Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ — Helgi Olafsson sigraði á Borgarskákmótinu SKAK Ráðhús Reykjavíkur BORGARSKÁKMÓTIÐ 18. ágúst 2000 HELGI Ólafsson sigraði með yfir- burðum á hinu árlega Borgarskák- móti sem haldið var á afmælisdag Reykjavíkurborgar, 18. ágúst, í Ráð- húsi Reykjavíkur. Helgi tefldi fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkur. Jöfn í 2.-4. sæti urðu Rex (Davíð Kjartans- son), Íslandssími (Ágúst Sindri Karlsson) og Kaffi Reykjavík (Arnar E. Gunnarsson). Hrannar Bjöm Amarsson borgar- fulltrúi, sem tefldi fyrir hönd Reykja- víkurborgar, lék fyrsta leik mótsins gegn Margeiri Péturssyni, sem tefldi fyrir hönd MP verðbréfa. Eins og áður var mótið bæði skemmtilegt og spennandi og margir af okkar sterkustu skákmönnum tóku þátt í mótinu. Fyrir fram var búist við að baráttan stæði á milli stórmeistaranna Helga Ólafssonar og Margeirs Péturssonar, en Mar- geh- sigraði á mótinu í fyrra. Þeir mættust í þriðju umferð og lauk skákinni með sigri Helga. Eftir það hélt Helgi uppteknum hætti og sigr- aði alla andstæðinga sína, sjö að tölu. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Innkaupastofnun Rvk. (Helgi Olafss.) 7 v. 2. Rex (Davíð Kjartansson) 5M> v. 3. Íslandssími hf. (Ágúst S. Karisson) 5'á v. 4. Kaffi Reykjav. (Arnar E. Gunnarss.) 5‘/2V. 5. Sementsverksm. (Bragi Þorfinnss.) 5 v. 6. Fjölnir (Áskell Örn Kárason) 5 v. 7. Heilbrigðiseftirlit Rvk. (Þorsteinn Þor- steinss.)5v. 8. Figgs vítamín (Sigurbjöm Björnsson) 5 v. 9. MP verðbréf (Margeir Pétursson) 5 v. 10. Lina.net (Andri Ass Grétarsson) 5 v. 11. Samiðn (Sigurður Daði Sigfússon) 4!á v. 12. Félagsþjónustan í Rvk. (Bragi Halldórss.) 4‘/2v. 13. Kaffi París (Erlingur Þorsteinsson) 4'á v. 14. Orkuveita Rvk. (Sigurður P. Steindórss.) 4!áv. 15. Hitaveita Suðum. (Davíð Ó. Ingimarss.) 4 v. 16. Sparisj. í Keflav. (Þráinn Vigfúss.) 4 v. 17. Rafhönnun hf. (Jón V. Gunnarss.) 4 v. 18. Þrír Frakkar (Jóhann Ö. Siguijónss.) 4 v. 19. íslensk erfðagr. (Gunnar Rúnarss.) 4 v. 20. Hótel Borg (Sigurður Herlufsen) 4 v. 21. NámsflokkarRvk. (SævarBjamason)4v. 22. Opin kerfi hf. (Sæbjöm Guðfinnsson) 4 v. 23. Haraldur Böðvarsson (Guðni S. Péturss.) 4v. 24. Grillhúsið (Atli Hilmarsson) 4 v. 25. Olís hf. (Amar Þorsteinsson) 3'/2 v. 26. Gullkistan (Magnús Siguijónsson) 3/2 v. 27. Eimskipafélagið (Halldór Pálsson) 3% v. 28. Mjólkursamsalan (Baldur Möller) 3!/2 v. 29. Hlöllabátar (Amar Ingólfsson) 3/2 v. 30. Seðlabankinn (Guðjón Valgarðss.) 3!4 v. 31. Fræðslumiðstöð Rvk. (Sigurjón Sigur- björnss.) 3‘/2V. 32. M1. Suzuki bílar, Borgarskipulag Reykja- víkur, Búnaðarbanki íslands, Nings, Sæl- kerabúðin, reykjavik.com, Bjömsbakarí við Klapparstíg, Skákhúsið, Islandsbanki-FBA Félag bókagerðarmanna, 0RA - niðursuðu- verksmiðja3v. 42.M6. Iðnó veitingahús, Sorpa, Olíufélagið ESSO, Morgunblaðið, Gras efnavörur 2'á v. 47.-52. Hreinsitækni, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Glaumbar, Jarðfræðistofan Stapi, Reykjavíkurborg, Efling stéttarfélag 2 v. 53.-54. Toyota P. Samúelsson, íþrótta- og tómstundaráð Rvk. 1!4 v. 55.-56. Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd- sen, Vinnuskóli Reykjaxnkur 1 v. 57.VISAÍsland>/2V. Skákstjórar vom Ríkharður Sveinsson og Sigurður Daði Sigfússon. Borgarskákmótið hefur verið hald- ið árlega síðan 1986. Mótið er haldið sameiginlega af Taflfélagi Reykja- víkur og Taflfélaginu Helli. Skákþing Islands að hefjast Skákþing íslands, landsliðsflokk- ur, hefst þann 23. ágúst. Mótið verð- ur með útsláttarfyrirkomulagi í fyrsta sinn. Teflt verður í félagsheim- ili Kópavogs, Fannaborg 2. Búið er að draga saman í 1. umferð: Helgi Á Grétarss. - Stefán Kristjánss. Þröstur Þórhallss. - Áskell Ö. Káras. Jón V. Gunnarss. - Bragi Þorfinnss. Jón G. Viðarss. - Björn Þorfmnss. Sævar Bjarnas. - Tómas Björnss. Ágúst S. Karlss. - Kristján Eðvarðss. Róbert Harðars. - Þorsteinn Þorsteinss. Arnar E. Gunnarss. - Einar H. Jenss. Athyglisvert er, að enginn þessara skákmanna hefur áður orðið Islands- meistari. fslendingar fá viðbótar- mann á svæðismótið Svæðismót Norðurlanda í skák verður sífellt áhugaverðara fyrir Is- lendinga. Nú er ljóst að íslendingar fá sjötta mann á mótið þar sem Svíar hafa tilkynnt að sænski alþjóðlegi meistarinn Johan Hellsten verði ekki með á mótinu. Þar sem Svíar höfðu ekki tilgreint varamann þýðir þetta samkvæmt reglugerð mótsins að sætið rennur til þess lands þar sem mótið er haldið. Skáksamband ís- lands tilkynnti reyndar ekki heldur um varamenn fyrir svæðismótið, en teljast verður líídegt að Jóni Viktori Gunnarssyni verði boðið sætið, a.m.k. ef enginn sterkari skákmaður gefur kost á sér. Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson hafa þegar tilkynnt þátt- töku 1 þessu mikilvæga móti. Gröf Alekhines Alexander Alekhine var einn dáð- asti skákmaður sögunnar og var heimsmeistari 1927-1935 og 1937- 1946. Gröf hans í Montpamasse- kirkjugarðinum í París varð fyrir skemmdum í óveðri fyrr á árinu. Nú hefur FIDE óskað eftir fjárhagsleg- um stuðningi frá velunnurum skákl- istarinnar til þess að geta gengið sómasamlega frá grafreit Alekhines. Kostnaður er áætlaður 22.000 banda- rískh' dollarar. Heimsmeistarakeppni skákforrita hafín Keppnin heitir reyndar „Heims- meistarakeppni smátölva í skák“, en í reynd er hún barátta skákforritanna sem keyi'a á tölvunum. Undirritaður hefur fylgst með tölvuskák allt frá þeim tíma þegar enn þótti of flókið að láta forritin hróka, hvað þá að drepa í framhjáhlaupi. Síðan þá hefm' mikið vatn runnið til sjávar og núorðið tefla forritin eftir öllum kúnstarinnar reglum og „smámunir" eins og fimm- tíu leikja reglan vefjast ekki lengur f\TÍr þeim. Þá þykir það ekki skák- forrit með skákforritum sem ekki teflir öll fimm manna endatöfl galla- laust. Eitt það athyglisverðasta við heim tölvuskákarinnar nú til dags er hve heita aðdáendur tölvuskákin á. Aðdá- endurnh- gæta hagsmuna tölvuforrit- anna gagnvart mennskum keppend- um eins og sjáaldurs auga síns og oft eiga sér stað umræður um það órétt- læti sem tölvuforritin eru beitt. Sem dæmi má nefna nýlega ákvörðun FIDE um það að skákmót þar sem tölvur tefla skuli ekki reiknuð til al- ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 6^ þjóðlegra skákstiga. Einn af föstu liðunum, og sá sem beðið er með mestri eftirvæntingu, er einmitt heimsmeistarakeppni skák- forrita, sem hófst í gær. Fimmtán forrit eru skráð til keppni, þar á með- al sterkustu skákforritin um þessar mundir: Chess Tiger, Diep, Francesca, Fritz, Junior, Nimzo, Rebel, RuyLopez, Shredder, SOS, Insomniac, Zchess, Pasque Expert, Crafty og XiniX. Efnt var til getraunar um hvaða forrit myndu ná bestum árangri á mótinu. Efstu sætin í þeirri könnun hrepptu: 1. Fritz (20%) 2. Shredder (18%) 3. Chess Tiger (17%) 4. Junior (11%) Allt eru þetta þekkt forrit. Shredd- er er núverandi heimsmeistari smá- tölva og reyndar einnig heimsmeist- ari tölva, þar sem öll forrit eru gjaldgeng óháð því á hvaða vélbúnaði þau keyra. Fritz-forritið er eitt hið vinsælasta í heiminum og kemur úr smiðju ChessBase. Chess Tiger kom öllum á óvart þegar það náði efsta sætinu á stigalista skákforrita, en hafði verið nánast óþekkt íram að þeim tíma. Junior vakti mikla athygli á Dortmund Sparkassen mótinu í júlí, þar sem það stóð uppi í hárinu á mörgum sterkustu skákmönnum heims. Heimsmeistaramótið hófst í gær, mánudag, en því lýkur á föstudaginn. Tímamörkin era 60 leikir á tveimur klukkustundum og síðan hálftími til að ljúka skákinni. Tefldar verða 9 umferðir. Mótið fer fram í London samhliða hinum afar athyglisverðu Ólympíuleikum í hugaríþróttum. Daði Orn Jónsson Nuddnám hefst 2. sept. nk. Nuddnámið tekur þrjú ár með kennslu á kvöldin og um helgar. ÚtskriftarheiH er nuddfræðingur. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og Félagi íslenskra nuddfræðinga. Upplýsingar í síma 511 1085 virka daga frá kl. 13-17. Hægt er að sækja um í síma, á staðnum eða fá sent umsóknareyðublað. Nuddskóli Guðmundar í nýrri aðstöðu á Hólmaslóð 4, 2. hæð, 101 Reykjavík. STORUTSALA til mánaðarmóta Allt á kostnaðarverði Fyrstir koma, fyrstir fá Borðstofusett, sófasett, skápar, skenkar, klukkur, skatthol o.fl. ANTIK GALLERY Ál Vegmúla 2, sími 588 8600. Opið virka daga kl. 12-18, Euro og Visa radgreiðslur laugardaga kl. 12-16. Verð nú aðeins 799.000 KIA UMBOÐIÐ • FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 Nýr bíll á verði notaðs! KIA Pride er fullbúinn fólksbíll á verði sem flestir kannast við á notuðum bílum en ekki glænýjum bílum. KIA Pride er knúinn 1330cc vél sem skilar 73 hestöflum, 5 gíra og með rafeindastýrðri EGI fjölinn- sprautun. KIA Pride kemur með eftirfarandi staðalbúnaði sem sýnir svo ekki verður um villst að hér fæst mikið fyrir peningana: Samlitir stuðarar, vökvastýri, snúningshraðamælir, loftpúði f. ökumann, afturhurð og bensínlok opnanieg innanfrá, 2 höfuðpúðar, bilbeltastrekkjarar,, þurrkutöf,barnalæsingar, þokuljós að aftan, litað gler, hiti í afturrúðu, geymsluvasar í framhurðum, útvarp og segulband,4 hátalarar, rafmagns- loftnet, stafræn klukka, hreyfiltengd þjófavörn, rafmagn í rúðum að framan, hliðarspeglar stillanlegir innanfrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.