Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 35

Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 35 Island í máli og myndum BÆKUR Kynningar og konnslnbók SVONA ER ÍSLAND í DAG Ritstjórar: M.E. Kentta, Gabriele Stautner og Sigurður A. Magnús- son. Háskólaútgáfan. 2000. - 148 bls. ISLAND er sennilega dálítið merkilegt land og Islendingar mögn- uð þjóð, jafnvel ofar skilningi ann- arra, ef marka má ávarpsorð forseta Islands í riti um Island og Islendinga sem nefnist Svona er ísland í dag. Hann líkir þjóðfélaginu við gossvæði í andlegum skilningi en bendir jafn- framt á hina friðsælu hlið samfélags- ins. „Heimsókn til Islands getur líka sannfært gesti um að draumurinn um hið friðsæla og opna lýðræðislega samfélag án ofbeldis og ógna - óska- land heimspekinga og hugsuða allt fi'á fornum dögum Aþenu og Rómar til nútímans - er ekki óraunhæf ósk- hyggja heldur lifandi veruleiki á eyju í Norður-Atlantshafi.“ Sennilega eru þeir ófáir Islending- amir sem hafa þessa sýn á Island. Hér er friðsæll blettur í norðrinu. Þannig er líka mynd Islands eins og hún birtist í bók þeirri sem hér er fjallað um. í henni eru svipmyndir í máli og myndum af íslandi samtím- ans. Þetta er glæsileg bók með fjölda góðra textabrota og mynda. Að henni standa M.E. Kenetta sem valið hefur texta og búið þá til prentunar, Gabr- iela Stautner sem séð hefur um fal- lega hönnun bókarinnar og Sigurður A. Magnússon sem þýtt hefur text- ana yfir á ensku. En höfundar efnis eru flestir blaðamenn og jjósmyndar- ar Morgunblaðsins og úr því blaði eru textamir og myndimar valdar. Tilgangur þessa rits mótar að verulegu leyti innihaldið. Það er í senn ætlað til kynningar á landi og þjóð og til að vera kennsuefni í ís- lensku fyrir útlendinga. Vegna þessa tilgangs sjáum við fyrst og fremst hinar betri hliðar landsins í ritinu. Þar er þó ekki beinlínis dregin upp glansmynd af landi og þjóð heldur áhersla lögð á dagleg störf, sérkenni náttúm og mannlífs. Textabrotin em jafnan stutt, hnitmiðuð og læsileg, efnisflokkamir skýrir og afmarkaðir og myndimar sem standa með text- unum em margar hverjar frábærar. Að auki era upplýsandi millikaflai-. Meginefnið er á íslensku en aftar í bókinni fylgja þýðingar á ensku. Ég fæ ekki betur séð en að með bókinni nái höjúndar helstu mark- miðum sínum. í lokin verð ég þó að gera tvær athugasemdir við ritið. Báð- ar era að visu minniháttar. Önnur er sú að ritstjórinn, M.E. Kentta, gefur erlendum lesendum upplýsingar um framburð einstakra hljóða íslenskunn- ar og þar gætir misskilnings varðandi tvíhjjóðið au en höfundur segir það borið fram sem oi í coin. Það er raunar nær því að segja að tvíhljóðið sé borið fram sem öí en það hljóð er sennilega vandfundið í enskum orðum. Hin at- hugasemdin varðar titil bókarinnar. Mér var það innprentað á unglingsár- um að í dag í merkingunni nú á tímum væri fremur enska eða danska en ís- lenska. Það er ef til vill íhaldssemi af minni hálfu að finnast útlenskubragur á þessu orðasambandi og það jafnvel þótt daglega sé sagt á einni sjónvarps- stöðinni að svona sé Island í dag. Þetta særir þó af einhverjum ástæðum málkennd mína. Hvað sem því líður er Svona er Island í dag glæsilegt rit og ánægjulegt að svo vel sé vandað til kennsluefnis. Skafti Þ. Halldórsson Iðjuþjálfun - Árið 1987 lauk Guðrún Árnadóttir við meistara- ritgerð sína um matstækið A-ÓNE sem notað er í iðjuþjálfun. Síðan þá hefur matstækið hlotið mikla útbreiðslu og alþjóðlega viðurkenningu. Sif Sigmarsdóttir tók Guðrúnu tali sem og þau Ann Burkhardt og Glen Gillen sem komu hingað til lands frá Bandaríkjunum til að nema af Guðrúnu. Morgunblaðið/Golli Bandaríkjamennirnir Glen Gillen og Ann Burkhardt sátu námskeið hjá Guðrúnu Árnadóttur iðjuþjálfa (í miðið) þar sem fjallað var um iðjumatstækið A-ONE, sem Guðrún hefur þróað. Alþj óðlegt mats- tæki í iðjuþjálfun Útvarpsleikhúsið Leikrit um íslenska fíkniefnaheiminn ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ framflytur nú framhaldsleikriti eftir Andrés Indriðason í leikstjórn Óskars Jónas- sonar. Leikritið nefnist Upp á æra og trú og er að sögn Andrésar samið með hlið- sjón af samnefndri skáldsögu hans sem út kom 1987. „Leikritið fjall- ar um unga stúlku sem hefur ánetj- ast eiturlyfjum og ungum pilti sem starfar í sjoppu. Leiðir þeirra tveggja liggja saman að næturlagi en sagan gerist öll á einum sólarhring," sagði Andrés í samtali við Morgun- blaðið. „Þriðja aðalpersóna verksins er félagi stúlkunnar frá því áður, eins konar draugur úr fortíðinni, sem hef- ur setið inni á Litla-Hrauni í eitt ár en er nú laus og vill taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.“ Andrés hefur samið fjölda bóka fyrir böm og unglinga og einnig leikrit fyrir sjónvarp og útvarp. Hann kveðst hafa breytt sögunni talsvert fyrir hinn nýja miðil en einn- ig hafi hann endurskrifað ákveðna hluta hennar með hliðsjón af því að 13 ár era liðin frá bókin kom út. „Margt hefur breyst á þeim tíma þótt í grandvallaratriðum megi segja að heimur eiturlyfjanna sé kannski sá sami. Ég kynnti mér þessi mál nokk- uð vel á sínum tíma og aftur núna en sagan er þó ekki byggð á persónu- legri reynslu minni,“ segir Andrés. Óskar Jónasson leikstýrir nú í fyrsta sinn hjá Útvarpsleikhúsinu en hann er þekktur fyrir kvikmynda- leikstjóm. Leikritið er flutt á Rás 2 á mánudaga til fimmtudaga kl. 13.05 en á laugardögum verða allir þættir vikunnar endurfluttir á Rás 1. Andrés Indriðason Leiðrétt frá Reykjavík - Menningarborg í SÉRBLAÐI Morgunblaðsins um dagskrá menningarborgarinnar síð- astliðinn laugardag urðu mistök í kynningu sem era alfarið á ábyrgð menningarborgarinnai-. í umfjöllun um hátíðartónleika Blásarakvintetts Reykjavíkur hinn 26. september næstkomandi var því haldið fram að Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld hefði samið verk fyrir kvintettinn sem yrði frumflutt á tónleikunum. Hið rétta er að Tryggvi Baldvinsson hefur samið verk fyrir Blásarakvint- ett Reykjavíkur sem framflutt verð- ur við þetta tækifæri. Hjálmar H. Hjálmar H. Tryggvi Ragnarsson Baldvinsson Ragnarsson tónskáld semur hins vegar nýtt hljómsveitarverk sem flutt verður á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Islands í Háskólabíói hinn 7. desember næstkomandi. Ailir hlutaðeigandi eru beðnir innilega velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Reykjavík - mcnningarborg. • Matstækið metur færni við athafnir daglegs lífs og tjáskiptahæfni. • Einstaklingar með skert tauga- atferli hafa gagn af matstækinu. LOKIÐ er viku námskeiði Guðrúnar Ámadóttur MA og dósents í iðju- þjálfun við Háskólann á Akureyri þar sem fjallað var um iðjumatstækið Ámadóttir: Mat á athöfnum daglegs lífs á taugaatferli (Ámadóttir OT-ADL Neurobeha- vioral Evaluation) eða A-ONE sem Guðrún mótaði. Matstækið, sem notað er við iðju- þjálfun, segir Guðrún vera til að meta færni við framkvæmdir dag- legs lífs svo sem að klæða sig og snyrta, borða, fara um og hæfni til tjáskipta. Jafnframt er metin skerðing á hæfnisþáttum sem draga úr færni við iðju og hvaða taugaeinkenni valda því að viðkom- andi er ekki sjálfbjarga. Matið hlotið mikla útbreiðslu Sérstaða matsins sem Guðrún hefur þróað er sú að metið er sam- tímis færni við framkvæmd dag- legra athafna og þau einkenni sem hindra framkvæmd. „Að gera hvort tveggja í senn er nýjung,“segir Guðrún. Upphafið af matstæki Guðrúnar er meistaraprófsverkefni hennar sem hún lauk við árið 1987 og í framhaldi var það gefið út af banda- rísku útgáfufyrirtæki árið 1990. Matstæki Guðrúnar hefur hlotið þó nokkra útbreiðslu meðal iðju- þjálfa sem vinna með einstaklinga sem hafa einkenni frá miðtauga- kerfi og skert taugaatferli. Guðrún segir matið flókið og auðvelt að fara út af sporinu við framsetningu þess og stigagjöf án þjálfunar. Námskeið fyrir erlenda iðjuþjálfa Því hefur verið komið upp 40 kennslustunda námskeiðum sem eiga að tryggja áreiðanleika við notkun matsins. Mörg slík nám- skeið hafa verið haldin í Evrópu, Norður-Ameríku, Ástralíu og Ásíu á fjóram tungumálum; ensku hol- lensku, íslensku og dönsku. Skil- greiningar A-ONE, auk alls kennsluefnis, hafa verið þýddar á hollensku og dönsku úr ensku. Svo mikil ásókn er í námskeið Guðrúnar víða um heim að hún ann- ar ekki eftirspurn. Hefur hún tekið upp á því að þjálfa erlenda iðju- þjálfa upp í að gerast svokallaðir A- ONE leiðbeinendur. Þau Ann Burkhardt og Glen Gillen stunda slíkt nám undir leiðsögn Guðrúnar. Burkhai’dt og Gillen eru iðju- þjálfar við endurhæfingarstofnun Columbia-Presbyterian Medical Center og verknámsleiðbeinendur í iðjuþjálfun við College of Physic- ians and Surgeons við Columbia- háskóla í New York. Einnig era þau ritstjórar bókarinnar Endurhæfing eftir heilablóðfall: Færnimiðuð nálgun (Stroke Rehabiliation: A Function Based Approach). Burkhardt og Gillen segja Guð- rúnu og matstæki hennar þekkt víða um heim og því sé það heiður að fá að læra af henni. „Margir starfsfélagar okkar öfunda okkur af því að hafa fengið að koma hingað og læra af Guðrúnu", segir Gillen. Verkum Guðrúnar er lýst í helstu bandarísku kennslubókum sem ætlað er að kenna iðjuþjálfun. Hún hefur öðlast alþjóðlega viðurkenn- ingu, segja Burkhardt og Gillen. Þjálfun Burkhardt og Gillen felst einkum í því að þau aðstoða Guð- rúnu við námskeið þau sem hún kennir. Eftir að hafa notið leiðsagn- ar hennar um tíma og aðstoðað við að minnsta kosti fimm námskeið geta þau tekið að sér að leiðbeina öðram. í tengslum við námskeið Guðrún- ar hélt Gillen fyrirlestur um röskun á hreyfígetu undir heitinu heft hreyfigeta (Constrained - Induced Movement Therapy). Um er að ræða nýja aðferð til að meðhöndla röskun á hreyfifæmi eftir heila- blóðfall. Aðferðin hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar en hún felst í því að þjálfa veikari hlið líkamans og nota hana jafnt á við hina heilbrigðu eftir heÚablóð- fall. KOSTABOÐ Allt aö afsláttur Fagleg rábgjöf Fullkomin tölvuteiknun Fyrsta flokks hönnunarvinna hátiIniba(íhúsn. rörtx)síMt 5524420 riform

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.