Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 23
NEYTENDUR
Myndbandaleigur hækka
verð á nýjum spólum
Nokkrar myndbandaleigur hafa hækkað
verð á nýjum myndbandsspólum. Talsmenn
sjö myndbandaleigna sögðu Hrönn
Indriðadóttur að ástæðan væri meðal ann-
ars að innkaupsverð hefði hækkað sem
og launakostnaður.
SAMKVÆMT verðkönnun í
sjö myndbandaleigum kom
í Ijós að myndbandsspólur
kosta á bilinu 450-500 krónur að
undanskilinni myndbandaleigunni
Vídeó-24, þar kosta spólurnar 300
krónur en um tímabundið kynn-
ingartilboð er að ræða. Þá bjóða
nokkrar myndbandaleigur upp á
afsláttakort og bónuspunkta fyrir
viðskiptavini sína.
„Við erum nýbúin að hækka
verð á nýjum myndbandsspólum
úr 400 í 450 krónur,“ segir Júlíus
Júlíusson, eigandi myndabanda-
leigunnar Tröllavídeó á Eiðis-
torgi. „Með nýrri spólu fylgir ein
gömul mynd með eins og áður.
Við höfum ekki hækkað verð hjá
okkur í hátt í sjö ár og teljum
okkur þrátt fyrir þessa hækkun
vera að bjóða hagstæð kjör. Þess
má geta að verð á eldri spólum
stendur í stað og er 200 krónur.
Bíómiðar voru að hækka enn
einu sinni og það er því orðið dýrt
fyrir fjölskyldur að fara í bíó. Þá
er hins vegar nóg að taka eina
myndbandsspólu sem öll fjöl-
skyldan getur horft á saman,“
segir Júlíus.
Arna Harðardóttir, eigandi
Snæland-vídeós á Laugaveginum,
segir að ákveðið hafi verið að
hækka verð á myndbandsspólum
íyrr í sumar og nýjar spólur kosti
nú 500 krónur. „Þetta er í takt
við almennar verðhækkanir eins
og launahækkanir og kannski
ekki síst verðhækkun á bíómið-
um.
Hækkunin er úr 450 krónum í
500 krónur eða um 11% en hér er
eingöngu um verð á nýjum spól-
um að ræða, gömlu spólurnar
standa í stað og kosta 250 krónur.
Ef viðskiptavinur skilar spól-
unni inn fyrir klukkan 21 kvöldið
eftir, vinnur hann sér ________
inn bónuspunkt. Þegar
hann hefur fengið sjö
bónuspunkta fær hann
fríspólu."
Arna segir ennfrem-
ur að mismunandi
rekstaraðilar séu á úti-
búum Snæland-vídeó og hér sé
því ekki um gegnumgangandi
hækkun að ræða.
Sjálfsafgreiðsla íeiðir
til lægra verðs
„Fram til ársins 1992 hélst
verð á myndbandsspólum og
bíómiðum í hendur en eftir það
fóru bíómiðarnir að kosta meira,“
segir Gestur Snorrason hjá Víd-
eóheimum í Fákafeni og í Grafar-
vogi. „Nú eru bíómiðar komnir
upp í 700 krónur þannig að fyrir
Mun ódýrara
er að leigja
myndbands-
spólu en að
fara í bíó
fjögurra manna fjölskyldu kostar
tæplega 3000 krónur í bíó og þá á
eftir að kaupa popp og kók þann-
ig að fjölskyldan eyðir allt að
5000 krónum í bíóferðina. í Víd-
eóheimum getur fjölskyldan aftur
á móti leigt myndbandsspólu fyr-
ir 450 krónur.“
Verðið hefur verið það sama
frá árinu 1991 að sögn Gests og
ekki hafa verið teknar neinar
ákvarðanir um að hækka að sinni.
„Þá má geta þess að við erum
með sérstök afsláttarkort fyrir
viðskiptavini okkar þar sem þeir
fá fimmtu hverju spólu fría en
það samsvarar 20% afslætti.
Gamlar spólur kosta síðan 300
krónur að leigja.“
Fyrir um sjö vikum var tekin
upp sjálfsafgreiðsla í nýrri vídeó-
leigu, Vídeó-24, sem er í eigu
sömu aðila og Vídeóheimar. Gest-
ur segir að slíkt rekstrarfyrir-
komulag sé nýjung hjá mynd-
bandaleigum hérlendis. Þar
afgreiðir viðskiptavin-
urinn sig sjálfur með
krítarkorti en Vídeó-
24 er staðsett á fimm
bensínstöðvum á höf-
uðborgarsvæðinu og í
Fjarðarkaupum^ í
Hafnarfirði. „í Víd-
eó-24 er hægt að fá bestu og nýj-
ustu myndirnar á 300 krónur.
Lága verðið má meðal annars
rekja til sjálfsafgreiðslu og síðan
eru spólurnar á kynningartilboði
eins og er,“ segir Gestur.
Innkaupsverð
hærra en áður
Að sögn Gunnars Más Andrés-
sonar hjá Bónusvideó ehf. sem
reka Bónusvídeó, Toppmyndir og
Vídeóhöllina, á alls 20 stöðum, er
venjan þegar ný útibú eru opnuð
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
í úrtaki könnunarinnar kom í ljós að myndbandsspólur kosta
frá 300 til 500 krónur. Þá bjóða nokkrar leigur upp á afsláttakort.
að bjóða nýjar spólur á tilboðs-
verði. „Eftir ákveðinn tíma hækk-
um við svo verðið.
Fyrir um mánuði hækkuðum
við verð á nýjum myndbandsspól-
um úr 400 krónur í 450 í all-
flestum verslunum okkar og í 500
krónur í Vídeóhöllinni. Verðið í
Vídeóhöllinni er aðeins hærra
meðal annars vegna þess að þar
er meira úrval,“ segir Gunnar
Már og fullyrðir að sé spólan ekki
til í Vídeóhöllinni þá sé hún ekki
til á landinu.
í bæði Bónusvídeóleigunum og
Toppmyndum fylgir ein gömul
mynd með nýrri myndbands-
spólu.
..Hjá okkur hefur verðið ekki
hækkað í rúmt ár. Ástæðu hækk-
unarinnar núna má aðallega rekja
til þess að launakostnaður hefur
hækkað og öll innkaup eru orðin
dýrari. Þetta er ósköp eðlileg
hækkun en þess má geta að
hækkunin á eingöngu við um nýj-
ar spólur, verð á gömlum spólum
stendur í stað en þær kosta 250
til 300 krónur."
milupa
Tilmæli Manneidisráðs og Tannverndarráðs til skólasljóra
Spurt og svarað
LIÐ-AKTÍN
Aðeins léttmjólk og
kalt vatn verði í boði
SKÓLASTJÓRAR allra grunn-
skóla í landinu hafa fengið bréf frá
Tannvemdarráði og Manneldis-
ráði þar sem lagt er til að endur-
skoðað verði hvaða drykkir em
boðnir til sölu í skólum. „Við lögð-
um til að grunnskólar byðu ein-
göngu léttmjólk til sölu en auk
þess yrði auðvelt fyrir bömin að
nálgast kalt vatn,“ segir Laufey
Steingrímsdóttir hjá manneldis-
ráði. „Eins var bent á hve mikil-
vægt væri að mjólkin væri höfð
nægilega köld svo hún sé lystug
fyrir bömin.“ Hún segir ástæðuna
fyrir þessum tilmælum vera að
súrir og sykraðir drykkir sem
gjarnan em á boðstólnum í gmnn-
skólum geti skemmt tennur barna.
Til dæmis geti komið fram gler-
ungseyðing ef sífellt er verið að
drekka ávaxtasafa, jafnvel þótt
um hreinan og annars hollan
ávaxtasafa sé að ræða.
„í ávaxtadrykkjunum er sýra
sem er stundum svo sterk að það
tekur munnvatnið sem er basiskt
langan tíma að eyða henni.“ Hún
segir að auðvitað geti bömin kom-
ið með þá drykki sem þau vilja að
heiman. „Sykraðir mjólkurdrykk-
ir og hreinir ávaxtasafar em si'ður
en svo einhver óhollusta, þetta em
heilsusamlegir drykkir, en neysla
þeirra getur gengið út í öfgar sem
getur verið slæmt fyrir tennum-
ar.“ Hún segir að þetta séu ein-
ungis vinsamleg tilmæli til skólast-
jóra um að endurskoðað verði
hvað börnunum er boðið í skólan-
um. „Við viljum koma í veg fyrir
að skólinn sé beinlinis að hvetja til
sífelldrar neyslu á þessum drykkj-
um,“ segir Laufey, „Við vitum að
sumir þola ekki að drekka mjólk
og þeir geta þá að sjálfsögðu kom-
ið með annan drykk í skólann. Við
viljum hins vegar koma vatninu og
mjólkinni að og völdum léttinjólk
því hún hentar flestum." Hún seg-
ir að þetta eigi að vera auðvelt
með yngstu bömin sem em að
koma úr ieikskólunum þar sem
þau hafa vanist því að fá aðallega
vatn og mjólk. Þetta geti hins veg-
ar orðið erfiðara viðfangs hjá eldri
bömum, og því komi til greina að
koma þessum breytingum á í
áföngum eftir aldurshópum. „Við
vonum að skólastjórar og for-
eldrar taki þessi tilmæli til athug-
unar og kanni hvort hægt sé að
einfalda sölu drykkja í gmnnskól-
um og einskorða hana við það sem
er flestum bömum fyrir bestu.“
Getur mikil viðvera fyrir
framan tölvuskjá haft slæm
áhrif á augun?
„Þetta hefur mikið verið
rætt og skoðað en í þeim
rannsóknum sem gerðar
hafa verið hefur mönnum
ekki tekist að sanna að geisl-
ar frá tölvuskjáum hafi slæm
áhrif á augun eða sjónina,“
segir Friðbert Jónasson, yf-
irlæknir á augndeild Land-
spítalans - háskólasjúkra-
húss.
Hann segir þetta mikið
hafa verið til umræðu fyrst
þegar tölvurnar komu á
markaðinn en núna séu tölv-
ur þannig útbúnar að þær
gefi frá sér mun minni geisl-
un en áður var.
„I Reykjavíkurrannsókn-
inni sem var gerð árið 1996
var þetta meðal annars
kannað og þar sást enginn
marktækur munur á aug-
um eða sjón þeirra sem
unnu mikið við tölvuskjái
og hinna sem gerðu það
ekki.“
Góð fæðubót fyrir
fóLk sem
er með mikið álag
á liðum
SkólavftrAuttlg, Kringlunni 4 Smáratorgi
á axlir
airlift™
SKÓLABAKPOKAR
Byltingarkennd nýjung I bakpokum, loftpúðar á
axlahöldum, minnka álag á axlir og bak.
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
--Skeifunni 19 - S. 5681717 -
Nanoq Kringlunni - Sportver, Akureyri - Sportlíf, Selfossi - Fjölsport, Hafnarfiröi