Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 40

Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hraðar, núna, strax! Oþolinmœðin erhin nýjaplága, afsprengi daglegrar umgengni við hraðsuðukatla, hraðbanka, hraðsendingar, hraðfrystihús... Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur INÓVEMBER árið 1863 andaðist Friðrik VII, konungur yfír Danmörku og þar með íslandi. í hálft ár höfðu íslenskir þegnar dönsku krúnunnar ekki hugmynd um að kóngur væri fallinn frá, þar sem fréttin um andlát hans barst ekki hingað fyrr en 4. apríl 1864. Árið 1271 lagði Marco nokkur V^Polo af stað frá Feneyjum og ferð- aðist austur um Silkiveg þar til hann kom þangað sem hann ætl- aði, til Shangdu í Kína. Áfanga- staðnum náði hann árið 1275. t/inurtDC Núeruhins VIUHUKf vegar aðrir tímar. Nú líða ekki lengur ár frá því menn leggjauppí ferðalög og þar til þeir ná landi. Breiðþotur fara daglega á milli Evrópu og Kína og skila farþeg- um á áfangastað á hálfum sólar- hring. Stórfréttir eru ekki lengur sendai' með skipum þegar gefur, heldur með símskeytum, símum og tölvupósti og eru um leið á allra vitorði. Stórkostlegar framfarir í tækni og samgöngum hafa skilað okkur breyttum heimi og gjör- breyttri afstöðu til þess sem kall- ast tími. Nú er ekki lengur mælt í dagleiðum, nú er mælt í megabæt- um á sekúndu. Allt er hægt að komast á örskotsstundu og allt gerist þegar í stað. Beinar út- sendingar í sjónvarpi, beinlínu- samband við alþjóðlega viðmæl- endur, beingreiðslur í viðskiptum, beint flug til sólarlanda. Engar siglingar, engar biðraðir. Liðin er sú tíð þegar allt hafði sinn tíma, eins og sagt var. Nú er öldin önnur í bókstaflegri merk- ingu; 21. öldin, þar sem allt hefur aðeins einn tíma: núna. Þessi bylting hefur haft marg- vísleg áhrif á hugsanir og hegðun fólks í hraðskreiðustu þjóðfélög- unum. Ekki það að við hugsum endilega hraðar, og þó. Kannski gerum við það líka. En fyrst og fremst eru áhrifin þau að við vilj- um helst láta hugsa fyrir okkur. Við höfum ekki tíma til þess að pæla. Tölvurnar eiga að gera eins mikið og mögulegt er, símarnir eiga að muna fyrir okkur númer- ' in, örbylgjuofnamir eiga að hita matinn, búðarkassarnir eiga að reikna út afganginn. Tíminn er peningar og við verðum að flýta okkur til þess að græða sem mest. Sú óstjórnlega hraðadýrkun sem tröllríður nútímasamfélagi kallar á nýjar dyggðir en hefur um leið útrýmt öðrum. Þeirra helst er þolinmæðin. Meðan bréf bárust með skipum frá útlöndum og dagblöðum var dreift með landpósti, var fólk vant því að bíða. Anda djúpt. Drepa tímann. Það vissi að heimurinn myndi ekki ^farast þótt fáeinar mínútur liðu án þess að nokkuð gerðist. Jafnvel fáeinir dagar. Nú er bið hins veg- ar kölluð töf eða seinkun og talin ámælisverð sem slík. Við seinkun liggja jafnvel sektir í ýmiss konar viðskiptum og þjónustu. Óþolinmæðin er hin nýja plága, - afsprengi daglegrar umgengni við hraðsuðukatla, hraðbanka, hrað- sendingar, hraðfrystihús... Þegar hægt er að kaupa sultu úti í búð er engin ástæða til þess að rækta rabarbara, taka hann upp, skera stilka, hreinsa, sjóða og sulta. Þegar hægt er að þjóta gegnum jarðgöng er engin ástæða til þess að aka kringum fjallið. Sjálfsagt er það gott og blessað að fólk lifi hratt ef það hefur til þess orku og aðstæður. Og það er ábyggilega mörgum fagnaðarefni að hraði í öðru veldi, hinn svo- nefndi háhraði, sé kominn til skjalanna í gagnaflutningum. Hann mun án efa snúa sveif sam- félagsins enn hraðar. En þegar flýtirinn verður að ógn hlýtur hins vegar að vera ástæða til þess að endurskoða fögnuðinn. Umferðarslys eru eitt augljós- asta dæmið um þá ógn sem af hraða og óþolinmæði stafar. Or- sakir slysa eru reyndar vissulega af margvíslegum toga og við sumt verður aldrei ráðið, en einn af áhættuþáttunum hlýtur samt að vera of hraður akstur. Of hraður miðað við ytri aðstæður eða of hraður miðað við viðbragðshraða þeirra sem í hlut eiga. Því þótt við höldum okkur geta hugsað hratt, skipta sekúndubrot máli þegar ökutæki mætast á miklum hraða. Þá er lítið svigrúm fyrir hugar- leikfimi eða skipanir til handa sem stjóma stýri eða fóta sem eiga að stíga á hemla. Viðbragðsflýtir líkamans er háður takmörkunum þótt farartækið kunni að vera í fluggír. Á Islandi er hraðakstur sérlega mikið hættuspil þar sem gatna- og vegakerfið hefur ekki haldið í við þær taktbreytingar sem orðið hafa á daglegu lífi. Hér eru engar hraðbrautir og því síður hraðlestir til þess að skila þeim sem vilja á milli staða. Samt sem áður vill fólkið sem á hraðsuðukatlana og háhraðanetin halda dampi og þeg- ar það er reynt á gömlu þjóðveg- unum og einbreiðu brúnum er voðinn vís. Hið sama gerist í þétt- býlinu, þar má enginn vera að því að bíða á rauðu ljósi - þar hefur enginn tíma til þess að lenda fyrir aftan silakepp: Ég þarf að drífa mig á bílasölu, fá mér hraðskreið- ari bíl, kaupa geisladisk með hrað- ari tónlist í takt við hjartsláttinn í sjálfum mér, ég þarf að fara með fötin mín í hraðhreinsun, ná í myndir úr hraðframköllun, ég þarf að komast í búðina því fyrst- ur kemur fyrstur fær, ég þarf að hraða mér gegnum bæinn, framúr þessu fólki sem er fyrir mér... Ljóshraði öðlast nýja merk- ingu; það er hraðinn sem þarf að aka á til þess að ná grænu Ijósi. Hljóðhraði öðlast nýja merkingu; það er hraðinn sem þarf svo það ískri í dekkjunum í beygjum. Það er ekki hægt að fara hægt. Þetta er framtíðin. Þannig snýst hringekjan í heimi þar sem allir eru að flýta sér. Flýta sér að ná í skottið á sjálfum sér. Óþolinmæði er dyggð því tím- inn er peningar og allir þurfa að græða. Ekki á morgun. Ekki seinna. Heldur strax. VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON + Vilhjálmur Vil- hjálmsson fædd- ist á Fæðingarheim- ilinu við Eiríksgötu í Reykjavík 2. ágúst 1980. Hann andaðist í Leiru 15. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru Sigrún Birna Ólafs- dóttir, f. 4.9. 1950 og Vilhjálmur Ket- ilsson, f. 13.4. 1950. Systkini Vilhjálms eru: 1) Garðar Ket- ill, f. 15.10. 1967, kvæntur Kristínu Jónu Hilmarsdóttur, f. _ 25.1. 1964, þeirra börn eru Ásgeir Elvar, f. 4.9. 1991, Brynjar Freyr, f. 30.7. 1995 og Katla Rún, f. 11.6. 1999. 2) Margeir, f. 2.2. 1972, barnsmóðir hans er Kitty Johansen f. 11.8. 1974, þeirra sonur er Viktor Thulin, f. 6.7. 1995. 3) Ásgeir, f. 18.4. 1973, d. 12.5. 1973. 4) Svanur, f. 6.3. 1977. 5) Vala Rún, f. 9.12. 1982, unn- usti hennar er Guð- mundur K. Steins- son, f. 21.10. 1978. Vilhjálmur ólst upp hjá foreldrum og með systkinum sínum í Keflavík. Hann sótti grunn- skólanám sitt í Myllubakkaskóla og Holtaskóla í Kefla- vík. Vilhjálmur út- skrifaðist sem stúd- ent í maí sl. frá Verzlunarskóla Islands. Hann starfaði mörg sumur við golfvöllinn í Leiru. Sl. tvö sumur hefur hann starfað hjá bflaleigunni Geysi í Reykja- vík. títför Vilhjálms fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er lygnt og fallegt síðsumar- kveld, þegar ungur maður kemur heim til sín úr vinnunni léttur í lund og fasi og gefur mömmu sinni koss. Hann er sæll en þreyttur, eftir skemmtilega viku á landsmóti kylf- inga og segir okkur frá þegar við snæðum léttan kvöldverð. Reyndar hafði hann verið á ferðinni kvöldið áður og komið heim nokkru eftir miðnætti. Þá var hann búinn að vera í góðu sambandi við okkur dagana, sem hann dvaldi á Akureyri og róm- að návist félaganna og veðursældina. Hann vissi að þessa sömu helgi yrð- um við og kærir frændur hans þrír með okkur í sumarbústaðnum í Skorradal. Sérstaklega þess vegna vildi hann fá að fylgjast með, hann vissi frá eigin barnæsku að ævintýr- in eru mörg sem gerast þar. Síðsumarkveldið gengur hann snemma til hvílu og hverfur í draumaheima svefns og hvíldarinn- ar. Á meðan koma vinir okkar í heim- sókn, sem hann þekkti vel til og vissi um áætlanir hópsins og umræðuefni kvöldsins. Þar eru ánægjulegar ákvarðanir teknar sem vekja gleði og kátínu hópsins, sem leiðir okkur öll út í kyrrt og fagurt kvöldið. Á þeirri stundu kemur elskulegur drengurinn okkar Vilhjálmur fram klæddur uppáhalds tískunáttbuxun- um sínum, síðerma blárri flíspeys- unni sinni. Hann gengur fáskiptinn fram hjá gestunum, en svarar því til þegar hann er spurður hvort hann sé að fara út á náttbuxunum, að hann ætli aðeins að skreppa út í bíl. Gestirnir halda til síns heima. Við tekur venja heimilisins og einn hluti þess er að útbúa nesti Vilhjálms. Mamma fer og leitar eftir svari hans, en þögnin ein ríkir í herbergi hans. Við göngum til náða, en hvert hefur hann farið á þessum tíma dauð- þreyttur? Reynt er að ná í hann sím- leiðis, en enginn svarar. Ástkær Vala Rún systir hans leitar hans meðal vina, en enginn Vilhjálmur sézt. Ör- væntingin grípur fljótt um sig, ein- hverra hluta vegna og undirmeðvit- und okkar allra í gangi. Á þeirri stundu getum við foreldrarnir ekki með nokkru móti fest svefn og ég klæði mig og fer út til að leita. Ek sem leið liggur út í Leiru og spyr sjálfan mig; „Hvers vegna þangað"? „Hvert hefur hann farið“? Þegar skálinn í Leiru birtist sjónum mínum í myrkrinu, sem er að leggjast yflr af fullum þunga sést í bifreið við skál- ann. Um leið vaknar von, en ein- hverra hluta vegna fylgir henni ótti. Óttinn er alls ráðandi og myrkrið nístandi kalt í brjósti mínu þegar þangað er komið, en öllum óþægileg- um ónotatilfinningum er ýtt í burtu með viljann og vonina að vopni. Eng- inn svarar köllum mínum út í myrkr- ið, né bróðurins Garðars. Það sest að okkur hrollur nátt- myrkursins og við erum hjálpar- vana. Heima sitja angistarfullar mæðgur ásamt bróðurnum Margeiri og óttinn og sorgin ræður ríkjum á heimilinu þar sem nokkrum stund- um áður ríkti gleði. Við þessar kring- umstæður varð ekki ráðið og við köll- um eftir aðstoð lögreglunnar og hjálparsveitar skáta. Ástkæri sonur okkar og bróðir er allur. Eftir sitjum við hnípin sem unnum honum og fáum engin svör við spurningum okkar. Vilhjálmur var heill og hamingjusamur ungur maður. Indæll, ljúfur, skapgóður, vinsæll og hvers manns hugljúfi. Framtíðaráformin voru sett, hvað sneri að vinnu í vetur, námi á næsta ári eða fyrirhuguðu ferðalagi okkar feðga í september. Hann átti þá ósk heitasta að við færum allir saman. Systkinaböndin voru þétt ofin og samheldni þeiiTa allra eins og best verður á kosið. Við viljum trúa því að að elskulegur sonur okkar, hafi horf- ið úr þessari jarðvist í draumaheimi svefns og vaknað á æðra tilverustigi. Vilhjálmur átti til að ganga um heim- ili sitt í svefni, og þá yfirleitt stuttu eftir að hann lagðist til svefns, án þess að muna nokkuð daginn eftir. Á það viljum við trúa og látum almætt- ið um að dæma. Þegar Vilhjálmur var aðeins tveggja ára var hann þegar altalandi. Einhvern tíma á þriðja ári spurði hann ; „Pabbi, hvar verð ég ef þú deyrð“. „Vertu ekkert að hugsa um það núna, mamma er líka til og ég dey vonandi ekki á meðan þú ert lít- ill,“ var svarið. „En pabbi minn ég ætla aldrei að fara frá ykkur, ég ætla alltaf að vera heima.“ I tuttugu ár fengum við að njóta návistar hans og hann fór aldrei langan tíma frá okk- ur þessi ár. Nú ertu farinn, elsku vinurinn minn, og við fáum engu þar um breytt. En mikið erum við þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í þessi tuttugu ár, sjá þig vaxa úr grasi, þroskast, eflast, menntast og með séreinkennin mikið og ljóst liðað hár. Við söknum þín sárt. Heyrum ekki lengur fótatak þitt í stiganum, fínnum ekki faðmlög þín, vantar væntumþykju þína, söknum ná- kvæmni þinnar, vildum sitja hjá þér við tölvuna, sjá þjálfaða rithönd þína vinna, allt horfið á augabragði. Breytingar á lífi okkar verða mikl- ar, verðmætamat veraldlegra hluta verður hjóm eitt í okkar huga. Við myndum skipta á öllu okkar til að fá þig aftur, en því er ekki til að skipa. Blákaldur veruleikinn blasir við okk- ur, þú ert farinn. Elsku sonur sæll, farðu í friði, al- góður Guð mun sjá þér fyrir verkefn- um. Við bíðum okkar tíma og hlökk- um til að fá að faðma þig að nýju. Við munum setja þessa setningu úr Passíusálmunum á legsteininn þinn, þá sömu og er á leiði bróður þíns Ás- geirs; Vil ég nú hjartans feginn fá frelsari minn að vaka þér hjá. Guð blessi þig og minning þín mun lifa með okkur alla ævi. Hafðu þökk fyrir að vera okkur ljúfur sonur og sofðu rótt, elsku Vilhjámur okkar. Mamma og pabbi. Elsku kæri stóri bróðir minn. Ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn frá mér. Ég hélt að þú yrðir hjá mér allt mitt líf. Ég veit samt sem áður að þó að þú hafir farið, muntu alltaf vera hjá mér. Þetta kvöld, þetta bjarta sumar- kvöld komstu heim og ég var ekkert búin að hitta þig. Mikið er ég fegin að hafa farið og kysst þig, ég var svo rosalega fegin að sjá þig. Svo fórstu inn og ég hélt áfram því sem að ég var að gera. Svolítilli stundu seinna fór ég líka inn og tók þá eftir því að þú varst sofnaður. Asinn í mér þegar ég var að fara út seinna um kvöldið var þvílíkur að ég gleymdi að slökkva á sjónvarpinu hjá þér og kyssa þig góða nótt. Símtalinu sem ég fékk svo seinna um kvöldið frá pabba okkar gleymi ég aldrei. Þá sá hann að þú varst ekki heima og klukkan var orðin svo margt. Mamma sagði að þú hefðir farið og ætlað aðeins að skreppa út í bíl um ellefuleytið, á sama tíma og allt fólkið í saumaklúbbnum var að fara. Ég vissi um leið að það var eitt- hvað skrítið við þetta allt saman þannig að ég sagði pabba að ég skyldi nú fara að leita að þér. Ég leit- aði og leitaði en ég fann þig ekki. Svo ætlaði ég að fara út í Leiru en það var eins og það héldi mér eitthvað frá því. Ætli það hafi ekki bara verið þú. Ég fór heim til mömmu okkar og pabbi fór út að leita og gá að þér með Gæa bróður okkar. Eg get ekki lýst þeirri angistartilfinningu sem greip mig þegar ég settist á svörtu komm- óðuna uppi hjá okkur og það var eins og því væri hvíslað í eyrað á mér hvar þú værir. Ég hringdi strax í pabba og þávar einmitt verið að leita að þér þar. Ég hélt alltaf í vonina um að þú kæmir aftur til okkar og mund- ir setjast niður inni í eldhúsi og fá þér mjólk og kleinu með mér. En svo fundu þeir þig, engillinn minn, og þá varstu farinn frá mér. Okkur öllum. Þegar ég sit hérna og hugsa um allt sem ég og þú áttum eftir að gera, hvað við vorum búin að vera að gera og allt sem að við höfum brallað sam- an í gegnum tíðina þá færist yfir mig gleðitilfinning. Þú varst alltaf svo glaður og það geislaði af þér góð- mennskan og ljúfleikinn. Þú varst alltaf hvers manns hugljúfi, elsku drengurinn minn. Þú varst mín fyrir- mynd allt þitt líf, jafnvel þó svo að ég hafi aldrei látið þig vita af því. Ég gleymi því aldrei hvað þú varst alltaf góður við mig, þú vildir alltaf allt fyr- ir mig gera. Þú vildir bara yfirleitt allt fyrir alla gera. Enda varstu gull af manni og það vissu það allir sem þig þekktu. Mig langar að þakka guði fyrir það að hafa fengið að eiga þig sem bróður og fyrir að hafa feng- ið að þekkja þig eins og enginn annar þekkti þig. Þú varst eitt skærasta ljósið í mínu lífi og núna verð ég að læra það að lifa í dimmunni í svolít- inn tíma. En ég veit að þótt þú sért farinn á minningin um þig eftir að lýsa mér alveg jafnskært í gegnum allt sem ég á eftir og þú átt eftir að gefa mér allan þann styrk sem ég þarf til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Elsku Villi rninn, elsku ástkæri stóri bróðir minn. Ég elska þig, ég sakna þín og veit að það verður þú sem tekur á móti mér þegar mitt kall kemur. Þitt kall kom allt of fljótt, en eins og máltækið segir; Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska; og þeir elskuðu þig svo sannarlega. Minningin um fallegasta, besta og yndislegasta bróður í heimi mun lifa að eilífu í hjarta mínu. Ég bið góðan Guð að vaka yfir þér kæri bróðir. Villi, takk fyrir að hafa verið til. Vertu Guð faðir, faðir minn ífrelsarans Jesúnafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (H.Pét.) Þín litla og eina systir, Vala Rún. Þriðjudaginn 15. ágúst var dyra- bjöllunni hringt hjá mér þar sem ég bý í London. Mér til mikillar undrun- ar var þar kominn Maddi bróðir minn og hann færði mér þær verstu fréttir sem ég hef nokkur tíma feng- ið, að Villi litli bróðir minn hefði dáið í nótt. Það eina sem ég gat sagt var:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.