Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ
—
Helgi Olafsson sigraði
á Borgarskákmótinu
SKAK
Ráðhús Reykjavíkur
BORGARSKÁKMÓTIÐ
18. ágúst 2000
HELGI Ólafsson sigraði með yfir-
burðum á hinu árlega Borgarskák-
móti sem haldið var á afmælisdag
Reykjavíkurborgar, 18. ágúst, í Ráð-
húsi Reykjavíkur. Helgi tefldi fyrir
Innkaupastofnun Reykjavíkur. Jöfn í
2.-4. sæti urðu Rex (Davíð Kjartans-
son), Íslandssími (Ágúst Sindri
Karlsson) og Kaffi Reykjavík (Arnar
E. Gunnarsson).
Hrannar Bjöm Amarsson borgar-
fulltrúi, sem tefldi fyrir hönd Reykja-
víkurborgar, lék fyrsta leik mótsins
gegn Margeiri Péturssyni, sem tefldi
fyrir hönd MP verðbréfa.
Eins og áður var mótið bæði
skemmtilegt og spennandi og margir
af okkar sterkustu skákmönnum
tóku þátt í mótinu. Fyrir fram var
búist við að baráttan stæði á milli
stórmeistaranna Helga Ólafssonar
og Margeirs Péturssonar, en Mar-
geh- sigraði á mótinu í fyrra. Þeir
mættust í þriðju umferð og lauk
skákinni með sigri Helga. Eftir það
hélt Helgi uppteknum hætti og sigr-
aði alla andstæðinga sína, sjö að tölu.
Lokastaðan á mótinu varð þessi:
1. Innkaupastofnun Rvk. (Helgi Olafss.) 7 v.
2. Rex (Davíð Kjartansson) 5M> v.
3. Íslandssími hf. (Ágúst S. Karisson) 5'á v.
4. Kaffi Reykjav. (Arnar E. Gunnarss.) 5‘/2V.
5. Sementsverksm. (Bragi Þorfinnss.) 5 v.
6. Fjölnir (Áskell Örn Kárason) 5 v.
7. Heilbrigðiseftirlit Rvk. (Þorsteinn Þor-
steinss.)5v.
8. Figgs vítamín (Sigurbjöm Björnsson) 5 v.
9. MP verðbréf (Margeir Pétursson) 5 v.
10. Lina.net (Andri Ass Grétarsson) 5 v.
11. Samiðn (Sigurður Daði Sigfússon) 4!á v.
12. Félagsþjónustan í Rvk. (Bragi Halldórss.)
4‘/2v.
13. Kaffi París (Erlingur Þorsteinsson) 4'á v.
14. Orkuveita Rvk. (Sigurður P. Steindórss.)
4!áv.
15. Hitaveita Suðum. (Davíð Ó. Ingimarss.) 4
v.
16. Sparisj. í Keflav. (Þráinn Vigfúss.) 4 v.
17. Rafhönnun hf. (Jón V. Gunnarss.) 4 v.
18. Þrír Frakkar (Jóhann Ö. Siguijónss.) 4 v.
19. íslensk erfðagr. (Gunnar Rúnarss.) 4 v.
20. Hótel Borg (Sigurður Herlufsen) 4 v.
21. NámsflokkarRvk. (SævarBjamason)4v.
22. Opin kerfi hf. (Sæbjöm Guðfinnsson) 4 v.
23. Haraldur Böðvarsson (Guðni S. Péturss.)
4v.
24. Grillhúsið (Atli Hilmarsson) 4 v.
25. Olís hf. (Amar Þorsteinsson) 3'/2 v.
26. Gullkistan (Magnús Siguijónsson) 3/2 v.
27. Eimskipafélagið (Halldór Pálsson) 3% v.
28. Mjólkursamsalan (Baldur Möller) 3!/2 v.
29. Hlöllabátar (Amar Ingólfsson) 3/2 v.
30. Seðlabankinn (Guðjón Valgarðss.) 3!4 v.
31. Fræðslumiðstöð Rvk. (Sigurjón Sigur-
björnss.) 3‘/2V.
32. M1. Suzuki bílar, Borgarskipulag Reykja-
víkur, Búnaðarbanki íslands, Nings, Sæl-
kerabúðin, reykjavik.com, Bjömsbakarí við
Klapparstíg, Skákhúsið, Islandsbanki-FBA
Félag bókagerðarmanna, 0RA - niðursuðu-
verksmiðja3v.
42.M6. Iðnó veitingahús, Sorpa, Olíufélagið
ESSO, Morgunblaðið, Gras efnavörur 2'á v.
47.-52. Hreinsitækni, Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur, Glaumbar, Jarðfræðistofan
Stapi, Reykjavíkurborg, Efling stéttarfélag 2
v.
53.-54. Toyota P. Samúelsson, íþrótta- og
tómstundaráð Rvk. 1!4 v.
55.-56. Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd-
sen, Vinnuskóli Reykjaxnkur 1 v.
57.VISAÍsland>/2V.
Skákstjórar vom Ríkharður Sveinsson og
Sigurður Daði Sigfússon.
Borgarskákmótið hefur verið hald-
ið árlega síðan 1986. Mótið er haldið
sameiginlega af Taflfélagi Reykja-
víkur og Taflfélaginu Helli.
Skákþing Islands að hefjast
Skákþing íslands, landsliðsflokk-
ur, hefst þann 23. ágúst. Mótið verð-
ur með útsláttarfyrirkomulagi í
fyrsta sinn. Teflt verður í félagsheim-
ili Kópavogs, Fannaborg 2. Búið er
að draga saman í 1. umferð:
Helgi Á Grétarss. - Stefán Kristjánss.
Þröstur Þórhallss. - Áskell Ö. Káras.
Jón V. Gunnarss. - Bragi Þorfinnss.
Jón G. Viðarss. - Björn Þorfmnss.
Sævar Bjarnas. - Tómas Björnss.
Ágúst S. Karlss. - Kristján Eðvarðss.
Róbert Harðars. - Þorsteinn Þorsteinss.
Arnar E. Gunnarss. - Einar H. Jenss.
Athyglisvert er, að enginn þessara
skákmanna hefur áður orðið Islands-
meistari.
fslendingar fá viðbótar-
mann á svæðismótið
Svæðismót Norðurlanda í skák
verður sífellt áhugaverðara fyrir Is-
lendinga. Nú er ljóst að íslendingar
fá sjötta mann á mótið þar sem Svíar
hafa tilkynnt að sænski alþjóðlegi
meistarinn Johan Hellsten verði ekki
með á mótinu. Þar sem Svíar höfðu
ekki tilgreint varamann þýðir þetta
samkvæmt reglugerð mótsins að
sætið rennur til þess lands þar sem
mótið er haldið. Skáksamband ís-
lands tilkynnti reyndar ekki heldur
um varamenn fyrir svæðismótið, en
teljast verður líídegt að Jóni Viktori
Gunnarssyni verði boðið sætið, a.m.k.
ef enginn sterkari skákmaður gefur
kost á sér. Helgi Áss Grétarsson,
Hannes Hlífar Stefánsson, Margeir
Pétursson, Helgi Ólafsson og Þröstur
Þórhallsson hafa þegar tilkynnt þátt-
töku 1 þessu mikilvæga móti.
Gröf Alekhines
Alexander Alekhine var einn dáð-
asti skákmaður sögunnar og var
heimsmeistari 1927-1935 og 1937-
1946. Gröf hans í Montpamasse-
kirkjugarðinum í París varð fyrir
skemmdum í óveðri fyrr á árinu. Nú
hefur FIDE óskað eftir fjárhagsleg-
um stuðningi frá velunnurum skákl-
istarinnar til þess að geta gengið
sómasamlega frá grafreit Alekhines.
Kostnaður er áætlaður 22.000 banda-
rískh' dollarar.
Heimsmeistarakeppni
skákforrita hafín
Keppnin heitir reyndar „Heims-
meistarakeppni smátölva í skák“, en í
reynd er hún barátta skákforritanna
sem keyi'a á tölvunum. Undirritaður
hefur fylgst með tölvuskák allt frá
þeim tíma þegar enn þótti of flókið að
láta forritin hróka, hvað þá að drepa í
framhjáhlaupi. Síðan þá hefm' mikið
vatn runnið til sjávar og núorðið tefla
forritin eftir öllum kúnstarinnar
reglum og „smámunir" eins og fimm-
tíu leikja reglan vefjast ekki lengur
f\TÍr þeim. Þá þykir það ekki skák-
forrit með skákforritum sem ekki
teflir öll fimm manna endatöfl galla-
laust.
Eitt það athyglisverðasta við heim
tölvuskákarinnar nú til dags er hve
heita aðdáendur tölvuskákin á. Aðdá-
endurnh- gæta hagsmuna tölvuforrit-
anna gagnvart mennskum keppend-
um eins og sjáaldurs auga síns og oft
eiga sér stað umræður um það órétt-
læti sem tölvuforritin eru beitt. Sem
dæmi má nefna nýlega ákvörðun
FIDE um það að skákmót þar sem
tölvur tefla skuli ekki reiknuð til al-
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 6^
þjóðlegra skákstiga.
Einn af föstu liðunum, og sá sem
beðið er með mestri eftirvæntingu, er
einmitt heimsmeistarakeppni skák-
forrita, sem hófst í gær. Fimmtán
forrit eru skráð til keppni, þar á með-
al sterkustu skákforritin um þessar
mundir: Chess Tiger, Diep,
Francesca, Fritz, Junior, Nimzo,
Rebel, RuyLopez, Shredder, SOS,
Insomniac, Zchess, Pasque Expert,
Crafty og XiniX.
Efnt var til getraunar um hvaða
forrit myndu ná bestum árangri á
mótinu. Efstu sætin í þeirri könnun
hrepptu:
1. Fritz (20%)
2. Shredder (18%)
3. Chess Tiger (17%)
4. Junior (11%)
Allt eru þetta þekkt forrit. Shredd-
er er núverandi heimsmeistari smá-
tölva og reyndar einnig heimsmeist-
ari tölva, þar sem öll forrit eru
gjaldgeng óháð því á hvaða vélbúnaði
þau keyra. Fritz-forritið er eitt hið
vinsælasta í heiminum og kemur úr
smiðju ChessBase. Chess Tiger kom
öllum á óvart þegar það náði efsta
sætinu á stigalista skákforrita, en
hafði verið nánast óþekkt íram að
þeim tíma. Junior vakti mikla athygli
á Dortmund Sparkassen mótinu í
júlí, þar sem það stóð uppi í hárinu á
mörgum sterkustu skákmönnum
heims.
Heimsmeistaramótið hófst í gær,
mánudag, en því lýkur á föstudaginn.
Tímamörkin era 60 leikir á tveimur
klukkustundum og síðan hálftími til
að ljúka skákinni. Tefldar verða 9
umferðir. Mótið fer fram í London
samhliða hinum afar athyglisverðu
Ólympíuleikum í hugaríþróttum.
Daði Orn Jónsson
Nuddnám
hefst 2. sept. nk.
Nuddnámið tekur þrjú ár með
kennslu á kvöldin og um helgar.
ÚtskriftarheiH er nuddfræðingur.
Námið er viðurkennt af
menntamálaráðuneytinu og
Félagi íslenskra nuddfræðinga.
Upplýsingar í síma 511 1085
virka daga frá kl. 13-17.
Hægt er að sækja um í síma,
á staðnum eða fá sent
umsóknareyðublað.
Nuddskóli
Guðmundar
í nýrri aðstöðu á Hólmaslóð 4,
2. hæð, 101 Reykjavík.
STORUTSALA
til mánaðarmóta
Allt á kostnaðarverði
Fyrstir koma, fyrstir fá
Borðstofusett, sófasett, skápar,
skenkar, klukkur, skatthol o.fl.
ANTIK GALLERY
Ál
Vegmúla 2, sími 588 8600.
Opið virka daga kl. 12-18,
Euro og Visa radgreiðslur
laugardaga kl. 12-16.
Verð nú aðeins
799.000
KIA UMBOÐIÐ • FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025
Nýr bíll á verði notaðs!
KIA Pride er fullbúinn fólksbíll á verði sem flestir kannast við á notuðum
bílum en ekki glænýjum bílum. KIA Pride er knúinn 1330cc vél sem
skilar 73 hestöflum, 5 gíra og með rafeindastýrðri EGI fjölinn-
sprautun. KIA Pride kemur með eftirfarandi staðalbúnaði
sem sýnir svo ekki verður um villst að hér fæst mikið
fyrir peningana:
Samlitir stuðarar, vökvastýri, snúningshraðamælir, loftpúði
f. ökumann, afturhurð og bensínlok opnanieg innanfrá,
2 höfuðpúðar, bilbeltastrekkjarar,, þurrkutöf,barnalæsingar,
þokuljós að aftan, litað gler, hiti í afturrúðu, geymsluvasar
í framhurðum, útvarp og segulband,4 hátalarar, rafmagns-
loftnet, stafræn klukka, hreyfiltengd þjófavörn, rafmagn
í rúðum að framan, hliðarspeglar stillanlegir innanfrá.