Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 46

Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 I i .. ..................... MINNINGAR GUÐNIÞÓRARINN GUÐMUNDSSON + Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmanna- eyjum 6. október 1948. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 13. ágúst síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Guð- mundar Hróbjarts- sonar, skósmiðs í Vestmannaeyjum, og Þórhildar Guðna- "Tlóttur. Þeirra börn auk Guðna eru Guð- rún (látin), Halldóra, Helena Björg, Kon- ráð, Sesselja (Iátin) og Guðmund- ur Lárus. Fjölskyldan var ætíð kennd við Landlist í Vestmanna- eyjum. Guðni kvæntist eftirlifandi konu sinni Eli'nu Heiðberg Lýðs- dóttur 25. maí 1969. Synir þeirra eru Ólafur Magnús, f. 3. janúar 1975, og Halldór Örn, f. 10. júlí 1981. Guðni lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1965. Að því loknu fór hann til Reykjavíkur og stundaði nám við TS'ónlistarskóla Rcykjavíkur og lauk þaðan tónmenntakennara- prófi árið 1969. Haustið 1969 hóf Guðni nám við Det Kongelige danske musikkonservator- ium. Hann lauk kantorprófi árið 1971 og siðan meira- prófí á orgel vorið 1976. Samhliða nám- inu í tónlistarháskól- anum stundaði hann nám í trompetleik og instrumentation. Guðni vann alla tíð með náminu og spil- aði á hinum ýmsu stöðum. Hann vann einnig í fimm ár sem organisti í Vestre-fangels- inu í Kaupmannahöfn. Guðni flutti til íslands árið 1976 og starfaði í eitt ár sem organisti við Langholtskirkju og tók siðan við starfi organista í Bústaða- kirkju árið 1977 og starfaði þar síðan. Hann kenndi við Tónlistar- skólann í Hafnarfirði frá 1976. Guðni tók þátt í mörgum nám- skeiðum bæði hér heima og er- lendis. Útför Guðna fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Mig langar að minnast Guðna móðurbróður míns í nokkrum orð- um. Mín fyrstu kynni af Guðna sem ég man eftir voru í Odense en þar bjuggum við í nokkur ár. Pabbi minn var þar við nám og Guðni ásamt ömmu Tótu komu í heimsókn eitt sumar. Það var mikið skoðað og margt skemmtilegt gert. Guðni var iVr^ra og ég aðeins þriggja ára, búin að búa I Danmörku í tvö ár og talaði l „flydende dansk“. Ég gleymi aldrei, | þó að barnsminnið sé ryðgað, að dag | einn fórum við frændi minn inn í i bakaríið að kaupa rúgbrauð. Hann, j með mig sér við hið, bað afgreiðslu- I konuna um eitt rúgbrauð með j dönskum hreim sem hann hafði lært j í skólanum en ég pikkaði í hann og j sagði þú átt ekki að segja rúgbrauð svona heldur rugbröd (með dönsk- um hreim). Við fórum heim með brauðið en það fyrsta sem hann sagði við mömmu var: Ég fer aldrei oftar með þessu barni út í búð. Nokkrum árum seinna sýndi hann mömmu og okkur stoltur mynd af kærustunni sinni henni Ellu. ■^Þegar pabbi lauk sínu námi í Dan- mörku komum við heim til íslands og fyrstu jólin okkar hér heima á Islandi héldum við í Landlyst í Vest- mannaeyjum hjá ömmu og afa. Ég ’ var þá sex ára gömul og beið spennt eftir að fá að sjá Ellu lifandi eins og ég sagði þá því ég hafði bara séð ‘ hana af mynd. Ég var ekki svikin af því að sjá bæði hana og Guðna bros- andi og hamingjusöm. Við fluttumst síðan til Húsavíkur og bjuggum þar í nokkur ár. Þegar við fluttumst svo til Reykjavíkur urðu samverustund- irnar með Guðna og Ellu fleiri, mamma og pabbi keyptu bát með i þeim og oft var farið út á Faxaflóann með færi og kakó á brúsa og oftar en í w var þorski landað við mikinn j fögnuð. Það eru margar góðar og hlægilegar endurminningar til frá þessum tíma. Við Hinrik eiginmaður minn gift- um okkur í Bústaðakirkju og að i sjálfsögðu spilaði Guðni við athöfn- ina af sinni alkunnu snilld og svo hélt hann áfram í veislunni en þá ekki á orgel heldur harmonikku. Við Hinrik fluttumst síðan til Osló þar sem hann og Ella heímsóttu okkur. Hann kom einnig síðar í heimsókn til okkar þar sem hann var á ferða- lagi með kórnum og áttum við þá rrlJog góðar og sólríkar stundir sam- an, við með drenginn okkar Reynald : fjögurra vikna gamlan og var Guðni stöðugt að líta ofan í vagninn sem stóð úti til að vita hvort allt væri í ! lagi. Guðni var mikið fyrir börn og að sjálfsögðu tónlist. Eg minnist ekki nejjns jólaboðs heima hjá Dóru frænku, systur Guðna og Sigtryggs manns hennar, án þess að Guðni spilaði á píanóið og það væri sungið og búin til kór úr okkur í fjölskyld- unni, oft var hann þríraddaður, jafn- vel fjórraddaður. Það var engin veisla haldin í fjölskyldunni án þess að Guðni kæmi þar við sögu með alls konar tónlist því hann gat spilað hvað sem var hvort sem það var klassík eða djass eða hvað sem beðið var um, það var ekkert mál því hann hafði þetta í sér eins og sagt er. Nú er enn stórt skarð hoggið í þennan systkinahóp. Við vonum að Guð gefi Ellu, Óla Magga og Halldóri styrk til að takast á við það sem fram und- an er. Ósk Reynaldsdóttir og fjölskylda. Sólbjartur sumardagur rennur upp yfir fjallatindana í botni Hörg- árdals og fegurð himins og jarðar er það eina sem á hugann allan. Skyndilega bregður fyrir svörtu skýi. Sorgarfrétt kemur að sunnan. Guðni organisti er dáinn. Ég er sama marki brennd og allir aðrir sem fá slíkar fréttir. Minning- arnar hrannast upp og nú eins og flóð, því leiðir okkar Guðna hafa leg- ið saman í yfir þrjátíu ár. Það var haustið 1967 að Jón G. Þórarinsson, söngkennari við Mið- bæjarskólann, kynnir okkur nem- endur sína fyrir ungum söngkenn- aranema, sem komin var í starfsþjálfun. Þetta var Guðni Þ. Guðmundsson, kornungur, brosandi og dillandi fjörugur. Hann eignaðist samstundis hug okkar allra og hjarta. Þennan vetur verður Jón G. fyrir því að veikjast alvarlega og varð að hverfa frá kennslu allan vet- urinn. Brugðið var á það ráð að fá þennan unga söngkennaranema til að taka kennsluna að sér. Þá hófst gamanið fyrir alvöru. Það voru eng- in takmörk fyrir því sem Guðni gerði fyrir okkur. Hann bauð okkur í kínverska garðinn þar sem hann og Haukur Mortens skemmtu og við dönsuðum jenka og margt fleira skemmtilegt. Svo lofaði hann okkur því að ef hann næði söngkennara- prófinu myndi hann bjóða okkur heim og það stóð hann við og nú var „Ella mín“ við hlið hans og bítlalögin ómuðu við söng okkar og leik Guðna. Þessi óvenjulegi söngkennari leið mér aldrei úr minni, enda gaf hann sig alltaf á tal við mig þegar við hitt- umst niðri í bæ næstu árin, en þá var hann kominn í framhaldsnám til Danmerkur. Árin liðu, ég óx úr grasi og ég var leidd til starfa í Bústaðakirkju, ung og óreynd. Það voru því fagnaðarfundir og mér ómetanlegt að mæta þar brosi Guðna og hans stórkostlegu tónlist- arhæfileikum. Það var mér dýrmæt- ara en orð fá lýst að vera leidd mín fyrstu spor í prestskap af þeim sr. Olafi Skúlasyni og Guðna organista. Ég bar ábyrgð á barna- og unglinga- starfi, auk þjónustu við aldraða, og því trúir enginn sem ekki þekkir hversu eldfljótur Guðni var að til- einka sér ný lög og nýjar hugmynd- ir. Ég raulaði og hann settist niður og skrifaði nótur eins og hann væri að skrifa nafnið sitt. Og við eldra fólkið var hann sannur gleðigjafi. Hann var með í ferðunum okkar með harmónikkuna sína og kom með söngfólk á miðvikudagssamverurn- ar, sem engum öðrum hefði tekist að ná með sér. Guðni organisti var organisti af lífi og sál. Hann lagði allt í starfið sitt af alúð og kærleika. Ég gæti líka dregið upp margar myndir af því að fara með honum 1 sorgarhús, sem sýndu hvernig honum af örfínni næmni tókst að koma listrænum hugmyndum sínum á framfæri við aðstandendur. Þetta tel ég vera einn stærsta kost organista, sem miklu fleiri mættu tileinka sér. Löngu eftir að ég hóf störf á Seltjarnarnesi hélt Guðni áfram að spila við athafnir hjá mér. Það var mikil öryggistilfinning við erfiðar athafnir að vita af Guðna við hljóðfærið. Síðasta athöfnin okk- ar saman mun hér eftir aldrei hverfa mér úr minni. Það var í Seltjarnar- neskirkju er öldruð kona úr Vest- mannaeyjum var kvödd. „Eyjalög- in“ voru sungin af svo mikilli raust áður en athöfnin hófst að stemmn- ingin mun aldrei líða þeim úr minni er til heyrðu. Við hlið Guðna stóð alla tíð klett- urinn „Ella mín“. Þessi samsetning orða segir meira en allt annað um hug Guðna til konu sinnar. Guðni vann allan sinn starfsferil við að leiða lofgjörð eins stærsta safnaðar landsins. Að leiða lofgjörð safnaðar og leika tónlist við stærstu stundir lífs fólks er göfugt starf og veit ég að í dag bera margir þakkar- hug til Guðna. Ég trúi því að Guð, sem lofgjörð hans beindist að af svo mikilli einlægni, umvefur nú Guðna og ástvini hans. Megi algóður Guð styrkja „Ellu mína“ og fjölskyldu hennar á þessari sorgarstundu. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Og því var allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgvast enn, og blómgvast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Okkar kæri vinur Guðni er fallinn frá, því langar okkur að minnast hans með örfáum orðum og þakka honum það sem hann var okkur og fjölskyldunni allri. Við kynntumst Guðna fyrst í Kaupmannahöfn 1969þegar þau Ella voru þar í námi, þar áttum við saman góða og skemmtilega tíma sem við hugsum nú til með þakklæti. Þegar fólk býr erlendis þá verða vinirnir eins og fjölskylda manns, þannig var það með Guðna og Ellu, þau urðu okkur svo kær enda auðvelt að þykja vænt um Guðna. Hann var svo gefandi í samskiptum, svo innilegur og hlýr með sitt breiða faðmlag og um- hyggjuna við aðra. Hann var líka þakklátur fyrir það sem gert var fyrir hann. Tónlistarhæfileikar hans voru einstakir sem við fengum öll að njóta. Við nutum góðs af því að hann æfði orgelleik í Sundby-kirkju sem var skammt frá heimili okkar. Kom hann oft eftir æfingar heim til okk- ar, lagði sig á stofugólfið og slakaði á enda var hann eins og einn úr fjöl- skyldunni. Eftir að við fluttum heim hélst þessi vinátta með skemmtilegum samverustundum. Guðni var alltaf boðinn og búinn að taka þátt í öllum gleðistundum fjölskyldunnar með sínum einstaka tónlistarflutningi og gerði þessa atburði eftirminnilega og dýrmætari fyrir okkur. Það var unun að hlusta á hann spila og okkur fannst ætíð tónlistin hljóma á ein- stakan hátt í flutningi hans. Hann hafði sérstakt lag á að fá alla með í söng og fögnuði. Nú þegar leiðir skilja viljum við þakka Guðna fyrir þá hlýju og ánægju sem hann hefur fært lífi okkar. Elsku Ella, Óli Maggi og Halldór, ykkar missir er mikill og við vottum ykkur dýpstu samúð okkar og biðjum Guð að styrkja ykkur. Vala, Grímur, Helga, Guðrún og Ævar. í dag kveðjum við félagar góðan vin, Guðna Þórarin Guðmundsson frá Landlyst í Vestmannaeyjum. Við kynntumst ungir, vorum sam- an í barnaskóla, gagnfræðaskóla og fermdumst saman. Það sem einkenndi Guðna mest var hve mikill tónlistarmaður hann var. Spilaði á trompet í lúðrasveit gagnfræðiskólans og í Lúðrasveit Vestmannaeyja og hann var ekki gamall er hann fór að spila á dans- leikjum í Eyjum og þurfti hann und- anþágu yfirvalda, því hann var of ungur. Við þrír spiluðum mikið sam- an sem unglingar, þá aðallega á skólaböllum og svo vorum við nátt- úrulega hljómsveit aldurshópsins sem hittist reglulega, þ.e. módel 1948 fermingarsystkinin. Þessi hóp- ur er sérstakur fyrir það, er hann hittist þá er hann eins og góð stór fjölskylda. En nú er eitt skarð enn komið í hópinn. Guðni vildi alltaf hafa nóg að geraog stundum skildi maður ekki hvernig hann fór að því að spila hér og þar sama daginn en hann vildi hafa þetta svona og fór létt með það. Við félagarnir vorum að rifja það upp eftir að okkur var tilkynnt um andlát Guðna hve gaman það var er við vorum að lesa undir gagnfræða- prófið. Við lærðum saman heima hjá hver öðrum á kvöldin og svo var far- ið eldsnemma á fætur. Guðni klikk- aði aðeins einu sinni á því að vakna á réttum tíma og við félagarnir nutum þess því hann hafði ekki svo lítið skammað okkur fyrir að geta ekki vaknað. Þá þegar komu stjórnunar- hæfileikar hans fram. Annar okkar félaga hitti Guðna reglulega einu sinni á ári í Bústaða- kirkju til að spila, spjalla og verða að Eyjapeyjum þó ekki væri nema í nokkra klukkutíma, það var frábær tími. Kæri Guðni, ekki kom það okkur í hug er við hittumst síðast 28. júlí í Grafarvogskirkju þar sem þú spilað- ir og stjórnaðir kór að þetta yrði í síðasta skiptið sem við hittumst hér á jörð. Það var ekki annað hægt en að dáðst að þér hve rólegur og yfirveg- aður þú varst er þú spilaðir „I am sailing" á píanóið svo ekki sé minnst á Faðirvorið sem Diddú söng og þú spilaðir undir. Svona minningar þjóta um hugann og við munum geyma þær í minningunni um góðan dreng. Elsku Guðni við söknum þín mikið félagarnir og þökkum þér góða vin- áttu og tryggð í gegnum árin og við vitum að þú færð góða heimkomu hjá þeim sem öllu ræður. Við sem eftir erum hér minnumst 23. sálms Davíðs, Drottinn er minn hirðir. Kæri vinur við kveðjumst að sinni en sjáumst síðar, Guð blessi þig. Elsku Ella og synir. Megi góður Guð blessa ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Friðrik Ingi Óskarsson, Helgi Hermannsson. Mér var svo sannarlega brugðið þegar hringt var í mig að morgni 13. ágúst og tilkynnt að Guðni Þ. Guð- mundsson, organisti hefði orðið bráðkvaddur kvöldið áður. Örfáum dögum áður hafði ég talað við Guðna og óskað eftir aðstoð hans við útför tengdamóður elstu dóttur okkar hjónanna, en hún var þá ný- látin af völdum bifreiðaslyss sem varð við Varmahlíð í Skagafirði í júní. Eins og ávallt áður hafði þessi öðl- ingur brugðist vel við ósk minni og sagði ekkert mál að sjá um orgelleik og útvegun söngfólks. Guðni var ein- staklega bóngóður og gat helst ekki sagt nei, hversu upptekinn sem hann var. Það má segja að það hafi verið orðatiltæki hjá honum „ekkert mál, við björgum þessu“. Þegar ég sest niður til að festa á blað nokkur kveðjuorð leitar hugur- inn aftur í tímann, það mun hafa verið sumarið 1965 að fundum okkar Guðna bar fyrst saman. Við hjónin höfðum tekið okkur far með Gullfossi til Leith. Á leiðinni at- vikaðist það svo að í matsal skipsins lentum við til borðs með ungum pilti og móður hans. Þegar í ljós kom að þessi glæsilegi ungi maður var frá Vestmannaeyjum, fannst mér göml- um Eyjapeyjanum forvitnilegt að vita á hvaða ferðalagi hann og móðir hans voru. Kom þá í ljós að ferð þeirra mæðgina var heitið til Kaup- mannahafnar, þar sem Guðni var að hefja tónlistarnám við Det Konge- lige danske Musikkonservatorium. Áður hafði hann útskrifast frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Ekki grunaði mig þá að rúmum áratug síðar ættum við eftir að kynnast betur og eiga langt og ánægjulegt samstarf. Þá bar svo til að Guðni réðst sem organisti og kór- stjóri í Bústaðakirkju 1976 og gegndi þeim störfum allt til dauða- dags. Sem formaður sóknarnefndar þurfti ég að eiga gott samstarf við organista kirkjunnar og svo sannar- lega urðu samskiptin við Guðna eins og best varð á kosið, enda maðurinn einstakt ljúfmenni. Ekki minnist ég þess að nokkurn tíma hafi borið skugga á samstarfið við Guðna og Bústaðakór, en Guðni kom með ferskan anda í tónlistarlíf Bústaða- kirkju og innleiddi margt nýtt sem ekki var áður til staðar. Sama get ég líka sagt um sam- skipti okkar Guðna þau ár sem ég gegndi starfi forstjóra hjá Kirkju- görðum Reykjavíkurprófastsdæma, en þá heyrði útfararþjónustan undir forstjóra. Oft komu erfið mál inn á mitt borð í sambandi við þóknun söngfólks fyrir jarðarfarir og kistu- lagningar, að ekki sé talað um ágreining, sem gjarnan kom upp vegna skiptingar á verkefnum. Yms- ir töldu á sig hallað og áttu erfitt með að sætta sig við hvernig staðið var að málum hjá ráðgjafa stofnun- arinnar. Guðni var tíður gestur í Fossvogs- kirkju og kapellunum vegna starfa sinna við athafnir og lágu leiðir okk- ar oft saman þar. Bar þá málefni organista og söngfólks gjarnan á góma og fékk ég oft góðar ábending- ar og ráð hjá honum. Guðni kom víða við á tónlistarferli sínum og munu aðrir geta rakið það betur en ég. Ég og eiginkona mín eigum fjöl- margar góðar minningar um Guðna og við kveðjum hann með söknuði og þakklæti fyrir góða viðkynningu og elskulegheit frá fyrstu kynnum. Fallega brosið stendur okkur ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Öllum sem einhver kynni höfðu af Guðna hlaut að þykja vænt um hann sakir prúðmennsku og lipurðar. Eiginkonu, sonum og öðrum sem eiga um sárt að binda, vegna ótíma- bærs fráfalls Guðna Þ. Guð- mundssonar biðjum við blessunar og huggunar guðs. Megi hann hvíla í friði. Ásbjörn Björnsson. Orð mega sín ósköp lítils þegar manni finnst maður þurfa að segja svo ósköp margt og meina svo ósköp mikið. Við í Bústaðakórnum höfum ekki einasta misst ótrúlega afkasta- mikinn og góðan kórstjóra og organ- ista, við höfum líka misst góðan vin. Það er mikil sorg í okkar hópi og okkur finnst sem skaparinn hafi ver- ið helst til eigingjarn að taka frá okkur mann sem okkur finnst við alls ekki geta verið án. Guðni gerði svo margt og var mörgum svo mikið. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öllum sem á hjálp þurftu að halda og hann lagði sig fram við að gleðja þá sem í kringum hann voru. Kórfélagarnir nutu þessarar hjálp- semi eins og aðrir og Guðni virtist alltaf hafa tíma í annríkinu til að hjálpa til með tónfræðina eða æfa með okkur lagið sem við ætluðum að flytja annars staðar. Fyrir þetta er- um við þakklát.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.