Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Viljum ékki
þessala
‘”'r’
Fréttir um arðsemi og uppgang í fiskeldi
hafa verið áberandi hér á landi síðustu
misseri rétt eins og stöðug varnaðarorð
stangaveiðimanna sem óttast sambýlið við
eldisstöðvar og erlenda eldislaxastofna.
V eiðiréttar eigendur hugsa einnig sitt og
% Guðmundur Guðjónsson ræddi nýverið
við Oðinn Sigþórsson formann Lands-
sambands veiðifélaga.
OLLUM má ljóst vera að
mikil „pólitík“ er í deil-
unni um fiskeldið, svo
hatrammlega takast
menn á í ljósvakamiðl-
um og á prenti. Fiskeldismenn gera
lítið úr hættunni sem stangaveiði-
Anenn og veiðiréttareigendur telja
að stafi af eldinu og vísa á reynslu
manna í nágrannalöndum á borð við
Noreg og Skotland. Það er mikið
flug á fiskeldismönnum, þeir gefa
ekki eftir og það mætast stálin stinn
þegar menn fara með röksemdar-
þulur sínar.
Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi er
formaður Landssambands veiðifé-
laga. Hann er fyrrum netabóndi og
einn af þeim stærstu á Hvítársvæð-
inu í Borgarfirði. Nú hefur hann
snúið blaðinu við. Eftir að hafa verið
í forystusveit þeirra bænda sem
náðu meirihluta um að hætta neta-
veiði gegn greiðslum, reyndi hann
fyrir sér í hafbeit um tíma en er nú
•^prðinn formaður LV eins og fyrr
segir. Hann segir að veiðiréttareig-
endur hafi fylgst grannt með um-
ræðunni , enda séu gífurlegir hags-
munir í húfi. Hann sagði menn hafa
ályktað á aðalfundum, en nú hafi at-
vik hagað því þannig að LV ætlar að
láta verulega til sín taka.
Ekki umhverfismat
Það sem hreyft hefur við veiði;
réttareigendum er aðallega tvennt. I
fyrsta lagi leyfisveiting landbúnað-
arráðherra fyrir kvíaeldi við Voga-
stapa og ákvörðun Skipulagsstofn-
unar um að áformað kvíaeldi í
Mjóafirði þurfi ekki að gangast und-
ir lögformlegt umhverfismat. Ótti
. veiðiréttareigenda og veiðimanna
snýst um nokkra þætti. Menn óttast
að sá fjöldi eldislaxa, sem sleppa úr
kvíum, geti erfðamengað villta
stofna og það sé aldrei meiri hætta á
því heldur en einmitt nú þar sem um
er að ræða norska eldisstofna sem
eru afar erfðafræðilega frábrugðnir
íslenskum stofnum. Menn óttast og
sjúkdómahættu og mögulega of-
fjölgun laxalúsar í tengslum við eld-
ið, en erlendis hefur laxalús strá-
drepið villt gönguseiði. Ótti þessi
byggist á slæmri reynslu nágranna-
_ þjóða á borð við Norðmanna og
•ökota.
Landssamband veiðifélaga hefur
kært ákvörðun Skipulagsstofnunar
til umhverfisráðherra þar sem hún
„er meingölluð", eins og Óðinn
kemst að orði.
Og hann segir enn fremur: For-
saga þessa máls er að 30.júní sl.
þarst Skipulagsstofnun erindi
AGVA ehf. vegna áforma fyrirtækis-
ins um að hefja eldi á norskum laxa-
stofni í Mjóafirði. Um er að ræða
eldi af stærðargráðunni 6-8.000
tonn af laxi á ári. Hér er því um
langstærstu sjókvíaeidisstöð lands-
ins að ræða. í 3. viðauka laganna um
mat á umhverfisáhrifum, l.tl. i.lið,
er kveðið á um athugun á eðli fram-
kvæmdar með tilliti til stærðar og
umfangs. Þessi eldisáform eru um-
fangsmikil í skilningi laganna og
hefðu átt að leiða til ákvörðunar
Skipulagsstofnunar um matsskyldu
framkvæmda. Af þessum sökum og
ekki síst vegna þess nýmælis að
nota erlendan eldisstofn þarf að
taka tillit til lagaákvæða vegna um-
hverfisáhrifa framkvæmdar eldisins
á stofna laxfiska. Hingað til hafa
aldrei verið notaðir erlendir eldis-
stofnar í sjókvíaeldi fyrir opnu hafi
við íslandsstrendur, enda ekki leyfi-
legt að dreifa laxi af norskum upp-
runa í þessu skyni. ísland myndi þar
með skipa sér á bekk með Skotum
og írum, sem einir þeirra nágranna-
þjóða okkar, sem eiga mikla hags-
muni í villtum stofnum laxfiska,
leyfa eldi erlendra stofna í miklum
mæli við strendur sínar.“
Þú segir ákvörðun Skipulags-
stofnunar meingallaða. Á hvaða hátt
er hún það?
„Við afgreiðslu málsins leitaði
Skipulagsstofnun umsagnar og álits
hreppsnefndar Mjóafjarðarhrepps,
Hollustuverndar ríkisins, Náttúru-
verndar ríkisins og Veiðimálastjóra.
I lögum um umhverfismat nr.106/
2000 eru ákvæði um skyldu stofnun-
arinnar til að leita umsagnar og álits
aðila eftir eðli máls hverju sinni. I
þessu tilviki hefði átt að leita álits
veiðifélaga á Austurlandi og sameig-
inlegs málsvara veiðifélaga, Lands-
sambands veiðifélaga. Það var ekki
gert. LV bendir á að veiðiréttareig-
endur eiga mikla hagsmuni í óspillt-
um laxastofnum í ám landsins. Á
grundvelli grenndarréttar, og með
vísan til stjórnsýslulaga, telur LV að
andmælaréttur hafi verið brotinn á
okkur við afgreiðslu Skipulagsstofn-
unar á málinu. Þá var ekki leitað
álits Veiðimálastofnunar, en þar á
bæ er að finna helstu sérfræðinga
landsins varðandi viðgang og varð-
veislu laxa- og silungastofna á Is-
landi.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar er
að mestu byggð á áliti Veiðimála-
stjóra sem kemur fram í bréfi hans
til stofnunarinnar. Þar segir m.a. að
leyfisveitingaferli í fiskeldi sé háð
umsögnum aðila, sem og lagaákvæð-
um, en í þeim, nánar tiltekið í 9.kafla
Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Fyrir liggur umsögn veiðimálanefndar frá 1.
maí sl. í skyldu máli, þegar fyrirtækið Silungur
ehf. sótti um tímabundið leyfi til að ala 400
tonn af norskum laxi í Hvalfirði. í umsögn sinni
telur veiðimálanefnd m.a. algjöra forsendu fyr-
ir slíkri tilraun, að á undan fari ítarlegt um-
hverfismat.
62.gr. l.mgr. er kveðið á um að til
fiskeldis þurfi leyfi Veiðimálastjóra
að fenginni umsögn veiðimálanefnd-
ar. Ekki eru fyrirmæli í lögunum að
Veiðimálastjóri leiti hliðstæðrar um-
sagnar hjá fleiri aðilum. Fyrir liggur
umsögn veiðimálanefndar frá 1. maí
sl. í skyldu máli, þegar fyrirtækið
Silungur ehf. sótti um tímabundið
leyfi til að ala 400 tonn af norskum
laxi í Hvalfirði. í umsögn sinni telur
veiðimálanefnd m.a. algjöra for-
sendu fyrir slíkri tilraun, að á undan
fari ítarlegt umhverfismat. Því er
Ijóst að í áliti Veiðimálastjóra til
Skipulagsstofnunar frá í júlí sl. er
gengið þvert á það sem veiðimála-
nefnd hefur ályktað í hliðstæðu máli,
sem er þó miklu minna í sniðum en
hér um ræðir. Það veikir óhjá-
kvæmilega álit og rökstuðning
Veiðimálastjóra í máli þessu þegar
lögmæltur umsagnaraðili um starfs-
leyfi til sjókvíaeldis hefur tjáð sig
um slíkt eldi á norskum laxi við Is-
land með þessum hætti. LV leggur
þunga áherslu á umsögn Veiðimála-
nefndar í hinu hliðstæða máli. Þá
hefur stjórn LV óskað eindregið eft-
ir því í bréfi til landbúnaðarráðherra
að ekki verði gefin út fleiri starfseyfi
til sjókvíaeldis á norskum laxi án
þess að áður fari fram ítarlegt mat á
umhverfisáhrifum þess.
Norskar rannsóknir hafa sýnt að
2 til 5% eldislaxa sleppa úr kvíum og
kvíalaxar eru nú um fjórðungur
veiddra laxa í norskum ám sam-
kvæmt skýrslu sem Alþjóðahafrann-
sóknarráðið hefur gefið út. Þetta er
gífurlegur fjöldi laxa og tilvist
þeirra setur villta stofna í útrýming-
arhættu.
í öðrum löndum, t.d. Skotlandi, er
það sama uppi á teningunum. Þar er
talið að meira en hálf milljón laxa
sleppi úr kvíum á þessu ári. Stroku-
laxar úr kvíum hafa þegar borið sýk-
ingu í villta stofna laxfiska, s.s. hina
skæðu ISA-veiru sem barst til Fær-
eyja síðasta vetur og olli gífurlegu
tjóni í eldisstöðvum. Engin ástæða
er til að ætla annað en að þessi veira
berist einnig til íslands fyrr eða síð-
ar, verði kvíaeldi tekið upp hér við
land í stórum stíl. Þess er skemmst
að minnast, að kýlaveiki kom upp í
Elliðaánum og laxeldisstöðinni í
Kollafirði fyrir fáum árum, en talið
er að smitið hafi borist með sýktum
löxum sem sloppið höfðu úr kvíum
erlendis. Þegar mikill lífsmassi eld-
isfiska er fyrir hendi í kvíum á sér
óhjákvæmilega stað stigmögnun
veiru og sníkjudýra, oft með ófyrir-
séðum afleiðingum í umhverfinu.
Þá má búast við því að hærra
hlutfall laxa sleppi úr kvíum hér við
land heldur en gengur og gerist í
Noregi og Skotlandi vegna álags á
kvíar með tilliti til veðurlags og sjó-
lags. Fullyrðingar um annað eru
með öllu marklausar. Reynslan sýn-
ir að rammgerðustu kvíar brotna í
vondum veðrum og má benda á í því
sambandi á háhjrrningskvína í Vest-
mannaeyjum, sem hönnuð var af
færustu sérfræðingum til þess að
standast verstu veður á íslandi, en
féll svo á einu af fyrstu prófunum.
Við ákvörðun sína varðandi
Mjóafjarðarmálið og rökstuðning
fyrir henni lítur Skipulagsstofnun
eingöngu til umhverfisáhrifa á eldis-
stað. Stofnunin segii- í bréfinu m.a.
að tekið verði á hugsanlegum áhrif-
um er varða sjúkdóma- og erfða-
mengunarhættu í leyfisveitingum
samkvæmt lögum og reglugerðum,
eins og þar stendur. Það er mat okk-
ar, sem kærum þessa ákvörðun, að
Skipulagsstofnun geti ekki vikið sér
undan að taka á þessum þáttum með
þeim rökum að aðrir muni gera það í
þeirra stað, þar sem lögum og
reglum er mjög ábótavant hvað
varðar flutning og eldi laxa í sjó.
Lagasetningin um mat á umhverfis-
áhrifum er svo nýtilkomin að fram-
kvæmd laga er enn í mótun, þess
vegna erum við hér að tala um mál
með mikið fordæmisgildi. Það liggur
heldur ekkert fyrir hjá Skipulags-
stofnun hverjir þessir aðilar sem
eiga að fjalla um málin eru.
Þá virðist ekkert litið til þeirra
umtalsverðu og óafturkræfu um-