Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ * Eins ogfotbolti á ströndinni Þaö liggurvel á leikaranum Peter Stormare þegar hann hittír Pétur Blöndal og segir honum frá samvinnu sinni viö leikstjórana Lars Von Trier, Wim Wenders og Coen-bræö- ur. Hann lýsir erfiöum tökum á Dancer in the Dark, snilligáfu Bjarkar, hömlum sænska þjóöleikhússins og gefur frat í Hollywood. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins AÐ skal játað að Peter Stormare er allra við- kunnanlegasti skúrkur, hann er bæði brosmild- ur og skraflireifinn. Þessi sænski leikari haslaði sér völl í sænskum kvik- myndum í lok níunda áratugarins, færði sig yfir á alþjóðasenuna með , Awakenings" árið 1990 og hefur síð- > an verið að festa sig í sessi. Eftir- minnilegasta hlutverk hans verður að teljast leigumorðinginn Grimsrud í listilega gerðri mynd Coen-bræðra, „Fargo“. Þá hefur hann leikið í stórkarlalegum hasarmyndum úr Hollywood-smiðjunni á borð við Armageddon og Horfinn heim Júra- garðsins. Það er óskemmtileg tilhugsun að vera lokaður inni í herbergi með samansafni af þeim skúrkum sem Stormare hefur leikið í gegnum tíð- ina; oftar en ekki eru þeir illir við- skiptis. Það bregður þó nýrra við í mynd Lars Von Trier Dancer in the Dark. Þar leikur hann trygglyndan og einfaldan mann að nafni Jeff sem er ástfanginn af tékknesku móður- inni Selmu, sem leikin er af Björk. „Eg leik verndarengil þessarar stúlku,“ segir Stormare. „Þetta er angurvært og mesta rósemdarhlut- verk; gamaldags heiðursmaður sem ^bíður eftir endurfundum við sína heittelskuðu. Jafnvel þótt hún deyi veit hann að þau munu ná saman á himnum.“ Þú færð að syngja og allt! „Já, það var ljúft. En þó var þetta vandasamt því Björk semur tónlist fyrir sína eigin rödd. Svo getur verið erfitt að hlusta á sjálfan sig syngja, sérstaklega á hvíta tjaldinu. Það má segja að við David Morse tölum hægt og syngjum í skrýtinni blöndu. Ég var ánægður með útkomuna og mér fannst hún eiga vel við atriðið." Hvernig varað vinna með Björk? „Stórkostlegt! Afbragð! Fyiir mér er hún sannur snillingur. Hún er stórkostleg kona og stórfenglegur listamaður. Hún er afskaplega feim- in og fjærst því af öllum í heiminum að vera eins og poppstjarna í háttum. Ég held að hún veiti ekki viðtöl og haldi sig frá sviðsljósinu. Það var erf- itt fyrir hana að leika í þessari mynd því hún þurfti að sinna fjölmiðlum. Ég veit ekki hvort þú hefur hitt hana, en hún getur orðið mjög feimin - dálítið eins og lítið barn,“ segir Stormare hlýlega. „Hún er einstak- lega hæfileikarík og alveg frábær í þessari mynd.“ Á köflum erhún ekki svo ólík þeim kvenpersónum sem hún leikur í myndböndum sínum. „Það er rétt,“ svarar Stormare. „Mér skilst að Lars hafi séð hana í myndbandi og orðið svo hugfanginn að hann var viss um að hún myndi valda hlutverkinu. Hann hitti nagl- ann á höfuðið. Hún gerir framúr- skarandi myndbönd; þau eru lista- verk út af fyrir sig. Hún er gædd snilligáfu og svo músíkölsk að það verður stundum um of, hún heyrir um leið ef maður hittir ekki á réttu nótuna. Sjálf getur hún rennt sér að vild upp og niður eftir nótnaskalan- um.“ Nú nýtur þú þess að vera lærður leikari; beittuð þið ólíkum aðferðum við að komast inn íhlutverkið! „Nei, við vorum persónur í þeim heimi sem Lars skapaði og hann hafði góða stjórn á því sem fram fór. Hún var líka fljót að grípa það sem hann vildi ná fram og gerði það svo óaðfinnanlega að stundum missti maður andlitið, til dæmis í atriðinu þai- sem hún tekur af sér gleraugun og starir, hún gerir það á fumlausan og yfirvegaðan hátt en samt verður athöfnin svo margbrotin.“ Lars Von Trier sagði um hana á blaðamannafundi að hún hefði verið ófagmannleg á tökustað oghefði lát- ið sig hverfa í nokkra daga. „Nei, hann sagði ekki ófagmann- leg,“ segir Stormare og hlær van- trúaður. „Enginn, jafnvel ekki há- lærð leikkona, hefði getað haldið jafnaðargeði allan tímann. Björk var undir gríðarlegu álagi þessa þrjá mánuði, tólf klukkustundir á dag, og eftir það þurfti hún að æfa dansinn, semja tónlistina og taka hana upp með stórsveit í Lundúnum. Að átta vikum liðnum var hún orðin alveg út- keyrð. Vinnuálagið var meira á henni en Lars, hvað þá okkur hinum. Hún afrekaði nokkuð sem engum hefur áður tekist. Hún semur alla tónlist- ina, leikur aðalhlutverkið, spinnur orðin, útsetur, dansar steppdans, æf- ir öllum lausum stundum með at- vinnudönsurum, sem er afskaplega erfitt, það er eins og að læra á gítar innan um atvinnugítarleikara, manni líður alltaf eins og maður sé hæfi- leikalaus og ljótur, og flestir hefðu misst margfalt oftar stjórn á sér en hún gerði. Og jafnvel þótt hún hróp- aði stundum: „í guðs bænum gefið mér þögn, ég þarf á svolítilli þögn að halda“ var það ofurskiljanlegt. Hún er líka einstæð móðir; hún á son, skemmtilegan strák, og vann því meira en nokkur leikari sem orðið hefur á vegi mínum. Ófáir þeirra hafa komið illa fram. Það gerði hún aldrei; hún var stundum þreytt, en það er eðlilegt þegar maður hefur ekki sofið í nokkrar vikur og verið undir stöðugu vinnuálagi." Ertu gefinn fyrir söngleiki? „Ég hef blendnar tilfinningar til þeirra. Þegar ég var krakki voru söngvamyndir oft á dagskrá í sjón- varpinu og mér féllu sumar í geð, aðrar ekki. Söngleikjahefðin höfðar samt sterkt til mín, því að ég elska tónlist, sérstaklega Bertolt Brecht og Kurt Weill. Það er eitthvað við tónlistina í verkum þeirra. Aðals- merki þeirra er þegar persónurnar snúa sér að áhorfendum í miðjum samræðum og segja: „Nú ætla ég að segja ykkur mína sögu.“ Svo syngja þær lag og hrífa áhorfendur inn í sína tilveru." Hvernig var að vinna með Wend- ers aðMiIIjón dollara hótelinu? „Ég hafði unun af því vegna þess að hann, eins og Trier, hefur sinn sérstæða stíl. Hann er ekki í miklum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.