Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNAS
SVEINSSON
+ Jónas Sveinsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 23.
september 1937.
Hann lést á Land-
spítalanum Fossvogi
13. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ragnhildur Jó-
hannsdóttir, f. 14.8.
1904, d. 8.5. 1972, og
Sveinn Jónasson, f.
9.7. 1902, d. 26.12.
Í981. Systkini Jón-
asar eru Guðfinna,
búsett á Eyrar-
bakka, Sigurður,
búsettur í Hafnarfirði, Jóhann
Bergur, búsettur í Keflavík,
Nína, d. 30.6. 1990, Víkingur,
búsettur í Keflavík, og Hrafn-
hildur, d. 1.6. 1997.
Með fyrri eiginkonu sinni
Hönnu Matras eignaðist Jónas
Hann Jónas bróðir minn hefur
kvatt þennan heim, eftir að hafa
glímt við illvígan sjúkdóm um
nokkra hríð og þrátt fyrir harða vöm
og dugnað í baráttunni þá tapaðist
tvö börn. Þau eru,
Thelma Matras, f.
22.7. 1962, og
Sveinn Matras, f.
2.12. 1963, sem bú-
sett eru í Dan-
mörku. Með seinni
eiginkonu sinni,
Önnu Pétursdóttur
eignaðist hann tvö
böm, Dagmar Lilju,
f. 19.7. 1970, í sam-
búð með Kára Halls-
syni, á hún fyrir
einn son Pétur Má,
f. 9.8. 1989, Svan-
hildi Fjólu, f. 6.2.
1973, í sambúð með Asmundi Vil-
hjálmssyni og eiga þau tvær dæt-
ur, Maríönnu Björk, f. 23.4. 1996
og Rebekku Sól, f. 14.11. 1998.
Útfór Jónasar fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
orrustan á Borgarspítalanum að
morgni sunnudagsins 13. ágúst síð-
astliðinn. Hann var sá fimmti í systk-
inahópnum, sem taldi samtals sjö,
fæddur 1937 og sigldi jafnan rólegan
•<r*
+
Ástkær unnusta mín, dóttir okkar, systir og
barnabarn,
HELGA SJÖFN FORTESCUE,
Grýtubakka 6,
verður jarðsett frá Grensáskirkju miðviku-
daginn 23. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
>
Rúnar Þór
Oddný Inga Fortescue,
Ottó Svanur Markússon,
Sigríður María Fortescue,
Helgi John Fortescue,
Markús Sigurðsson,
Reynisson,
Sigurjón Skæringsson,
Jón Ingi Ottósson,
Björn Kjartansson,
Kristjana Einarsdóttir,
Sjöfn Ottósdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA ÞORVALDSDÓTTIR,
Guðrúnargötu 3,
' Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 16. ágúst sl., verður
jarðsungín frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
23. ágúst kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Krabbameins-
félagsins.
Anna María Bragadóttir,
Atli Bragason,
Kristján Bragason,
Bragi Bragason,
Ingveldur Björk Bragadóttir,
Viðar Bragi Þorsteinsson,
Ólöf Leifsdóttir,
Ásta Margrét Jóhannsdóttir,
Guðmundur Jónsson,
Kolbrún Anna Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur sambýlismaður minn og bróðir,
REYNIR LUDVIGSSON
bókbindari,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnu-
daginn 20. ágúst sl.
Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda,
Signý Ólafsdóttir,
Agnar Ludvigsson.
Lokað
Vegna útfarar GUÐNA Þ. GUÐMUNDSSONAR, verður skrifstofa
söngmálastjóra þjóðkirkjunnar lokuð þriðjudaginn 22. ágúst.
sjó í gegnum lífið og þurfti aldrei að
flýta sér til að komast sína leið. Lífs-
klukkan hans var stillt á kvöldið, líkt
og var hjá henni ömmu í Kvíhólma
og þá var hans besti tími sólar-
hringsins til framkvæmda. Jónas var
vel ættrækinn maður og taldi það
ekki eftir sér að líta við hjá vinum og
kunningjum þegar hann var á ferð-
inni á frídögum sínum og var þá al-
veg til í góðlátlegt spjall yfir kaffi-
bolla og var ekki í vandræðum með
að blanda svolitlum húmor með í
sögur og upprifjanir frá liðnum dög-
um, enda var hann góður leikari.
Hann hafði fengið góða söngrödd i
vöggugjöf og naut þess vel að syngja
fyrir aðra á sínum yngri árum.
Æskuárin voru í Vestmannaeyjum
þar sem fjölskyldan bjó, en unglings-
árin sín átti hann í Eyjafjallasveit
eftir að fjölskyldan flutti sig yfir
Sundið að Efri-Rotum, vorið 1946.
Árin okkar í sveitinni voru yndisleg-
ur tími þar sem ómar kyrrðar og
sælu gerðu sig heimakomna á mold-
arstígnum við brunninn, eða við litlu
brúna yfir hornsílatjörnina og ekki
þurfti að hugsa um neinn kvóta því
hornsílin voru bara þama fyrir ungu
veiðimennina, sem voru að byggja
sig upp til að verða stórir. Angan frá
leir og mold við rakan vatnsbakkann
með blöndu af ilmi jarðar, grasi og
slíi síaðist inn í vitundina og verður
ógleymanlegt. Og fuglasöngurinn
barst um loftið í litríkum tónum á
sólardögum sumarsins þegar vinir
okkar farfuglarnir héldu tónleika
sína ókeypis fyrir börn náttúrunnar,
komnir hingað um óralangan vel, yf-
ir úthafið til að eignast afkvæmi. Já,
hér voru bestu ávextir lífsins í boði
fyrir ungar sálir og hver sem lét eftir
sér að njóta þeirra gat verið sáttur
við almættið, sem lagt hafði í smáar
hendur drjúgan fjársjóð til framtíð-
ar.
Á sínum bestu árum varð Jónas
fyrir þeirri reynslu að þurfa að leggj-
ast í tvígang undir skurðarhnífinn á
því viðkvæma líffæri heilanum og
varð þá fyrir verulegum óþægindum
sem voru afleiðingar aðgerðarinnar
og snertu jafnvægið, sjónina og tal-
færin, sem háði honum ætíð síðan.
En eftir endurhæfingu fór lífið aftur
að ganga sinn gang og hann tókst á
við dagleg störf á ný af alúð og sam-
viskusemi sem honum voru í blóð
borin.
Honum Jónasi var margt til lista
lagt og allt lék í höndum hans á með-
an heilsan var í lagi. Hann stundaði
sjómennsku, pípulagnir og múrverk
hér heima, áður en hann hélt til Fær-
eyja þar sem hann stundaði leigu-
bílaakstur. Mörg hin síðari ár vann
hann sem bílstjóri hjá Mjólkursam-
sölunni í Reykjavík. Það voru góðir
dagar sem hann átti með okkur
systkinunum í sumar, á Eyrarbakka,
í Grímsnesinu, Biskupstungunum og
í Hamragörðum, þar sem hann fékk
gott tækifæri til að rifja upp margt
frá unglingsárunum m.a. undir fjöll-
unum og á niðjamóti í Borgarfirðin-
um um miðjan júlí naut hann þess vel
að vera á meðal okkar ásamt öðru
skyldfólki sínu og vissi þá að eyktar-
klukkan gæfi ekki öllu lengur tæki-
færi til slíkra gleðistunda.
Við hjónin þökkum Jónasi fyrir
góða samfylgd í lífinu og vottum fjöl-
skyldu hans dýpstu samúð okkar.
Jóhann og Júlía.
Elsku pabbi minn, þá er komið að
okkar hinstu kveðjustund, baráttu
þinni við illvígan sjúkdóm er lokið.
Einhvern veginn kom þetta mér
samt svo í opna skjöldu að kallið
skyldi bera svona fljótt að þar sem
þú hefur aldeilis fengið að ganga í
gegnum mjög svo alvarleg veikindi á
árum áður sem hafa markað allt þitt
líf allar götur síðan ’73. Það má með
sanni segja að það hafi verið krafta-
verk að þú skyldir ekki hafa verið
tekinn frá okkur þá, þakka ég guði
fyrir að það skyldi ekki gerast því þá
hefði ég aldrei orðið þeirrar ánægju
aðnjótandi að kynnast þér því þú
hefur þína fyrstu baráttu um það
leyti sem ég fæðist, og ert skorinn
upp við æxli í höfði ári síðar. Þetta
var feikilega mikið áfall fyrir fjöl-
skylduna og ekki síst þig sem hafðir
verið svo laginn, gerðir við bílana
þína sjálfur, teiknaðir listavel og
málaðir málverk sem ávallt munu
lifa. Einnig hefur þú sagt mér frá því
þegar þú kepptir á íþróttamótum
fyrir austan, lékst í leikritum, spilað-
ir á gítar og söngst listavel, meira að
segja svo vel að þú hugðir á frekara
nám í þeim efnum. Og eftirhermurn-
ar þínar af vinum, kunningjum og
samstarfsfólki í gegnum árin eru
mér ógleymanlegar. Svo árið ’79
brestur á annað áfall og þú ert aftur
skorinn upp í höfðinu. En þrátt fyrir
þessar erfiðu hindranir varst þú
ákveðinn í að láta ekki deigan síga og
hélst ótrauður áfram, sem sýndi sig
best í því að þú hefur ávallt unnið
fulla vinnu strax eftir að þú náðir
bata og það ekki auðvelda vinnu.
Meira að segja þegar þú greindist
með þennan illvíga sjúkdóm í apríl á
þessu ári varst þú í fullri vinnu og
búinn að vera það síðastliðin 30 ár á
sama vinnustað. Svona manni er
ekki nema hægt að bera fulla virð-
ingu fyrir og spyrja sjálfan sig að því
hvaða ofurkraftur og lífsorka hefur
knúið þig áfram allt þitt líf, því er
ekki hægt að svara.
Elsku pabbi, ég þakka svo inni-
lega fyrir hvað okkar samband hefur
ávallt verið traust og gott í gegnum
árin, hvað við gátum dólað okkur
saman við að keyra niður á bryggju
og skoða bátana eða þegar við tókum
bílinn í gegn sem var ekki sjaldan og
bónuðum hann og þrifum hátt og
lágt, stöldruðum svo alltaf við í sömu
sjoppu og fengum okkur kók og
prins. Og þegar fjölskyldan hugðist
leggja upp í sumarbústaðaferð sem
var á hverju sumri, var það fastur
liður að ég og þú fórum saman niður í
bæ og keyptum eitthvert sniðugt spil
til að taka með í bústaðinn. Elsku
pabbi, þetta eru minningar sem
hægt er að ylja sér við á svona stund-
um og vert er að minnast með gleði í
hjarta.
Og hvað þið Ási minn náðuð alltaf
vel saman og gátuð rætt um heima
og geima. Litlu blómarósirnar okkar
Ása, þær Maríanna Björk og
Rebekka Sól, voru gullin þín, það fór
ekki framhjá neinum hversu stóran
sess þær skipuðu í þínu lífi og hvað
mér þótti alltaf vænt um það þegar
þú nefndir hversu mikið þær minntu
þig á þegar við Dagmar vorum litlar.
Og að sjá litlu andlitin Ijóma á Mar-
íönnu og Rebekku þegar afi Jónas,
eins og þær kölluðu þig, birtist í
dyragættinni. Já, það er ekki bara ég
sem hef margs að minnast og mikils
að sakna þegar hugsað er til þín,
pabbi minn.
Elsku hjartans pabbi, minning-
arnar um þig eru okkur dýrmætar
og þær munu lifa með okkur alla tíð.
Eg bið almáttugan Guð að umvefja
þig ástúð og hlýju og veita okkur
sem eftir lifum styrk til að halda
áfram.
Nú hefur þú öðlast hvíld og erfiðar
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og
langamma,
SOFFÍA INGVARSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar-
daginn 19. ágúst.
Guðrún Sveinbjarnardóttir, Arnþór Garðarsson,
Sveinbjörn I. Baldvinsson,
Tryggvi M. Baidvinsson,
Soffía Arnþórsdóttir,
Þrándur Arnþórsson
og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÚN ANNA ODDSDÓTTIR,
Byggðarenda 16,
Reykjavík,
lést laugardaginn 19. ágúst.
Oddur Sæmundsson,
Páll Sæmundsson,
Ingi Sæmundsson,
Unnur Jóna Sigurjónsdóttir,
Steinunn Bjarnadóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÍRIS BJÖRNSDÓTTIR,
Skildinganesi 45,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 18. ágúst,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju, föstu-
daginn 25. ágúst kl. 13.30.
Tómas Sæmundsson,
Svavar Tómasson, Rannveig Raymondsdóttir,
Magnús Örn Tómasson,
Einar Bjöm Tómasson
og barnabörn.
Lokað
Smáraskóli verður lokaður í dag, þriðjudaginn 22. ágúst vegna
jarðarfarar GUÐNA Þ. GUÐMUNDSSONAR.
Smáraskóli,
Dalsmára 1, Kópavogi.