Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 B 5
Jacques Chirac
Asakanir
um mis-
beitingu
að handan
París. AFP, Reuters.
JACQUES Chirac Frakklandsfor-
seti sætti í vikunni ásökunum um
misbeitingu valds er afrit af játn-
ingum Jean-Claude Mery, sem eitt
sinn gegndi
valdastöðu í
flokki Gaullista
(RPR) - flokki
Chiracs, var birt
í fimmtudags- og
föstudagsblaði
Le Monde. I
játningum sem
teknar voru upp
á myndband árið
1996 útskýrh’
Mery, sem nú er látinn, hvernig
hann hafí staðið fyrir ólöglegri
fjáröflun fyrir RPR á níunda ára-
tugnum, er Chirac gegndi embætti
borgarstjóra Parísar.
Greinir Mery m.a. frá því hvern-
ig byggingarleyfi í París hafi verið
veitt gegn fjárgjöfum til flokksins
og segir Mery þessa fjáröflunar-
leið hafa verið tilkomna vegna fyr-
irskipana frá Chirac sjálfum. Að
sögn Le Monde lýsir Mery á
myndbandinu til að mynda fundi
sínum og Chiracs árið 1986, er
Chirac gegndi embætti forsætis-
ráðherra. Voru Michael Roussin,
samstarfsmanni Chiracs, þar af-
hentar fimm milljónir franka, eða
rúmar 50 milljónir króna, í viður-
vist Chiracs.
„Forsætisráðherrann sat á móti
mér ... Við ræddum um hver hefði
gefið féð, hvers vegna og hvað við
hefðum gert,“ hefur Le Monde eft-
ir Mery. „Þennan dag lagði ég
fimm milljónir franka á borð
Roussins í viðurvist Chiracs."
Ásakanirnar eru þær alvarleg-
ustu sem Chirac hefur sætt, en áð-
ur hefur verið gefið í skyn að for-
setinn hafí gerst sekur um fjár-
glæfrastarfsemi. Chirac neitaði
aífarið ásökunum Le Monde á
fimmtudag og sakaði hann póli-
tíska andstæðinga sína um að eiga
hlut að máli.
„Fyrst koma þeir á kreik sögum
um að ég sé heilsuveill - með öðr-
um orðum að ég sé ófær um að
sinna starfi mínu - og nú kemur
þessi ótrúlega saga. Jafnvel rógur
verður að hafa sín takmörk," sagði
Chirac í viðtali við franska
sjónvarpsstöð.
Lítri á
hundraðið?
Hamborg. AFP.
VOLKSWAGEN, stærsti bfla-
framleiðandi Evrópu, stefnir að
því að hefja framleiðslu á næstu
þremur árum á bfl sem eyðir
aðeins lítra af bensíni á hundr-
að kflómetrum.
Þetta kemur fram í viðtali við
stjórnarformann fyrirtækisins,
Ferdinand Piech, í þýska viku-
ritinu Stern.
Volkswagen hefur þegar haf-
ið sölu á nýjum bíl, Lupo, sem
getur ekið 100 kflómetra á að-
eins þremur lítrum af bensíni.
Piech kveðst vera viss um að
hann geti einnig ekið bíl sem
eyði aðeins einum lítra á
hundraðið áður en hann lætur
af stjórnarformennsku árið
2003.
Hátt bensínverð er helsta
ástæða þess að dregið hefur úr
sölu á bflum í heiminum, að
sögn Piech. Hann segir að hver
verðhækkun síðustu 18 mánuði
hafi orðið til þess að bflaeftir-
spurnin hafi minnkað.
ERLENT
Árþúsundahvelfingm í Lundúnum
Hugsanlega rifín
HUGANLEGT er að hin umdeilda
árþúsundahvelfing í Lundúnum
verði rifin í byrjun næsta árs eftir að
japanski fjárfestingabankinn Nom-
ura féll frá kauptilboði sínu þar sem
ekki hefðu verið veittai- fullnægjandi
upplýsingar um reksturinn.
Bankinn hugðist koma upp
skemmtigarði í hvelfingunni og hafði
boðið 105 milljónir punda, eða jafn-
virði 12,3 milljarða íslenskra króna, í
bygginguna. Breska stjórnin er mjög
áfram um að hvelfingin standi um
ókomin ár á Greenwich-nesi og
hyggst taka upp viðræður að nýju við
fyrirtækið Legacy, sem hefur lagt til
að hvelfingin verði gerð að hátækni-
legri viðskiptamiðstöð. Stjórnvöld
hafa þó falið stofnun í eigu ríkisins,
sem fer með eignarhald á landinu
sem hvelfingin stendur á, að kanna
hvernig það yrði nýtt með hagkvæm-
ustum hætti. Því kann að fara svo að
árþúsundahvelfingin, sem var byggð
til að standa í að minnsta kosti 25 ár,
verði rifin niður um áramótin.
Árþúsundahvelfingin og öll vand-
ræðin í kringum hana hafa reynst
stjórninni þungur baggi. Ekkert var
sparað til við byggingu hennar sem
kostaði 800 milljónir punda eða um
94 milljarða íslenskra króna.
Valda vatns-
orkuver gróður-
húsaáhrifum?
Toronto. Morgunblaðið.
NÝLEG rannsókn bendir til þess að
vatnsorkuver, sem jafnan hafa verið
talin umhverfisvæn orkulind, spúi
gífurlegu magni gróðurhúsaloftteg-
unda út í andrúmsloftið, að því er
fram kemur í frétt kanadíska blaðs-
ins The Globe and Mail.
I ritgerð um niðurstöður rann-
sóknarinnar, sem birtist í septem-
berhefti vísindaritsins BioScience,
segir að 18% alls ónáttúrulegs met-
ans í heiminum komi úr miðlunarlón-
um, og 4% af ónáttúrulegum kol-
tvísýringi, en bæði þessi efni auka á
hækkun hitastigs í andrúmsloftinu.
Sérhönnuð
vatnsglös
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18
HÁRLOS
Það er óþarfi - fáðu hjálp
Þumalína, Pósthússtræti 13
á mann í tvíbýli í 2 nætur á
Forte Posthouse Kensington (í okt.)
á mann í tvíbýli í 2 nætur á
Forte Posthouse Kensington (í nóv.-mars)
á mann í tvíbýli í 2 nætur á
Millennium Britannia Mayfair (okt.-mars)
Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða
eða Fjarsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100
(svarað mánud. - föstud. kl. 8-20,
laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum
frá kl. 10 - 16.)
* Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar.
London
Þessi tilboð
eru í gildi frá I. okt
til 31. mars.
París
frá 41.675 kr.* á mann í tvíbýli í 3 nætur á Home Plazza Basstille (í okt.)
frá 37.805 kr.* á mann í tvíbýli í 3 nætur á Home Plazza Basstille (í nóv.-mars)
Glasgow
frá 28.875 kr.* á mann í tvíbýli í 2 nætur á Forte Posthouse Glasgow (okt.-mars)
Wlesbaden
frá 36.255 kr.* á mann í tvíbýli í 3 nætur á Hotel Ibis Wiesbaden (okt.-mars)
Halifax
frá 36.225 kr * á mann í tvíbýli í 4 nætur á The Lord Nelson Hotel (okt.-mars)
1
t i lJ
ÍCELANDAIR
www icelandair is