Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 15

Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 B 15^. HÚN var dásamleg ferðin okkar um Vestfírði og á Gromsaramótið, en eins og ég hafði sagt ykkur síðast, ákváðum við að slá tvær flugur í einu höggi; hitta ættingja og kynnast um leið hinu stórbrotna landslagi Vest- fjarðakjálkans. Veðurguðimir sáu okkur fyrir einstakri sumarblíðu, og ekki kom dropi úr lofti á þessum sex dögum. Hafandi ferðast takmarkað um þjóðvegi landsins á undanfömum ámm, fannst okkur hreint ævintýri að bruna á rennisléttum vegum og fara undir Hvalfjörðin í gegnum göngin fmu. Enginn vafí er á því, að feikimiklar framfari hafa orðið á vegamálunum, og geta landsmenn verið stoltir af því. Þegar við komum á vegi, þar sem malbikið var einnar akreinar breitt, passaði ég mig alltaf að víkja út á malarkantinn, þegar ég mætti þessum agalausu, ungu bíl- stjómm með tjaldvagnana, sem Vík- verji var búinn að vara við. A leið okkar vestur heimsóttum við bróður og mágkonu í sumarbústað á Mýmm. Fengum við þar fínan há- degisverð og huguðum að nærlig- gjandi tjörn, en þar var sagt að væri svartur svanur. Hann var þó ekki heima, en við fengum að kíkja inn í 100 ára gamla kirkju á staðnum. í þessu fallega guðshúsi vom þúsundir af fiskiflugum, flestar dauðar á gólf- inu, en margar enn suðandi í glugg- unum. Datt mér í hug, að með minnk- andi umsvifum í fiskverkun, væri meira en hart í ári hjá fiskiflugum landsins. Það gæti verið skýringin á því, að þær tækju kristna trú í unn- vörpum og dæju síðan drottni sínum í örvæntingu í gömlum kirkjum. Stefndum við nú á Stykkishólm, en við áttum pantað far með ferjunni Baldri til Brjánslækjar. Þar sem þetta var hálfgerð pílagrímsferð, stönsuðum við að Miðhrauni í Mikla- holtshreppi, en þar var amma eigin- konunnar fædd. Þetta er myndar býli með bændagistinu og röktu kona mín og bóndinn saman ættir sínar. Fyrir innan bæinn fundum við fiskverkun uppi í miðju landi. Voru þar myndar- legar trönur og verið að þurka þorsk- Drottinn blessi rúmið mitt hausa fyrir blámennina í Afríku. Tók ég eftir því að þarna voru engar fiski- flugur og varð hugsað til kirkjunnnar á Mýrum. Hvað er eiginlega að ger- ast í fiskiflugnaheiminum á Islandi? Sjóferðin yfir Breiðafjörð með við- komu í Flatey var mjög ánægjuleg og aðbúnaður á skipinu til sóma. Eftir góða hvíld á hótelinu í Flókalundi, ók- um við af stað í býtið næsta morgun og stefndum á Látrabjarg, vestasta odda íslands og um leið sjálfrar Evrópu. fljótlega sleppti malbikinu og við tóku vegir, sem ég kannaðist miklu betur við sem samgönguleiðir fyrri tíma á Fróni. Það var gaman að aka á slíkum vegum í beinskiptum bíl, eftir margra ára brun á hraðbrautun- um sjálfskiptum drekum í henni Am- eríku. Svo hafði ég náttúrlega aðstoð og leiðbeiningar, ekki einungis frá eiginkonunni, heldur var einnig með okkur systir mín, og benti hún m.a. einu sinni á það kurteislega, að við værum búin að aka drykklanga stund fram hjá einni beygju, sem við áttum að taka. Áður en við komum að hinu stór- fenglega Látrabjargi, stoppuðum við á minjasafni Egils ÓMssonar að Hnjótum. Meðal allra þeirra merki- legu muna, sem við þar sáum, leit ég augum stýrishúsið af skútunni Ha- mónu, en með henni hafði ég verið sendur til ömmu minnar á Flateyri hér um árið. Einna áhrifamest fannst mér sýning af aðbúnaði á íslenskum bæjum nítjándu aldarinnar. Við vor- um að fara á niðjamót Gromsaranna á Bolungarvík tO þess að heiðra ættar- foreldrana, sem einmitt höfðu lifað lífinu við svipuð kjör, sem lýst var á safni Egils. Þama sáum við, meðal annarra hluta, koju eða rúm, sem Þórir S. Gröndal sagt var konurúm frá seinni hluta aldarinnar. Fjalimar vom eyddar og lúnar eftir mikla notkun, hálmdýnan bæld, fiðurkoddinn lítill og sænginn fátækleg. Á miðri fjöl fyrir ofan þessa lítilfjörlegu reklg'u hafði einhver, endur fyrir löngu, skorið í viðinn: „Drottinn blessi rúmið mitt.“ Frá Látrabjargi ókum við síðan áleiðis til ísafjarðar og röktum alla firðina og nutum hins stórbrotna landslags. Við stoppuðum hér og hvar, samt ekki lengi á hverjum stað. Kirkjuna skoðuðum við og safnið að Hrafnseyri og hlýddu á píanóleik safnvarðarins í kapellunni og var það óvænt ánægja. Alla leið komumst við til Flateyrar og þar fundum við húsið hennar ömmu, nýmálað og fínt. Þeg- ar ég stóð á tröppunum og skyggnd- ist um, kannaðist ég við sum kenni- leitin, þótt margt hefði eðlilega breyst á mörgum áratugum. Við fór- um í kirkjugarðinn, en nýbúið var að setja lagsteina afa og ömmu á sinn stað, en stór hluti garðsins hafði lent undir snjóflóðinu ógnarlega. Svo fórum við í gegnum gögn og yf- ir til ísafjarðar, en þar höfðum við að- setur á hinu hlæsilega hóteli bæjar- ins. Þaðan var ekki nema steinsnar til Bolungarvíkur, þar sem Gromsara- mótið var haldið. Hátíðin var vel und- irbúin og sóttu hana meira en 300 manns. Þama hittum við mikið af nýj- um frændum og frænkum og endur- nýjuðum kynni við skyldmenni, sem við höfðum ekki séð í árafjölda. Og margt var gert sér til skemmtunar: Kvöldsamkoma, bátsferð inn í Jökul- firði, skoðunarferð um ættarslóðir, íþróttamót, skrúðganga, kvöldveisla, ræður, söngur og dans fram á rauða nótt. Mótið endaði svo með helgi- stund í Hólskirkju, en þar var heiðruð minning ættarforeldranna, Hálfdáns Ömólfssonar og Guðrúnar Níelsdótt- ur, og síðan lagður blómsveigur á leiði þeima í kirkjugarðinum. Gefið hafði verið út myndarlegt niðjatal, sem Kristín Hálfdánsdóttir hafði tekið saman, en í því var líka að finna tvær samantektir um langafa og langömmu eftir Halldór Jónsson og Hálfdán Ömólfsson og er þar mik- inn fróðleik að finna. Segir þar frá fá- tæktinni og hinu harða lífi, sem for- feður okkar máttu búa við á síðari hluta 19. aldarinnar. Greint er frá hremmingum og hrakningum jafnt sem dugnaði þessa harðgerða fólks við sjósókn og búskap. Tíður barna- dauði, önnur veikindi og slys vom óhjákvæmilegir íylgifiskar þessa tíma. Hálfdán langafi sem fæddist 1855, var tveggja ára gamall fluttur sem tökubam úr Önundarffrði og inn í Súgandafjörð, en fimm ámm seinna færir hann sig enn um set og er þá skráður fósturbarn hjá Maríu Sig- urðardóttur og Þórði Jónssyni, og er hann vex úr grasi verður hann vinnu- maður á nokkram bæjum. Árið 1876 kvænist hann Guðrúnu Níelsdóttur og vora þau vinnufólk á nokkram stöðum, en enduðu á Meirihlíð í Bol- ungarvík, þar sem þau urðu síðan húsráðendur 1890. Hálfdán varð fljótlega formaður á áraskipum, en Bolungarvík var mikil verstöð á þeim tíma. Var hann fengsæll og tókst hon- um að efnast vel á þeirra tíma mæli-, kvarða. Hagsýni og ráðdeild réðu ef- r laust miklu um það, hvemig honum og Guðrúnu tókst að vinna sig upp í þjóðfélaginu, en samt var það ábyggi- lega ósérhlífni og vinnusemi sem mestu skiptu. Veturinn 1880 komst Hálfdán í hann krappann og held ég áfram að styðjast við frásögnina í niðjatalinu. Var hann að koma úr róðri og náði ekki vör í Bolungarvik en hleypti til Skálavíkur þar sem lending tókst. Þegar veður gekk niður, var ýtt úr vör þótt enn væri nokkurt brim. Hvolfdi þá skipinu en allir skipverjar, nema einn náðust í land. Hálfdán virtist örendur og var ekkert lífs- mark með honum, og var hann því borinn til skemmu og lagður til sem dauður væri. Hann var í nýjum skinn- stakki, en þau hlífðarföt vora höfð þröng í hálsinn og urðu menn að troða hausnum í gegnum hálsmálið. Vegna þessa vora stakkar oftast skomir utan af sjódauðum mönnum. Búmanninum á staðnum óx í augum að skera þennan ágæta skinnstakk, svo hann byrjaði að bisa við að toga hann upp af höfðinu og af handleg- gjunum á Hálfdáni. Við þessar svift- ingar fór hinn látni að ramska við sér og var hann þá borinn inn í bæ, þar sem hann náði sér fljótt. ^ Ef búmaðurinn góði hefði ekkd ágimst skinnstakinn, hefði Groms- araættin öragglega orði hálffátæk- leg, því Guðrún og Hálfdán vora að- eins búin að eignast tvö böm af þeim ellefu, sem þau áttu allt í allt. Hann lifði í 52 ár í viðbót, fór í margan sjó- róðurinn, varð hreppstjóri og höfð- ingi í sinni sveit. Þegar hann dó 1932, var hans lítillega minnst í blaðinu „Vesturlandi“ á ísafirði, og enduðu minningarorðin með þessari setn- ingu: ,M öllu athuguðu var Hálfdán merkismaður." Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Við undirskrift samnings milli Flugleiðahdtela hf. og Hótels Hellissands hf. F.v. Skúli Alexandersson, stjórnarformaður Hótels Hellissands, Kári Kárason, framkvæmdastjdri Flugleiðahótela, Sigurður Páll Harðarson, stjórnarformaður Hótels Hellissands, og Tryggvi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Edduhótela. Nýtt Edduhótel á Hellissandi Hollissandi. Morgunblaðið. STJÓRNENDUR nýja hótelsins sem er í byggingu á Hellissandi, Hótels Hellissands, hafa nú gert leigusamning við Flugleiðahótel h.f. um að Edduhótelin leigi Hótel Hell- issand næstu fjögur árin frá 1. maí til 31. september ár hvert. Samn- ingurinn var undirritaður á skrif- stofu Flugleiðahótela h.f. 12. þ.m. Byggingu Hótels Hellissands á að vera lokið síðari hluta mars á næsta vetri, þannig að Hótel Edda tekur við rekstrinum við opnun hót- elsins. í hótelinu verða 20 tveggja manna herbergi og mun hótelið uppfylla þá staðla sem krafist er til að flokkast sem þriggja stjörnu hótel. Grannur hótelbyggingarinnar var unninn haustið 1999. Nú í sumar var húsið, sem er tvær hæðir, síðan byggt úr steypueiningum. Loftorka hf. í Borgarnesi hefur byggt þessa verkþætti og skilaði sínum verkum vel unnum á umsömdum tíma nú í ágúst. Trésmiðja Pálmars í Grand- arfirði hefur tekið að sér að full- klára bygginguna og er áætlað eins og áður segir að því verki verði lok- ið síðari hluta mars 2001. Smiöjuvegi 9 • S. 564 1475 Psion Revo - Kr. 39.900 CD s DC = P S I 0 N Skipulag Dagbók Verkefni Tengiliðir Minnismiðar Rissblokk Samband Internetið Tölvupóstur SMS (hægt að fá WAP) Skrifstofan Ritvinnsla Töflureiknir Gagnagrunnsforrit Annað Reiknivél Heimsklukka Símaskrá Leikur 200gr. handtölvan frá Psion, með íslenskum stöfum á lyklaborði, fullkomna samræmingu við Windows 95, 98 og NT, Outlook/Exchange, Word, Excel, Access og dBase. 20 ára þróunarferill liggur að baki þessa meistaraverks... klikk lausn fyrir þig! Endursöluaðilar: Hugver Vitastigur 12 101 Reykjavik S. 525 07 07 Kaliber Kringlunni 4-12 103 Reykjavík S. 535 40 40 Smith & Norland Nóatúni 4 105 Reykjavík S. 520 30 00 Dreifingar- og Endursöluaði: Klikk - www.klikk.is - postur@klikk.is - Sími 57 57 404 - Fax 57 57 401

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.