Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ættfræði er snemma
getiö í bókmenntum okk-
ar íslendinga, því í fyrstu
málfræðiritgeró Snorra-
Eddu, sem talin erfrá
miðri 12. öld, er hún
nefnd meöal þess sem
þá hefurveriö ritaó á ís-
lensku. Ásíóari árum
hefur þessi áhugi fariö
vaxandi ogfáir munu
þeirvera, sem ekki vita
eitthvaó um forfeöur
sína og -mæóur. Sigurð-
ur Ægisson heimsótti
ættfræóing á dögunum
til þess að forvitnast um
hvernig málin stæðu um
þessarmundir, ekki
hvað síst með tilkomu
erföarannsóknafyrir-
tækja hér á landi í huga,
en þau hafa sem kunn-
ugt er tekið ættfræðina í
þjónustu sína.
Morgunblaöið/Þorkell
í salarkynnum ORG. Frá vinstri: Oddur Helgason ættfrædingur, Böövar Bragason. lögreglustjóri og stjórnarmaóur í ORG, Kristján Skúli Sigur-
geirsson. lögfræöingur og stjórnarmaöur í ORG. Torfi Jónsson, ættfræðingur og samstarfsmaóur Odds, og Baldur Jónsson íslenskufræóingur.
„Við þurfum enga ættfræði-
kvótakónga á íslandi“
RG-ættfræðiþjón-
usta ehf. er til
húsa á Hjarðar-
haga 26 í Reykja-
vík. Hún er ís-
lenskt fyrirtæki
sem sérhæfir sig í
ættrakningum og
söfnun allra þeirra ættfræðigagna
sem íslendinga varðar og þar með
eru talin gögn um Vestur-íslend-
inga. Fyrirtækið í núverandi mynd
var stofnað fyrir næstum tveimur
árum. Framkvæmdastjóri og aðal-
eigandi ORG-ættfræðiþjónustunnar
er Oddur Helgason ættfræðingur
og fyi-rverandi sjómaður. Hann er
gjaman kallaður „Oddur speking-
ur“ og hefur lengi fengist við ætt-
fræði.
„Jú, það er alveg rétt. Ég var al-
inn upp hjá afa og ömmu, því faðir
minn fórst þegar ég var bam að
aldri,“ segir Oddur. „Þegar ókunn-
ugt fólk kom í heimsókn var ævin-
lega fyrsta spumingin: „Hvema
manna ertu?“ Og vegna þess að ég
hef gott minni fór ég að safna þessu
í kollinn og þar hefur það verið síð-
an og við þessar upplýsingar bæst
smátt og smátt.“
Ættvísi nauðsynleg
fyrrum
Oddur fær sér í nefið og heldur
svo áfram:
„Það verða allir ættfræðingar ein-
hvem tímann á ævinni. Ég sá menn
í sjónvarpinu um daginn. Þeir vom
spurðir að því af hverju ættfræði-
áhugi íslendinga stafaði. Sjálfur
hafði ég velt þessari spurningu fyrir
mér löngu áður, en áttaði mig ekki á
svarinu fyrr en ég fór í gamni mínu
að lesa Grágás, elstu lögbók íslend-
inga. I raun og veru urðu menn á
þeim tíma að vita eitthvað um ætt-
vísi, því að ef menn skoða Grágás og
lesa hana kemur í Ijós, að þetta er
með elstu félagsmálapökkum sem
skráðir eru. Menn höfðu fram-
færsluskyldu í 5. lið. Og í Vígslóða
er talað um vígsbætur í 5. lið. Og
hvað snerti erfðamál þurftu menn
að vita um ættir sfnar. Allt ber
þetta því að sama brunni."
Oddur segir að það hafi löngum
verið áhugaefni og kappsmál ORG-
ættfræðiþjónustunnar að koma á
tölvutækt form öllum þeim ættar-
fróðleik sem mögulegt er að nálgast
og gera þannig sem flestum kleift
að fá fróðleik um ættir sínar, svo og
tengsl sín innbyrðis.
„Hingað kemur mikið af fólki til
að aðstoða okkur við söfiiun upp-
lýsinga og gagna og að auki eru fjöl-
margir sem senda okkur slíkt. Við
höfum ekki milljónir á bak við okk-
ur, eins og sumir, en hér inni er að
finna margt sem hvergi er til ann-
arsstaðar, s.s. handrit víða að á
landinu, sem við höfum fengið send.
Það kemur næstum eitthvað hingað
hvem einasta dag. Ómetanleg hjálp
þessa fólks hefur gert safn ORG að
einu yfirgripsmesta ættfræðisafni
landsins.“
Þór Magnússon, fyrrverandi
þjóðminjavörður og einn af sam-
starfsmönnum Odds, segir ættfræð-
inga vera hógværasta og kröfu-
minnsta fólk sem þekkist. Það taki
við því sem að því sé rétt, heimti
ekkert og vinni störf sín í þögn.
Veigamikil heimildagögn, s.s. prent-
aðar bækur um ættfræði, ævisögur
og héraðsrit, vanti mjög í handbóka-
söfn opinberra safna, og því sé ætt-
fræðibókasafn ORG ákaflega mikil-
vægt.
Menntahroki, sjálfselska
og græðgi
Oddur bendir á, að allir sem sendi
fyrirtækinu gögn séu í raun og veru
að vinna saman að ættfræðinni.
„Það sem er að eyðileggja ís-
lenska ættfræði í dag er mennta-
hroki,' sjálfselska og græðgi, því það
er auðséð á öllu að menn hafa pass-
að sig á því að fara ekki í hinn sanna
ættfræðigeira, heldur sniðganga
hann alveg en hirða þó öll gögn frá
honum. Málið er, að það verður að
gera þetta vel, það má ekkert
klikka. Það verður að fá hæfasta
fólkið til að vinna að þessu, og það
er þjóðin sjálf. Það verður m.ö.o. að
vinna þetta með fólkinu í landinu og
fyrir fólkið í landinu, eins og ég hef
sagt áður í blaðaviðtölum. Menn
verða að átta sig á því, að þetta
snýst ekki um Friðrik Skúlason,
mig eða Þorstein Jónsson. Þetta
snýst um ættfræði."
Tveir ættfræðigrunnar
„Og annað er svo hitt,“ heldur
Oddur áfram, „að það verða að vera
tveir ættfræðigrunnar í landinu,
annar erfðafræðilegur og hinn sagn-
fræðilegur. Munurinn á þeim er sá,
að í þeim erfðafræðilega kemur inn
allur blóðskyldleiki en í hinum sagn-
fræðilega koma kjörböm á kjörfor-
eldra, sem er hin lagalega hlið. Ég
er alveg stórefins um það, að erfða-
fræðilegi grunnurinn ætti að fara á
Netið. Fólk á ekkert að hafa aðgang
Morgunblaðið/Jim Smart
Atli „rauði“ Úlfsson (870)
Jörundur Atlason (905)
Otkatla Jörundardóttir (945)
Jörundur Þornilsson (980)
Snorri Jörundarson (1012)
Gils Snorrason (1045)
Þórður Gilsson (1075)
Sturla Þórðarson (1115)
Sighvatur Sturlason (1170)
Steinvör Sighvatsdóttir (1210)
Sturla Hálfdanarson (1245)
Arnfinnur Sturluson (1265)
Eyjólfur Arnfinnsson (1290)
Þorsteinn Eyjoifsson (1320)
Solveig Þorsteínsdóttir (1350)
Kristín Björnsdóttir (1374)
Björn „ríki“ Þorleifsson (1408)
Þóra Björnsdóttir (1430)
Helga Guðnadóttir (1470)
Ingibjörg „yngri“ Torfadóttir (1500)
Ólafur Brandsson (1530)
Sesselja Ólafsdóttir (1560)
Guðrún Hannesdóttir (1580)
Jórunn Guðmundsdóttir (1600)
Solveig Vigfusdóttir (1640)
Eiríkur Jónsson (1678)
Þuríður Eiríksdóttir (1727)
Guðlaug Jónsson (1757)
Ólöf Guðlaugsdóttir (1793)
Sigríður Pétursdóttir (1830)
Elín Sigurðardóttir (1865)
Guðfinna Jónsdóttir (1902)
Jóna Guðrún Ólafsdóttir (1927)
Gunnar Marel Eggertsson (1954)
Jörundur Úlfsson (900)
Þjóðhildur Jörundsdóttir (945)
Leifur „heppni' Eiríksson (968)
Hér má sjá dæmi um ættrakningu hjá
ORG. Rakinn er skyldleiki Gunnars
Marels Eggertssonar, byggjanda,
eiganda og skipstjóra víkinga-
skipsins íslendings, við Leif Eiriksson
heppna. í þýska tímaritinu Der
Spiegel var Gunnar Marel sagður 28.
liður frá Leifi, en það mun vera rangt.
Ekki er vitað til að Leifur hafi átt aðra
afkomendur en tvo syni, sem engar
frekari heimildir eru til um.
Úlfur „skjálgi" Högnason (845)