Morgunblaðið - 22.08.2000, Side 72
ATLANTS5KIP
- Areiðanleiki í flutningum -
Lcitid uppiýsinga í síma 520 2040
www.atlantsskip.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3W
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RlTSTJlSMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
Islendingur
kveður Kanada
STURLA Böðvarsson samgöngu-
málaráðherra líkti Port de Grave,
síðustu höfninni sem íslendingur
heimsótti í vesturför sinni, við Stykk-
ishólm í ræðu sinni í gær, en hann var
viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin
var í bænum. Einnig voru Brian Tob-
in, forsætisráðherra Nýfundnalands
og Labrador, og Charles Furey,
menningar- og ferðamálaráðherra,
viðstaddir athöfnina.
Sturla sagði siglingu íslendings
hafa heppnast einstaklega vel og
jjjprt íbúum Nýfundnalands og
Labrador kleift að fræðast um menn-
ingu íslensku víkinganna og landa-
fundina, en að hans sögn sóttu sam-
anlagt yfir 100 þúsund manns
atburði sem tengdust siglingunni.
Einar Benediktsson, sendiherra og
formaður íslensku landafundanefnd-
arinnar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að um 30-40 þúsund manns
hefðu tekið á móti Islendingi þegar
hann sigldi inn höfnina í St. John síð-
astliðið þriðjudagskvöld.
Samgöngumálaráðherra sagðist
vona að samvinna Islendinga og
Kanadamanna í sambandi við landa-
fundina og siglingu íslendings væri
aðeins byrjunin á frekari samskipt-
um þjóðanna og minntist hann sér-
staklega á ferðamál í þessu sam-
hengi. í lokin þakkaði hann
viðstöddum fyrir veglegar móttökur í
þeim tíu höfnum sem íslendingur
heimsótti og sagðist vona að sigling
skipsins væri aðeins homsteinnin
sem byggja mætti á framtíðarvina-
bönd landanna tveggja.
■ Um ÍOO þúsund/6
Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Morgunblaðið/Júlíus
Menningamótt Reykjavfkur. „2000 börnin" syngja þúsaldarljdð á lóð Menntaskólans í Reylqavfk. Fleiri þdsund manns fylgdust með böraunum.
Kind
bjargað
úr sjálf-
heldu
KIND sem komist hafði í hann
krappan var bjargað úr sjálfheldu
við fossana í Uxafótarlæk, skammt
frá Vík á Mýrdal, í fyrradag, en
ferðamenn á svæðinu tóku eftir
henni og létu lögregluna í Vík vita. A
haustin, þegar gras fer minnkandi,
sækir sauðfénaður í fjallabrúnir og
niður að lækjum þar sem grasið er
grænna.
Engin leið upp aftur
Líklegt þykir að kindin hafi fetað
sig niður með fossinum að grænu og
safaríku grasinu og ekki áttað sig á
því, fyrr en það var orðið of seint, að
engin leið var upp aftur.
Kindin var orðin mögur er til
hennar sást og ákveðið var að síga
eftir henni. Það gerði gamalreyndur
björgunarsveitarmaður á svæðinu,
Jón Hjálmarsson. Vel tókst til að
bjarga kindinni sem er í eigu Her-
manns Amasonar, bónda á Stóra-
Heiði, og braggast hún vel og var
frelsinu fegin.
Fjöldi á menningarnótt
•TALIÐ er að allt að 50.000 manns
Tiafi verið í miðborg Reylqavfkur á
menningaraótt þegar mest var.
Veðrið var ákaflega gott og boðið
upp á fjölbreytta dagskrá. Þessi
mynd var tekin, þegar 2.000 börn
sungu Þúsaldarljóð á túninu við
Menntaskólann f Reykjavfk.
Eftir flugeldasýninguna, sem
hófst 23:30, lentu margir í vand-
ræðum með að komast akandi burt.
■ Ég varð snortinn/ 28,29,30,
66,67.
Argur ökumaður
Ok tvisvar aftan
á sama bilinn
ÖKUMAÐUR ók tvisvar aftan á
sama bílinn og síðan yfir á rauðu
ljósi. Hann gaf lögreglunni þær
skýringar á háttsemi sinni að
hann hefði verið „pirraður."
Síðdegis á föstudag barst lög-
reglunni í Reykjavíkt tilkynning
um að bifreið hefði í tvígang ekið
aftan á aðra og síðan margbrotið
umferðarreglur. Þegar lögreglan
ræddi við manninn, sem var 24
ára karlmaður, sagðist hann hafa
verið pirraður og því keyrt aftan
á bifreiðina fyrir framan og síðan
ekið gegn rauðu ljósi og hraðar en
leyfður hámarkshraði. Bifreið-
arnar vora báðar að aka Sæbraut-
ina þegar atvikið átti sér stað.
Lögreglan telur að þessi hegð-
un hljóti að valda fleiram en lög-
reglunni áhyggjum. Vegna þess
að ökumaðurinn var illa fyrir kall-
aður hafi hann leyft sér að aka á
næstu bifreið og setja vegfarend-
ur í hættu með akstursmáta sín-
um og virðingarleysi.
Réttindamál „pirraða"
ökumannsins verða tekin til skoð-
unar á næstu dögum hjá emb-
ættinu.
Sandgerði
Bátur dreg-
inn í land
SÓLBORG RE-22, 20 brúttólesta
netabátur, var dregin í land í Sand-
gerði í gær af Sturlaugi H. Böðvars-
syni AK-10 eftir að leki hafði komist
að bátnum. Töluvert vatn var komið í
bátinn, lestin orðin hálffull og vélin á
kafi. Skipverjar, sem era tveir, stigu
í sjóvatn þegar þeir vöknuðu í gær-
morgun.
Landhelgisgæslunni barst til-
kynning um lekann klukkan 2 í gær-
dag og sendi varðskipið Ægi á vett-
vang þar sem Sólborg var við lúðu-
veiðar. Menn frá varðskipinu fóra
um borð í bátinn með dælur og vora
um borð allt þar til landi var náð, en
lekinn var við skrúfuöxul.
Ferðin í land tók u.þ.b. átta tíma
og lauk um tíuleytið í gærkvöldi í
höfninni í Sandgerði.