Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 25 ERLENT Gore með forskot Keokuk í Iowa, Washington. AP. AL GORE, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, sagði í gær að aukinn stuðningur við sig í skoðanakönnunum sýndi að kjós- endur vildu að kosningabaráttan snerist um málefni fremur en ímynd. „Ég tel að eftir því sem fólk beinir sjónum meira að þeim ákvörðunum sem við þurfum í raun að taka, því betur sjái það mismuninn í þessari baráttu," sagði Gore í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gær. Samkvæmt könnun er gerð var á vegum CNN-sjónvarpsins, blaðs- ins USA-Today og Gallup, hefur Gore stuðning 47% aðspurðra; frambjóðandi repúblikana, George W. Bush, hefur stuðning 46%; Ralph Nader, frambjóðandi Græn- ingja, hefur 3% og forsetaefni Um- bótaflokksins, Pat Buchanan, hef- ur 2%. Samkvæmt fleiri könnunum hefur Gore aukið töluvert við stuðning sinn í kjölfar landsþings demókrata er haldið var í síðustu viku. Könnun á vegum frétta- ritsins Newsweek á laugardag sýndi að Gore hafði 48% stuðning en Bush 42% en sú könnun var gerð meðal skráðra kjósenda og slíkar kannanir sýna yfirleitt meiri stuðning við demókrata. Gore náði jöfnu í könnun CNN, USA Today og Gallups með því að hafa um 20 stiga forskot meðal kvenkyns kjósenda en Bush hafði um það bil sama forskot meðal karla. Fulltrúi Gores sagði að þar á bæ byggjust menn við Jafnri og harðri kosningabaráttu alveg þangað til í nóvember.“ Banda- ríkjamenn ganga að kjörborðinu 7. nóvember. Gore hefur í kosningabaráttu sinni m.a. mælt með nákvæmlega skilgreindum skattaívilnunum sem myndu gera millistéttarfólki hæg- ara um vik að greiða fyrir barna- gæslu, umönnun eldra fólks og há- skólamenntun. Bush vill aftur á móti jafna skattalækkun til handa öllum stéttum og myndi það koma best við þá launahærri sem nú greiða mestan tekjuskatt. Gíslarnir á Filippseyjum Menn A1 óu Say- yaf vilja hærra lausnargjald Manila, Tripoli. AP, AFP. EMBÆTTISMENN á Filipp- seyjum reyndu í gær að fá Líbýu- stjórn til að samþykkja að gerð yrði á ný tilraun til að ræða við skæruliða múslima sem um helgi- na hættu skyndilega við að leysa úr haldi 24 gísla sem þeir halda. Lýbíumenn hafa boðist til að greiða lausnargjald fyrir gislana. Stjórnvöld í Lýbíu hafa lengi haft tengsl við uppreisnarmenn múslimaforingjans Abu Sayyaf á suðurhluta Filippseyja er vilja stofna þar sjálfstætt, islamskt ríki en flestir Filippseyingar eru kaþólskir. Menn Abu Sayyaf eru vel vopnum búnir og hafa í haldi alls 24 gísla, þar af 12 vestræna og 12 Filippseyinga, í sumum frétta- skeytum er sagt að Filippseying- arnir séu 16. Meðal fólksins eru níu manns úr hópi vestrænna ferðamanna sem uppreisnar- menn rændu á sumardvalar- staðnum Sipadan í Malasíu í apríl og hafa síðan haldið föngnum í frumskógarbækistöðvum sínum á eynni Jolo. Uppreisnarmenn munu nú krefjast hærra lausnar- gjalds en Líbýumenn vilja borga, meðal annars vilja þeir fá milljón dollara, um 80 milljónir króna, fyrir hvern vestrænan gísl. Aðalsamningamaður Filippseyjastjórnar, Robert Aventajado, sagðist hafa rætt við fulltrúa gíslatakanna, Ghalib „Robot“ Andang, á sunnudag og í gær og hafði eftir uppreisnar- mönnum að þeir væru fúsir að veita gíslunum frelsi ef ákveðnir „hnökrar" yrðu fjarlægðir. Marg- ir óttast að uppreisnarmennirnir muni nota lausnarpeningana til að kaupa meira af vopnum. Líbýumenn segja að gíslatöku- mennimir fái féð ekki í hendur heldur verði það notað til þróun- araðstoðar á svæðum múslima. Reuters Atta farast í árekstri í Austurríki ÁTTA þýsk ungmenni iétust er flutningabíll með tengivagni lenti á tveggja hæða rútu á þjúðvegi vestur af Vín, höfuðborg Austur- ríkis, aðfaranútt mánudags. 23 ungmenni til viðbútar slösuðust í árekstrinum og er að minnsta kosti ein stúlka í lífshættu. Unnið hefur verið að vegafram- kvæmdum á þeim kafla þjúðveg- arins er atburðurinn átti sér stað og hafði akreinum vegarins verið fækkað um helming. Að sögn lög- reglu var flutningabfllinn á of mikilli ferð og svo virðist sem tengivagn hans hafi risið upp á rönd og rifíð opna efri hæð rút- unnar með fyrr greindum afleið- ingum. 63 ungmenni, á aldrinum 15-19 ára, voru um borð í rútunni sem var á leið frá Þýskalandi til Ung- verjalands, en þar ætluðu ung- mennin að dvelja í hálfsmánaðar sumarfríi sínu. Þjúðvegurinn þar sem áreksturinn átti sér stað er með fjölfarnari vegum Austurríkis og liggja tvær akreinar hvor í sína áttina. Á þeim kafla er vegafram- kvæmdirnar stúðu yfír lá hins vegar einungis ein akrein í hvora átt og varð því að loka veginum fyrir allri umferð í nokkra tíma eftir áreksturinn sem olli tals- verðri umferðarteppu. Hlutfallslega farast fleiri í um- ferðarúhöppum í Austurríki ár hvert en nokkru öðru rfki í Evrúpu. og þægindi í fyrirrumi Intra stálvaskarnir hafa um ára skeið verið leiðandi hvað varðar gæði og glæsileika, auk þess að hafa hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir frábæra hönnun. Stálvaskarnir fást í mörgum stærðum og gerðum. T6Í1GI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is Hvort sem þú ert að leita að breyttum eða óbreyttum Isuzu getum við boðið þér tilboð svo um munar á Isuzu dögum Bílheimar ehf Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000 www.bilheimar.is Umboðsmenn um allt land Tilboðsverð á Isuzu dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.