Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 B 15 anda- eins og Trier. Ekki bara vegna þess lækja að hann hristir myndavélina," bætir ín full hann við og hlær, „heldur fær maður hann að sjá nýja liti og ólíkar persónur á )að til tjaldinu. Að mínum dómi eru kvik- i sem myndir orðnar ferlega leiðinlegar. hlær. Það er verið að gera alltof mikið af 'ýska- nákvæmlega sömu myndinni." Er það ástæðan fyrir því að þú i með hefur unnið svona mikið með Coen- er og bræðrum? nynd- „Já, þeir stinga í stúf við aðra, það er að er alltaf eitthvað fyrir augað í mynd- verða um þeirra, eitthvað sem fangar at- rinum hyglina. Þeir kvikmynda á annan nnum hátt og beita öðrum vinnubrögðum. ri líka Það er ekki tilraunakennt en það er á /rópu. skjön.“ ð. Öll Hvernigkynntistþúþeim? , með „Ég setti mig í samband við Joel bak- Coen til að hrósa honum fyrir Blood r eru Simple. Nokkru síðar fékk ég símtal afnvel frá umboðsmanni mínum sem sagði nvarp mér að þeir væru að bjóða mér hlut- st við verk í einni af myndum sínum. Þá ér að var ég fastráðinn við þjóðleikhúsið í rædd- Svíþjóð. Ég talaði við leikhússtjór- i.“ ann og spurði hvort ég gæti fengið kkir á nokkurra vikna leyfi, til þess þurfti :r svo ekki að koma fyrr en nokkrum mán- innum uðum síðar, til að leika í myndinni. Hann meinaði mér um það!“ Storm- are lítur á blaðamennina, hristir höf- uðið hneykslaður og hlær: „Ég hváði og endurtók að ég væri að fara að . vinna fyrir Coen-bræður. Halló!? En honum var alveg sama. Ég átti bara að halda áfram í leiksýningunni. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að ég hætti hjá þjóðleikhúsinu, mað- ur er fastur þar og kemst hvergi. Ég fékk tilboð um að hitta Wim Wend- ers hálfu ári síðar; útsendarar hans höfðu séð mig á leiksviði og vildu fá mig í eina af myndum hans. Þá end- urtók sama sagan sig. Ég gerði það því upp við mig að ég gæti ekki verið innilokaður í Þjóðleikhúsinu, jafnvel þótt það væri góður staður, því hlut- verk í myndum Wenders og Coen- bræðra væru ekki á hverju strái.“ Hvaða áhrifhafði velgengni Fargo á leikferil þinn? „Hún opnaði íyrir mér margar dyr, aðallega í völundarhúsi kvik- myndanna, því mér fóru að berast mun fleiri tilboð um hlutverk. Coen- bræður njóta mikillar virðingar um heim allan. Það missa engir fram- leiðendur af myndum þeirra og það ríður baggamuninn. Eftir sem áður hefði ég líklega snúið mér að kvik- myndum en Ingmar Bergman og síðar Coen-bræður gerðu mér auð- veldara fyrir.“ Svo lékst þú ísænsku hasarmynd- inni Hamilton sem var frumsýnd ár- ið 1998. Hvernig var að leika í hasar- mynd frá Norðurlöndunum? „Ég hef séð hana og mér fannst margt jákvætt við hana. Þetta er stór mynd frá litlu landi. Ég veit að hún hefur notið vinsælda i Evrópu, og raunar líka í Japan, en hún átti aldrei möguleika í Bandaríkjunum, þar horfa menn ekki á útlenskar myndir. Það var gaman að geta sýnt nýja hlið á kalda stríðinu þar sem Bandaríkjamenn eru skúrkamir." Geturðu hugsað þér að vinna aftur með Lars Von Trier? „Ég held að allir sem hafa unnið með Lars myndu grípa það tækifæri fegins hendi. Það er einstök reynsla og endumærandi fyrir leikara. Það er eins og atvinnumaður í knatt- spyrnu fái tilboð um að leika með bestu knattspymumönnum í heimi, en í því felist að leikurinn fari fram á ströndinni, að enginn sé í skóm og að tilgangurinn sé að fá sem mesta ánægju út úr íþróttinni. Eftir að flautað er til leiks skemmtir hann sér konunglega, er síhlæjandi, leikurinn fer vel fram, og svo þegar ævintýrið er úti snýr hann sér aftur að alvöru lífsins." Er þá ekkert hæft í því að hann gangi stundum fram af leikurum ? „Nei,“ segir Stormare og hristir höfuðið vantrúaður. „Hvort sem hann vinnur með áhuga- eða at- vinnuleikurum vill hann bara, eins og flestir leikstjórar, draga úr gervi- mennsku og forðast að leikarar séu tilgerðarlegir. Hann vill ná fram sönnum tilfmningum og síðan notar hann þær sem efnivið í ævintýrin sín.“ aki igin skreytingu - Þú notar hann á ótal vegu. möguleikarnir eru ótæmandi. - Árnaðaróskum - Jólaskrauti - Skilaboðum - Þakklæti - Veisluboði - Matseðli LáttU hugarflugið njóta sín! Salt og pipar eða öskubakkar Lítill kertastjaki eða fallegur blómavasi KRISTALL Kringlunni - Faxafeni Engin hindrun Guðrún Arnardóttir komst hindrunarlaust á Ólympíuleikana. Við styðjum hana til góðs árangurs. SPARISJOÐURINN -fyrirþigogþína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.