Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 B 11
\
marga nemendur en látum þá ganga
fyrir sem ætla sér að sækja um nám í
leiklistarskóla. Ástæðan fyrir því að
við tökum svo fáa inn er sú að þetta
er einstaklingskennsla fremur en
hópkennsla. Eg trúi ennþá á leikhús-
ið og elska það og hef engan áhuga á
að láta fólk borga fyrir námskeið
sem það fær síðan ekkert út úr.“
Aftur í leikstjórn eftir langt hlé
En hvaða verk ætlarðu að setja
upp á næstunni? „Það er óskaplega
skemmtilegt lítið verk sem sló í gegn
hjá BBC í Englandi. Það hringdu
mörg þúsund manns í útvarpsstöð-
ina til þess að óska eftir endurflutn-
ingi á því og það hefur ekki gerst þar
í mörg ár. Það fjallar um litla stelpu
sem er að deyja úr krabbameini.
Hún er að velta fyi-ir sér lífinu og
dauðanum og er „brjáluð“ í Callas.“
Hvernig er að koma aftur að leik-
stjórninni eftir langt hlé?
„Það er óskaplega gaman. Eg hef
verið frá leikstjórn í þrjú ár fyrir ut-
an eina sýningu sem ég setti upp,
Frú Klein, þegar ég hélt að það væri
hægt að vinna sig út úr sorginni. En
ég komst að raun um að það er ekki
hægt að fara neina bakdyraleið til
þess að vinna sig út úr sorgarferli.
Ég hef alltaf haldið að það væri bara
nóg að vera óhemju duglegur, þá
yrði allt gott.
En það eina sem gerist er að
skrokkurinn gefur sig. Ég var að
telja árin á dögunum og var að vona
að þau væru sjö; þetta væru mögru
árin mín sjö og núna fengi ég sjö feit
ár. En þar sem þau eru ekki nema
sex á ég eitt magurt ár eftir. Þá er
bara að taka því.
Ég hef of margt áhugavert á
prjónunum til þess að gefast upp.
Jón Viðar hefur nýlega þýtt fjögur af
helstu verkum Strindbergs og ég
fékk listamannalaun frá Reykjavík-
urborg í tvo mánuði. Okkur langar til
þess að hafa leiklestur á þremur af
þessum verkum og setja síðan upp
Dauðadansinn. Það hefur komið til
tals að setja það verk upp í samvinnu
við Borgarleikhúsið og leikhússtjór-
inn, Guðjón Pedersen, hefur sýnt því
áhuga. Viðbrögð hans hafa verið það
jákvæð að ég ætla að leyfa mér að
halda í vonina.“
Undarleg úthlutun hjá
Leiklistarráði
„Reyndar sóttum við um framlag
frá Leiklistarráði í fyrra til þess að
vinna að þessum verkefnum en þeim
var hafnað. Það var ekkert klassískt
verk sem fékk náð fyrir augum ráðs-
ins. Það sem mér finnst einkennilegt
er að í þessu ráði sitja tveir leikarar
úr Þjóðleikhúsinu. Mér finnst líka
einkennilegt að öllum elstu og
reyndustu umsækjendunum skyldi
vera hafnað og ég vil að þetta sé end-
urskoðað. Ég held að þetta samrým-
ist ekki samkeppnislögum - eða eru
þau ekki svo móðins í dag?
Ég sat sjálf í þessu ráði í mörg ár
og þá unnum við eftir vissum
reglum.
Ég vildi gjarnan fá að vita eftir
hvaða reglum er unnið í dag - eða
hvort unnið er eftir einhverjum
reglum yfir höfuð. Þama var ég með
frábært leikaralið, nýja, fyndna þýð-
ingu og einstakan höfund sem ein-
mitt átti 150 ára afmæli á þessu ári
og hefur verið skammarlega illa
sinnt hér á landi.“
Þeir sem fylgst hafa með leikhúsi í
áraraðir hafa eflaust tekið eftir því
að Inga hefur ekki látið til sín taka á
seinustu árum. En hvaða þrengingar
voru þetta?
„Fyrir utan að missa húsið mitt,
hestana mína, hundinn minn og kött-
inn missti ég mína bestu vinkonu,
Bríeti Héðinsdóttur, sem ég sakna á
hverjum degi. Tveimur mánuðum
seinna greindist maðurinn minn,
Leifur Þórarinsson, með krabba-
mein og hann er sá maður sem ég hef
elskað mest af öllum í lífinu, bæði
fyrr og síðar. Sex mánuðum seinna
greindist ég sjálf með krabbamein
og þá var farið að plokka hitt og
þetta úr mér. Ég hafði reyndar
sterkan grun um það á tímabili að
einhver væri að safna mér vegna
þess að það var alltaf verið að taka
eitthvað af mér; brjóstið, legið og sjö
tennur. Svo fékk ég óskaplega fínan
sjúkdóm sem heitir trigeminus
nevolgia, eða á íslensku þríbura-
taugaverkur í andliti.
Hann er sem betur fer mjög sjald-
gæfur og kemur í köstum. Honum
fylgja mestu verkir sem læknavís-
indin þekkja. Ég hef brotið í mér
tennur í þessum köstum og það virka
engin verkjalyf á þau, ekki einu sinni
morfín. Það eina sem virkar til þess
að halda köstunum niðri eru floga-
veikilyf og lifnaðarhættir nunnu.
Myndi gefa báða fæturna til
að fá Leif aftur
Ég er viss um að partarnir af mér
eru einhvers staðar í Isskáp úti í bæ
og vildi gjarnan að sá sem er að
safna mér skilaði þeim aftur. Ef
hann hins vegar gæti skilað mér
Leifi aftur myndi ég glöð gefa báða
fæturna fyrir hann.
Ég er búin að hundskamma Guð
„Fyrir utan að missa
húsið mitt, hestana
mlna, hundinn minn
og köttinn missti ég
mína bestu vinkonu,
Bríeti Héðinsdóttur,
sem ég sakna á
hverjum degi. Tveim-
ur mánuðum seinna
greindist maðurinn
minn, Leifur Þórar-
insson, með krabba-
mein og hann er sá
maður sem ég hef
elskað mest af öll-
um í lífinu, bæði fyrr
og síðar. Sex mán-
uðum seinna greind-
ist ég sjálf með
krabbamein og þá
var farið að plokka
hitt og þetta úr
mér.“
„Ég held að þeir sem
komast I gegnum
svona hamfarir verði
sterkari einstakling-
ar á eftir.“
fyrir að taka Leif frá mér á þessum
tíma,“ segir Inga. „Hann átti svo
margt óskrifað. Hann hafði nýlokið
við aðra sinfóníuna sína og náði því
sem betur fer að heyra hana flutta.
Síðan var hann að ljúka við óperu og
var kominn á mjög frjótt stig. Ég
skildi ekkert í Guði að láta mig lufs-
ast hérna áfram en taka Leif og
ræna þjóðina þar með þeim verkum
sem hann átti eftir að skila.“
En það gekk nú á ýmsu í hjóna-
bandi ykkar, ekki satt?
„Jú, jú. Mér fannst Leifur mjög
skemmtilegur og áttatíu prósent af
tímanum vorum við mjög náin og átt-
um svo vel saman. Hin tuttugu pró-
sentin vorum við í heimsstyijöld. En
Leifur hafði ekki einn galla sem ég
hef. Hann var svo sáttfús. Ég var að
horfa á kvikmynd um Picasso um
daginn, þar sem konurnar í lífi hans
sögðu : Það er ekkert líf eftir Pic-
asso. Mér líður þannig. Svona menn
skilja eftir sig svo stór göt. Ég gat
ekki hlustað á músíkina hans í heilt
ár eftir að hann dó.“
Hefur aldrei hvarflað að þér að
gefast einfaldlega upp?
„Mér hefur oft dottið í hug að
segja: Stoppið heiminn, hér fer ég af,
en ég á son sem mér þykir mjög
vænt um og svo er það elsta barna-
barn Leifs, Auður Anna. Ég vil ekki
missa af því að fylgjast með þroska
hennar. Ég á líka mjög mikið af góð-
um vinum sem hafa verið mér mikil
stoð. En það sem hefur hjálpað mér
mest er að ég hef verið að vinna með
ungum stúlkum sem þjást af lystar-
stoli og lotugræðgi. Þetta eru allt
stúlkur sem eru afburðaeinstakling-
ar hver á sínu sviði, ýmist í námi eða
íþróttum - en þær lifa í helvíti.
Þær eru á batavegi og ég get ekki
farið frá þeim. Það skemmtilega er
þó að þær halda að ég sé að hjálpa
þeim en þær hafa hjálpað mér miklu
meira. Á þessum tíma hefur líka
flykkst að mér mikið af góðu fólki
sem ég vissi ekki að væri til. Þegar
ég flutti til dæmis fyrir nokkru komu
tólf manns til að hjálpa mér. Ég
þekkti ekki tvo þeirra og langaði
mest til að loka mig inni í skáp, ég
skammaðist mín svo fyrir það. En
þetta fólk kom öllu fyrir á nýja heim-
ilinu mínu á einum degi. Að kvöldi
leit heimilið út eins og ég hefði búið
þar í fimmtíu ár.“
Mikilvægt að finna leið til
að hjálpa öðrum
„Ég held að þeir sem komast í
gegnum svona hamfarir verði sterk-
ari einstaklingar á eftir. Og ég er al-
veg hætt að skamma Guð. Ég þakka
honum fyrir allt sem ég hef fengið.
Það hafa til dæmis ekki allir notið
þeirra forréttinda að fá að elska og
vera elskaðir.
Það kom dálítið undarlegt fyrir
mig fyrir sjö árum. Ég fór til spá-
konu og hún sagði að ég ætti eftir að
giftast einu sinni enn. Ég man að ég
kólnaði öll upp, því mér varð ljóst að
það gat aðeins þýtt að Leifur væri
feigur og þetta var áður en hann
veiktist. Ég vissi að það var sama
hversu mikið við rifumst, við mynd-
um aldrei losna hvort við annað.
Dauðinn einn gat aðskilið okkur. Við
vorum svo náin að við hugsuðumst á.
Ég var hins vegar svo heppin að
hún minntist ekkert á mín veikindi."
Ingu verður tíðrætt um hversu mik-
ilvægt það er í hremmingum að velta
sér ekki upp úr þeim, heldur finna
leið til þess að gefa af sér. „Þú átt
bara það sem þú gefur,“ segir hún og
leggur áherslu á að það þekki hún af
eigin reynslu; þetta sé ekki bara
smart orðatiltæki. „Til að byija með
reyndi ég að vera duglegust af öllum.
Ég hélt að ég væri skipper á olíu-
flutningaskipi. En síðan kom reiðin
og það sem Jónas Hallgrímsson kall-
aði bringsmalaskottan. Það er þung-
lyndið. Ég þurfti að berjast við það
býsna lengi og það kemm' alltaf öðru
hverju. Ég hefði aldrei lifað þetta af
ef ekki væri til tónlist og bækur og
vinir sem drifu mig til þess að fara út
að ganga og gera ýmislegt upp-
byggjandi. En það þýddi ekkert að
gefast upp eða vera niðurrignd
frammi fyrir stúlkunum mínum með
lystarstolið og lotugræðgina. Ég
varð bara að vera hress og kát.
Það er mjög mikilvægt að finna
leið til þess að hjálpa öðrum þegar
maður veikist. Ánnars á maður á
hættu að festast í sjálfsmeðaumkun
og aumingjaskap og ég hef aldrei
kynnst leiðinlegri manneskju en mér
þegar ég festist í því. Þá langar mig
til að henda mér á haugana.
Það segir sig sjálft að sá sem vinn-
ur við að hvetja aðra til þess að velja
lífið framyfir dauðann getur ekki
hoppað frá borði. Ég ráðlegg fólki
sem veikist að fara í gegnum sorgina
og snúa sér síðan sem fyrst að því að
hjálpa þeim sem eiga um sárt að
binda. Það hefur að minnsta kosti
gefið mér mikla von og lífslöngun að
sjá árangur af slíku starfi. Því fylgir
svomikil gleði.
Ég hef oft hugsað til þess að þegar
Johann Sebastian Bach missti bæði
konuna sína og son sinn í sömu vik-
unni fór hann í kirkjuna sína og bað
Guð að taka ekki frá sér gleðina,
vegna þess að þá gæti hann ekki
skapað og gæti ekki lifað.
Og eitt er á hreinu: Ég ætla ekki
að deyja fyrr en ég er búin að setja
upp Strindberg, þótt ég þurfí að
verða hundrað ára til þess að sá
draumur rætist - og hananú.“
,/Ifmœlisþakkir
Eg þakka öllum þeim, sem heiðruðu mig á 80
ára afmœlisdegi mínum, þann fyrsta september
2000, með góðum skeytum og upphringingum.
Eg bið góðan guð að varðveita ykkur öll.
Kveðja.
Eskhild Jóhannesson,
Holtsgötu 1, Sandgerði.
Þéttur
•ruimari
Frábærar
flatkökur
KOUPOMW
-vinur vma sinna.
Leikfélag íslands
WkéhO 2000-2001 I 'TflL ’ ’jB'-* ' \ x ' J < %. *
t„j Á sama tlma aö árt , 'G Kvartatt □ Snlglavelslan
D Á iama tlma síftar Medaa Ostjömur
CJ Eldaö meft Elvts L j Panodil fyrlr tvo L j Sýnd velftl
t,; F®ftgar á forft i. i Saga um pandablml !. 1 Tllvlst
CJltodwlí L i Shopplng & Fucklng O Trúfttelkur
t J Hvaöa J6I? ;;-G SJeikspír
V/SA
5 sýningar að eigin vali aðeins 7.900.- kr
fyrir korthafa VISA. Sími 5 303030
Við erum flutt
úr Sundagörðum 2 í Vegmúla 3
HtE/ernst&young
Vegmúla 3
108 Reykjavík
Sími 545 6000
Mercedes
Benz € 240
Nýskr. 6.1998, 2400cc vél, 4 dyra,
sjálfskiptur, svartur, ekinn 36 þ.
^ Topplúga, viðarinnrétting, 17“
álfelgur fýlgja.
Veró 3.790 þús
Grjóthálsi 1
Sími 575 1230/00