Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 45

Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22.ÁGÚST 20001 hindranir að baki, minningin um yndislegan föður, tengdaföður og afa mun lifa. Við hliðið stend ég eftir ein, ó, elsku pabbi minn, og tárin mín, svo heit og hrein, þau hníga á gangstíginn. En höndin veifar, veifar ótt. Púveistégsaknaþín. Ó, komdu aftur, komdu fljótt, æ, komdu þá til mín. (Tólfti septcmber.) Svanhildur Fjóla, Ásmundur Vilhjálmsson, Maríanna Björk, Rebekka Sól. Elsku pabbi minn, enn einu sinni hefur þú þurft að gh'ma við erfið veikindi, þannig að hægt er að segja að líf þitt hefur ekki verið neinn dans á rósum og því miður fengum við systurnar aldrei að kynnast þinni réttu hlið eftir fyrri veikindin sem þú þurftir að glíma við þegar við vorum bara smábörn. Þau veikindi mörk- uðu allt þitt líf. Þú varst aldrei á því að gefast upp og hélst áfram þínum skyldum og starfi. Eftir það sem þú ert búinn að ganga í gegnum er manni spum, hvemig hægt sé að leggja slíkt á einn mann? En það er víst ekki í okkar valdi að ráða eigin örlögum. En minningarnar um þig mun ég geyma í mínu hjarta og allar stund- irnar sem við fjölskyldan áttum sam- an, bæði heima og í okkar ferðalög- um sem voru nú ófá, allar skemmtilegu útilegurnar og ættar- mótin sem við fómm á austur undir Eyjafjöllum á þeim slóðum sem þú ólst upp á og fyrir þig var það eins og að vera komin heim, þar leið þér vel. Þú varst listamaður í þér, söngst, spilaðir á gítar og málaðir myndir sem við munum varðveita, þú varst hvers manns hugljúfi og alltaf vai- stutt í grínið. Þú þurftir að þola alltof mikið og ég vona það innilega að þér hði vel núna, þú átt það skilið. Megi góður Guð vaka yfir þér og varðveita, elsku hjartans pabbi minn, og styrkja okk- ur öll í þessari miklu sorg. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mínverivömínótt. Æ,virstmigaðþértaka méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma ogljúfaenglageyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Þín dóttir Dagmar. Frágangur afmælis- ogminning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist fonnáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega hnulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eni beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. + Sigmundur Jó- hannesson fædd- ist í Reykjavík 26. febrúar 1967. Hann lést sunnudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Sigmund- ar eru Guðrún Sig- mundsdóttir, f. 26. maí 1943 og Jóhaim- es Steinþórsson, f. 26. mars 1938. Sig- mundur átti tvær systur, 1) Kolbrún, f. 29. apríl 1965, maki hennar er Axel Gísla- son og eiga þau tvö böm, Evu Karen og Jóhannes, 2) Dagný Jóna, samfeðra, búsett í Grikklandi, f. 31. mars 1960, maki hennar er Theodoros Kagianalius og eiga þau þijú börn Marínu, Markús og Kristbjörgu. Eigin- kona Sigmundar er Rannveig Sigmundur kom ungur inn í líf okkar þegar hann giftist barna- barni okkar, Rannveigu Grétars- dóttur. Simmi var yndislegur, eins og sonur okkar, ávallt tilbúinn að aðstoða okkur eldra fólkið. Hann var hæglátur fjölskyldumaður, duglegur til allra verka og maður kom sjaldan að Simma öðru vísi en hann væri innan um fjölskylduna. Simmi starfaði hjá tengdapabba sínum og tók virkan þátt í athafna- sömu lífi þar á bæ. Samvera okkar í sumar með þeim Rannveigu, Simma og stúlkunum er við gistum hjá þeim að Draghálsi í Borgar- firði kemur nú upp í hugann. Sárt er að vita að ekki verða fleiri ánægjustundir af þessu tagi. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Elsku Rannveig, Björg, Sara og aðrir aðstandendur. Guð styrki ykkur á sorgarstundu og geymi góðan dreng. Rannveig og Kristján. Um hádegisbil sunnudaginn 13. ágúst sl. barst okkur sú harma- fregn að hann Simmi væri dáinn. Það er erfitt að skilja hvers vegna ungir menn yfirgefa þennan heim svo snögglega og minningarnar hrannast upp. Það eru bráðum 20 ár frá því Simmi byrjaði að vinna hjá Grétari föður mínum og skömmu síðar kynntist hann Rannveigu systur minni, sem síðar átti eftir að verða lífsförunautur hans. Þau eignuðust tvær yndis- legar stúlkur, Björgu og Söru, sem nú sjá á eftir föður sínum yfir móðuna miklu. Simmi lauk námi í húsasmíði og með ósérhlífni og dugnaði byggði hann húsið að Lækjarbergi 23 sem hefur verið heimili fjölskyldunnar frá árinu 1992. Þangað hefur í gegnum árin verið gott að leita og þau alla tíð boðin og búin að aðstoða vini og kunningja. Börnin okkar tvö, þau Halldór Fannar og Guðbjörg Lilja, fengu oft að gista og þar leið þeim vel. Guðbjörg Lilja var ekki há í loftinu þegar hún var farin að trítla inn í eldhús þar sem Simmi stóð svo oft í horninu við kaffi- könnuna, horfa upp til hans og kalla „Simmi“. Hún er ekki orðin nógu gömul til að skilja hvað dauð- inn er og á vafalaust eftir að hlaupa að kaffikönnunni á næst- unni og leita að honum Simma sín- um. Þar verður enginn Simmi, að- eins minningar um góðan vin. Það var á fleiri stöðum en í Lækjarberginu sem Simmi tók til hendinni. A jörð tengdaforeldra sinna að Draghálsi átti hann stór- an þátt í að reisa þau sumarhús sem þar standa og hafði mikla ánægju af því að dveljast þar um helgar í friðsælu og kyrru um- hverfí. Þar leið honum vel, langt Grétarsdóttir, f. 6. desember 1967. Börn þeirra eru Björg, f. 13. október 1989 og Sara f. 14. maí 1993. Foreldrar Rannveigar eru Grétar Sveinsson og Guðbjörg Kristjáns- dóttir. Sigmundur lauk sveinsprófí i' húsa- smíði frá Iðnskólan- um árið 1989 og síð- ar prófí sem húsasmíðameistari árið 1996. Hann vann allan sinn starfsferil hjá tengdaföður sinum, Grétari Sveinssyni, húsasmíðameistara, og fyrirtæki hans, Steypustáli. Utför Sigmundar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. frá amstri hversdagslífsins og þeirri streitu sem því getur fylgt. Þá munum við aldrei gleyma hjálp hans við að taka húsið okkar í gegn fyrr á þessu ári þar sem vandvirkni hans og nákvæmni kom berlega í ljós. Simmi var mikill fjölskyldumað- ur og leið best í húsinu þeirra í Lækjarberginu í faðmi fjölskyld- unnar. Hann átti yndislega eigin- konu sem stóð með honum í gegn- um súrt og sætt enda vandfundin betri og hjálpfúsari manneskja en hún Rannveig. A síðustu dögum hefur samheldin fjölskylda og stór yndislegur vinahópur lagst á eitt um að gera lífið örlítið bærilegra, ekki bara fyrir Rannveigu og stelpurnar heldur fyrir okkur öll sem stöndum eftir og syrgjum góðan dreng. Við eigum eftir að minnast allra góðu stundanna sem við áttum með þér, elsku Simmi, og minningin um þig mun alltaf búa í hjörtum okkar. Við vitum að guð hefur tekið á móti þér, það er friður yfir sálu þinni og þér líður vel. Með þá vitneskju að baki er auðveldara að kveðja. Elsku Rannveig okkar, Björg og Sara, við hugsum stöðugt til ykkar og biðjum Guð að veita ykkur styrk til að sigrast á sorginni. Þórunn og Sveinn Andri. Það kom sem reiðarslag þegar fréttin kom um andlát Sigmundar Jóhannessonar. Ég kynntist Sigmundi fyrst 1995 í sælureit fjölskyldunar að Drag- hálsi í Hvalfirði. Það var komið haust, göngur voru framundan og ég hafði boðið mig fram til smala- mennsku hjá Grétari tengdaföður Sigmundar, í þeirri trú að þetta yrði þægileg haustganga. Mannskapnum var raðað á hlíð- ina þar sem rollurnar héldu sig, og ætlunin var að reka þær niður til byggða. Næstur til hliðar við mig í þessum rekstri var ungur grannur maður, þögull en yfirvegaður. Þetta var Sigmundur. Hann fór léttum skrefum yfir móa og mela og ég undraðist stórlega úthaldið í honum, ég hafði ekki roð við hon- um. Seinna kynntist ég honum betur þegar hann gekk til liðs við Odd- fellowregluna, og gerðist bróðir í stúkunni nr. 21, Þorláki helga, 6. nóvember 1997. Sigmundur gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum af dugnaði og samviskusemi. Þar er hans sárt saknað. Sigmundur stundaði nám í Iðn- skólanum í Hafnarfirði og lærði húsasmíði hjá verðandi tengdaföð- ur sínum, Grétari Sveinssyni húsa- smíðameistara í Hafnarfirði, en hjá honum hafði hann unnið frá ungl- ingsárum. Seinna öðlaðist hann meistararéttindi húsasmiða frá Meistaraskólanum í Hafnarfirði, og sá um alla trésmíðavinnu, sem laut að verkum tengdaföður hans. Sigmundur kvæntist Rannveigu Grétarsdóttur 6. október 1990, og bjuggu þau allan sinn búskap í Hafnarfirði og eignuðust tvær myndarlegar dætur. Elsku Rannveig, Björg og Sara og aðrir aðstandendur, megi Guð gefa ykkur styrk og trú í ykkar miklu og þungu sorg. F.h. st. nr. 21, Þorláks helga I.O.O.F. Steinar Gunnarsson. Elsku Simmi. Fréttin af brottför þinni úr þessari jarðvist kom eins og hrollkaldur gustur á fallegum sumardegi. Þannig er lífið, óútreiknanlegt og stundum allt of stutt. Að leiðarlokum þökkum við þér af alhug öll góðu kynnin og skemmtilegu samverustundirnar. Megi birta lýsa þér um ókomnar slóðir. Elsku Rannveig, Björg og Sara. Við biðjum allar góðar vættir að vaka yfir ykkur og styrkja, sem og allri fjölskyldunni. Margrét og Grétar. Elsku Simmi, í dag kveðjum við þig með miklum söknuði, hafðu þökk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og munum varðveita í hjörtum okkar, hvíl þú í friði, kæri vinur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Pó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Rannveig, Björg, Sara, Gugga, Grétar, Guðrún, Jói og aðr- ir aðstandendur, megi góður guð styrkja ykkur á þessari sorgar- stund. Kveðja, Hildur, Hlynur, Ingibjörg og Thelma. Horfinn, farinn. Samt verður hann alltaf hjá okkur. Hann sem gaf mér svo mikið af sjálfum sér og þótt hann sé ekki, verður hann samt alltaf. Á stundu sem þessari hljóta óhjákvæmilega að koma upp í hug- ann þær stundir sem við áttum saman, hvort heldur sem var með fjölskyldum okkar eða bara við tveir vinirnir. Veiðiferðirnar, sam- eiginlegt áhugamál okkar beggja, standa mér ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum, hvort sem farið var með stengurnar til þess að veiða fisk eða gengið á fjöll til rjúpna. Einnig ferðirnar upp á Dragháls þar sem dvalið var með fjölskyld- um og vinum í góðu yfirlæti. Ferð- in sem við fórum tveir saman síð- astliðinn vetur til Minneapolis verður mér og ógleymanleg. Vissulega varst þú ekki allra en þeim sem þú tengdist vina- og tryggðaböndum voru ríkari en ella og að mínu viti eru þau bönd órjúf- anleg. Nú ert þú farinn frá okkur um stundarsakir en vissa mín fyrir því að við munum hittast aftur síðar hjálpar til við að takast á við orð- inn hlut en sorg og söknuður er oft á tíðum hlutskipti okkar sem eftir lifum. Elsku Rannveig, Björg og Sara, foreldrar, tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur og vinir, fyrir hönd okkar Eddu og Ingu Bjarteyjar sendum við ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa með okk- ur áfram. Að lokum kemur upp í hugann sú stund er við kvöddumst í hinsta sinn og það síðasta sem þú sagðir við migum leið og þú lagðir hönd þína á öxl mína var að þú bauðst mér góða nótt. Nú kemur það í minn að hlut að bjóða þér góða nótt og vona ég innilega að þér hlotnist sú hvíld sem þú átt svo sannarlega skilið. Þinn vinur Emil Birgir. „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld“ (Mat. 11.28). Elsku vinur. Það var eins og hjarta mitt klofnaði þegar mág- kona þín hringdi í mig síðastliðinn sunnudag og tilkynnti mér andlát þitt. Lengi á eftir sat ég sem lam- aður og hugurinn dofinn. Ekki hafði mig grunað að samtal okkar daginn áður væri okkar síðasta. Síðan þá hafa minningarnar um þig fyllt hugann. Fyrst þegar við unnum saman á Hvolsvelli, þá 14 og 15 ára, og öll samstarfssumrin eftir það. Kvöldin í Eyjabakkanum þar sem margt var skrafað aft hlustað á Bob Marley. Kjósarferð- in þar sem þú og Rannveig besta vinkona mín fellduð hugi saman og ég yfirgaf píramítatjaldið og svaf í bílnum. Sumarið sem við unnum saman á Nesjavöllum. Þegar þið Rann- veig hófuð sambúð á „skrifstof- unni“ á Dalshrauninu. Kvöldið sem þið trúlofuðuð ykkur. Allar stund- irnar á Breiðvanginum þar sem ég var fastagestur ykkar. Fæðing dætra ykkar og óteljandi ferðirA Draghálsinn. Þegar þið byggðuo' ykkar eigið húsnæði og allar sam- verustundirnar okkar þar. Er þó fátt talið. Daglegt samband okkar minnk- aði þegar ég síðan kynntist Sig- rúnu og eignaðist strákana, en allt- af varst þú samt minn besti vinur. Vinabönd okkar styrktust þó enn frekar þegar ég fór aftur að vinna með þér síðastliðið haust, þú þá orðinn einn af eigendum fyrirtæk- isins. Þín er þar sárt saknað. Þú varst minn besti vinur og ég þakka þér fyrir allar okkar stund- ir. Þó þú sért nú farinn mun minn- ing þín alltaf lifa með mér. Elsku Rannveig, Björg og Sara. Jói, Guðrún, Gugga og GrébCv missir ykkar er mikill. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“ (Kahlil Gibran.) Við Sigrún viljum votta ykkur, fjölskyldum ykkar og vin- um okkar dýpstu samúð og megi Guð vera með ykkur á þessum erf- iðu stundum. Elsku Simmi minn, megir þú hvíla í friði. Þinn vinur. Ólafur Sigvaldason. Legsteínar í Lundí SÖlSrfiíNAR Viö Nýbýlaveg, KópavogT Sími 564 4566 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is L...................................................'u SIGMUNDUR JÓHANNESSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.