í 98% árið 2001, að
því er segir í nýlegri grein í The Eco-
nomist. Næst á eftir Belgum koma
ítalir, en skuldir ítalska ríkissjóðsins
eru taldar nema um 97% af vergri
landsframleiðslu. Þá vekur og at-
hygli að skuldir hins opinbera í Jap-
an hafa vaxið gríðarlega á síðasta
áratug eða úr 5% í um helming af
vergri landsframleiðslu.
Þrátt fyrir að ríkisjóður Banda-
ríkjanna hafi verið rekinn með met-
afgangi undanfarin ár eru þó skuldir
hans enn liðlega 40% af vergi-i lands-
framleiðslu.
Skuldir íslenska ríkisins hafa
lækkað verulega frá árinu 1991 og ís-
lenska ríkið skuldar nú einna minnst
af ríkjum OECD. Það eru einungis
finnska og norska ríkið sem eiga
eignir um fram skuldir og Norðmenn
þó sýnu meira og hafa eignir norska
ríkisins vaxið verulega á undanföm-
um áratug.
Markaðurinn í Helsinki
stendur sig best
Af hlutabréfamörkuðum í litlum
þróuðum hagkerfum hefur ávöxtun á
hlutabréfamarkaðinum í Helsinki
verið langmest ef tekið er mið af síð-
ustu tveimur áram. Gengi bréfa í
Finnlandi hefur hækkað um 67% frá
upphafi ársins 1999 og hækkaði
gengið raunar mest eða um 130% um
miðjan júlímánuð í sumar en vegna
áhyggna fjárfesta af minnkandi arð-
semi farsímafyrirtækja hefur gengi
bréfa í Nokia snarlækkað en vægi
Nokia á finnska hlutabréfamarkað-
inum er skiljanlega mikið. Hækkun
bréfa á hlutabréfamörkuðunum í
Reykjavík, Ósló og Lúxembúrg frá
því í byrjun árs 1999 er svipuð, eða
um 25%, en frammistaða mark-
aðanna á Nýja Sjálandi og á írlandi
var sýnu verri.
Kanadíska vínfyrirtækið
Seagram til sölu
BRONFMAN-fjölskyldan, sem á
24% hlut í kanadíska vínfyrirtækinu
Seagram, er sögð hafa áhuga á að
kaupa fyrirtækið, sem nú er til sölu.
Vörumerki fyrirtækisins eru meðal
annars Chivas Regal, Martell og
Captain Morgan. Verðið sem fjöl-
skyldan er sögð þurfa að greiða fyrir
fyrirtækið er um 7 milljarðar banda-
ríkjadala, jafngildi um 560 milljarða
íslenskra króna. Wall Street Joumal
greindi frá þessu í gær og sagði
jafnframt að aðrir stjórnendur fyrir-
tækisins hefðu áhuga á að vera með
Bronfman-fjölskyldunni í kaupun-
um ef af verður auk erlendra fjár-
festa. Stjórnendur Seagram-fyrir-
tækisins hafa ekki viljað staðfesta
þessar fréttir. Wall Street Journal
segir að breska vínfyrirtækið Allied
Domecq hafi einnig sýnt Seagram
áhuga. Þá hefur breska vínfyrirtæk-
ið Diageo Plc. einnig lýst yfir vilja til
að bjóða í Seagram-fyrirtækið
ásamt hinu franska Pernod Ricard.
Reuters-fréttastofan segir að
Seagram-vínfyrirtækið sé að útbúa
útboðslýsingu og að hún verði send
til hugsanlegra kaupenda fyrirtæk-
isins fyrir lok ágústmánaðar.
Seagram að sameinast
Vivendi-fjölmidlafyrirtækinu
Seagram-fyrirtækið er um þessar
mundir að sameinast frönsku fjöl-
miðlasamsteypunni Vivendi, sem
meðal annars á Canal plus-
sjónvarpsstöðina. fíeuters-frétta-
stofan heldur því fram að hin 76 ára
gamla vínframleiðsla Seagram-fyr-
irtækisins þyki ekki henta samhliða
skemmtanahlið fyrirtækisins, sem
hefur innanborðs meðal annars Uni-
versal-kvikmyndaverið, Universal
Music Group og skemmtigarða.
Bronfman-fjölskyldan hefur átt
stóran hlut í Seagram-vínfyrirtæk-
inu allar götur frá árinu 1924 er
Samuel Bronfman keypti fyrirtæk-
ið. Charles, sonur Samuels, er
stjórnarformaður Seagram og
frændi hans, Edgar Bronfman
yngri, er framkvæmdastjóri. Hann
hefur stýrt þeirri stefnubreytingu
sem hefur átt sér stað hjá fyrirtæk-
inu að undanförau frá vínframleiðsl-
unni yfir í skemmtanaiðnaðinn.
Reuters hefur eftir nokkrum sér-
fræðingum að ólíklegt sé að Bronf-
man-fjölskyldan geti boðið eins hátt
verð í Seagram-vínframleiðsluna og
hið breska Allied Domecq, sem sé
því líklegast til að kaupa Seagram.