Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ \S4 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 T.EIKFÉLAG ÍSLWDS tasMMu 552 3000 THRILLER sýnt af NFVÍ lau. 26/8 kl. 20.00. örfá sæti laus lau. 2/9 kl. 20.00 PANODIL FYRIR TVO fös. 1/9 kl. 20.00 Síðustu sýningax 530 3030 JÓN GNARR. Ég var einu sinni nörd fös. 25/9 kl. 20 lau. 2/9 kl. 20 Miðasalan er opin í Loftkastalanum og Iðnó frá kl. 11-17. A báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir í viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/ Iðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Áifabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. VISA KaííiLeikhúsið Vesturgötu 3 mið. 23. ágúst kl.21:00 Zenker/Kappe 4tet jass- kvartett frá Hollandi lau. 26. ágúst kl. 22:00 Hljómsveitin Casino hanastélstónleikar MIÐASALA í síma 551 9055 Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 fös. 25/8 lau. 26/8 uppselt lau. 2/9 lau. 9/9 Miðapantanir í síma 561 0280. Miðasölusími er opinn aila daga kl. 12-19. Miöinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. THiii ISI I \SKV 01*1 «5\\ ==!im Sími 511 4200 Gamanleikrit í leikstjórn Siguröar Sigurjónssonar lau 26/8 kl. 20 fös 1/9 kl. 20 Miðasölusími 551 1475 Miðasala opin kl. 15—19 mán—lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. tí Loftkastali miðasala í sfma: ATH. Síðlistu sýmtgar Laugardagurinn 26. ágúst a Föstudaginn 1. ^eptémber ÞaS er mikils krafist af leikhópnum og hann stendur undir þvi.” ~ Þ.T. MBL. Uh. Sýningar hefjastki. 20.00 Gamansöngleikur byggður á lögum Michael Jackson VINSÆLASTA LEIKSÝNING ALLRA TÍMA A fSLANDI: HeUisbímm BJARNT HAÚK\m AUKASÝNINGAR VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR: Laugardaginn Föstudaginn 26/8 kl. 20.00 1/9 kl. 20.00 MIÐASÖLUSÍMI 551-1475 FÓLK í FRÉTTUM Nr. var vikur Mynd Útgefandi Tegund I. NÝ l American Beauty Sam myndbönd Drama 2. l. 4 The Whole Nine Yards Myndform Gaman 3. 2. 3 Finnl Destination Myndform Spenna 4. 6. 2 Stigmata Skífan Spenna 5. 3. 5 The Green Nlile Hóskólabíó Drama 6. 12. 2 Mystery Alaska Snm myndbönd Gaman 7. II. 2 Fíaskó Hóskólobió Gaman 8. 4. 6 Double Jeopardy Sam myndbönd Spenna 9. 5. 6 Dogma Skifan Gaman 10. 15. 2 Ghost Dog: The Way of the Samurai Bergvík Spenna II. 7. 4 Bringing Out the Dead Sam myndbönd Drama 12. 8. 8 The Bone Collector Skífnn Spenna 13. 9. 5 Magnolia Myndform Drama 14. 10. 6 The Insider Myndform Drama 15. NÝ l Anywhere But Here Skífon Drama 16. 14. 4 Bicentenniul Man Skífan Gaman 17. 13. 3 The Limey Sam myndbönd Spenna 18. 17. 4 Flawless Góðar stundir Gaman 19. NÝ l Tarzan Sam myndbönd Teikni 20. 16. 5 Anna and the King Skífan Droma iilmiixrimiiiiximixixrim Reuters Miðaldra Kevin Spacey fellur kylliflatur fyrir táningsstúlk- unni Mean Suvari í hinni róm- uðu Amerískri fegurð. Fagurt á toppnum AMERÍSK fegurð, handhafi Ósk- arsverðlaunanna sem besta mynd síðasta árs, kom út á myndbandi hér á landi í síðustu viku og fór vit- anlega beint á toppinn. Þessi mynd breska leikhúsmannsins Sams Mendes hefur enda hlotið fádæma viðtökur bæði almennings og gagn- rýnenda sem keppst hafa um að lofa þessa gráglettnu lýsingu á hvers- dagslegu úthverfalífi fjölskyldna sem í fyrstu virðist ósköp venjulegt, slétt og fellt. Myndin hlaut alls 5 Óskarsverðlaun en auk þess að vera valin besta myndin var Mendes val- inn besti leikstjórinn, Spacey besti karlleikari í aðalhlutverki og hand- ritið var valið það besta, sem og tónlist og klipping. Mendes sneri aftur á fjalirnar eftir að hafa komið niður á jörðina á ný en brátt mun hann snúa sér aftur að kvikmynd- unum og herma fregnir frá Holly- wood að hann eigi í viðræðum um að taka að sér að leikstýra Tom Hanks í mynd um myndasöguper- sónuna Engil dauðans. Svo taka myndirnar, sem komu inn nýjar í síðustu viku, kipp; „Mystery Alaska“, sem er íshokkí- mynd með Russell Crowe, íslenska myndin „Fíaskó“ og „Ghost Dog: The Way of the Samurai" sem er nýjasta mynd hins mikils metna Jims Jarmusch, konungs óháðu kvikmyndagerðarinnar. Ekki er lík- legt að „Fegurðin" verði flæmd af toppi næsta lista - jafnvel þótt klassamyndir á borð við „Man on the Moon“ með Jim Carrey í hlut- verki grínistans Andys heitins Kaufmann og „Jóhanna af Örk“ með augum franska leikstjórans Lucs Besson séu væntanlegar á leigurnar. er áttavitinn? Hvar TONLIST Geisladiskur SNERTIN G Snerting, geisladiskur Jóhannes- ar Snorrasonar. Jóhannes sér einn um allan hljóðfæraleik og forritun, semur tónlist, útsetur og stýrir upptökum. 44,25 mín. Jó- hannes Snorrason gefur út. ÞAÐ ER orðið sífellt sjaldgæf- ara að maður heyri tónlist sem kemur beint frá hjartanu nú til dags. Áhersla dægurtónlistar- markaða Vesturlanda er á að selja fyrst og fremst, tónlistin sem slík skiptir hvað minnstu máli. Þrýst- ingur um frægð, frama og fé skekkir oft á tíðum sýn listamanna sem gerir að verkum að margir þeiira eru vart með sjálfum sér ef svo mætti að orði komast, hins veg- ar eru þeir með markaðsmógúlum og ímyndarfræðingum. Það er helst að leita til hinnar svonefndu „heimstónlistar“ eður þjóðlaga- tónlistar til að fínna tónlistarsköp- un sem er laus undan áðurnefndu. Stundum þarf þó ekki að leita svo langt eftir hinum „hreina“ tóni. Ef þér hugnast einlæg og ástríðu- full tónlist þar sem menn eru al- gerlega með sjálfum sér nægir að líta til hamfarapoppsins íslenska. Á þeim bænum gefa menn jafnan út sjálfir, sem ætti að tryggja að ekki nokkur sála sé með puttana í sýn listamannanna. Þeir gera í raun nákvæmlega það sem þeim sýnist og láta sig litlu varða hvað er að gerast úti í hinum stóra poppheimi, hvað þá að þeir séu að pæla í því hvað mammoni kallinum finnst. Og iðulega setja þeir poppfræðinga og áhugamenn um skilgreiningar í mikinn vanda. „Snerting“ uppfyllir öll þessi skilyrði, platan inniheldur algerlega óflokkanlega tónlist sem kemur miklu hausklóri af stað. Ég stend ekki á skýi við hlustun. Ég stend á gati. Platan er öll án söngs og inni- heldur einhvers konar raftónlist. Það er þó lítið hald í þessari skýr- ingu og skynsamlegast er að rekja sig í gegnum hvert lag fyrir sig, enda kallar eðli plötunnar á slíkt, svo margræð er hún. Fyrsta lagið byrjar á drungaleg- um tölvudrunum og rennur svo yfir í einhvers konar blöndu af vélpönki (e. cyberpunk) og hallæristæknói. Nýrómantískur svuntuþeysara- bragur (e. synthesizer) liggur sterkt yfír laginu, svo og reyndar öðrum lögum. Þetta er svo skreytt með torkennilegu tölvukuklsgítar- sólói. Ferðin til áður óþekktra vídda í tónlist hefst með glæsibrag eins og sjá má. Annað lagið samanstendur af takti viðlíkum þeim sem svuntu- þeysarameistarar nýrómantíkur- innar beittu fyrir sig í árdaga, nöfn sem koma óneitanlega upp í hug- ann eru Human League og Gary Numan. Gítarleikur minnir nokkuð á meistara Robert Fripp, leiðtoga King Crimson og framsækna rokk- ið (e. prog rock) gerir líka vart við sig. Það sem skemmir lagið er glórulaust gítarsóló en þau koma fyrir í fleiri lögum á plötunni og eru án efa veikasti hlekkur hennar. Þriðja lagið, „Mantra“, er líkast til það besta, sannfærandi hljóm- smíð í anda Tangerine Dream, Pink Floyd, jafnvel Orb. Minni frá sýruhippunum í Hawkwind bregð- ur og fyrir og lagið minnir jafnvel á sveimtónlist Brian Eno. Þess má til gamans geta að til er lag með King Crimson, en Jóhannes er greini- lega undir miklum áhrifum frá þeirri gæðasveit á þessari plötu, sem heitir einmitt Mantra. Fjórða lagið er fúnkuð bassa- leidd níunda áratugs tölvusýra, full af stórskrýtnum, brotnum tölvu- hljóðum. Gítarsólóið minnir helst á gítarleikfimimanninn Steve Vai, rennandi yfir skalana, glerþunnur á sunnudagsmorgni og tölvu- trommurnar minna helst á stefið úr Miami Vice-þáttunum! Fimmta lagið nær ágætis grópi (e. groove). Það byrjar á vel heppn- uðu og framandi munkasveimi sem leiðist út í nokkuð vel heppnaða tölvuleikjatónlist eftir Jean-Michel Jarre og Vangelis með trommufor- ritun í boði Harold Faltermeyer (hver man ekki eftir laginu „Áxel F“ úr kvikmyndinni Beverly Hills Cop?) ef hún væri til. Sjötta lagið einkennist af feikiat- hyglisverðum trommutakti og súr- ustu hljómborðssprettirnir hingað til kíkja í heimsókn. Sömuleiðis lætur undirfurðulegur gítarleikur kræla á sér og lagið er reglulega brotið upp með jözzuðu millispili í anda Mezzoforte og hinnar fram- sæknu dauðarokksplötu hljóm- sveitarinnar Pestilence, „Spher- es“. Já, svei mér þá alla mína daga! Sjöunda lagið er vel heppnað sveim í anda Mike Oldfield og áttunda og síðasta lagið er einhvers konar regnskógasýi'a, ki'ydduð fúnki. Jóhannesi tekst hvað best upp í rólegu sveimlögunum, framsækn- ar raftæknótilraunir hans eru öllu fallvaltari þótt þær eigi oftsinnis alveg hreint glæsilega spretti. Græjurnar sem Jóhannes notar eru greinilega komnar vel til ára sinna og heildarhljómur plötunnar er frekar gamaldags. Þrátt fyrir það vinnur Jóhannes vel með þá hljóma sem hann kýs að galdra fram. Það ætti að vera lýðum ljóst að „Snerting“ er engin venjuleg rennireið um undralendur tónlist- arinnar og heyrn er sögu ríkari. Hið einlæga og yndislega hamfara- popp klikkar sjaldan á þeirri guðs- gjöf sinni að mála popptónlistina óvæntum en umfram allt skemmti- legum litum. Já, oftsinnis varð manni hreinlega orð- og eyrnafall við að hlusta á þetta en aldrei nokkurn tímann leiddist mér þófíð. Diskurinn er sannarlega með þeim áhugaverðari sem ég hef heyrt og hann er, í mjög vissum skilningi, hreint út sagt stórkostlegur. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sig eftir „Snertingu" munu uppskera ríku- lega, en kannski ekki alveg á þeim forsendum sem Jóhannes ætlaði. En skiptir það einhverju máli þeg- ar öllu er á botninn hvolft? Arnar Eggert Thoroddsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.