Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 7

Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 B 7 Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson Bandaríska skíðaflugvélin. Þrátt íyrir ítrekaðar tilraunir komst hún ekki á loft og urðu flugmennirnir að slást í för með áhöfn Geysis og björgunarleiðangri norðan- og sunnanmanna og ganga af jökli. Flugvcl- in var grafin upp og henni bjargað vorið 1951 og þótti sú aðgerð ein- stakt afrek. I forgrunni er skíðabúnaður tveggja leiðangursmanna. hyglisverða frásögn. Orðrétt segir hann: „Klukkan þrjú að morgni þess 20. september vakti Þorsteinn mig til að sækja vatn í morgunkaffið. Það var þreifandi náttmyrkur, norðaustanátt og þoka og ýrði úr lofti ísingu. Eg skreið upp úr hreindýraskinnspok- anum glóðheitur og hress, klæddi mig sem best ég gat, og dró loðhúfu niður fyrir eyru. Eg tók klökuga mjólkurskjólu, vasaljós og haka og slangraði upp að jökulröndinni. Þar sást hvergi vatnsdropi en eitthvað heyrðist sitra undir klakanum. Þor- steinn Svanlaugsson kom mér til hjálpar og hélt á vasaljósinu meðan ég hjó holu sem fljótlega fylltist af jökullituðu skólpi. Veðurútlit og bar- ometerstaða gerði það að verkum að menn bjuggu sig í hálfgerðu ráða- leysi. Það var vonlaust að ráðast til jökulgöngu í svona dimmviðri, ekki var heldur hægt að bíða. Fyrir birtingu lagði heldur óhress hópur af stað upp Kristufellsbrekku. Allir voru með skíði á öxlum og smá- poka á baki, smámatarbita, sokka- plögg og einhver drykkjarföng, mjög af skomum skammti. Ekkert hitun- artæki eða ljósfæri var með eða nokkuð til að miðla öðrum af. Okkur hafði verið sagt að Geysisfólkið hefði allt til alls og biði bara komu okkar. Eftir stikunum röktum við leiðina frá kvöldinu áður upp á hábrún fells- ins. Þá skeði það sem ég gleymi aldrei. Sólin komin upp og heiðríkt að sjá inn á jökul, hamingjan var með okkur... Þokubelti lá upp í mitt Kistufell og breiddi sig inn á jökulinn. Við bund- um upp skíðin og stungum okkur inn í þokuna á ný. Njólafeyskjum og ull úr Reykjahlíð var dreift við slóðina sem lá í krókum um jökulstrýtur næst fellinu. Brátt komum við út úr þokunni á sóllýsta frannbreiðuna og gengum í sporaslóð með fremsta mann ávallt í kaðli. Við höfðum óljósan grun um að vera ekki meira en svo velkomnir á slysstað. Björgunin átti að koma að sunnan og vera eitthvað tæknilegri en við höfðum upp á að bjóða. Klukk- an var farin að ganga 11 þegar yfir okkur flaug vélin Vestfirðingur og kastaði niður þeim skilaboðum að við hefðum rétta stefnu, og klukkan 11.30 yrði skotið á loft svifblysi af slysstað. Eins og áður er sagt átti fólkið að sitja í allsnægtum. Manni datt í hug að það sæti í stoppuðum stólum; í baðstofuhita og væri að spila Olsen Ólsen meðan það beið komu okkar. Við sáum blysið og komum klukkustund síðar á slysstaðinn." I 1 1 I I i I i I i i I I I I I Margt fór úrskeiðis Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson Anson-flugvél og Grumman-flugbátur lentu í uppþornuðum árfarvegi á söndunum við upptök Jökulsár á Fjöllum, við Holuhraun, um 8 km frá tjaldbúðum leiðangursins við Kistufell, og sóttu áhafnir Geysis og bandarísku skíðaflugvélarinnar og flugu þaðan til Reykjavíkur. ÞRÁTT FfRIR aö aðgeröin á Vatna- jökli hafi tekist vel og allt fólkið að lokum komisttil síns heima er Ijóst að margt fór þar úrskeiöis. í gleðinni yfir endurheimt áhafnar Geysis fóru mistökin þó ekki hátt í samfélaginu fyrstu daga. En svo varfarið að ræða þetta opinberlega. Upplýsingarnar voru aðallega komnarfrá leiðan- gursmönnum enda voru þeirímiðju atburðanna og áttu allt sitt undir því á hinum framandi slóðum að viöeig- andi aðstoð bærist þegar eftir henni var leitað. Annað gat stofnað lífi þeirraívoða. Ýmsir hlutir gleymdust Fyrst er að nefna, aö undirbúning- ur norðanmanna hefði mátt vera betri og það viöurkenndu Akureyring- arnir fúslega. Þó veröur að taka með í reikninginn að hérvarum mjög óvenjulegt ástand að ræða svo aö allt varð að gera í meiri flýti en ella. Eftir að aðstoö sunnanmanna um þátttöku í leiðangrinum hafði verið þegin, báðu þeirnorðanmenn um að útvega þeim skíðabúnað ogfengu þeir loforö um að svo yrði gert. En þegar svo til átti að taka, kom í Ijós aö engin voru skíðin nema handa Ak- ureyringum. Að vfsu voru þarein aukaskíði sem Þórarinn Björnsson fékk eftir að hafa þurft að falast eftir þeim. HaukurSnorrason, þá blaða- maður Dags á Akureyri, segir ífrá- sögn sinni: „Þáttur þessa fámenna hóps úr Reykjavík í björgunar- leiðangrinum var glæsilegur. Þar var valinn maðurí hverju rúmi. Hjálp- semi þeirra, drenglyndi ogdugnaði var viöbrugðiö í okkar hóp. Það var gott að koma í tjöldin þeirra, hlý og notaleg, og þar var margur kaffisop- inn þeginn og brauö með þegar hinn flaustursbúni leiðangur Akureyringa fór að sjá fram á matarskort." Þá gleymdist að taka með kort af Vatnajökli og svæðinu þarí kring. Og eins láðist að taka með kælivökva á bílana svo að af þeim varð að tappa vatninu til að það ekki frysi í vélun- um. Ogtalstöð varengin, sem var þó Landsímanum aö kenna, því ekki fékkst leyfi til að nota slíkan grip heldur var mönnum uppálagt að stóla á fréttir og orösendingar út- varpsins. Og svo mætti áfram telja. Kynlegar orðsendingar Hér skulu tekin nokkur dæmi úr þeim skrifum sem um málið fjölluðu að öðru leyti. Haukur Snorrason er nýbúinn að greina frá þvf, að flugtak skíðavélar- innar hafi mistekist og leiðangurinn sé því beöinn um að fara upp að flak- inu. Orðrétt segir hann svo: „Þennan dag og hinn næsta bárust leiðangrin- um ýmsar orðsendingar í útvarpinu frá flugumferðarstjórninni og voru sumar ærið kynlegar. Kann ég ekki að rekja efni þeirra allra en sumar voru fráleitar. Til dæmis var svo frá skýrt einu sinni, að búið væri að bjarga fólkinu en leiöangurinn var beöinn að halda samt á jökulinn og bjarga einhverju afvarningi úrGeysi. Virtust þeir, sem málum stýrðu í Reykjavík, ekki gera sér grein fyrir því hver aðstaða var þarna til björg- unar og að það væri aðeins meöal spássértúr að ganga tugi kílómetra á skíöum á bungu Vatnajökuls." Ónýtur skíðasleði Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði í Mývatnssveit, einn af lykilmönnum björgunarhópsins, kann líka frá ýmsu að segja um það sem betur hefði mátt fara. í grein sem hann skrifaði rétt eftir heimkomuna segir m.a.: „Það var misráðið að nota ekki fyrsta tækifæri til að koma tjaldi, fatnaði og vistum til áhafnarinnar. Það mátti geta sér þess til að flugvél með stóra bensíngeyma er kynnu að hafa tæst sundur í lendingu væri ekki ákjósanlegur langtímabústað- ur. Björgun gat líka dregist vegna veðurumhleypinga." Og áfram segir: „Skíðasleða hafði verið varpað nið- ur. Hann var með blikkfóöruðum skíðum en hafði auösjáanlega stað- ið misserum saman á blautri jörð svo ryðgað hafði sundur blikkið á stórum pörtum." Um þennan sleöa hefur Þórarinn Börnsson einnig ritað og segir þarótrúlegt að nokkurviti borinn maður skuli hafa sent slíkan gripfrá sér. Að breyta sjó í vatn Ólafur Jónsson segir í frásögn sem birtist í íslendingi, 27. septem- berl950: „Vatnsskorturinn vartil- finnanlegur eftir hina löngu og ströngujökulgöngu. Úrskíöavélinni, sem hafói að sjálfsögðu talstöð, var komið boðum um að senda okkur drykkjarföng. En það hefir eitthvað misskilist þar eö að þegar við vorum komnir á heimleið var kastað niður til okkar alls kyns matvælum I dunk- um en það gátum við á engan hátt notfært okkur eins og á stóð en drykkjarföng fengum við engin. En fengum hins vegar sendar dósir með efni til að breyta sjó í ósalt vatn. En það svalaði harla lítið þorsta okkar uppi á jökli." Jón Sigurgeirsson minnist einnig á þessa óvæntu sendingu. „Við geröum okkur vonir um drykkjarföng og héldum hópinn. Skömmu áður en komið var f þokuna birtist flugvél sem kastaði útfallhlíf með rauöum kassa hangandi neðan í. Lendingin tókst vel og fólkið þyrptist að með gleðitárum. Kassinn var opnaður og upp úr honum tíndar blöðrur og svartar töflur í kílóatali ásamt ýmsu fleiru, svo sem súkkulaði, vítamín- töflum, borðbúnaði o.fl. Flugfólkið kunni skil blöðrunum, þetta voru tæki til að hreinsa sjó til drykkjar. Jæja, miklu var nú til kostað, fljúga meö þetta inn á Vatnajökul og ætla sjálfsagt að færa okkur sjóinn líka. Eftir þetta skiptist hópurinn, skíða- fólkið hvarf inn í þokubakkann en við fjórmenningarnirurðuðum sleöanum áfram. Svo hvarf dagsbirtan smátt og smátt og því getur enginn trúað hvað glórulaust er á jökli í þoku og náttmyrkri." Og í persónulegu bréfi Jóns til Þór- arins Björnssonar, frá því í nóvember 1996, segir hann á líkum nótum: „Náttúrlega er ekki hægt að ganga lengra í asnaskap en senda gögn til aö hreinsa sjó til drykkjar upp á Vatnajökul... Það var lítill fögnuöur að tfna upp úr kassanum blöðrur og ferhyrnd kolastykki, líkast að væri að gera grín. Ég hirti þó eina og nokkur svört stykki. Þeim hefi égfargað; reyndi drykkinn úti á Eyjafirði, saug ofan í mig svartan óþverra." í frásögn Þórarins Björnssonar þar sem lýst er degi í lífi björgunar- mannanna, og er birt með þessari grein, má svo lesa fleira af þessum toga og er þó ekki allt upp talið sem nefna mætti. Tímamót í sögu björgunarmála Geysisslysið markaði tfmamót í sögu björgunarmála á íslandi, kannski vegna alls þess sem aflaga fór í aðgerðunum viö að koma fólk- inu afjökli. Fram að þessumtíma hafði þjálfun björgunarmanna fyrst og fremst miöast við björgun úr sjáv- arháska. En nú sáu menn að þörf væri á þjálfuðum fjallabjörgunar- mönnum, bæði með auknum flug- samgöngum og aukinni jeppaeign og tíöari fjallaferðum. Á næstu árum voru því stofnaðar margar hjálpar- sveitir skáta ogflugbjörgunarsveitir auk þess að björgunarsveitir Slysa- varnafélags íslands, en þaö hafði veriö stofnað árið 1928, fóru að ein- beita sérfrekarað björgun á landi. hjálþarflöskunum, en þá er vélin komin út af krossviöarplötunum svo þetta misheppnaöist; ein þeirra skýst meira að segja í hliðarstýrið og laskar það. Þá hættu bandarísku flugmennirnir við. Við glöddumst í þriðja sinn þegar björgunar- leiðangurinn kom á skíðum til okkar að noröan. Ég kannaðist við marga þeirra. Ég hafði verið á Akureyri í nokkur ár, ég lærði rafvirkjun þar í gamla daga. Já, það var mjög gaman að sjá þá." Ósáttur við ýmislegt „Þegar ég horfi til baka er ég dálítið ósáttur við ýmislegt sem geröist eftir þessa atburði, næstu vikur og mánuði," segir Magnús. „Rann- sóknarnefnd flugslysa rannsakaði ekkert, nema bara það hvaða leið við höfðum farið. Þá studdist hún við upplýsingar Veðurstofunnar um vind á þessum tíma. Eins töldu menn á Djúpavogi og þar um kring sig hafa heyrt í flug- vél. Þaðgæti allteinsverið, maðurveitekkert um það. Hins vegar er ekki víst hvort við fórum þetta austarlega, eða hvort við fórum bara á ská í sömu stefnu ogyfir jökulinn einhvers stað- arí Öræfunum. En rannsóknin náði ekkert lengra. Ekkert var kannað hvort veriö gæti að tækin íflugvélinni hefðu verið í ólagi, eða send- ingum lóranstöðvanna hafi verið eitthvað ábóta- vant á þessum tíma, eða hvort veöriö hafi sett Morgunblaðió/Amaldur Magnús Gudmundsson, sem nú er 84 ára gamall, var flugstjóri Geysis þegar vélin brotlenti. Hann er ósáttur vlð þá rannsókn sem gerd var eftir slysið, fannst hún einföld og ófullkomin. strik f reikninginn en mjög erfitt var að lesa merkin frá stöövunum þegar maður var í skýjum og úrkomu. Allt í þessum dúr. Kannski var engin aðstaða til að gera slíkt á þessum tíma. Hvað sem því líður er ekki hægt að segja annað en að rannsóknin hafi verið afskaplega einföld og ófullkomin. Rannsóknarnefndin tiltók líka sem mögulega ástæðu að við vorum búnir að vera lengi á ferð- inni. Þegar við lendum á jöklinum erum við búin að vaka í yfir 30 tíma. En það orsakaðist af því að við áttum aö fara á miðjum degi frá Keflavík, en það dróst einhverra hluta vegna langt fram á nótt. Við vorum því búin að vera vakandi í 12 tíma þegarviðfórum af stað. Flugiðtil Lúxem- borgartók á þessum tfma 7V2-8 klukkustundir; þetta voru hægfleygar vélar. Þegar svo ákveðið var að engir farþegar færu meö var ráðist í að taka alla stóla úr vélinni ogferma hana, sem tók drjúgan tíma, því það vargert með gamla mátanum, að bera þetta allt inn í höndum og fangi. Vió biðum á meðan ogsvo þegaralltvar klárt seint og um síðir gátum við lagt af stað til íslands. Mér var skammtaður verjandi í málinu en hann talaði aldrei við mig. Og ég veit ekki betur en að það hafi veriö eins með félaga mfna úr vélinni. Að láta einhverja menn koma að slíku máli sem þeir hafa raunverulega ekkert inngrip inn í er meira en lítið einkennilegt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.