Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 B 9 að honum, því í honum eru upp- lýsingar sem eiga ekkert að liggja á lausu fyrir aðra. Menn verða að átta sig á því, að ættfræði er stýrikerflð á allt hitt. Það er alveg sama hvað það er. Áður en ég læt sannfærast verð ég að fá að sjá hvað þeir ætla að dulkóða, þegar eru keyrð saman ættfræðigrunnurinn og heilsufars- upplýsingar. Það sem við erum að gera er allt annað en erfðarannsóknafyrirtækin eru að gera. Við erum að skrifa sögulega ættfræði. Eins og ég hef sagt áður í fjölmiðlum er hægt að mestu leyti að skrifa sögu Islend- inga í gegnum ættfræðina, því yfir- leitt gerist mestallt í kringum manninn. Einungis hamfarir og annað slíkt verður út undan. Svo að það verður að skoðast í því ljósi.“ Búið að segja of mikið af því sem stenst ekki Hjá ORG hefur aðaláherslan ver- ið lögð á söfnun framætta og hefur þar verið stuðst við ritaðar heimild- ir fyrri tíma, s.s kirkjubækur, manntöl, dómabækur, skiptabækur, skuldaskrár og legorðsreikninga. Mikil vinna hefur verið lögð í að afla gagna, ekki síst handrita, alls staðar að á landinu, og á ættfræðiþjónust- an ORG nú mikið og gott bókasafn sem að mörgu leyti er einstakt í sinni röð, að sögn Odds. „Það var hringt í mig um daginn og mér boðið að kaupa rit um fram- ættir jslendinga, gefið út af Há- skóla íslands. Eg er mjög ánægður með það ef háskólinn ætlar að fara að gefa út slíkt rit, en ég er ekki viss um að þeir sem að verkinu standa hafi áttað sig á því, að hér er um að ræða hátt í 300 þúsund bindi, því það verður að gefa út framættir allra Islendinga, ef þetta á að standa undir nafni. Eg veit ekki hvort það er einhver sölutækni sem veldur því að menn fara þessa leið í auglýsingunum, en hitt er ljóst, að það verður að kynna hlutina rétt; það er það sem vantar svo mikið. Ég var t.d. að hlusta á útvarpið um daginn, þar sem var verið að ræða við starfsmann Vesturfarasetursins, sem sagði að Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir hefðu líklegast farið frá Hofsósi. En það auðvitað stenst ekki. Þorfinnur hef- ur farið einhvers staðar úr Breiða- firði eða frá Snæfellsnesi. Þá sat Guðríður, ekkja Þorsteins Eiríks- sonar, í Grænlandi. Þau kynntust þar. Svo að hitt stenst nú ekki. Auk þess var engin sigling frá Hofsósi á þeim tíma, svo vitað sé. Aðalhöfn Skagfirðinga var Kolbeinsárós, sem nú heitir Kolkuós, en eins gæti hafa verið farið frá Reykjadiski eða Sævarlandsvík. Svo er ekkert vitað hvaðan Guðríður hefur lagt upp, þegar hún fór til Rómar. Við meg- um ekki eyðileggja ættfræðina og bara yfirleitt alla sagnfræði Islend- inga, með því að fara ekki rétt með. Það er búið að segja of mikið af því sem stenst ekki.“ Búió að skrá næstum 400 þúsund íslendinga Oddur segir að ORG hafi átt gott samstarf við ýmsa opinbera aðila og einkaaðila. Megi þar nefna erfða- fræðinefnd, handritadeild Lands- bókasafns íslands - Háskólabóka- safns, Stofnun Árna Magnússonar á Islandi, Héraðsskjalasafn Skagfirð- inga, Héraðsskjalasafn Borgarfjarð- ar, Gunnlaug Haraldsson þjóðhátta- fræðing, Þór Magnússon, fv. þjóðminjavörð, Ragnar Ólafsson ættfræðing, Nelson Gerrad, ætt- fræðing í Kanada, og Hálfdan Helgason. Mikið hafi einnig verið stuðst við safn mormóna, „Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heil- ögu“, á íslandi. Og gott samstarf hafi einnig verið við þá sem vinna að skráningu ábúendatala Eyfirðinga, Landeyinga og borgfirskra æviskráa auk ættfræðinga og áhugafólks um ættfræði víðsvegar um land. „Ég hef einnig átt mjög góð sam- skipti við tölvunefnd. Ef kemur til mín manneskja, sem er kjörbarn, og biður mig að rekja ættir sínar eftir blóðforeldrum, athuga ég alltaf hvort það sé rétt, og læt svo við- komandi manneskju skrifa undir að það sé að beiðni viðkomandi aðila. Við höfum ekki leyfi til að gera þetta annars heldur einungis að setja kjörbörn á kjörforeldra. Það er ekki sama með hvaða hug- arfari þú vinnur ættfræðina. Er það vegna hennar sjálfrar, eða af öðrum hvötum? Sjálfur held ég að það verði að vinna ættfræðina hennar sjálfrar vegna. Og það er gert hér.“ Ættfræðin er elsta og almennasta fræðigrein Islendinga, að sögn Odds, og hún byggist á áhuga, gíf- urlegri þolinmæði, nákvæmni og minni. „Það er okkur hjá ORG afar mik- ilvægt að skrá allt rétt. Fyrir kemur að prentvillur slæðast inn í prentað- ar heimildir sem við notum. Okkur þætti því gríðarlegur fengur að því að þeir áhugamenn um ættfræði, ættingjar og aðrir sem vita af slík- um villum í heimildum, sendi okkur línu og bendi á villurnar og leiðrétti þær. Því mikilvægt er að þau gögn sem skráð eru séu rétt. í ættfræði- vinnu er stuðst við skrifaðar heim- ildir, kirkjubækur, blaðagreinar og ættartölur sem gefnar hafa verið út. Þótt rétt sé vitnað í heimild kann heimildin að vera röng. Við höfum gögn til að vinna úr næstu árin. En þessa dagana erum við að slá inn upplýsingar og sam- hæfa þær. Við erum að verða komn- ir með 400 þúsund Islendinga. Það verður nefnilega að hafa í huga með þessa grunna, að nauðsynlegt er að vita hver tengistuðullinn er, þ.e.a.s. tengingar milli manna. Það er ekki nóg að vera með fjöldann. Við erum að komast í 80% tengistuðul, sem er mjög gott. Það verða alltaf lausir endar og annað, en ég hugsa að það sé hægt að komast í 90%.“ Verkefni af ýmsum toga „Þau eru af ýmsum toga, verkefn- in sem við fáum,“ segir Oddur. „Nýjast er það, að haft var samband við okkur fyrir skemmstu og við spurðir, hvort við gætum hugsað okkur að kynna ættfræði í grunn- skólum landsins, sem er auðvitað hið besta mál og sjálfsagt. Og fyrir ekki löngu fengum við lista frá Hamborg í Þýskalandi, sem hafði að geyma skuldir manna við Grundar- fjarðarverslun árið 1557-1558. Við vorum beðnir um að finna upplýs- ingar um það fólk. Annars hafa verið miklar viðræð- ur við sögufélög, fræðafélög og hreppsnefndir víða um land um að vinna ábúendatöl með heimamönn- um; það er afar mikilvægt. Við eig- um hér grunna af heilu sýslunum, sem eru orðnir klárir með ábúenda- töl. Þar er miðað við árið 1703 og allir niðjar teknir með. Einnig höfum við mikið af gögn- um um núlifandi Vestur-íslendinga, sem við munum vinna úr í samvinnu við Hálfdan Helgason, sem hefur sérhæft sig í upplýsingum um Vest- ur-íslendinga.“ Við þetta má svo bæta, að þegar blaðamaður var í heimsókn sat Torfi Jónsson, ættfræðingur og sam- starfsmaður Odds, við tölvuskjá og var þar að yfirfara og búa undir út- gáfu handrit að Skarðstrendinga- sögu og Grímseyingasögu eftir Gísla Konráðsson. Ættfræðirannsókna- miðstöð íslands Að sögn Odds hefur aldrei verið greitt kaup hjá ORG. Að ættfræði- grunninum sé og hafi verið unnið af hugsjón, ættfræðinnar vegna og hennar eingöngu. „Kona mín og ég höfum fjár- magnað þetta ein hingað til, en nú er svo komið að eitthvað verður að koma til meira. Þótt ég hafi verið í sveit í Ljósavatnsskarðinu, eins og Jón vinur minn Ragnarsson, þykir mér leiðinlegra ef ég verð að láta þetta fara úr landi, því ég held að við séum að vinna mjög gott verk. En komi til þess að ég verði að láta fyrirtækið þá fer það utan, það er á hreinu. Ég ætla ekki að horfa upp á það hér. Helst myndi ég vilja að þetta yrði gert að ættfræðirannsóknamiðstöð Islands í eigu þjóðarinnar. Það hef- ur alltaf verið draumur minn. Skoði menn heimasíðuna (www.simnet.is/ org) má finna þar ýmislegt nánar um þetta.“ Tek ekki þátt í neinum sandkassaieik Oddur segir að ættfræði sé þjóð- ararfur okkar íslendinga. En ætt- fræði sé líka annað; hún sé það sama og fiskurinn í sjónum, þjóð- arauður okkar Islendinga. Nú verði menn að passa sig á því að vinna þetta sem réttast og auðvitað eigi allir að vinna saman. Það sé hann margbúinn að segja, bæði í útvarps- og blaðaviðtölum. Hann hafi ætlað að reyna að sætta menn eins og hann gæti, en hafi einfaldlega gefist upp á því. „Ég ætla ekki að fara að blanda mér í þennan sandkassaleik, þessi málaferli og annað, ég ætla algjör- lega að halda mig utan við þau, en það væri mjög gott ef menn kynntu sér hvemig ættfræði hefur verið unnin gegnum aldimar. Miðað við það sem ég hef séð vita menn lítið um þau efni. En vilji fólk kynna sér þá hluti eru þeir velkomnir til okk- ar. Því ef maður er að vinna ætt- fræði verður að skoða hvern einasta blaðsnepil. En við þurfum enga ættfræði- kvótakónga á íslandi." Hin eina og sanna Sauma - og prjónakeppni verður haldin í samvinu við Iðnaðarráðuneytið sunnu- daginn 8. október í Súlnasal Hótel Sögu Keppnin er ætluð áhugafólki um sauma- og prjóna- skap og frestur til að skila inn 2 myndum af flíkunum rennur út föstudaginn 29. september. Nánari upplýsingar í símum 533 2211 (Bylgja) 898 1371 (Margrét) 588 9505 (Þórhildur) Myndir merktar þátttak- endum sendist til: Sauma- og prjónakeppni Pósthólf 8380, 128 Reykjavík. Vegna Flutnings af landi brott eru þessir ágætu bílar til sölu á góðu verði Nissan Maxima QX 2000 glæsilegur bíll, ekinn 6.000 km, skráður í mars 2000. Bíllinn er með ýmsum búnaði ss. leðri, sjálfsstýrðri loftkælingu, aksturs- tölvu, sjálfskiptingu, snjódekkjum á álfelgum o.fl. Range Rover Vogue Árgerð 1991. Bíll í góðu ástandi og góðri umhirðu. Bíllinn hefur verið í eigu sama eiganda frá upphafi. Ekinn 160.000 km, upp- tekin vél. Góður bíll á góðu verði. Upplýsingar í síma 892 0424. Helgartilboð 12. október til London með Heimsferðum frá kr. 29. Ótrúleg viðbrögð við London í vetur. Bókaðu sæti meðan enn er laust. Aðeíns 40 sæti. Heimsferðir kynna nú sjötta árið í röð bein leiguflug sín til London, þessarar vinsælustu höfuðborgar Evrópu, og aldrei fyrr höfum við boðið jafn hagstætt verð og jafii glæsi- legt úrval hótela í hjarta borg- arinnar. Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúleg við- brögð og nú þegar er uppselt í fjölda brottfara. Bókaðu því strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Glæsileg ný hótel í boði Charing Cross hótelið Flugsæti til London Verðkr. 11.900 Verökr. 23.800/2 = 11.900.- Skattar kr. 3.790, ekki innifaldir. Gildir mánudag - fimmtudags i okt. Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 12. október Verðkr. 29.990 Ferð frá fimmtudegi til mánudags, Grand Plaza hótelið í Bayswater, m.v. 2 í herbergi með morgunmat. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600. Flug alla fimmtudaga og mánudaga i oktober og nóvember Flug og hótel í þrjár nætur Verðkr. 24.990 Ferö frá mánudegi til fimmtudags. Grand Plaza, m.v. 2 í herbergi með morgunmat. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.