Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 48
1> 48 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐNIÞORARINN GUÐMUNDSSON lífssymfónían hljómi rétt er ekki öll- um gefið. Oft fer þetta tvennt ekki vel saman þar sem sannur listamað- ur helgar listinni athygli sína og aðr- ir hlutir eins og heilsan skipta minna máli. Vinur minn Guðni Þ. Guðmun- dsson organleikari er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Andlát hans var mér, eins og fleirum sem hann hefur af hjartahlýju fóstrað, har- mafregn. Eg var þeirrar gæfu að- njátandi eins og mjög margir aðrir að fá að taka þátt í starfi Bústaða- kirkjukórs um árabil og okkur var alla tíð síðan vel til vina. Hann var stórkostlegur maður og frábær tónl- istarmaður. Hann var fullur af lífs- þrótti, ósérhlífinn, geislaði af krafti, áhuga og lífsgleði. Sem kórstjóri var hann harður sanngjam húsbóndi og sem tónlistarmaður var hann kröfu- harður fagmaður. Föðurleg um- hyggja hans fyrir verkefninu sem fyrir lá var aðdáunarverð. Hjarta hans var stórt, viðkvæmt og sló hratt. Hugur hans var hreinn, heil- brigður og algerlega helgaður við- fangsefninu hverju sinni. Lífsklukk- an tifaði þróttmikil án afláts, án nauðsynlegs viðhalds, hvfldar og næringar. Veikur hlekkur í klukku- verkinu gaf sig að lokum. Ég kveð góðan vin með sorg í hjarta en jafnframt með í huga hlýj- ar og góðar minningar. Ég veit, eins og hann, að senn birtir til því þangað sem ferðalaginu er heitið kunna þeir að meta góða tónlist, margir spila á hörpu eins og englar en gætu þurft á aðstoð að halda við samhljóminn hjá vönum manni. Guðmundur Björnsson. Mig setti hljóða þegar fréttin kom frá íslandi. Ég átti bágt með að trúa því að ég fengi ekki að sjá hann Guðna okkar aftur. Þegar ég kvaddi hann síðast fyrir rúmun tveimur vikum, sagði hann: „Góða ferð, elsk- an mín, skrifaðu nú bréf það er svo gaman að lesa bréfin þín.“ Elsku Guðni, ég ber fyrst og fremst þakklæti í hjarta að hafa fengið að kynnast þér. Tónlistin var þér í blóð borin og það voru forréttindi að fá að vinna hana með þér. Þú vildir að hljómur- inn í kórnum væri þéttur og mjúkur, og þitt sérstaka legato á orgelið hreif okkur öll. Þú varst alltaf til í að leyfa ný- græðingum að spreyta sig. Eg man þegar ég söng mitt fyrsta „sóló“. Ég var skjálfandi á beinunum en þú ör- uggur við orgelið. Á eftir sagðir þú: Fínt hjá þér, elskan mín, einhvers staðar verðið þið að byrja. Mér þótti vænt um það þegar þú hringdir í mig til Kölnar um jólin þegar ég komst ekki heim. Þá varstu einn í kirkjunni að leggja síðustu hönd á jólatónlistina. Þú hringdir svona rétt til að segja gleðileg jól og til að láta mig vita hvaða prógramm þú hefðir undirbúið. Þú sýndir okkur í verki að sælla er að gefa en að þiggja. Þú varst alltaf til í að spila fyrir ánægjuna eina saman. Kannski var þetta þinn aðalstyrkleiki og um leið veikleiki, því stundum gekkstu mjög nærri sjálfum þér, því margir leituðu að- stoðar þinnar. Það var okkur öllum Ijóst að fram- ar öllum í hjarta þínu stóðu Ella og strákarnir ykkar. Ég veit að á þess- um erfiðu tímum munt þú vaka yfir þeim og gefa þeim styrk. Núna ertu farinn frá okkur, Guðni minn, og eftir sitjum við með sárt ennið. Við erum þó lánsöm að eiga góðar minningar í hugum okkar, svo ekki sé talað um þann fjársjóð sem útsetningamar þínar eru. Nú er það okkar verkefni að láta lögin þín lifa og í þeim munt þú lifa að eilífu. Ég kveð þig með þökk í hjarta, Magnea Tómasdóttir. Stundum gerast hlutir í lífinu sem eru svo óskiljanlegir að maður trúir því ekki að þeir geti verið sannir. Þannig er málum háttað nú hjá ætt- ingjum og vinum hans Guðna sem standa agndofa frammi fyrir þeirri staðreynd að hann er skyndilega tekinn frá okkur. Langt um aldur fram. Ekki hvarflaði það að mér á laugardagskvöld þegar við lukum störfum okkar eftir langan dag, að hann yrði allur örstuttu síðar. Guðni var maður með mikla og sérstaka hæfileika. Við munum ekki finna annan mann sem hann. Hvers manns hugljúfi. Öðlingur sem ekkert aumt mátti sjá. Mættur á staðinn strax og eitt- hvað bjátaði á. Hann var alltaf til- búinn til hjálpar og vildi leyfa öllum að njóta starfskrafta sinna. Oftar en ekki án endurgjalds. Samstarf okkar hófst fyrir tutt- ugu og tveimur árum og höfum við mikið unnið saman allan þann tíma. Ég á fiðlu, hann á orgel, píanó eða nikku. Þegar við spiluðum saman var engra orða þörf. Hann bara elti mig. Ég var örugg þegar ég spilaði með Guðna. En við vorum ekki bara samstarfmenn. Hann var minn besti vinur og ráðgjafi. Vinskapur okkar veitti mér og syni mínum ómetan- legt öryggi. Það verður sárt og skrítið að lifa án tilvistar hans. Tárin eru það gjald sem við greið- um fyrir þá sem við elskum og þeir voru margir sem elskuðu hann Guðna. Nú er komið að skuldadög- um. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég kveð þig, kæri vinur, með sorg í hjarta, virðingu og þökk fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mig og Frey. Þú varst mér sem besti bróðir og Frey sem besti frændi. Skarð þitt verður ekki fyllt en minningarnar sem við eigum um þig munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku Ella, Óli Maggi og Halldór Örn! Við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í sorg ykkar og söknuði. Hvfl þú í friði kæri vinur. Hrönn og Freyr. Fallinn er í valinn, langt um aldur fram mikill öndvegismaður og vinur, Guðni Þórarinn Guðmundsson. Með honum er genginn einn af fremstu tónlistarmönnum þessarar þjóðar. Snilld hans við hljóðfæraleik var einstök. Leikni sem hans við tónlist- arflutning var á fárra valdi og túlk- un hans á helstu meistaraverkum tónskálda þessa heims var með besta móti. Hann var næmur á blæbrigði þeirra í flutningi sínum svo unun var á að hlýða. Þá var hann farsæll kennari í hljóðfæraleik sem og kórstjórnandi en það helgast vafalaust af hinni léttu lund hans ásamt nánast óþrjótandi umburðar- lyndi og leikni í mannlegum sam- skiptum. Þó gat hann verið fastur fyrir ef þess þurfti við enda Guðni alls ekki geðlaus maður. Um allt þetta ber honum fagurt vitni góður árangur kóra þeirra sem hann stjómaði vaskri og öruggri hendi, hvort sem var hjá Bústaðakirkju eða lögvörslumönnum í Reykjavík. Af framansögðu má Ijóst vera hvers vegna hann var svo vinsæll og eftirsóttur til góðra verka sem raun bar vitni. En hjálpsemi Guðna og rausnarskapur við okkur vini sína og samferðamenn átti sér engin tak- mörk. Hann mátti ekkert aumt sjá og reyndi, oft umfram getu, að rétta hjálparhönd. Þessi fórnfýsi hans var honum orðið nokkurt fótakefli sem helgast af því að vinnudagur hans var oftast langt umfram það sem hollt má teljast sköpunarverki Höf- uðsmiðsins. Guðni átti afskaplega erfitt með að neita nokkurri bón og tók oftast ekki við launum að verðleikum en ávann sér virðingu manna og aðdá- un með verkum sínum. Það mátti vart gera honum smáviðvik og hon- um fyndist hann ekki skuldbundinn manni um það margfalt. Það má segja að hann hafi snúið við máltæk- inu þar sem sagt er sem svo að það megi ekki rétta manni litla fingur svo hann taki ekki alla höndina, vegna þess að ef maður rétti Guðna „litlafingur" þá vildi hann helst greiða fyrir með öllum „búknum". Stuttu fyrir andlát hans er fundum okkar bar saman minntist hann á stórafmæli mitt sem nýliðið er. Þar tók hann af mér loforð þess efnis að ég mætti ekki fyrir nokkrum mun halda upp á það öðruvísi en að bíða eftir því að ljóst yrði hvenær hann færi utan. Ástæðan fyrir þeirri bón hans var sú að hann vildi koma þar að með hljóðfæraslætti og tilheyr- andi umstandi því ég ætti svo mikið inni hjá honum! Ljóst er að því er vissulega á annan veg farið. Verst er að úr þessu tekst mér víst ekki að gjalda Guðna til fulls greiða hans og vinaþel við mig og fjölskyldu mína um hartnær tveggja áratuga skeið. Skarð er nú fyrir skildi hjá fjöl- skyldu Guðna og vinahópi. Það get- ur í raun enginn komið í stað Guðna, svo sérstakur var hann. Saknað er góðs vinar sem allt vildi á sig leggja öðnim til hjálpar. Ég þakka af heilum hug fyrir mig og mína og bið föður mildinnar að annast hann, hann sem „ekkertlæturólaunað, sem innst er fóm úr hjartastað". Þorsteinn Halldórsson. Elsku Guðni minn. Það setti mig hljóða að þú værir farinn frá okkur langt fyrir aldur fram. Ég er viss um að Guð og englarnir, mamma og pabbi, Sella, Gunna og Olli hafa ör- ugglega tekið vel á móti þér. Minn- ingarnar streyma í huga minn sem eru ótal margar sem ég gleymi aldrei. Öll símtölin sem við áttum í vetur og sumar er ég mjög þakklát fyrir. Guðni minn, ég þakka fyrir sam- veruna og bið Guð að geyma þig. Ég kveð þig með þessum sálmi eftir afa minn. Pín elska nær til allra manna þóttefmnhaldi þeim og lætur huldar leiðir kanna að ljóssins dýrðarheim. Vér skulum þínir vottar verða og vitnisburður um stórmerki þín bera, því þú ert eilíf ást og náð og öllum sálum hjálparráð. Elsku Ella mín, Óli Maggi og Halldór, Dóra, Baddy og Konni, ég veit þið eigið um sárt að binda. Stefanía. Sagt er stundum að hlutirnir komi og fari og vera má að svo sé einnig með vini. Guðni var vinur minn og fór aldrei þó stundum liði eitt til tvö ár á milli að við hittumst. Það var gott og skemmtilegt að eiga hann sem vin. Ég hygg að það hafi verið sumarið 1965 að umboðsmaður hljómsveita bað mig að skreppa norður í Víðihlíð og spila á balli með nokkrum strák- um. Ég sló til og þar var í hópnum 17 ára glókollur sem spilaði ótrúiega vel á hljómborð og hannonikku. Einhvern veginn small strax saman með okkur Guðna og við stofnuðum tríó ásamt Einari Blandon. Guðni spilaði með okkur um allt land næstu 4 árin eða þar til hann ákvað að halda í organistanám til Kaup- mannahafnar. Ég fór í heimsóknir þangað. Guðni og Elín fóru ótrúlega létt með að hafa gesti og greiða götu þeirra enda var oft sagt í gríni að þau væru nokkurs konar „sendiherrar" í Kaupmannahöfn. Guðni var með sanni „reddari" af Guðs náð. Að námi lokni réðu hjónin sig til kennslu hjá mér í Snælandsskóla í Kópavogi og það var stórkostlegt að hafa þau í kennaraliðinu. Guðni var framúrskarandi greið- vikinn og vildi allt fyrir alla gera. Sem dæmi sagði ég við hann fyrir nokkrum árum, að það væri ómögu- legt annað en hann kæmi með sinn þekkta Bjöllukór til okkar í Gríms- ey. Eftir stuttan tíma hringdi hann og tilkynnti að allt væri klappað og klárt. „Við komum“ sagði hann og það var ógleymanleg skemmtun fyr- ir eyjarbúa. Guðni skilur eftir sig mikið tóma- rúm í tilverunni. Maður spyr af hverju hann var kallaður í blóma lífsins. Mér dettur helst í hug svar sem einstæð móðir gaf fyrir mörg- um árum í Vesturbænum. Hún hafði misst einkason sinn ungan. Fólki fannst hún ekki mjög sorgmædd dagana á eftir og kona nokkur spurði hana hvers vegna svo væri. Hún sagði: Guð þurfti meira á hon- um að halda en ég! Ef til vill er það svo með Guðna vin minn. Ég get alveg séð hann fyr- ir mér stjórnandi hinum ýmsu „englakórum“ og „reddandi" einu og öðru í tónlistarlífi á æðri stöðum. Elín - Óli og Halldór, megi Guð ganga með ykkur. Dónald Jóhannesson - skólastjóri - Grímsey. Kær frændi, vinur og félagi hefur kvatt. Svo snöggt, svo allt of fljótt. Guðni bjó á heimili foreldra minna er hann var við nám í Reykjavík. Hann fylgdi mér oft inn í drauma- landið með óþrjótandi ævintýrum og sögum. Seinna fékk ég að taka þátt í ýmsum ævintýrum í lífi hans. Sigla með honum á bátnum út í Viðey og renna e.t.v. íyrir fisk, út í óvissuna á vélsleðanum og hingað og þangað á mótorhjólinu. Ég kveð kæran frænda með þökk fyrir gleðina, hlýjuna og tónlistina. Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Guðna Þórarin Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs unnusta, sonar, bróður og fóstur- sonar, BJÖRNS HÓLM ÞORSTEINSSONAR, írabakka 12, Reykjavík. Samúð ykkar veitir okkur öllum styrk. j^Suð geymi ykkur. Edith Oddsteinsdóttir, Járnbrá Hilmarsdóttir, Ómar Matthíasson, systkini og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts elsku- '“-'ífegrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR ARNALDS, Barmahlíð 13, Reykjavík. Þorsteinn Arnalds, Hrefna Arnalds, Sigurður Gils Björgvinsson, Ari Arnalds, Sigrún Helgadóttir, Hallgrímur Arnalds, Helga Eyfeld. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu *fcokkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar BERGLJÓTAR STEFÁNSDÓTTUR, Norðurvöllum 24, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og dagdeildar A3, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi. Böm, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eigin- 'konu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu, STEINUNNAR ÁGÚSTU ÓLAFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við hjúkrunarfólki á deild 11-E á Landspítala við Hringbraut fyrir alla þá alúö og umönnun sem hún naut þar undanfarin ár. Hreinn Helgason og fjölskylda. + Þökkum sýndan hlýhug, samúð og virðingu við andlát og útför sonar míns og sonarsonar okkar, GUNNARS VIÐARS ÁRNASONAR, Lindasmára 3, Kópavogi. Sérstakar þakkir til allra vina hans og vandamanna. j Árnl G. Frederiksen Gunnar V. Frederiksen, María E. Frederiksen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.