Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 56
i S6 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
MorgunDiaðið/valdimar
Berglind Rósa var að ná góðum tökum á Gleði frá Skarholti og var þriðja í gæðingaskeiði.
„Hvað skyldi ég nú fá fyrir stökkið?" gæti Sigfús Brynjar verið að hugsa meðan Vignir Jón-
asson lagfærir hófhlífar Kolbrúns frá Dalsmynni fyrir skeiðið í úrslitum ungmenna.
Norðurlandamótið 1 Seljord
Unga fólkið
sannaði til-
verurétt sinn
Norðurlandamótin hafa fest sig vel í sessi
og má gera ráð fyrir að vefflir þeirra aukist
á komandi árum. Þótt Islendingar hafí ekki
teflt fram sínum sterkustu trompum á
þessum mótum hafa þeir lengst af átt þar
góðu gengi að fagna. Valdimar Kristinsson
sem var á mótinu í Seljord veltir hér upp
ýmsum hliðum þess.
Norðurlandamótið
sem haldið var í Seljord í
Noregi fyrir rúmri viku
er enn ein staðfestingin á
vexti og viðgangi mótanna. Sér í lagi
virðist þátttaka unglinga og ung-
'menna í mótinu hafa fest sig í sessi
en sérstaka ánægju vekur góð
frammistaða þeirra. Á það ekki síst
við um skeiðgreinarnar og kemur
þar tvennt til. I fyrsta lagi virðast
krakkamir hafa aðgang að mjög
góðum skeiðhestum og að sama
skapi virðast þau sem þama mættu
til leiks búa yfir góðri tækni og
kunnáttu á að taka hross til skeiðs.
Mátti þar sjá prýðilega útfærða
skeiðspretti sem hver fullorðinn
hestamaður gæti verið rígmontinn
af.
Vegur skeiðsins vaxandi
Af unglingum má nefna Kristine
Segall frá Danmörku sem sigraði í
íimmgangi unglinga á Kjama frá
Tryevolddal og íslendinginn Sverri
Brynjólfsson sem reyndar keppti
fyrir Svíþjóð á Frama frá Stóra-
Langadal en þeir sigmðu í gæðinga-
skeiði unglinga og urðu í öðra sæti í
fimmgangi. Kristján Magnússon og
Berglind Rósa Guðmundsdóttir
urðu í fjórða og fimmta sæti með
ágæta skeiðspretti en Berglind varð
þriðja í gæðingaskeiði. Bæði hafa
þau Kristján og Berglind nú þegar
talsverða reynslu af skeiðreið og
hefðu líklega barist um sigur sín á
milli hefðu þau verið á hestum sínum
agm þau vora með í úrslitum á ís-
landsmótinu á Melgerðismelum. Þá
varð Berglind í þriðja sæti í gæð-
ingaskeiði.
Hinrik Þór Sigurðsson sigraði í
gæðingaskeiði ungmenna eftir harða
keppni við hina sjóndöpra Matildu
Normann frá Svíþjóð. Má ætla að
fari efnilegir skeiðreiðmenn en
sú síðamefnda hefði verið í verð-
launasætum í fullorðinsflokki í bæði
flugskeiði og 250 metranum. Er von-
andi að hún haldi þeirri litlu sjón
sem hún hefur svo að henni verði
fært að stunda þessa spennandi
íþrótt sem hún er svo góð í. Skeiðið
nýtur mikilla vinsælda þar sem ís-
lenski hesturinn hefur náð góðri fót-
festu og knapamir hafa komist yfir
skeiðlullstímabilið. Svíar standa
mjög vel að vígi í skeiðinu og virðast
hafa náð mjög góðum tökum á því
eins áður hefur gerst í Þýskalandi
þar sem margir knapar sem ná ár-
angri sækja í ríkari mæli yfir í skeið-
hestana. Svipuð þróun virðist vera
annarsstaðar á Norðurlöndunum.
Rýmri tíma til skráninga
Hvað varðar þátttöku ungmenna
og unglinga frá íslandi era mögu-
leikar þeirra alltaf bundnir því
hversu heppin þau era með hesta
sem þau fá lánaða. Þrátt fyrir að
hestakosturinn hafi ekki verið alveg
í samræmi við væntingar, og er þá
fyrst og fremst átt við þjálfunar-
ástand hrossanna, skiluðu krakkarn-
ir ágætum árangri. Olil Amble, að-
stoðarmaður Vignis Jónassonar
landsliðeinvalds, sagði að hestarnir
hefðu ekki verið í því formi sem
reiknað hefði verið með. Skammm-
tími hefði liðið frá því krakkarnir
komu út og þar til keppnin hófst og
því ekki verið möguleiki á að koma
þeim í sitt besta form. Vignir benti á
að fá þyrfti undanþágu frá þeim
reglum sem gilda um skráningu
þannig að ekki þyrfti að skrá ís-
lensku krakkana á ákveðna hesta
fyrr en á síðustu stundu. Hann benti
á að ef undanþága hefði fengist frá
þessum tímamörkum hefði verið
hægt að finna betri hross í sumum
tilvika á síðustu stundu þegar ijóst
var að einstök hross væra ekki í
nógu góðu ástandi fyrir keppni.
Sagðist Vignir hafa fært þetta í tal
Kristine Segall frá Danmörku stúð sig vel í fimmgcingi á Kjarna frá Tyrevoldsdal og sigraði enda skeiðið flott
og áseta fín.
i' M
iv ipl “r.
Jóhann R. Skúlason og Þytur á fullri ferð í fimmgangi.
við aðstandendur annarra liða og
þeir hefðu sýnt fúllan skilning á
þessari sérstöðu íslendinga. En það
eitt dugar ekki til, sagði Vignir, því
svona lagað þarf að taka fyrir á
fundum Norðurlandaþjóðanna þar
sem fjallað er um þessi mót. Vægi
Norðurlandamótanna er ekki orðið
slíkt að menn fari sérstaklega með
hross frá íslandi í þeim aðaltilgangi
að taka þátt í Norðurlandamóti.
Bankað á dyr HM-liðsins
En það er annað vægi sem Norð-
urlandamótin virðast bjóða íslend-
ingum sem búa erlendis nú þegar
farið er að velja þá til þátttöku í
heimsmeistaramótum. Með góðri
frammistöðu á Norðurlandamóti
fyrir hönd íslands leggja menn inn
fyrir hugsanlegt val í íslenska
landsliðið að ári þegar heimsmeist-
aramótin verða haldin og barist
verður af mikilli einurð um sæti i lið-
inu. Má til að mynda ætla að augu
væntanlegs landsliðeinvalds, hver
sem það nú verður, muni beinast að
Hinriki Bragasyni og Farsæli frá
Arnarhóli hafi hann aðgang að hest-
inum fram yfir HM. Þeir stóðu sig
með mikilli prýði í bæði tölti og
fjórgangi, voru reyndar hinir öraggu
sigurvegarar í báðum greinum. Er
því hægt að ætla að Hinrik hafi verið
fyrstur til að tryggja sér prik fýrir
væntanlegt val. Sömu sögu má segja
um Jóhann G. Jóhannesson sem átti
góða daga í Seljord á Hrönn frá
Godemoor þótt ekki tækju þau titla
að þessu sinni. Hryssan sem er að-
eins sex vetra gömul er gott betur en
efnileg því hún stóð sig með miklum
ágætum. Voru þau fram á síðustu
stundu í harðri keppni um sigur í
samanlögðu. Þau unnu sig upp í ann-
að sæti í fimmgangsúrslitum og voru
í úrslitum í slaktaumatölti. En eftir-
tektarverðast við frammistöðu
hryssunnar á mótinu era tímarnir
sem hún skilaði í 250 metra skeiði.
Jóhann sagði þetta fýrsta skipti sem