Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 6
6 <J8 SUNNUÐAGUR17. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐJÐ
Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson
Tjaldbúðir björgunarleiðangursins við Kistufell, skammt frá rótum Dyngjujökuls, sem er norður úr Vatnajökli.
Leiðangursmenn voru flestir þrautþjálfaðir fjallamenn.
Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson
Jöklafararnir komnir að flaki Geysis og eru að ræða við Ingigerði
Karlsdóttur flugfreyju. Hér sést gjörla hve illa flugvélin er útleikin.
Hér má sjá ræmu af pappírsblaðinu, sem loftskeytamaðurinn á varð-
skipinu Ægi skrifaði af neyðarskeytinu sem hann nam frá Geysismönn-
um. Þar stendur m.a.: qth unknown all alive SOS.
komist í björgunarbát og sent neyð-
arkallið þaðan. Þegar Vestfirðingur
kom vestur undir Vatnajökul, sáu
flugmennimir að bjart var yfir norð-
urhluta jökulsins, en þar hafði verið
þoka allt frá því að Geysir týndist og
erfiðast að leita á þeim slóðum vegna
þess. Akvað flugstjórinn að fljúga yf-
ir jökulinn og kanna hann nánar.
Þegar vélin er að sveima yfir Bárð-
arbungu, nyrst á jöklinum, blasti
flak Geysis allt í einu við augum, og
sex manneskjur á ferli þar í kring.
Þegar áhöfn Vestfirðings hafði full-
vissað sig um að Geysir væri fund-
inn, sendi loftskeytamaðurinn
svohljóðandi skeyti til flugturnsins:
„Höfum fundið TF-RVC á Vatna-
jökli, allir á lífi.“ Og skömmu síðar
sendi hann annað skeyti: „Bíðum yfir
staðnum, þangað til flugvélar koma.“
Landsmenn
fagna
Þessi fregn barst á svipstundu um
landið, og harmur íslensku þjóðar-
innar snerist í einu vetfangi í ákafa
gleði. Fánar voru dregnir að húni og
það ríkti hálfgerð þjóðhátíðar-
stemmning. Ekki liðu margar mínút-
ur frá skeyti Vestfirðings, þar til
spjald var sett út í glugga Kaffistof-
unnar í Austurstræti, og á því stóð:
„Geysir fundinn - ókeypis kaffi.“ Og
fleiri veitingahús gerðu hið sama.
Fjöldi heillaskeyta tók nú að ber-
ast til Loftleiða, m.a. frá Sveini
Bjömssyni, forseta íslands.
Meðan þetta var að gerast sveim-
aði Vestfirðingur yfir flaki Geysis.
Sást áhöfnin mynda stafina O.K. í
snjóinn og gefa þannig til kynna, að
allt væri í lagi, ekkert þeirra lífs-
hættulega slasað. Svo myndaði
áhöfn Geysis stafina QTH, og bað
þannig um að fá að vita hver þessi
staður væri. Menn teiknuðu í snar-
hasti á blað kort af Vatnajökli og
merktu þar inn á slysstaðinn, og
fleygðu blaðinu ásamt ýmsu smálegu
matarkyns niður til áhafnar Geysis,
sem var eftir það nokkm fróðari um
eigin hagi. Geysir hafði tekið niðri
suðaustan í Bárðarbungu, á mesta
jökli landsins og einu víðáttumesta
jökulhveli jai’ðar utan heimskauta-
landa. Nákvæm staðsetning var 64°
36" Nogl7°21" V.
Björgunarvélin úr Keflavík, sem
var á sveimi yfir Vatnajökli, þegar
Vestfirðingur fann Geysi, kom
nokkru síðar á vettvang og hnitaði
einnig yfir flakinu. I henni var góður
búnaður og tóku flugmenn að varpa
ýmsu niður til Geysismanna, s.s.
matvælum og fatnaði. Síðan komu
fleiri vélar, bæði úr Reykjavík og
Keflavík, með alls kyns útbúnað til
fólksins á jöklinum, þ.ám. talstöð.
Fallhlífamenn voru tiltækir, ef vera
kynni að aðstoða þyrfti áhöfn Geysis,
en nú þótti ekki ástæða til að láta þá
svífa niður á jökulinn.
Eftir um 2Vz klukkustunda hring-
flug yfir Geysi, sneri Vestfirðingur
til Reykjavíkur. Leitinni að TF-RVC
var nú lokið og öllum hlutaðeigandi
tilkynnt það.
Eftir að talsamband hafði náðst
við áhöfn Geysis, var hún beðin um
að halda sig við flakið, en reyna ekki
að komast á eigin spýtur niður af
jöklinum. Það væri of hættulegt.
Jafnframt var þeim tilkynnt, að ráð-
gert væri að senda leiðangur frá Ak-
ureyri til bjargar.
I rökkrinu héldu flugvélarnar nú
heimleiðis til Reykjavíkur, ein af
annarri og lentu þar í myrkri. En
áhöfn Geysis bjó sig til einnar næt-
urvistar enn á næsthæsta fjalli
landsins, Bárðarbungu í Vatnajökli,
2.010 metra yfir sjávarmáli.
Björgunarleiðangurinn
Um leið og það spurðist að Geysir
væri fundinn var hafist handa um að
athuga hvemig best væri að koma
áhöfninni af Vatnajökli. Bauðst
Kristinn Jónsson, umboðsmaður
Flugfélags íslands á Akureyri, til að
skipuleggja björgunarleiðangur til
uppgöngu á jökulinn. Var það boð
hans jafnskjótt þegið og voru þeir
Einar Pálsson verkfræðingur og
Sigurjón Rist frá Akureyri fengnir
til aðstoðar flugumferðarstjórn við
nánari útfærslu þessa. Að kvöldi 18.
september lagði svo 15 manna leið-
angur jökulfara, undir stjórn Þor-
steins Þorsteinssonar, fram-
kvæmdastjóra Ferðafélags
Akureyrar, af stað frá Akureyri og
var ferðinni heitið að Fosshóli í
Bárðardal og síðan upp í Mývatns-
sveit, þaðan sem ráðgert var að
leggja af stað á öræfin síðla nætur,
19. september. Voru þeir á fimm
jeppum og einum vörubíl, sem hlað-
inn var bensíni, olíu, viðgerðartækj-
um, skíðum leiðangursmanna og
ýmsum öðrum vamingi.
Fyrr um daginn hafði átta manna
leiðangur Reykvíkinga, sem var
nýkominn frá rótum Vatnajökuls á
fjóram vel útbúnum jeppum, boðið
fram aðstoð sína og var hún þegin.
Óku þeir jeppum sínum úr Bárðar-
dal til Akureyrar, og létu smyrja þá,
og héldu síðan að Fosshóli, og sam-
einuðust þar leiðangri norðanmanna.
Um miðnættið era leiðangursmenn,
23 talsins, komnir í Reykjahlíð við
Mývatn, þar sem þeir snæða og hvíl-
ast og ráða ráðum sínum. Á Akur-
eyri hafði verið ráðgert að fara vest-
urleiðina svokallaða, þ.e.a.s. halda
frá Reykjahlíð að Grænavatni og
þaðan suður á bóginn allt til jökuls-
ins, um Suðurárbotna og fjalllendið
vestan Dyngjufjalla. En Reykvíking-
amir, sem vora nýkomnir úr Gæsa-
vötnum, sögðu mikla vatnavexti og
blota á þeirri leið. Eftir nokkrar
vangaveltur er ákveðið að fara aust-
urleiðina á öræfin, þ.e.a.s. um
Herðubreiðarlindir, Upptyppinga,
Vaðöldu og sandana norðan Vatna-
jökuls, allt að Kistufelli. Hún var
lengri, en þurrari og greiðfærari.
Eftir örlitla hvíld er lagt af stað
frá Reykjahlíð upp úr kl. 05.00. Tólf
klukkustundum síðar, um kl. 17.00,
er leiðangurinn kominn upp í Kistu-
fellskrika, þ.e.a.s. milli jökulrandar-
innar og Kistufells, og þar slá menn
upp tjaldbúðum og hafa bækistöð
sína. Vora þá 170 km að baki og ekki
hægt að koma bílunum lengra. Tveir
leiðangursmanna, Tryggvi Þor-
steinsson skátaforingi og Jón Sigur-
geirsson, lögreglumaður frá Hellu-
vaði í Mývatnssveit, era sendir upp á
jökulinn til að taka mið á slysstaðinn
og merkja leiðina þangað, og koma
þeir aftur í tjaldbúðirnar um kvöldið.
Skíðaflugvél til bjargar
Sama kvöld og leiðangur norðan-
og sunnanmanna er að fara af stað
upp í Mývatnssveit, kemur boð frá
Keflavíkurflugvelli til yfirstjómar
leitarinnar, um að bandaríski herinn i
sendi skíðaflugvél til að sækja áhöfn
Geysis á jökulinn. Akveðið er að f
þiggja boðið, en bandaríska flugvélin
er þá á Grænlandi, svo að hún er ekki
komin til Keflavíkur fyrr en um kl.
16.00 daginn eftir, 19. september.
Þar tekur hún eldsneyti og býst svo
til ferðar austur. I áhöfn hennar era
þrír Bandaríkjamenn og í för með
þeim slæst Sigurður Jónsson, for:
stöðumaður Loftferðaeftirlitsins. I
fylgd með skíðavélinni er einnig ;
björgunai-vél frá Keflavíkurflugvelli
og nokkrar aðrar að auki, sem m.a.
hafa blaðamenn og ljósmyndara inn-
anborðs. Vestfirðingur tekur að sér
hlutverk leiðsöguvélar. Alls eru sex
flugvélar í þessum leiðangri.
Áhöfn Geysis hafði áður verið sagt
frá þessari fyrirætlan og hún jafn-
framt beðin um að merkja flugbraut
á jöklinum. Lending skiðaflugvélar-
innar tekst með ágætum og innan
skamms er áhöfn Geysis komin um
borð, albúin til heimferðar. Um kl.
18.00 er flugtak reynt, en það mis-
heppnast. Skíðin virðast límast við !
snjóinn og vélin hefur ekki þann
kraft, sem nauðsynlegur er til að
vinna bug á því, þrátt fyrir að vera
útbúin þrýstiloftsrakettum til nota
við slíkar kringumstæður. Er
skemmst frá því að segja, að flug-
mennirnir verða að gefast upp við
svo búið, og áhöfn Geysis þarf að
gista eina nóttina enn á jöklinum,
ásamt þeim, sem í skíðaflugvélinni
komu.
{
Lagt til uppgöngn á jökulinn
Um það leyti sem skíðaflugvélin er
að reyna flugtak, er leiðangurs-
mönnum, sem þá eru staddir við ræt-
ur Kistufells, tilkynnt að búið sé að
bjarga áhöfn Geysis. Þeir era samt
beðnir um að halda áfram för á jökul-
inn, og bjarga verðmætum farmi vél-
arinnar. Þetta hleypir illu blóði í
mennina. Einn þeirra, Haukur
Snorrason, ritaði síðar um þetta eft-
irfarandi: „Virtust þeir, sem málum
stýrðu í Reykjavík, ekki gera sér
grein fyrir því, hver aðstaða var
þarna til björgunar, og að það væri
aðeins meðal spássértúr að ganga
tugi kflómetra á skíðum á bungu
Vatnajökuls."
Er nú rætt um að snúa við og
halda til byggða. En þegar síðar um
kvöldið er varpað niður tilkynningu
um, að björgunarflugið hafi mis-
heppnast, og leiðangur norðan- og
sunnanmanná beðinn um að halda
áfram til bjargar áhöfn Geysis, er
ákveðið að ráðast til uppgöngu á jök-
ulinn í birtingu og halda inn að flak-
inu.
Um miðja nótt var byrjað að und-
irbúa sjálfa jökulgönguna og níu
leiðangursmenn valdir úr til að fara
alla leið inn að flaki Geysis á Bárðar-
bungu, en nokkrir félagar þeirra
áttu að létta undii- með þeim áleiðis,
og halda síðan niður í búðirnar aftur.
Kl. 04.00 lagði 13 manna hópur af
stað í þessa ferð. Fararstjóri var
Tryggvi Þorsteinsson. Var farið
meðfram Kistufelli upp á hájökul,
gengið þaðan á slysstaðinn. Jón Sig-
urgeirsson hefur ritað um þetta at-
„A broti úr
sekúndu erum
„ÞETTA VAR eins mikið biindflug og hægt er,“
segir Magnús Guömundsson, þegar hann rifjar
upp hina afdrifaríku ferð Geysis 14. september
1950, en hann varflugstjóri vélarinnar.
„Flugvélin fóraðeins aö missa hraðann og þá
vissum við að það var kominn ís á vængina. En
við vorum í skýjum og þaö var komið myrkur og
utan á rúðum flugvélarinnar var þykkt íslag
þannig aö þaö var útilokaö að við sæjum nokk-
uð. Og svo allt í einu, á broti úr sekúndu, erum
við ájöklinum."
Fyrsta nóttin ansi nöpur
Það var hávaðarok og skafrenningur á Bárð-
arbungu þegar áhöfnin kom út úrflakinu. Þau
fóru strax í vélina aftanveröa því aö aöalhuröin
hafði fokið af eða brotnaö, og þar komust þau
inn oggátu hoiaö sér innan umfarangurinn.
Dyrnar stóðu beint upp í veörið.
„Fyrsta nóttin var ansi nöpur," heldur Magn-
ús áfram. „Þegar birti fórum við að reyna að
byrgja dyrnar með því að taka kassa og dót sem
fyrirvaroghlaöafyrir. Eftirþað varmiklu skárra
að vera í vélinni. En við þetta bættist að við
höfðum að heita mátti ekkert að borða. Við fór-
um þvf út að leita, athuguöum hvort eitthvað
hefði hrokkið út af því sem verið hafði f eldhús-
inu, sem var að vísu ekki mikið, aðallega sam-
lokur og slíkt en við fundum ekkert af því.
Á öðrum og þriðja degi fórum við að gramsa í
faranginum en þannigvar að þegar við fórum
frá Lúxemþorg var ekki með öllu Ijóst hvort við
ættum að taka farþega með eða þá frakt. Niður-
staöan varð sú að við tókum frakt. En heilmikiö
af farangri þess fólks sem ætlaöi með varð eftir
í vélinni, sökum áðurnefnds, og við opnuðum
hann. Þar fundum við ýmislegt sem við gátum
nýtt okkur, m.a. kexogte. Svo þegarviö rifum
upp nokkra kassa var þar að finna mikiö af tau-
vöru og það notuðum við til varnar gegn kuldan-
um. Þannig að segja má að veran í vélinni hafi
ekki verið svo afleit, miðað við aðstæður. Það
sem olli okkur áhyggjum var að Ingigerður hafði
verki f bakinu og víöar og Dagfinnur var illa skor-
inníandliti."
Reynt að hafa eitthvað fyrir stafni
Áhöfnin reyndi að hafa eitthvað fyrir stafni og
fór að velta fýrir sér hvar hún væri eiginlega nið-
urkomin og hvort ekki væri reynandi að fara að
líta f kringum sig. „Við lögðum meira að segja af
stað, égog Bolli, oggengum töluverðan spöl en
við sáum að það var tilgangslaust því það var
alltaf þoka," segirMagnús.
„Þegar vélarnar voru að leita að okkur heyrð-
um við alltaf í þeim fyrirofan ogjafnvel sáum
undir botninn á þeim. Fyrst datt okkur í hug að
við hlytum aö vera á Eyjafjallajökli því við töldum
okkur hafa verið á beinni stefnu til Vestmanna-
eyja. Annar möguleiki var sá að við værum ein-
hvers staðarsunnan megin ÍVatnajökli; þá ætt-
um við að geta séð niöur á sandana meö því að
ganga einhvern spotta. En sem beturfór varð
ekkert úr þessum fyrirætlunum.
Stuttu eftir að við sendum neyðarskeytiö
kveiktum við í drasli til að vekja á okkur athygli.
Og það var góð tilfinning að sjá Vestfirðing
koma fljúgandi yfir okkur; eftir það var allt í
þessu fína lagi. Það var samt ekkert volæöi
komið í áhöfnina áður en það gerðist; við héld-
um alltaf f vonina um að okkuryröi bjargaö.
Einsvargottað sjá Bandaríkjamennina koma
en hitt verra hvernig sú aðgerö fór. Það hefur
aldrei veriö gefiö upp hver ástæöan var fyrir því
að björgunarvélin gat ekki hafið sig á loft. En ég
tel að það hafi veriö það sama oggerist á venju-
legum skíðum þegar snjórtollir undir þeim. Það
varskel ofan á snjónum en maöurfórígegnum
hana, og þar undir var mjúkur snjór. Skíði vélar-
innar runnu því einfaldlega ekki.
Þeir vildu reyna aftur daginn eftir. Þeim voru
sendar krossviðarplötur, og vélin látin standa á
þeim, mynduð nokkurra metra löngflugbraut,
og eins fengu þeir nýjar rakettuflöskurtil að
hjálpa til viö flugtakið. En þegar vélin erfarin af
stað ogtekin að rúlla ágætlega skjóta þeirúr