Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 2

Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Tveir fiskar Tveir fískar er nýlegur sj ávarréttastaður við Geirsgötu. Steingrímur Sigurgeirsson fór í heimsókn. ÞÓTT halda mætti að Reykjavíkurhöfn væri draumastaður fyrir fisk- veitingastaði hefur af einhverjum ástæðum farið lítið fyrir slíkum rekstri á þess- um slóðum. Þá veitingastaði er sér- hæfa sig í sjávarréttum er að finna á öðrum slóðum í borginni. Fyrr á ár- inu var þó úr því bætt er veitingastað- urinn Tveir fiskar opnaði við Geirs- götu. Byggingin sjálf hefur sína kosti og galla. Að mörgu leyti er ákveðinn stofnanabragur yfir henni, sem enn má greina í fremra anddyri. Og þótt húsið standi við höfnina er útsýnið fyrst og fremst yfir bílastæði, jafnt í austur- sem vesturátt, þótt einnig megi sjá ágætlega yfir höfnina frá nokkrum sjónarhomum. Kostirnir eru þó einnig margir og þá ekki ein- ungis nálægðin við höfnina. Veitinga- salurinn er bjartur og skemmtilegur og furugólf og sterkbláar flísar á veggjum setja sterkan svip á um- hverfið. Það gerir einnig stórt og mik- ið vinnuborð inni í veitingasalnum þar sem sushi er framleitt íyrir framan gesti. Það gæðir salinn lífi og er ágæt skemmtun fyrir gesti. Allur borðbún- aður er stílhreinn og snyrtilegur og fellur vel að heildarmyndinni. Það væri kannski helst hægt að setja út á borðskipan í salnum, sem gefur hon- um að vissu leyti mötuneytislegt yfir- bragð. Það hefði mátt brjóta upp með ögn óreglulegri formum og uppröð- Fimm bitar af sushi og maki (1.050 kr.) samanstóðu af tveimur maki-bit- um og hrísgrjónabollum með laxi, túnfisk og smálúðu. Ágætlega fram- sett og gert en leið fyrir laxinn, sem var feitur og bragðlítill, þessi dæmi- gerði eldislax, og smálúðuna, sem féll ekki í kramið. Með þessu hin hefð- bundna niðursneidda edikmariner- aða engiferrót, wasabi og sojasósa. Gljáður hörpufiskur á teini með tómatasósu og risotto (1.240 kr.) var kannski ekki mjög frumlegur réttur en vel útfærður og bragðgóður. Sós- an þykk og bragðmikil, hörpufiskur- inn hæfilega eldaður og risottoið mjúkt og þægilegt, þótt spuming sé hvort að það hefði ekki notið sín betur ef notuð hefðu verið arborio-gijón. Forréttirnir, léttsaltaður lax (990 kr.) og túnfiskstartar (990 kr.), voru líkh’ að sjá er þeir komu á borðið. Þunnar fisksneiðar þöktu diskana og í miðjunni lítill haugur af blönduðu salati. Laxinn sem slíkur var alls ekki slæmur, þama naut feitur laxinn sín vel, léttsaltaður og mildur með dill- hjúp. Hins vegar kæfði salatið hann á köflum, ekki síst baunaspírurnar og stór sletta af sýrðum ijóma var ofvax- in mínum skilningi. Rétturinn hefði að mínu mati notið sín mun betur án hennar. Túnfiskurinn hafði að sama skapi forsendur fyrir því að vera ágætur réttur, með mildu vinaigrette og sesamfræjum. Herfileg ofnotkun á salti eyðilagði hins vegar réttinn fyrir mér er ég snæddi hann fyrst, ekki síst þegar heilu sjávarsaltskornin var að finna í nokkrum munnbitum. Synd, en ég ákvað þó að reyna hann aftur í næstu heimsókn til að sjá hvort þetta hefði verið eitthvert slys. Svo virðist hafa verið því þótt enn væri nokkur stór saltkom að finna var þeim þó stillt í hóf. Best hefði hins vegar lík- lega verið að sleppa þeim alveg, enda erfitt að komast hjá því að fá heil korn upp í sig og vafamál hvort rétturinn þurfti á öllu þessu salti að halda. Morgunblaðið/Golli Bökuð smálúða „dijon“ með stein- seljuskel (2.160 kr.) var á mörkum þess að vera þurr og ofbökuð og steinseljuskelin virtist samanstanda af raspi og steinselju. Mild og þykk sinnepssósan hélt réttinum hins veg- ar uppi en hann var borinn fram með blönduðu, elduðu grænmeti, s.s. kúr- bít og selleríi, auk þess sem nýrri kartöflu hafði verið bætt saman við. Það sama meðlæti mátti einnig finna með keilu (2.300 kr.), þokkaleg- um rétti sem leið þó fyrir sósuna, bragðdaufa og þykka. Keilan var á efri mörkum eldunar, rétt eins og smálúðan. Saltfiskur með spínati (2.250 kr.) var aftur á móti einfaldur en mjög vel heppnaður réttur, byggður upp í turn þar sem hleðslusteinarnir saman- stóðu af fullkomlega elduðum og út- vötnuðum saltfiski, nýjum kartöflum með hýði, tómötum og spínati. Oll hlutföll og eldun óaðfinnanleg. Humar með hvítlauk er dýrasti réttur seðilsins (3.600 kr.) og vel úti- látinn, mikið af stórum og fallegum humar, sem grillaður hafði verið með steinselju og hvítlauk. Humarinn vel skorinn frá og auðvelt að neyta hans en hins vegar að hluta alltof steiktur, þannig að hann var laus í sér og í sumum skeljunum allt að því mauk- aður. Önnur útfærsla réttarins hins vegar pottþétt, ferskt fettueine-pasta og mild og góð sósa. Eftirréttirnir voni bragðgóðir og klassískt gamaldags. Mild skyrterta, rjómamikil en ekki of sæt og þykk og frosin mús úr hvítu súkkulaði. Hugmyndirnar eru greinilega til staðar í eldhúsinu, það er ferskur blær yfir réttunum en það er eins og skerpuna skorti og nákvæmni við bragðsamsetningar í sumum réttun- um. Vínseðill er ágætlega samsettur. Úrval af víni frá Evrópu, Frakklandi, ItaKu og Spáni er gott og vel valið en mætti vera betra þegar kemur að Nýja heiminum. Tveir fiskar Geirsgötu 9 Pöntunarsími: 5113474 Bragð í lagi íslenskt hugvit tekur á sig ýmsar myndir og jafnvel brögð. Steingrímur Sigurgeirs- son bragðaði á HumarBragði. FYRIR skömmu voru settar á mai’kaðinn nýjar tegundir af bragð- efnum, sem all'arið eru unnar úr inn- lendum hráefnum. Þær heita Hum- arBragð, RækjuBragð og UfsaBragð. Segja þessi nöfn vænt- anlega allt sem segja þarf um það, í hvaða átt viðkomandi bragð er. Það kemur manni þó gjörsamlega í opna skjöldu, þegar bragðað er á „brögð- unum“, sem helst minna á frauð í of- vöxnum smjöröskjum, þegar litið er á þau, hversu hrein þau eru og lík hinu „raunverulega" bragði. Eftir að hafa bragðað á þeim auk nokkurra rétta unnum úr HumarBragði og RækjuBragði á maður eiginlega ekki til orð. Það er eins og tekist hafi að fanga kjamann úr bragðinu og það blómstrar hreint og ómegað. HumarBragðið er raunar svo magn- að að maður gæti jafnvel hugsað sér að borða það eitt og sér, sem eins konar ídýfu. Hrein náttúruafurð Skýrist það af því að við fram- leiðsluna er ekkert annað notað en humar, rækja og ufsi, ekki einu sinni salt. Það gerir jafnframt að verkum að matvöruframleiðandi sem notar Brögðin í vörur sínar þarf einungis að taka fram humar og rækju í inni- haldslýsingu, enda engin e-efni eða neitt annað í Brögðunum. Halldór Árnason, framkvæmda- stjóri Norðurís, er framleiðir Brögð- in, segir þetta vera afurð er þróuð hafi verið fram úr íslenskri matar- gerðarlist og að þau hafi verið unnin í samvinnu við t.d. Sturlu Birgisson og Gísla Thoroddsen í Perlunni og Ulfar Eysteinsson á Þremur frökk- um. „Við teljum okkur vera að búa til úrvalsvöru, sem við búum til úr heil- um humri og heilum rækjum. Hætt- an á því að nota eingöngu skel, sem safnað hefur verið saman er að menn missi hluta bragðsins og að það verði ekki stöðugt. Matreiðslumenn gera þá kröfu að bragðið sé eins í dag og á morgun og því notum við t.d. einung- is sjófrysta rækju úr Norður-Atlan- tshafi en ekki rækju frá Flæmska hattinum, þar sem hún hefur annað bragð. Það bragð er alls ekki verra en það er ekki eins og því verðum við að halda okkur við eitt svæði til að tryggja stöðugleikann. Þá notum við einungis íslenskan humar en við höf- um ekki fundið merkjanlegan mun á honum eftir því hvar á miðunum hann er veiddur." Ekki í smásölu Hann segir þessa vöru fyrst og fremst vera ætlaða fyrir veitingahús og engin áform séu um smásölu enn sem komið er. Hversu hagkvæmt þetta sé fyrir veitingahúsin ráðist af því hvemig varan er notuð. Brögðin eru geymd í frysti og hægt að skafa upp úr pakkningu eftir því sem þarf hverju sinni. Eftir að það hefur þiðn- að er geymsluþolið um tvær vikur. „Við erum sannfærðir um að við er- um með einstaka vöru og ætlum að fara með hana á alþjóðlegan markað en það er Garri sem sér um sölu og dreifingu hér innanlands. Hver þús- und mílna ferð byijar hins vegar á einu skrefi og okkar fyrsta skref er á íslenska markaðnum og þeim finnska. Við eigum síðan eftir að velja næstu lönd og lítum m.a. til Danmerkur, Svíþjóðar, Bretlands, Noregs, Belgíu og Þýskalands í því sambandi. Einungis eitt þessara ríkja verður líklega fyrir valinu til að byija með, því mikilvægt er að dreifa kröftunum ekki um of. Markhópur- inn er veitingastaðir og matvæla- framleiðendur, sem eru að framleiða tilbúna rétti.“ Ein af skýi-ingunum á því að þessi vara er ekki komin á smásölumarkað er að hún er einungis til í 1,1 kílóa pakkningum enn sem komið er. Tollamál eru skýringin á þeirri um- búðastærð því að ef vara af þessu tagi er seld í minni einingum en kíló ber hún 12,8% toll en engan ef hún er seldi í stærri einingum. Þegar er nokkuð farið að bera á notkun bragðanna í eldhúsum ís- lenskra veitingastaða og margir að feta sig áfram í notkun þessarar sér- stöku afurðar. „Við teljum að það muni taka þijú til fjögur ár að koma þessu á flot. AUt styttra en það væri frábært og ef niðurstaðan yrði fimm ár væri það ekki óeðlilegt." En hvemig stendur á því að ufsi varð fyrir valinu, sem er jú kannski ekki hæst skrifaði matarfiskurinn - að minnsta kosti á íslandi. Halldór segii’ að það hafi verið að kröfu er- lendra markaða. Ufsi sé afar van- metinn tegund á íslandi og gefi hann af sér mjög gott fiskibragð. Hann segir að lokum að þróunarvinna sé enn í fullum gangi og vel geti verið að brögðunum eigi eftir að fjölga á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.