Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 10

Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 10
10 B SUNNUDAGUR17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGFERÐALAG KÓRS FLEN SBORGARSKÓL AN S TIL BANDARÍKJANNA OG KANADA Robert Sund kórstjóri óskar Stefáni og Ásdísi til hamingju með frammistöðuna á tónleikunum í Ottawa. Ljósmynd/Birgir Finnbogason Að snerta hjörtu í byrjun júlí fór Kór Flensborgarskólans til Massachussettes og Ontario. Ljósmynd/Birgir Finnbogason Sungið fyrir vegfarendur á Quincy Market í Boston. Á þeim tíma dreif ýmislegt á daga þeirra. Magnús Þorkelsson fararstjóri segir frá ferðinni. annig var að Kór Flens- borgarskólans hafði fengið boð um að taka þátt í alþjólegu kóramóti í Kanada. Sumarið 1999 hafði kórinn farið til Portúgal á kóra- mót og því var það mikið mál að ætla að fara svo dýra ferð sem þessa strax ári síðar. Eftir vandlega skoðun var slegið til og markið sett á það að fjár- magna ferðina að fullu með fjáröfl- unum. í því fólst mikil vinna og mikil velvild aðstandenda og vinnuveit- enda. Kórinn er tvískiptur og skipa um 40 manns aðalkórinn en að auki voru um 30 í aðfarakór. Alls fóru 36 í ferð- ina ásamt höfundi, Hrefnu Geirs- dóttur kennara, Hrafnhildi Blom- sterberg kórstjóra og manni hennar, Birgi Finnbogasyni. Til að fjármagna ferðina að fullu þurfti átak. Salernispappír, rækjur, maraþonsöngur og ýmis söngverk- efni voru sett á dagskrá samhliða stífum æfingum. Lokahnykkurinn var sala á happadrættismiðum í list- munahappdrætti en þar komu þeim til hjálpar hafnfírskir listamenn af mikilli rausn. Þá var bæjarfélagið mjög hjálplegt í alla staði. Loka- punktur verkefnisins fer fram 24. september næstkomandi með tón- leikum auk þess sem þá verður birt vinningaskrá happdrættisins (miðar eru til sölu ef menn eru fljótir til). Kristnitökuhátíð í Ameríku Aðalverkefnið var þátttaka í KAGGIK tónleikaröðinni í Ottawa og Toronto. Þangað er ekki flogið beint svo við fórum fyrst til Boston og útveguðum kórnum verkefni þar í leiðinni. Eitt slíkt aukaverkefni var að syngja í University Lutheran Church sem er í Cambridge - ekki í Englandi heldur í úthverfi Boston. Fyrst söng kórinn nokkur lög í upp- hafi messu. Þegar presturinn, Sr. Tom Chittick, kynnti þau þá fagnaði hann því að kór frá hinu foma landi íslandi kæmi til Cambridge og nefndi kristnitökuafmælið. Messan var löng í hitanum. Það var hins veg- ar margt sem létti okkur lífið. Þakk- læti safnaðarins og virk þátttaka safnaðarfélaga, skemmtilegur ritn- ingarlestur djáknans sem setti bibl- íutextana í sögulegt samhengi, lífleg og skemmtileg ræða klerksins og margt annað gerði messuna eftir- minnilega. Hún fór fram sama sunnudag og kristnitöku var minnst á Þingvöllum og því fór nú svo að við sem þama vorum tókum þátt í kristnitökuhátíð sem mig hefði aldrei órað fyrir að yrði jafnsterk og raun bar vitni. Messunni lauk með altarisgöngu. Tveir kórfélaganna eru búddistar en því fagnaði prestur- inn og vildi ólmur fá að blessa þau líka. Unaðsleg stund. Að því búnu hafði bandarískur vin- ur eins kórfélagans boðið okkur til garðveislu og áttum við þar mjög ánægjulega stund. Vitaskuld var lag- ið tekið en fólk úr nærliggjandi hús- um hlustaði á og lét kórinn óspart heyra hve fagurlega hann söng. Lagt af stað Næsta dag var lagt upp til Kanada en frá Boston til Toronto er um 1.000 km leið. Toronto er stórborg sem stendur á bökkum Ontaríó-vatnsins sem er minnst stóru vatnanna. Það er þó engin smásmíði og mér leið eins og að horfa út Atlantshafíð van: trúaður á að það væri stöðuvatn. í Toronto eru skráðar til heimilis lið- lega þrjár milljónir manna og tæpar ijórar ef nærliggjandi svæði eru tek- in með. Eins og annars staðar í Kan- ada er byggðin mest við landamæra- héruðin næst Bandaríkjunum. Vegna áhuga á landi við vatnið er verið að hamast við að byggja upp eyjar í því og er m.a. flugvöllur á eynni! Borgin er þó falleg og fremur snyrtileg af stórborg að vera. Kaggik 2000 Hvað er KAGGIK 2000? Kaggik er orð úr tungu Inúita og þýðir sam- koma. Hér var það notað um sam- starfsverkefni níu kóra frá sjö lönd- um. Þeir mynduðu samkór tæplega fjögur hundruð söngvara þar sem þeir yngstu voru í barnakór frá Eistlandi en þeir elstu úr háskólakór frá Spáni. Halda átti samtónleika sem teknir voru upp fyrir útvarp í Toronto og endurteknir í Ottawa auk tveggja tónleika þar sem hver kór flutti sína dagskrá. Kaggik var sérstakt mót. Það var skipulagt af þeim hjónum Don og Louise Harper ásamt Robert Coop- er sem er framleiðandi hjá CBC-út- varpinu. Þau reka fyrirtæki um svona starfsemi en þetta mót var sérstakt í þeirra huga. Allir kórarnir fengu sinn gestgjafa sem voru flestir eldri borgarar sem unnu við þetta sem sjálfboðaliðar en sú hreyfing mun mjög öflug þar vestra. Gestgjafi okkar var íyrrverandi bókari og að- stoðarskólastjóri sem heitir Bill Wiley. Þetta ljúfmenni féll strax fyr- ir sjarma hópsins og þau fyrir hon- um enda átti hann eftir að reynast okkur vel. Aðstæður kóranna voru ólíkar. Kór Flensborgarskólans er 36 manna, öflugur og samhentur hópur sem var vel búinn undir sameigin- lega prógrammið. Kórar Slóveníu, Eistlands og Spánar skildu nánast enga ensku en spænski kórinn var kór háskólastúdenta á meðan hálfur eistneski kórinn er barnakór. Kór- amir frá Nýfundnalandi, N-írlandi, Kanada og Nýja-Sjálandi voru vita- skuld vel mæltir á ensku. Allir voru þeir afbragðsgóðir enda sérvaldir. Irski kórinn vakti þó kannski meiri athygli en aðrir því hann er sam- starfsverkefni friðarhópa þar í landi. Hann er skipaður til hálfs unglingum af kaþólskum uppruna og til hálfs mótmælendum. Heima fyllast menn í senn aðdáun og hatri en baráttan fyrir tilveru þessa kórs er afar hörð. Sungið Æfingar gengu ágætlega og Robert Sund kórstjóri náði fljótt taki á hópnum. Verkin sem syngja átti voru sum flókin og spennandi en önnur einfaldari. Tónleikamir fóru fram 6. júlí í útvarpshúsinu í Tor- onto. A dagskrá vom lög af öllu tagi. Stefán Örn Gunnlaugsson söng ein- söng í einu lagi en þau Þórann Harð- ardóttir og Andri Ómarsson vora valin til að kynna tvö laganna. Allt rann þetta vel og allir voru glaðir. Stefán stóð sig vel og Þórann og Andri náðu góðu sambandi við áheyrendur. Það að nefna Island vekur alltaf athygli í Kanada. Daginn eftir kom umfjöllun í Tor- onto Star og var í heildina mjög já- kvæð. Sérstaklega þótti merkilegt að hafa séð þennan stóra fjölþjóðlega og unga hóp hafa náð árangri á svo stuttum tíma. í mótttöku um kvöldið fengu Hrafnhildur og hennar fólk mikið hrós skipulagsaðila enda vora þau vel undir þetta búin. Hins vegar endaði móttakan skyndilega. í miðju boðinu kom heimilishundurinn hlaupandi inn og feykna fýlu lagði Ljósmynd/Birgir Finnbogason Allstaðar var hægt að æfa. Myndin er tekin á leiðinni frá Toronto til Ottawa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.