Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
A AÐ LEYFA SOLU AFENGIS
IMAT V ORU VERSLUNUM?
, SMÁSALA áfengis á
íslandi fer nú fram í 33
vlnbúðum Afengis- og
tóbaksverslunar ríkisins
hringinn í kringum land-
ið. Þar af eru 9 búðir í
Reykjavík og nágrenni.
Sala áfengis í búðum
ÁTVR nam árið 1999
tæplega 8,8 milljörðum
króna, þar af rúmum 6
milijörðum króna í búð-
um Reykjavíkur og ná-
grennis. Fyrir utan
þessa smásölu er ferða-
mönnum selt tollfrjálst
áfengi við komu til lands-
ins. Samkvæmt upplýs-
ingum ríkislögreglu-
stjóra hefur 71 áfengisheildsali nú
leyfi til að selja áfengi beint til vín-
veitingahúsa í landinu. Þau eru um
470 talsins, þar af 192 í Reykjavík.
Til viðbótar koma 10 áfengisinnflutn-
ingsleyfi tengd leyfum til áfengis-
veitinga. Aðeins tæplega helmingur
áfengisheildsalanna er í viðskiptum
viðATVR.
Af þessum tölum má ráða að af-
koma hundraða fjölskyldna á landinu
er bundin störfum við löglega
áfengissölu.
Undanfarin misseri hefur mátt
heyra og lesa vaxandi áróður fyrir
þvi að leyfa sölu áfengis í matvöru-
verslunum á Islandi. Þetta verður
vonandi aldrei að veruleika, og
leggst ég eindregið gegn því að leyfð
verði smásala áfengis annars staðar
en i sérverslunum ÁTVR.
Hvers vegna?
Svarið er í þrem liðum:
Samkvæmt reynslu annarra þjóða
myndi sala áfengis í matvöruverslun-
um ótvírætt auka áfengiskaup og þar
með heildaráfengisneyslu lands-
manna. 2. Rannsóknir hafa sýnt að
tjón þjóðfélagsins af völdum áfengis-
neyslu, þar með talið heOsutjón
íbúanna, vex með aukinni heildar-
neyslu áfengis. Reyndar eykst tjónið
hlutfallslega meir en aukningu
áfengisneyslunnar nemur. 3. Sem
lækni ber mér skylda til að sam-
þykkja ekkert sem spillir lýðheilsu,
þ.e. eykur veikindi og slysfarir í
landinu. Því hlýt ég að leggjast gegn
öllum breytingum á lögum og
reglum sem auka myndu heildar-
áfengisneyslu í landinu.
Opinberar tölur um sölu áfengis á
íslandi hafa sýnt árlega aukningu frá
árinu 1993. Arið 1998 náði áfengis-
salan aftur metárinu 1989, eða 5,56
alkóhóllítrum á hvern
íbúa 15 ára og eldri.
Síðustu misserin hef-
ur alloft í dagblöðum
og á Netinu birst sá
boðskapur að það
þjóni hagsmunum al-
mennings að auka
framboð áfengis og
minnka hlut ríkisins í
söluandvirði þess. Of
lítið hefur farið íyrir
andsvörum gegn
þessum sjónarmiðum,
að mínu mati.
Rökrétt er að tolla
og skattleggja áfeng-
ið hátt, bæði til að
draga úr neyslunni og
til að mæta kostnaði ríkisins af því
tjóni sem neyslan veldur og leggst á
þjóðfélagið. Kostnaðarnytjagreining
hagfræðinga hefur sýnt að hagnaður
ríkisins af álögum á áfengissölu er að
krónutölu svipuð upphæð og kostn-
aður af tjóni sem neyslan veldur
þjóðfélaginu og heildsalar og veit-
ingamenn taka ekki þátt í að greiða.
Munar þar mest um óbeinan kostn-
að, það er framleiðslutap þeirra sem
látast, slasast eða hljóta örorku af
völdum áfengisneyslu. Því næst
kemur kostnaður af þjónustu heil-
brigðisstofnana og sveitarfélaga.
Eignatjón af völdum ölvaðra manna
er ekki talið leggjast á ríkið.
Hagfræðistofnun Háskóla Islands
reiknaði í grófum dráttum út að
kostnaður þjóðfélagsins af áfengis-
neyslu landsmanna 1988 hefði numið
rúmlega 4,1 milljarði króna á verð-
lagi þess árs, en hagnaður ríkisins af
áfengissölu hefði sama ár numið
tæplega 4,3 milljörðum króna.
Fjárhagstjón af völdum áfengis-
neyslu svonefndra hófdrykkju-
manna er af rannsakendum talið
vera samtals ívið meira en tjón af
neyslu ofdrykkjumannanna. Sem
dæmi má nefna að stór hluti þeirra
sem valda tjóni með þvi að aka ölvað-
ir eru í raun ekki úr hópi áfengis-
sjúklinga. Samkvæmt skrám Um-
ferðarráðs tímabilið 1987-1997 áttu
539 ölvaðir ökumenn aðild að um-
ferðarslysum þar sem 31 maður lést,
245 einstaklingar hlutu mikil meiðsl
og 615 minni meiðsl. Þetta eru háar
tölur hjá fámennri þjóð. Átta af
hverjum tíu ökumannanna eru karl-
menn. Skráður ölvunarakstur er
hlutfallslega tíðari á Islandi en á öðr-
um Norðurlöndum. Hér eru 2300 til
2600 ökumenn kærðir árlega fyrir
Vonandi, segir Sig-
mundur Sigfússon,
verður sala áfengis í
matvöruverslunum á
✓
Islandi aldrei að
veruleika.
meintan ölvunarakstur, eða tæplega
1% þjóðarinnar. Þessi hegðunar-
vandi á við miklu fleiri en þekkta of-
drykkjumenn. Hvaða heilvita manni
dettur í hug að sala áfengis í mat-
vöruverslunum verði til þess að
draga úr þessum vanda?
Afengið lýtur sömu lögmálum og
önnur verslunarvara, salan eykst
auðvitað við að vörunni er stillt upp
til sýnis í margfalt fleiri verslunum
en nú er leyft.
Við smásölu áfengis í matvöru-
verslunum koma allir markhópar til
álita. Markhópurinn ofdrykkjumenn
er sennilega í minnstri hættu. Þau 10
af hundraði fullorðinna íbúa sem eiga
við ofneyslu áfengis að stríða eru
sennilega nálægt mettunarmarki.
Ofdrykkjumenn eru síst líklegir til
að auka drykkjutíðni eða skammta-
fjölda í hvert skipti. Vart þarf að
huga að áfengiskaupum þeirra 15 af
hundraði fullorðinna sem aldrei
neyta áfengis. Þá er að athuga þau 40
af hundraði sem teljast hófdrykkju-
menn og neyta áfengis oftar en einu
sinni í mánuði. Reglulegir gestir vin-
veitingahúsa eru flestir í þessum
hópi. Aðgangur að vínveitingastöð-
um er auðveldur á íslandi, en þeim
hefur fjölgað svo að einn staður er nú
fyrir hverja 500 fullorðna í landinu.
Eins og þau 35 af hundraði lands-
manna sem drekka sjaldnar en einu
sinni í mánuði er flest „hófdrykkju-
fólkið“ einnig fært um að kaupa sér
ódýrara áfengi í sérverslunum
ÁTVR.
Sala áfengis í matvöruverslunum
myndi fyrst og fremst beinast að því
að auka neyslu þeirra sem drekka lít-
ið. Ófullveðja unglingar, aldraðir og
fatlaðir ættu hægara um vikað nálg-
ast vöruna þar en í sérverslunum
ÁTVR. Auknar líkur yrðu þá á of-
neyslu og heilsutjóni í þessum hópum.
Fjöldi rannsókna í iðnríkjum Vest-
urlanda hefur sýnt að verðlagning
áfengis og aðgangur fólks að áfengi
eru helstu tæki stjómvalda hvers
lands til að hafa áhrif á heildaráfeng-
isneyslu íbúanna.
Fram til þessa hafa íslensk stjórn-
völd mótað áfengismálastefnu sína
undir áhrifum missterkra þrýsti-
hópa. Fyrir meira en einni öld hafði
sterkur minnihlutahópur, Góðtempl-
arar, áhrif á að lagaákvæði um veit-
ingar og sölu áfengra drykkja væru
hert. Þá höfðu áfengiskaup lands-
manna náð því hámarki sem ekki
náðist aftur fyrr en á árum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Eftir alda-
mótin 1900 fékk bindindisáróður
hljómgrunn í ungmennafélögum og
verkalýðsfélögum. Sagt var að
drukkinn verkamaður berðist ekki
fyrir bættum kjörum. í þessu and-
rúmslofti samþykkti meirihluti at-
kvæðisbærra manna áfengisbann á
Islandi í þjóðaratkvæðagreiðslu
1908. Island var fyrsta landið sem
kom á áfengisbanni árið 1915. Svo
undarlegt sem það kann að virðast
urðu læknar, ásamt viðskiptahags-
munum, þess valdandi að áfengis-
banni var aflétt. Áfengi til lækninga
var lögleitt í nóvember 1917. Við-
skiptasamningur um innflutning
léttra vína frá Spáni 1921 varð bana-
biti bannlaganna og ríkiseinkasala
áfengis sem við búum við ennþá var
stofnuð sem liður í áfengisstefnu
stjómvalda.
Islensk stjómvöld móta enn
áfengispólitík sína undir áhrifum
þrýstihópa. Sá minnihlutahópur sem
mest kveður að nú í þessu sambandi
er án efa innflytjendur og heildsalar
áfengis ásamt eigendum vínveitinga-
húsa. Þegar ÁTVR vegna lagabreyt-
inga hætti árið 1995 að flytja inn
áfengi og selja til veitingahúsa fengu
þessir hagsmunaaðilar meira svig-
rúm en áður til að mæla með vöm
sinni á beinan og óbeinan hátt. Enn
gildir þó bann við auglýsingum á
áfengi. Enginn getur láð þessum að-
ilum þótt þeir reyni að ota sínum tota
innan ramma gildandi laga og að þeir
reyni að hafa áhrif á að lögum og
reglum verði breytt í frjálsræðisátt
til að auka áfengissöluna. Mér fínnst
þó alveg út í hött að nota mannrétt-
indarök í þessu samhengi.
Allt of lítið ber á heilbrigðispóli-
tískum og menningarlegum rökum
til mótvægis gegn aukinni áfengis-
sölu. Ekki skortir þó fagleg rök
byggð á staðreyndum og niður-
stöðum rannsókna á skaðlegum
áhrifum þessara efna á heilsu og
hegðun fólks. Templarar em nánast
horfnir og Samtök áhugamanna um
áfengis- og vímuefnavarnir (SÁÁ) og
Áfengis- og vímuvarnaráð ríkisins
Sigmundur
Sigfússon
virðast hafa litil áhrif á stefnumótun
í áfengissölumálum. Tvær stéttir,
kennarar og læknar, ættu af fagleg-
um ástæðum að geta beitt sér af al-
efli til að móta almenningsálit gegn
auknu framboði áfengis og annarra
fíkniefna. Almenningur verður þó lít-
ið var við boðskap þessara stétta um
áfengismál, líklega vegna misvísandi
skoðana og skorts á samstöðu innan
þeirra. Mér finnst til dæmis viðhorf
margra lækna til áfengismála mótast
meira af persónubundnum þáttum
og reynslu þeirra frá æskuárum en
af þekkingu á staðreyndum og niður-
stöðum nýjustu rannsókna á þessu
sviði. Sama gæti verið upp á tening-
num í stétt kennara og fleiri fagstétt-
um sem ættu að geta haft áhrif á
skoðanir almennings með kröftugri
fræðslu um staðreyndir áfengismála
af sjónarhóli heilbrigðis-, félags- og
uppeldisfræða, til mótvægis við allan
verslunaráróðurinn.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV,
skrifaði 30. apríl sl. forystugrein í
blað sitt um vanda áfengissölustefnu
á glöggan hátt. Leiðarinn heitir Vara
og fíkniefni í senn og hefst á þessa
leið: „Frá sjónarhóli viðskipta og
hagfræði er verzlun með áfenga
drykki eins og hver önnur verzlun,
sem eigi að fylgja lögmálum markað-
arins, svo sem afnámi einkasölu.
Dreifíng áfengis megi vera á vegum
allra, sem hafa leyfi til að reka verzl-
un með aðrar vörur fyrir neytendur.
Frá sjónarhóli læknisfræða nútím-
ans er áfengi hættulegt fíkniefni,
sem reynist mörgum um megn, eink-
um vegna erfðafræðilegra orsaka og
vegna illviðráðanlegra umhverfis-
áhrifa. Samkvæmt skilgreinmgu
fræðanna líkist áfengissýki hverjum
öðrum sjúkdómi." Forystugreininni
lýkur með þessum orðum:
„Núverandi skipan verðlags og
sölu áfengis er dæmigerð millileið
milli forsjárhyggju og markaðs-
hyggju. Hún er heiðarleg tilraun til
að sætta ósættanleg sjónarmið."
Þessari „heiðarlegu tilraun" hygg ég
að þorri landsbúa sé í raun samþykk-
ur. Samtök áhugamanna um áfengis-
og vímuefnavandann vilja að núver-
andi sölufyrirkomulagi áfengis á ís-
landi sé haldið óbreyttu, þrátt fyrir
að samtökin hafi í upphafi mælt gegn
boðum og bönnum sem lausn á
áfengisvandanum. Að endingu skal
ítrekað hvers vegna ég mæli ein-
dregið gegn sölu áfengis í matvöru-
verslunum.
• I fyrsta lagi mun sala áfengis í
matvöruverslunum ótvírætt auka
áfengiskaup og þar með heildar-
áfengisneyslu landsmanna.
• I öðru lagi hafa rannsóknir
sýnt að með aukinni heildarneyslu
þjóðar á áfengi eykst heilsutjón af
völdum þess, jafnvel hlutfallslega
meiraen neysluaukningunni nemur.
• í þriðja lagi ber öllum læknum
siðferðileg og fagleg skylda til að
mæla gegn breytingum á lögum og
reglum sem auka myndu veikindi og
slysfarir meðal landsmanna.
Höfundur ergeðlæknir og stjórnnr-
maður ígöngudeild SÁÁ á Akureyri.
Geráu uel ui á barniá þitt
Skráning er hafin á 14 vikna barnanámskeið í
Heilsugarði Gauja litla sem hefjast 19. og 21. sept.
Barnanámskeiðin eru aldursskipt, 7-9 ára og 10-12 ára.
Námskeiðin eru ætluð
börnum sem eiga við offitu
að stríða. Unnið er náið með
foreldrum sem fá fræðslu frá
næringarráðgjafa, lækni,
hjúkrunarfræðing og öðrum
fræðingum sem málinu
tengjast.
Eftir tveggja ára reynslu okkar vitum
við að námskeiðið skila goðum
árangri, eykur sjálfstraust og l.fsgleð.
barnsins þíns. Takmarkaður fjold.
þátttakenda gerir namskeið.ð
persónulegra og árangursr.kara.
Upplýsingar og skráning í síma 561-8585
Dagskráin er fjölbreytt með skemmtilegum
nýjungum og fjölda þekktra gestakennara.
HEILSUGARDUR
GAUJA LITLA
■ iiiii rniii ■ ■ ■■■■■■!■■■■
Víð nUtutH HjptiMai*,
ekki UÍíhh
Við gerum við rispurnar og blettum í götin eftir steinkastið
Þú sparar peninga og bíllinn er tilbúinn samdægurs
Fróbær útkoma og varanleg
Sjón er sögu ríkari
Chips Away
Sími: 567 7523
Netfang: akchips@mmedia.is - Bíldshöfða 14 Reykjavík
J J ■ ■ i ■11.