Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 B 7 Tig'narlegnr kvenfuglinn virðir fyrir sér umhverfíð af setusteini. Vængirnir þjálfaðir fyrir flugtökin. slóða á enda og gekk síðasta spölinn. Löngu áður en ég sá fuglana þá vissu þeir af mér og voru byrjaðir að hringsóla yfir mér. Ég gekk inn í lítið gil. í enda þess voru háir klettar, í annarri hh'ðinni grasbrekka en í hinni hh'ðinni voru fleiri klettar og þar var hreiðrið. Óblíðar móttökur Fuglarnir voru ekki sáttir við nærveru mfna, görguðu á mig og kvenfuglinn, sem var ívið stærri en karlinn, hóf loftárásir. Hiin steypti sér að mér á ógnarhraða, ósjálfráð viðbrögð mín voru að beygja mig snögglega og ég heyrði háværan vængjaþyt rétt yfir höfðinu. Það var ekki laust við að hrollur færi um mig við þessar aðfarir því Ólafur hafði sagt mér að fálkinn gæti gefið þungt högg með fótunum. Eftir því sem ég nálgaðist urðu árásirnar ágengilegri og fleiri. Ungarnir bættust líka í gargkórinn en endanlega settist kerlingin rétt við hreiðrið og brjóst hcnnar bærðist ört enda voru árásirnar kröftugar þótt þær hefðu ekki borið þann tilskilda árangur að hræða burt boðflennuna. Þetta voru lágir klettar og hreiðrið var í efstu syllunni. Ungarnir voru fjórir, tveir f hreiðrinu en tveir á klettabrún fyrir ofan það. Þeir voru stálpaðir en þó ekki orðnir fleygir og því virtust þeir geta klöngrast úr hreiðrinu og upp á efstu klettana. Hvergi var hægt að staðsetja sig með góðu móti í klettunum sjálfum og því gekk ég upp á gilbarminn og skoðaði aðstæður fyrir ofan hreiðrið. Þarna var töluvert af fæðuleifum og því ljóst að ungarnir mötuðust þar. Þetta var eini staðurinn þar sem ég gat komið fyrir felutjaldi með góðu móti og ég gekk aftur að bílnum til að sækja búnaðinn. í návígi við fálka Þegar ég sneri við byrjuðu lætin aftur. Ungarnir görguðu og Vængjaæfingar voru stundaðar af kappi. Ungarnir fylgjast með móður sinni fljúga framhjá. kerlingin tók upp loftárásirnar en karlinn gerði þó ekkert annað en að sveima yfir. Ég var fljótur að setja upp tjaldið og koma mér fyrir. Stuttu eftir að ég var kominn inn í tjaldið féll allt í dúnalogn. Ég hafði útsýni yflr í klettanna við enda gilsins og þar sátu nú fullorðnu fuglarnir. Ungarnir voru hins vegar allir komnir niður í hreiðrið og því sá ég ekkert til þeirra. Það var byrjað að kvölda og ekkert annað að gera en bíða eftir að eitthvað gerðist. Ekki leið á löngu þar til einn unginn birtist aftur uppi á klettabrúninni. Stuttu seinna voru þeir orðnir tveir og síðan þrír. Þeir sátu þar og snyrtu fjaðrirnar, rifu burt lausan dún sem var að mestu farinn af þeim. Ungarnir virtust svangir þar sem þeir nörtuðu í fæðuleifar sem lágu í kring þó ekkert væri af þeim að hafa. Mér varð litið yfír á setustaði foreldranna og þau voru horfín. I þann mund byrjuðu ungarnir allt í einu að garga og litu allir upp. Þar var móðir þeirra komin. Hún flaug nokkrum sinnum fram hjá og þeir görguðu á hana í hvert skipti, sennilega til að heimta eitthvað að éta. Endanlega birtist hún sfðan með bráð í klónum, lenti rétt hjá þeim og þá varð allt vitlaust. Þeir stukku með látum að henni sem varð til þess að hún tók á loft, enn þá með bráðina í klónum. Þetta endurtók sig stuttu seinna og það var ekki fyrr en í þriðja skipti sem hún loksins sleppti bráðinni og ungarnir byrjuðu að matast. Þeir gerðu það þó í rólegheitum og eftir goggunarröð náttúrunnar. Stærsti og elsti unginn át fyrst og síðan þeir minni og engar deilur urðu um ætið enda nóg fyrir alla. Síðan hurfu þeir aftur niður í hreiðrið einn af öðrum og ég yfírgaf felutjaldið og færði mig í náttstað. Ungarnir merktir Daginn eftir fylgdist ég með úr tjaldinu. Ólafur Nielsen var búinn að merkja alla ungana með málmhringjum en fullorðnu fuglarnir voru báðir ómerktir. Foreldrarnir sátu að mestu á setustöðum í töluverðri fjarlægð eða voru ekki sjáanlegir. Karlfuglinn veiddi og færði kerlingunni bráðina og hún ferjaði hana áfram til unganna. Þeir átu, snyrtu sig og æfðu flugtökin með því að blaka breiðum vængjunum. Seinna um daginn versnaði veðrið það mikið að ég ákvað best að yfírgefa svæðið og koma mér í hús. En ég var ákveðinn í að ná myndum af kvenfuglinum og til þess þurfti ég að snúa aftur. Þó ekki liðu nema nokkrir dagar á milli heimsókna þá voru aðstæður gjörbreyttar þegar ég kom aftur. Ungarnir voru orðnir fleygir og héldu sig víðs vegar um gilið. Ég setti felutjaldið upp við uppáhaldssetustein kerlingar- innar en meðan það var þar þá settist hún ekki aftur á steininn, jafnvel þótt ég væri sjálfur víðs fjarri. Ég gafst því upp á tjaldinu og settist niður fyrir ofan hreiðrið. Hápunktur vikunnar Þetta var þungskýjaður dagur og ég var búinn að gefa upp alla von um að ná fleiri myndum en það var eitthvað sem sagði mér að sitja áfram og því sá ég ekki eftir. Um tveimur tímum seinna birtist kvenfuglinn og settist á klcttabrúnina rétt fyrir framan mig. Nánast um leið og hún tyllti sér niður braust sólin fram úr skýjunum og hún var böðuð í geislum hennar. Með hægum og yfirveguðum hreyfingum en örum hjartslætti setti ég upp þrífótinn og festi linsuna við hann. Fuglinn var tignarlegur og glæsilegur og sat sem fastast meðan ég myndaði hann. Þetta var fullkomið augnablik. Þolinmæðin hafði loksins skilað sér og þessar tvær mfnútur sem hún sat þarna voru hápunktur vikunnar sem ég dvaldi við fálkahreiðrið. Verkinu var lokið, ég pakkaði saman og meðan ég gekk að bílnum steypti kerlingin sér enn að mér eins og rétt til að minna mig á að ég var x' raun aldrei velkominn. Höfundur er Ijósmyndari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.