Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 60

Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 60
jJO ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska Ferdinand SMARTALECK REMARK5 PO NOT BECOME YOU, MARCIE.. Mig langar aö taka af þér, herra, í fískihúíunni þinni.. Við nefnum hana “Mesti veiðimaður heims án stöðuvatns” Háðsglósur hæfa þér ekki vel Magga.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sínii 569 1100 • Símbréf 569 1329 Eg átti einu sinni fímm börn á lífi... Anna Ringsted, sem erþátttakandi íSTANZ-hópnum - baráttuhóp gegn umferðarslysum, skrifar: EG átti einu sinni fimm börn á lífi, en á einu andartaki, einn fagran morgun í maí fyrir fjórum árum fækkaði í hópnum mínum um einn, vegna þess að tæplega 18 ára sonur minn fór ekki eftir settum reglum, hann notaði ekki belti, kannski ók hann of hratt, kannski var hann að hækka í græjun- um sínum, hann var ósofinn, en hann var á leiðinni HEIM, átti bara ófarna nokkra metra, en þá... Ég ætla ekki að tíunda alla þá reiði, allan þann sársauka, öll þau tár, allar þær andvökunætur, allar þær martr- aðir, allan þann ótta, allt tilgan- gsleysið, alla þá uppgjöf og margt margt fleira sem tilfinningaskalinn býður manni uppá, en ég ætla að leyfa þér, lesandi kær, að nota ím- yndunaraflið! Ekki þarf að hafa mörg orð um öll þau skelfilegu umferðarslys sem á okkur hafa dunið undanfarna daga, en ég bara spyr í reiði minni, hvað er eiginlega að gerast? Hvað eigum við að horfa upp á mörg ungmenni láta lífið í umferðinni eða örkumlast? Eig- um við að segja svona 20-30 á ári og friða okkur svo, með því að segja, að þetta sé nú bara náttúrulögmál?! Ég vil það ekki. Ég vil, nei, ég krefst þess að eitthvað sé gert. Ég horfi á dómsmálaráðherrann afhjúpa bílflak og ég spyr: Hvaða hugmynda- fræði er hér á bak við? Heldur hefði ég viljað sjá ungt fólk framkvæma þessa athöfn, því með allri virðingu fyrir dómsmálaráðherra þá efast ég um að hann (ráðherrann) nái eyrum og augum þeirra sem virkilega þurfa á því að halda, þ.e. ungt fólk. Hér vantar góða og öfluga jafningja- fræðslu! Ég hef áður nefnt það í hugrenn- ingum mínum að ég vilji sjá hækkað- an ökuleyfisaldur, lágmark 18 ára, ég hef líka átt mér þann draum að öku- menn séu hiklaust sviptir öku- skírteini á staðnum af minnsta tilefni, ég hefi einnig nefnt það að hér vanti sárlega staði undir æfingarakstur og mér er lífsins ómögulegt að skilja af hverju ekkert gerist í þeim efnum, nema að svo litlu leyti að það tekur þvi ekki að nefna það. Erum við orðin svona fátæk á landssvæði eða er kannski ekki til fjámagn? En það samræmis ekki því sem ég heyri frá þeim herrum við Austurvöll, þar er sagt; aldrei árað betur, nægir pen- ingar, bullandi góðæri! En það sorglegasta við þetta góð- æri og þetta ríkidæmi er að það nær ekki út á vegina okkar, því þetta eru jú vegimir mínir og ykkar og pening- amir mínir og ykkar. Ég krefst þess að mínir umbjóð- endur, mínir alþingismenn, forgangs- raði peningunum mínum þannig að ég og aðrir sem um íslenska vegi fara séum ekki í stöðugum ótta vegna ökumanna sem keyra á ógnarhraða, sem taka framúr hvar sem er og hve- nær sem er, sem keyra fullir o.s.frv. Ég vil frekar strangari löggæslu en t.d. flutning einhverrar stofnunar milli bæjarfélaga, mér er alveg sama hver kaupir Valhöll en mér er ekki sama hvað verður um börnin mín og barnaböm. Ég vil miklu frekar fleiri lögreglu- menn í mína sveit og aðrar en t.d. lægra búvöruverð og ég vil að fólk taki ofan fyrir lögreglunni í Húna- vatnssýslum og hætti að hafa í flimt- ingum þeirra gerðir, því þær hafa án efa bjargað mörgum mannslífum. Það er margsannað að þar sem góð löggæsla er þar ganga hlutimir oft- ast nær vel. Enn og aftur mínir ágætu þing- menn, leggið nú niður allt karp um góða ræðu forseta okkar og sýnið að ykkur er ekki sama um mig og aðra þá sem um íslenska vegi fara og látið í ykkur heyra, þið hljótið að hafa ein- hverja skoðun á þessum málum, ver- ið grimmir svo heimur heyri, það er mín einasta ósk. Til ykkar ungu ökumenn, látið ykkur annt um vini ykkar og fjöl- skyldu og látið í ykkur heyra, mót- mælið dauðsföllum og örkumli í um- ferðinni, ekki taka þátt í dauðans hraða. ANNA RINGSTED, Eyj afj arðarsveit. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. 9?c’ðeÉ&\*Ll Brúðhjón Allur borðbiinaður Glæsileg gjdfavara - Brúðhjdnalistar VERSLUNIN Limgavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.