Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
MATARLIST// Jvar er sólin ?
Með sól í sinni
HAUSTIÐ er nú gengið í garð og sumarið hefur kvatt enn einu sinni. Flestir
íslendingar kveðja sumarið með talsverðri eftirsjá og um þá tilfmningu vitna
margir sönglagatextar, t.d. eftirfarandi lína úr laginu Söknuður, sem Vil-
hjálmur Vilhjálmsson söng svo fallega: „Ég hai-ma það, en samt ég verð að
segja, að sumarið líður allt of fljótt.“
Það er ekkert skrýtið að menn sjái
eftir sumrinu, sérstaklega þeg-
ar það hefur verið eins gott og hlýtt
________ og það sem nú hef-
ur runnið sitt skeið.
íslensku sumrin
eru stutt, en þau
eru óviðjafnanleg
og maður nýtur
þeirra einmitt þess
vegna út í yztu æs-
eftir Álfheiði Hönnu ar, vegna þess mað-
Friðriksdóttur ur veit að senn er
það á enda. Margir fá seint nóg af
sólinni og sækja á sólarstrendur eftir
meiri birtu og yl en okkar ástkæra yl-
hýra getur boðið upp á jafn vel við
„bestu“ aðstæður. Þetta er mjög
skiljanlegt af mörgum ástæðum.
Hiti, sól og raki fara mjög vel í vöðva
og því er gott fyrir þá sem þjást af
gigt að dvelja í heitara loftslagi en því
sem hér ríkir. Eins er maður gjarnan
sáttari við kuidann og nepjuna eftir
að hafa fengið almennilega „upphit-
un“ áður. Öll meiriháttar átök krefj-
ast upphitunar og stundum er ís-
lenska sumarið e.t.v. ekki nægileg
upphitun fyrir baslið í vetrarhörk-
unni. í sólríkum löndum er verðlagið
á hinum ýmsu vörum oft margfalt
lægra en hér tíðkast og þ.á m. hinna
c-vítamínríku ávaxta. Við þörfnumst
þeirra hins vegar í raun meira hér á
landi í sólarleysinu og í raun væri
„rökréttara" a.m.k. út frá næringar-
fræðilegu sjónarmiði að verðlaginu
væri öfugt farið, eða að við sætum í
það minnsta við sama borð og flestar
aðrar þjóðir. Ég ætla þó ekki að fara
að tuða mikið um verðlag þótt mér
ofbjóði gersamlega og verði þung-
lynd oft á tíðum þegar mér verður lit-
ið á kílóverð á jafn hversdagslegum
afurðum og t.d. ýsu, rófum og tómöt-
um. Þar sem ég bjó í Brussel í einn
vetur get ég ekki stillt mig um að
hrósa Belgum fyrir verðlag.
Fólk lætur ekki bjóða sér hvað
sem er í því landi, það sýnir aðhald.
Það sýna t.d. skýrt mótmælaaðgerðir
undanfarið gegn hækkuðu olíuverði
sem og í Frakklandi og víðar í
Evrópu. Það birtist einnig saman-
burðarkönnun í sjónvarpsfréttum nú
ekki alls fyrir löngu þar sem teknar
höfðu verið sömu vörutegundir í stór-
mörkuðum í ýmsum löndum, þ.á m.
íslandi og Belgíu og belgísku vörurn-
ar voru hvorki meira né minna en
helmingi ódýrari í heildina. Oft eru
þær meira en helmingi ódýrari, t.d.
man ég eftir osti sem ég keypti oft og
nú er farinn að fást í ónefndri verslun
hér á landi. Úti kostaði hann um 80
kr., en hér kostar hann 300 kr. Pottur
með ferskum kryddjurtum kostar
um 70 kr. úti en um 300 kr. hér. Það
er ekkert skrýtið að maður verði
svona léttpirraður stundum á
ástandinu. En vöruverð stjórnast af
mörgum þáttum, sem ég ætla nú ekki
að fara út í hér, en ég vona að sem
flestir hafi lesið frábæra grein í
Morgunblaðinu sunnudaginn 17.
september sem nefndist „I viðjum
vanans" og fjallar m.a. um sinnuleysi
íslendinga gagnvart hækkunum á
neysluvörum.
Aftur að sólinni. Hvað getum við
gert til að gera líf okkar „sólríkara"
yfir vetrarmánuðina? Eins og ég
sagði áðan er c-vítamín okkur afar
nauðsynlegt í myrkrinu og kuldanum
og það fáum við t.d. úr grænmeti og
ávöxtum. Yfir vetramánuðina er því
mjög mikilvægt að borða nóg af slíku
hráefni. Vín hefur gjarnan verið
nefnt „sól á flöskum" og þá á ég við
borðvín. Að mínu mati hefur það góð
áhrif á sál og líkama að fá sér eitt
vínglas af góðu rauðvíni með matn-
um, þetta styðja hinar miklu rauð-
vínsrannsóknir sem gerða hafa verið
undanfarið, sem sýna óyggjandi fram
á góð áhrif tannins í rauðvíni á
hjarta- og æðakerfið. Hreyfing er
náttúrlega lífsnauðsynleg á hvaða
árstíma sem er og vatnsdrykkja létt-
ir lund og eykur þrótt. Útivera er
hressandi í nánast hvaða veðri sem
er og hlýju má finna í sundstöðum
bæjarins þótt 10 vindstig séu.
Uppskriftin er að sólríkri súpu, við
skulum láta ódýrri liggja milli hluta.
Uppskrift fyrir 4
4 bollar qldinkjöt úr canalaoupe-
melónu
_________1 msk. sítrónusafi_____
% bolli hrein jógúrt
___________1 Isk, hunang________
2 msk. rifin engiferrót
nokkur fersk myntulouf (mó sleppa)
Blandið saman í matvinnsluvél
melónum og sítrónusafa. Hellið í
stóra skál og blandið jógúrt og hun-
angi saman við. Kreistið safann úr
engiferrótinni í gegnum fínt sigti eða
klút út í súpuna. Kælið. Hrærið í súp-
unni áður en henni er hellt í fjórar
skálar. Skreytið með ferskri myntu.
í tilefni
alþjóðiega hjartadagsins
sem er í dag vilja Landssamtök
hjartasjúklinga minna á tilvist sfna,
en innan þeirra vébanda eru um
3.400 félagsmenn.
Eigum til ókeypis dreifingar ágæta
bæklinga, t.a.m. bæklinginn
„Eru ljón í veginum"
sem fjallar um gildi hreyfingar fyrir
hjarta- og æðakerfið. Ennfremur
minnum við á minningarsjóð okkar.
Eigum saman góðan hjartadag.
I
! LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA
Landsamtök hjartasjúklinga eru opin öllum.
Hægt er að skrá sig í samtökin alla virka daga milli kl. 9 og 17.
Aðalskrifstofan ertil húsa að Suðurgötu 10, 101 Reykjavík.
Símar 552 5744 og 562 5744. Netfang hjarta@sibs.is
TJEKNE/Terðurýaó hagkvæmt og umhverfisvœnt?
Risastjörnukíkir í Suður-Evrópu.
Að rœkta plast
NÚ kunna menn að reka upp stór augu er þeir sjá fyrirsögnina. En hún er
rétt. Aðeins er það spurning hvað beint það verður gert. Mönnum verður svo
við að þeir hugsa sem svo að líffræðilegri tækni séu engin takmörk sett leng-
ur. Þetta er að verða gerlegt, alveg beinlínis, þannig að plast myndist í rækt-
aðri jurt, svo sem korntegund, eða miður beint, þannig að bakteríur verði
látnar ummjmda næringarefni sem plantan hefur myndað, svo sem sykur.
En bakterían með vísindaheitinu ralstonia eutropha breytir plöntusykri
beint í plastefni. Það fer eftir hagkvæmninni hvor leiðin verður valin og tím-
inn leiðir það í ljós. Sem stendur eru ýmsir erfiðleikar á ferlinu, ekld grund-
vallarlega séð heldur af því að ýmis stig þess krefjast of mikillar orku, meiri
en þeirrar sem fer til þess að framleiða plast úr olíu og öðrum lífrænum efn-
um samkvæmt hinni hefðbundnu leið.
Hugsum okkur akur hveitis eða
maís. Sé t.d. um hveiti að ræða
slær kornbóndinn það og þreskir á
venjulegan hátt,
hirðir sitt venju-
lega kom með svip-
aðri, eða e.t.v. ein-
hveiju minni,
hveitiuppskeru en
fyrir daga plastsins
en nógri til þess að
það borgar sig að
láta plöntuna skila
af sér bæði plasti úr hálminum og
korni úr axinu á hefðbundinn veg.
Einkum eru það bandarísku fyrir-
tækin Cargill og Dow Chemical sem
hafa fengist við rannsóknir þessa
ferlis. En einnig er um að ræða
nokkur önnur. Það er sem stendur
verið að byggja tilraunaverksmiðju í
komræktarríkinu Nebraska. En
Cargill og Dow Chemical eru alls
ekki ein um þetta heldur hafa unnið
hvað lengst að tækninni og eiga e.t.v.
skemmst í land. Vitaskuld er ekki
mikið látið uppi þar eð margt úr ferl-
inu á að varðveita sem framleiðslu-
leyndarmál. Erfiðleikarnir em ekki
yfirstignir sem stendur og líklega
nokkuð í að svo sé. Umhverfisávinn-
ingur tengdur vinnsluferlinu er lítill,
sé svo að orkan til framleiðslunnar
sé enn meiri en við hefðbundna
plastframleiðslu úr olíu og jafnvel er
svo að olía fer í sjálft vinnsluferlið.
Þeirri olíu er hins vegar ekki brennt
svo að hún veldur ekki gróðurhúsa-
áhrifum og svo er annað og meira
sem gerir þessa framleiðslu eftir-
sóknarverða séð frá umhverfissjón-
armiði. Það er að plastefni framleidd
með „grasafræðilegu aðferðinni"
brotna miklu auðveldar niður en hin
vanalegu plastefni. Og sífellt er verið
áð vinna að orkumálinu í framleiðslu-
ferlinu. Helst er fyrisjáanlegt að það
verði yfirstigið með því að nota líf-
fræðilega orku, e.t.v. einmitt hins
rotnandi hálms, þess hluta hans sem
ummyndast ekki í plastefni. Eða sé
hálmur úr kornræktinni einfaldlega
brenndur til orkugjafar, eykur hann
ekki við gróðurhúsaáhrifin af þeirri
einföldu ástæðu að árið eftir yrði
sama magn ræktað á ökmnum og að-
eins yrði lítil árssveifla koltvíildis-
magns af þessum sökum. En ekki
yrði aukning í lengdina. Og talsmenn
Cargill og Dow halda fram að orku-
þörfin til framleiðslunnar fari ört
minnkandi. Ekki ætti að vera langt
fram til þess að fyrsta svokallaða
„græna“ plastið verði á markaðnum,
einkum í formi umbúða. En plast nú
á dögum er notað í umbúðir meira en
nokkur annað.
Það plast þessarar gerðar sem er
þegar komið á markað krefst minni
steinolíu í framleiðslu en venjulegt
plast en krefst hins vegar meiri orku.
Verið er að vinna að þeirri lausn sem
reynist einföld og reynist ekki meng-
andi eins og segir hér að framan, að
brenna þeim öðrum jurtahlutum
sem verða til við framleiðsluna. Og
það veldur sem sé augljóslega ekki
koltvíildismengun í lengdina.
eftir Egil
Egilsson